Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 19. janúar 1974. cTWenningarmál Bergþóra Gísladóttir skrifar um barnabœkur: Hver uppskar gróðann? Einar Logi NIKKI OG RIKKI BERJAST VIÐ EITURLYFJASMYGLARA islenzk strákasaga Hilmir 1973. 114 bls. Söguhetjurnar Rikki og Nikki eru svo likir að jafnvel foreldrarnir eiga i erfiðleikum með að þekkja þá sundur — en það er vist algengara i bókum en i daglega lif- inu. Þeir hafa slikan áhuga á störfum leyni- lögreglumanna, að þeir harma sáran ,,hvað litið gerist i borginni”, ,,þetta voru bara smá- þjófnaðir, sem lögreglan átti auðvelt með að koma upp um. Nei, ef það gerðist eitthvað verulega spennandi, eitthvað glæpamál, sem verulega þyrfti að spreyta sig á og leggja sig fram við”. Þeim er boðið austur á land til frændfólks. „En sem betur fór renndi þá ekki grun i hverskonar ævintýri beið þeirra. Þetta var al- varlegt spennandi ævintýri og á köflum hættulegt, en framtiðin ein gat sagt um hvernig þvi myndi lykta”. Þetta var 1. kafli. Nú hefst ævintýrið! 1 2. kafla fer ekki hjá þvi að les- andi renni grun i hvurs lags ævin- týri þetta verði, þegar pabbi drengjanna les i Kvöldblaðinu frásögn af „sivaxandi eiturlyfja- neyslu i landinu”. En i þessari einu frétt eru tilgreind fjögur slik mál, sem komið hafa til kasta laganna, tvö varðandi dreifingu og tvö neyslu. Islenska þjóðin er svo sannarjega i hættu stödd. I 3. kafla er enn vikið að þvi, að það fari ekki hjá þvi að Nikki og Rikki lendi i stórkostlegum ævin- týrum. Þeir undirbúa ferðina og taka að sjálfsögðu með sér vasa- ljós, stækkunargler og sjónauka, sem eru ómissandi i svona ævin- týrabókum. Rikki veikist af háls- bólgu. 1 4. kafla fer Nikki einn til Bröttuvikur. Strax á flugvellinum rekst hann á erfiðismann um fimmtugt i snjáðum dökkum jakkafötum, með hattkúf og á óburstuðum skóm. Það fer ekki hjá þvi að þessi maður verði mjög grunsamlegur. 1 5. kafla kemur Nikki til Bröttuvikur, hittir frændfólk sitt og sannfærist um, að hægt muni að lenda þar i þokkalegustu ævin- týrum. 1 6. kafla hittir Nikki innan- búðarmanninn Óla, geðfelldan 17 ára ungling. Hann fær að vita að maðurinn frá flugvellinum heiti Guðmundur, auk nokkurra upp- lýsinga um hann, sem enn renna stoðum undir, að hann sé vissu- lega grunsamlegur. I 7. kafla fer Nikki i róður með Atla frænda sinum. 1 8. kafla kemur loksins Rikki. 9. kafli heitir „Ævintýrið hefst”. Ég ætla ekki að rekja efni. bókarinnar en hún er i 18 köflum. Að sjálfsögðu lenda drengirnir i ævintýrum og vinna afrek, og að sjálfsögðu var grunsamlegi maðurinn frá flugvellinum glæpamaður, meira að segja meðlimur alþjóðlegs glæpa- hrings, sem hefur flugvél i tiðum ferðum milli Danmerkur og Aust- fjarða og þrælskipulagt dreif- ingarkerfi i Reykjavik. Glæpa- mönnunum er komið i hendur réttvisinnar. Þó ekki öllum. Þvi i bókarlok er maður jafnnær um hver eiginlega rak þetta fyrirtæki og uppskar gróðann. Litið virðist Guðmundur hafa fengið i sinn hlut nema erfiði og kostnað, ef marka má söguna. Þvi ekki virö- ist hann veita sér mikinn munað, hann gengur illa til fara og býr i kumbalda, svo óvistlegum að vart gat kallast mannabústaður. Ef til vill ætlar höfundur sér að geyma sér að fletta ofan af aðal- bófanum