Vísir - 02.06.1973, Síða 6
6
Vlsir. Laugardagur 2. júni 1973.
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgrei&sla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (7 llhur)
Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands
I lausasölu kn 18.00 einfakiö.
BlaBaprent hf.
Biðskák hjá forsetum
Skákin, sem Nixon og Pompidou tefldu á Kjar-
valsstöðum, var ekki til þess fallin að vera jafn
„spennandi” fyrir almenning og skákir Fischers
og Spasski. En skák var það, og verðlaunin, sem
til var keppt, eru ekki hundruð milljónir króna,
heldur ótaldar þúsundir milljarða. í húfi var
hvorki meira né minna en framtið tveggja stór-
velda, Bandarikjanna og Efnahagsbandalags
Evrópu.
Bandarikin vilja tryggja, að hið upprennandi
stórveldi EBE vaxi sér ekki yfir höfuð. Banda-
rikjamenn hafa yfirburði yfir EBE á hernaðar-
sviðinu, og þeir hyggjast færa sér þá yfirburði i
nyt til að fá betri kjör i viðskiptum. Efnahags- og
hermál þessara rikja eru tvimælalaust nátengd.
Til dæmis hefur það aukið á viðskiptahalla
Bandarikjanna við önnur lönd, að þau greiða
mikið fé til að halda uppi herjum i
Vestur-Evrópu.
Bandariska stjórnin hefur á prjónunum miklar
ráðagerðir, sem hafa verið kenndar við
Kissinger, þar sem stefnt er að heildarsamning-
um milli Norður-Ameriku- og Vestur-Evrópu-
rikja um efnahags-, her- og stjórnmál. Kæmu
slikir heildarsamningar til framkvæmda, mundi
samvinna rikjanna verða miklu meiri og með
samtvinnaðra móti en nú er. Hins vegar hafa
Frakkar sýnt þessum ráðagerðum litinn áhuga.
í efnahagsmálum hafa Bandarikin staðið höll-
um fæti að undanförnu. Gengi Bandarikjadollars
hefur verið fellt tvisvar á rúmu ári, en þó riðar
það enn og með þvi allt gjaldeyriskerfi heimsins,
sem að miklu leyti grundvallast á Bandarikja-
dollar. Þvi krefjast Frakkar og fleiri EBE-þjóðir
þess, að dollarinn verði gulltryggður að nýju,
sem mundi þýða enn eina gengisfellingu, eins og
sakir standa.
Nixon samþykkti á fundunum i Reykjavik
kröfur Pompidous um, að ekki skyldi kallað heim
bandariskt herlið frá Vestur-Evrópu nema til
kæmu samningar milli austurs og vesturs um
gagnkvæma fækkun i herafla beggja vegna
járntjalds.
,,Við vorum sammála um fleira en við vorum
ósammála um,” sagði Pompidou að skilnaði á
Kjarvalsstöðum i gær. Þessi yfirlýsing lofar ekki
góðu um árangur, þar sem stjórnarleiðtogar iðka
það fremur að gera mikið úr einhug sinum á slik-
um fundum en að ýkja ágreining sinn. Samkomu-
lag varð þó um, með hvaða hætti yrði á næstunni
reynt að leysa deilumál Bandarikjamanna og
Frakka.
Þetta á að gera með margvislegum fundahöld-
um sérfræðinga. Fyrsti fundurinn verður i næstu
viku, þegar Kissinger og franski utanrikisráð-
herrann hittast i Paris.
Þegar liður að hausti, ætla rikisstjórnir siðan
að athuga, hvað miðað hefur með þessum fund-
um öllum, og þá verður tekin ákvörðun um, hvort
æskilegt sé að halda fund æðstu manna
Vestur-Evrópu og Bandarikjanna.
Allavega ætlar Nixon i för til Vestur-Evrópu
fyrir jól, og mun hann þá halda áfram viðræðum
við æðstu menn þar.
í viðræðum forsetanna á Kjarvalsstöðum bar
Nixon merki Watergatehneykslisins, og Pompi-
dou var sjúkur. Af þvi og öðru, sem hér er talið,
gekk litið i skákinni. Hún var sett i bið.
Sam Ervin, formaBur rannsóknarnefndarinnar (t. hægri), hlustar, á meöan Howard Baker öidunga-
deildarþingmaður, leiðtogi repúblikana I rannsóknarnefndinni, er aö spyrja eitt vitnanna I rannsókn-
inni.
,Hugorfar Gestapo
— sagði Sam Ervin formaður rannsóknarnefndarinnar í Watergatemólinu
/ Sumir hinna núverandi og fyrr-
\ verandi framámanna I Washing-
I ton segja sögur I sitt hverri út-
\ gáfunni um innbyröis samskipti
I sin i Watergatehneykslinu.
\ ()g Sam Ervin, formaður rann-
/ sóknarnefndar þingsins, segir, að
\ hann hafi lesið íeyndarskjöl Hvita
/ hússins, sem afhjúpi „hugsunar-
\hátt Gestapomanna” meðal
/ mikilsráðandi manna i stjórn
\ Nixons.
