Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Laugardagur 19. janúar 1974. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32 (Simi 86611) Ritstjórn: Síöumúla 14. Sfmi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 360 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 22.00 eintakið. Biaðaprent hf. Varið land Skoðanakannanir Visis hafa hvað eftir annað leitt i ljós, að meirihluti landsmanna telur ekki timabært, að varnarliðið fari úr landi. Oftast hafa um tveir þriðju hinna spurðu verið andvigir brottför og einn þriðji fylgjandi henni. Árum saman hefur miklu meira borið á þeim þriðjungi, sem vill, að varnarliðið fari strax eða fljótlega úr landi. Samtök hernámsandstæðinga hafa starfað mikið með köflum, haldið fundi, far- ið i kröfugöngur og rekið áróður i fjölmiðlum og manna á milli. Meirihlutinn hefur hins vegar setið aðgerðalit- ill, enda hefur lengst af ekki þótt liklegt, að and- stæðingar varnarliðsins mundu ná undirtökun- um. Nú hefur hins vegar setið i hálft þriðja ár rikisstjórn, sem stefnir að þvi, að varnarliðið hverfi á brott. Þar við bætist, að hugmyndir um millileiðir i málinu hafa hlotið nokkurn hljómgrunn meðal fólks. Hugsanlegt er, að samkomulag náist um einhverja slika millileið. bæði innan rikis- stjórnarinnar og i við-, ræðunum við fulltrúa; Bandarikjastjórnar. Það er ennfremur hugsanlegt, að slik leið mundi njóta stuðnings meirihluta þjóðarinnar.f Þvi miður er liklegast, j að þessi leið muni ekki| tryggja öryggishags- muni íslands. Hún getur |_ e.t.v. leyst þörf Atlantshafsbandalagsins og Bandarikjanna fyrir eftirlitsflug, en þá á kostnað varna sjálfs landsins. Það virðist óhjákvæmilegt, að fækkun i varnarliðinu muni rýra varnir ís- lands. Þess vegna er orðið fyllilega timabært, að þeir, sem eru þessari þróun andvigir, spyrni við fótum. Undirskriftasöfnunin, sem fór vel af stað i vik- unni, er kröftugt upphaf að þvi andófi. Enginn vafi er á, að mörg þúsund manns munu skrifa nafn sitt undir ávarp fjórtánmenninganna. ,,Við teljum fulla ástæðu til, að fram komi, að islenzkur almenningur krefst þess, að við tökum áfram þátt i samstarfi innan Atlantshafsbanda- lagsins og álitur ótimabært að visa varnarliðinu á brott”, segir i ávarpinu. Þar segir einnig: „Varnir landsins eru bæði beint i þágu íslendinga, annarra þjóða við Norður-Atlantshaf, ekki sizt Norðmanna, og i þágu varnarsamtaka Vesturlanda, sem eru trygging þess, að Island haldi frelsi og sjálfstæði. Varnarlaust ísland mundi veikja stöðu vest- rænna rikja i tilraunum þeirra til að ná samning- um um að draga úr vigbúnaði”. Þetta er kjarni málsins. Friðarfundirnir i Vin og Genf hafa ekki enn leitt til neins áþreifanlegs árangurs. Og ljóst er, að þeir munu ekki gera það á næstunni. Ef þar semst einhvern tima um gagn- kvæman samdrátt herafla Atlantshafs- og Var- sjárbandalagsins, verður framtið varnarliðsins á Keflavikurvelli eðlilegur þáttur dæmisins, en fyrr ekki. Ef undirskriftasöfnunin opnar augu margra fyrir köldum staðreyndum umheimsins, verður hún þjóðinni og öryggi hennar að miklu gagni. —JK HAFÐI MEÐ SÉR FLOKKSSJÓÐINN OG FÉLAGASKRÁNA Vantraustið hefði ef til vill beygt aðra menn, en ekki Brian Faulkner. Þegar Unionistaflokkur hans samþykkti með 454 atkvæðum gegn 374 van- þóknun á samningana um stofnun alirska ráðs- ins, gekk Faulkner beinn i baki úr flokknum og með honum sautján þingmenn flokksins. Þetta bar að einungis fjórum dögum eftir, að formaður Unionistaflokksins haföi svarið embættiseið sem aðalmaður nýju samsteypustjórnarinnar, en æfir öfgasinnar úr röðum mótmæl- enda sinntu þvi engu. I þeirra