i næstu bók eða bókum. í staðleysunni Við köllum það persónusköpun i bókum, þegar höfundur gæðir persónur sinar sliku lifi að þær verða eins og venjulegt fólk, hver meðsinum einkennum. ósjálfrátt gerir maður slikum persónum upp orð og hugsanir og gerir ráð fyrir að þær bregðist viö á sinn sérstaka hátt. Stundum erum við jafnvel ósammála höfundi og finnst að hann láti persónu sina gera eða segja eitthvað, sem ekki getur staðist samkvæmt eðli hennar. Er þá e.t.v. um illa dregna persónu að ræða frá höfundarins hendi, eða hann er að gæða hana enn meiri dýpt og skapa torræðan persónuleika. Þetta á jafnt við um fólk i barna- bókum, sem i-öðrum bókum. I bókinni um Rikka og Nikka finnast engar persónur i þessum skilningi. Það eina sem einkennir manneskjurnar i bókinni eru nöfnin. Manni finnst að ekki veitti af að þær bæru nöfn sin næld i barminn eins og fólk gerir gjarn- an á stórum ráðstefnum. Ekki bara tviburarnir Rikki og Nikki, sem eru svo dæmalaust likir, heldur einnig hitt fólkið, Atli og Óli, pabbarnir og mömmurnar. Það er einna helst að það bregði fyrir mannlegum dráttum i fari glæpamannsins Guðmundar. Það eru ekki bara persónurnar, sem eru flatneskjulegar i þessari bók, heldur gildir þaö sama um allt umhverfi sögunnar. Það er ýmist afar óljósteða með ólikind- um. Þetta er vægast sagt lélegur reyfari. Bókin er laus við alla spennu. Stöðugt er klifað á, allt frá 1. kafla, hinum stórkostlegu ævintýrum, sem drengirnir muni lenda i. Ekkert kemur á óvart i allri sögunni, nema ef vera skyldu sumar vitleysurnar. Bókin er uppfull af heimskulegum mót- sögnum og rökvillum. Nægir að telja upp fáar þeirra. Lent á fjörunni Þegar sagt er frá undirbúningi bræðranna undir ferðalagið er tekiö fram að þeir verði að gæta þess að taka ekki of mikið með sér vegna yfirvigtar i fluginu og tvivegis er talað um eina tösku, sem manni skilst að eigi að nægja báöum. 1 næsta kafla þar sem sagt er frá brottför Nikka kemur fram athugasemdalaust, að hann hafði ekki með sér nema tvær töskur. Bræðurnir eru 12 ára, þegar þessi saga gerist. Þeim er iýst sem skörpum og greindum strák- berjast vió eiturlyfjasmyglarana 1 um. Samt spyr Nikki móður sina, að þvi er virðist i fyllstu alvöru: Er ekki bráðum komið fram i ágúst? Bröttuvik er svo lýst að beggja vegna fjarðarins risa snarbrött fjöll i sjó fram. Flugvöllur byggðarlagsins er staðsettur i dalkvos inn og upp af firðinum. Þarna lendir Fokker Friendship vél Flugfélagsins. Það er erfitt fyrir Austfirðing að kyngja þess- ari vettvangslýsingu. Bryggja Guðmundar er með þeim eindæmum að aðeins er hægt að lenda við hana áfjörunni. Óli, 17 ára, sem vinnur i Kaup- félaginu, hefur þegar hann var 14 ára gamall gert sér, að þvi er viröist einn og hjálparlaust, nokkurskonar útvarp sem var i senn sendi- og móttökutæki. Ekki óhugsandi. En ef einhver er snillingur i þessari bók, þá er það Óli. Flugvél glæpamannanna hnitar hring yfir trillu i svartamyrkri i þröngum firði milli hárra fjalla. Vissulega ekki óhugsandi, en hetjulegt flug. Það yrði of langt mál að elta ól- ar við fleiri ambögur þessarar bókar. T.d. telur höf. ekki eftir sér að vopna islensku lögregluna með skotvopnum. Málfar bókarinnar er klúðurs- legt og fullt af