1 \ Svo sitt hvaö er að gerast i
/ Watergatemálinu, eftir þvi sem
\ rannsókn þess vindur fram, enda
/ má heita að málið hverfi varla af
\ forsiöum blaða neinn einasta
/ dag , og ný tiðindi eru af þvi sögð
\ i nær hverjum fréttatima út-
I / varpsstöðvanna.
\ Eftir að það kom upp, að leyni-
/ þjónusta Bandarikjanna (CIA)
\ kunni að hafa verið þvinguð til að
/ veita þjónustu hliðstæða Water-
\ gatemáiinu, hafa ýmis eftirlits-
/ ráö og nefndir tekið til við að
\ rannsaka athafnir þessarar
/ njósnastofnunar, eða alla vega
\starfsmanna hennar sumra
/ hverra.
\ Út úr þvi hefur svo komið það,
, / að framburður fyrrverandi hátt-
\ settra ráögjafa i Hvita húsinu
/ hefur skotið mjög skökku við bað.
\ sem æðstu ráðamenn CIA og alrik
/ islögreglunnar (FBI) hafa sagt.
\ Þannig á Robert E. Cushman,
/ fyrrum næstæðsti yfirmaður CIA,
\ að hafa borið undir eiði, að John
// Ehrlichman hafi beöið hann i
\ sima 8. júli 1971 að láta CIA
aöstoða Howard Hunt, sem
dæmdur hefur verið fyrir þátt
sinn I Watergatemálinu.
A hinn bóginn hefur Ehrlich-
man, sem var helzti ráðunautur
Nixons forseta i innanrikismál-
um, sagt, að hann hafi aldrei
beöiö um neitt slikt. Cushman
hershöfðingi gáði þá i minnisblöð
sin og gekk þar úr skugga um, að
simhringjandi hafði samt verið
Ehrlichman.
! annan stað hittust þeir Ehr-
lichman og starfsmannastjóri
forsetans. H.R. Haldeman, og svo
Richard Helm., forst.irtri CI.4, og
fulltrúi hans, Vernon A. Walters.
Fundur þeirra var i Hvita húsinu
23. júni 1972 og umræðuefnið var
CIA og innbrotið 6 dögum fyrr i
Watergate. — Helms og Walters
sögðu þar, að CIA væri ekki
blandað i málið og rannsókn FBI
gæti ekki skaðað leyniþjónustuna.
Walters segir, að Haldeman og
Ehrlichman hafi sent hann siðan
á fund þáverandi forstjóra FBI,
Patrick Gray, til að segja honum,
að rannsókn FBI á peninga-
greiðslu frá Mexikó gæti skaðað
aðgerðir CIA.
Ehrlichman segir, að Helms og
Walters hafi ekki þverneitað, að
FBI-rannsóknin gæti skaðað CIA,
— Haldeman segir, að það hafi
ekki verið nokkur vilji eða við-
leitni til að torvelda rannsókn
Watergatemálsins.
Ehrlichman og Haldeman hafa
báðir sakað eina manninn, sem
rekinn var úr starfsliði
Hvita hússins, John Dean ráð-
gjafa, fyrir þær tilraunir, sem
vitnazt hefur um, að gerðar voru
til að draga CIA inn i hneykslið.
Dean hefur hins vegar sagt, að
allar klær veröi hafðar úti til að
sverta hann, áður en hann mætir
fyrir nefndina til þess að leysa frá
skjóðunni. Með þvi skuli reynt að
tortryggja framburð hans.
Þegar Ervin, formaður rann-
sóknarnefndarinnar, talaði um
„hugsunarhátt Gestapo”, tók
hann mikið upp i sig á fundi, sem
haldinn var með fréttamönnum i
Norður-Karólina. Leyndarskjölin
sem hann nefndi, voru skjölin,
sem Dean sagði alrikisdómara,
að hann hefði tekiö úr Hvita hús-
inu og komið fyrir i bankahólfi af
ótta við, að þeim væri ekki óhætt i
Hvita húsinu. Dómarinn lét Dean
sækja skjölin i bankahólfið oe af-
henda sér þau en hinsvegar hefur
hann ekki lagt þau opinberlega
fram. Sam Ervin fékk þó eitt afrit
af þvi, sem var áætlun um njósnir
innanlands. — Nixon forseti hefur
lvst bvi vfir, að bessari niósna-
áætlun hafi aldrei verið hrundið i
framkvæmd, vegna þess að J.
Edgar Hoover, fyrrverandi yfir-
maður FBI, hafi verið henni and-
vigur.
„Það mundi verða bandarisku
þjóðinni mikið áfall, ef hún fengi
að vita innihald þessara skjala,"
sagði Ervin við fréttamennina á
fundinum, og hann bætti þvi við,
að hann hygðist leita álits hjá
levnibiónustu deildum rikisins,
hvort rétt væri að birta skjölin.
Nokkrir þeirra, sem við sögu hafa komiö I Watergatemálinu. Talið frá vinstri: Nixon forseti, Mitchell,
fyrrum dómsmálaráðh., Haldeman, fyrrum yfirmaður starfsliðs Hvita hússins. 1 neðri röð: John W.
Dean, áðurlögfræðiráðgjafi Hvitahússins. Ehrlichman ráðgjafi og Maurice Stans, sem áður stýrði
fjáröflun vegna kosningabaráttu Nixons.