augum hafði einmitt formaður þeirra tekið höndum saman við kaþólikka, og fyrir þeim vakir jú aðeins eitt, eins og allir sanntrú- aðir trar vita, nefnilega að svikja Norður-lrland i hendur kaþólska lýðveldinu i suðri. — Brian Faulkner var þvi sama sem drottinsvikari. Auðvitað komu Faulkner þessi úrslit atkvæðagreiðslunnar ekki á óvart. Það mátti sjá minna en fyrirganginn i þeim róttækari fyrir jólin, þegar þeir sáu að hverju stefndi um samsteypu- stjórnina og hugmynd stjórnar Heaths um myndun alirska ráös- ins, þar sem sætu við sama borð fulltrúar N-trlands og kaþólikk- anna úr suðri. Séra Jan Paisley og hans fylgismenn höfðu þegar hrundið af stað umfangsmikilli herferð og atkvæðasmölun til þess að velta Faulkner úr for- mannssæti á landsfundinum 7. janúar. Faulkner var við þvi búinn, að illa færi, þvi að hann stóð höllum fæti. A landsþingi flokksins i haust hafði stefna hans verið samþykkt með tiu atkvæða naumum meirihluta, og pólitisk tilvera hans í Unionistaflokknum hlaut að hanga á bláþræði. 1 aug- um öfgamanna mótmælenda (Unionistaflokkurinn hefur alltaf verið stærstur stjórnmálaflokka mótmælenda á N-lrlandi) hafði Faulkner sýnt of mikla tilhneig- ingu til undanlátssemi við kaþólska og brezka. Að visu hafði hann sem forsætisráðherra 1971 tekið upp harða afstöðu til irska lýðveldishersins, sem var þeim að skapi. En Faulkner lærði af þeirri reynslu, þvi flóðgáttir hryðjuverkanna opnuðust, og réðst ekki við neitt, enda yfirtóku Bretar stjórn landsins. Hann snerist þvi til frjálslyndis og gekkst inn á tillögur Heath- stjórnarinnar um breytta stjórnarskrá N-Irlands og mynd- un samsteypustjórnar, þar sem Ted Heath og Faulkner Brian Faulkner, meðan hann var maður Ulstersamtakanna og tók upp hörkuna gegn ÍRA, hryðjuverkasamtökum kaþólskra öfgasinna. kaþólski minnihlutinn fengi full- trúa inni. Þetta kveikti bálið, sem bloss- aði upp núna á siðustu landsþing- um Unionista og leiddi loks til þess.að Faulknersagði af sér for- mennsku flokksins. — Ekki þar fyrir, að öfgasinnar úr röðum kaþólskra eru jafnæfir i garð þeirra forystumanna sinna, sem þarna settust við borð með mót- mælendum. Hafa báðir þessir armar svarið þess dýra eiða að eira hvergi, fyrr en þeir hafi fellt þessa samsteypustjórn. Það var ekki bara, að mótmæl- endum þætti nóg um, þegar full- trúar þeirra tóku sæti i stjórn, þar sem minnihlutinn átti iika að hafa áhrif á gang mála, heldur þótti þeim taka steininn úr, þegar sitja átti reglulega fundi með Eiri- Brian Faulkner orðinn maður málamiölunarinnar og reiöubú- inn aö hlýðá á minnihlutann, jafn- vel hafa hann I stjórn. Illlllllllll M) ifffl Umsjón: Guðmundur Pétursson stjórnarmeðlimum og ráðfæra sig við þá. Þegar Faulkner sagði þvi af sér, var hann búinn að gera sinar ráðstafanir áður. Hann var áður búinn auðvitað að taka ákvörðun- ina um afsögnina, ef illa færi. Hc.n átti ekki annarra kosta völ, ef hann æilaði að hrinda þessum nýju hugsjónum sinum i fram- kvæmd. Fyrst Unionistaflokkur- inn vildi ekki fylgja þeirri stefnu með honum, urðu leiðir að skilja. Þegar hann flutti úr aðalskrif- stofum flokksins, hafði hann með sér ljósprentanir af öllum skjöl- um og félagaskrám. Auk þess hafði hann með sér rúma 1,5 milljón króna úr flokkssjóðnum, sem safnað hafði verið i hans nafni, og ennfremur hálft starfs- liðið. „Þótt ég verði eini maðurinn á þingpöllunum, sem talar máli stefnu okkar núna, þá mun ég samt halda þvi áfram,” sagði hann. Hann verður áfram i forsæti nýju stjórnarinnar og i alirska ráðinu og mun að likindum stofna nýjan flokk á næstunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.