málvillum. Prent- villur sá ég þó nokkrar, þótt ég væri sist að skyggnast eftir þeim. Að feso Ijóð og segja satt Það var mikil tilbreytni og upplyfting að hlýða á ljóða- og jasskvöld sem efnt var til i Norræna húsinu á fimmtudag og verður, að ég held, endurtekið i dag. Einkum var auðvitað nýstárlegur bragur á flutningi sænsku gestanna þriggja, ljóðskálda og hljóðfæraleikara, en þegar kom að islensku ljóðunum færðist brátt lesturinn i venjulegra horf. En þvi trúi ég að þessi dagskrá sé lær- dómsrik bæði leikurum og ljóðskáldum og öðrum sem leggja stund á að flytja ljóð. Angalöng er sænska mafian, sagði reyndar maður nokkur, miðlungi góðgjarn, i min eyru þá um kvöldið. Þarna er hún búin að krækja klónni i skáldin á Morgunblaðinu, Matthias og Jóhann Hjálmarsson, svo ekki sé nú talað um aðra, Jón Óskar og Þorstein frá Hamri! En þetta er auðvitað ekkert nema bannsett illkvittni. Is- lensku þátttakendurnir i þessari dagskrá voru áreiðanlega ekki vélaðir til neinna verka sér um geð. En þar fyrir mátti hvar- vetna i dagskránni, bæði efninu og flutningi þess, greina eftir- tektarverðan viðhorfsmun skáldanna. Hann kom fram þegar i upphafi dagskrár, og þá sem virkur þáttur efnisins, þar sem annars vegar var i sænsku textunum brugðið upp mynd- um umheimsins, frá áratug kreppu og fasisma fyrir strið, fréttamyndum frá Vietnam, ferðamyndum frá Kúbu —• en hins vegar var i fallegu ljóði eftir Jóhann Hjálmarsson morgunkyrrðin einráð i vestur- bænum og tiðindi heimsins dagaði uppi i fjarska. Andakt og alvöruleysi Eftirtektarverðast við hlut sænsku skáldanna i dagskránni fannst mér annars hve fjarska einfaldur texti þeirra var og náið samslunginn tónlistinni, hvort heldur voru „fréttaljóð” fyrri hlutans eða heitorð ásta- ljóðin i seinni hluta dag- skrárinnar. Og framsögn Lasse Söderbergs var alltaf af- ar náttúrleg, látlaus og auðnumin. Það mátti lika taka eftir þvi hve vel islensk ljóð nutu sin I flutningi Svianna, fljótlegri þýðingu: fyrrnefnt ljóð Jóhanns Hjálmarssonar og önnur sem siðar voru flutt eftir Jón Óskar og Þorstein frá Hamri. Raunar átti sitthvað i efni gestanna meira skylt við uppákomu, happening, en venjubundinn upplestur. Svo var t.a.m. um Dagrenningu á Kúbu, texta eftir Lasse Söderberg, tónlist eftir Rolf Sersam i fyrri hluta, og þó sér I lagi Hyllingu Hans Arps eftir alla þrjá, Söderberg, Ser- sam og Jacques Werup i lok dagskrárinnar. Þar lauk kvöldinu með gáska og glensi og meira að segja freyðandi kampavini i gosglösum Nor- ræna hússins. En i þessu fólst raunar mesti munur dagskrárefnis: óhátið- legum, glaöværum, uppátækja- sömum brag á sænska efninu öfugt við alvörugefinn og hátið- legan, ljóðrænan setning á is- lenska hluta efnisins. Islenskur ljóðalestur hefur reyndar lengi verið undir þessa fordæmingu seldur: óðar en menn fara að lesa ljóð færast þeir i furðu hátiðlegar stellingar, upphafnir i rómi, svip og fasi undirlagðir af mikilli alvörugefni og lýriskri angurværð. Islenska efnið var um miðbik dagskrárinnar og lásu Jón Óskar og Jóhann Hjálmarsson ljóð sin sjálfir, en Helga Hjörvar og Margrét Helga Jóhannsdóttir lásu ljóð eftir Matthias Johannessen og Þor- stein frá Hamri, allt við frjáls- legan jass-undirleik, en án neinnar sérstakrar sam- sömunar texta og tónlistar. Þetta fór misvel, einna best held ég aðljóð Jóns óskars hafi notið sin i flutningi, en hitt tókst aldrei, að virkja textann upp á nýtt eða leika sér að honum i likingu við það sem Sviarnir gerðu. Það er ég þó viss um, að sér 1 lagi ljóð Þorsteins frá Harmi með sinum sérkennilega ihugula málhreimi, og ljóð Matthiasar Johannessens, dagsdaglegt máifæri þeirra, gætu notið sin miklu betur I miklu nánari túlkun, úrvinnslu i framsögn og hljómsetningu. En þá varðar sjálfsagt miklu að mönnum sé ljóst að það er ekkert yfirmáta alvörugefið fyrirtæki, aö yrkja né segja fram kvæði, aö ekki þarf aö láta eins og tali andi aö handan i gegnum kvæði og lesara, að DAGBOK eftir Ólaf Jónsson % mestu varðar aö ávarpa áheyr- endur lifandi rödd, hreimi og hljóðfalli. Hver veit nema þeim verði þá ljóst að þarna sé verið að segja eitthvað sem þeim komi við? En hinn upphafni ljóðræni framsagnarháttur kallar að sinu leyti á ljóðræna vimu, uppgjöf fyrir seiö kveðandinnar á áheyrandans hálfu. Sitthvað — satt og logið? A fimmtudagskvöld mátti ennfremur heyra i útvarpi eftir- tektarverða rimmu út af bók- menntum. Þá leiddu saman hesta sina i bókaspjalli Sigurðar A. Magnússonar þau Vilborg Dagbjartsdóttir og Hannes Pétursson út af söguþætti Hannesar, Rauðamyrkri. Og þótt þátturinn yrði með köflum hávaðasamur var svo að skilja að efnið væri hreint ekki útrætt að tuttugu minútum liðnum, kannski ekki einu sinni komiö aö aðalefninu. Engum sem lesið hefur hygg ég aö blandist hugur um það að Rauðamyrkur er kynngimögnuö og áhrifamikil frásaga. Þar er dregið upp úr hinu sanna söguefni dæmi um siðferðislega úrkynjun og myrkraverk, sem af henni leiddu. Þetta er kannski „skáld- leg” skýring eða túlkun hinna sannsöguiegu atburða. En hún er raunveruleg og virk i sögunni. En gagnrýni Vilborgar beind- ist öli, ef ég skildi hana rétt, aö sannfr. sögunnar. Hún dró i efa að þjófnaður og morð i sögunni hefðu raunverulega veriö framin með þeim hætti sem Hannes vill vera láta — af þvi hversu óvenju hroðaleg og þar með ólikindaleg þessi verk væru. En hitt gat ég ekki heyrt að hún leiddi sannfærandi rök að þvi að önnur skýring atburð- anna sjálfsmorð en ekki morð Otta Sveinssonar, þjófnaður úr eigin hendi i skemmunni á Reykjum, væru að sinu leyti nokkuð liklegri en skýring Hannesar eftir munnmælum og öðrum heimildum sögunnar. En hefði Vilborg hreyft viðlika gagnrýni á sögunni ef um skáldskap hefði verið að ræða en ekki sanna sögu — ef staöið hefði „skáldsaga” en ekki „söguþáttur” á titilblaði bókarinnar, en texti hennar verið að öllu leyti öldungis óbreyttur? Og I öðru lagi: skiptir það miklu máli um veröleika sögunnar þótt gagn- rýni Vilborgar á sannfræði hennar væri betur grundvölluð og rökum studd en virtist i út- varpsþættinum? Væri ekki Rauðamyrkur alveg jafngóð saga þótt hún væri skáld- skapur? Um hitt.er ég ekki I nokkrum vafa að einnig eftir skilningi Vilborgar Dagbjartsdóttur mætti semja áhrifasterka og efnismikla frásögu af atburðun- um norður I Hjaltadal fyrir hundrað árum — hvort sem hún kæmi betur eða verr heim við varðveittar heimildir og aðrar staðreyndir málsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.