Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 20
VÍSIR Laugardagur 19. janúar 1974. „UTVARP AKUREYRI" í athugun hjá útvarpsráði - síminn kemur til með að stoppa leynistöðvarnar ,,Bréf bæjarstjórnar Akureyrar hefur verið til umræðu í útvarpsráði, en ég get ekkert sagt ennþá um undirtektir þar” sagði Njörður P. Njarðvík, formaður út- varpsráðs, í viðtali við Vísi. F'yrstu vikuna i desember siöastlibnum sendi bæjarstjdrn Akureyrar bréf til útvarpsrdðs, þar sem farið var fram á athugun á þvi, hvort staðar- menn gætu notfært sér endur- varpsstööina á staðnum til út- sendinga fyrir Akureyringa. „En Rikisútvarpið hefur laga lega möguleika til að setja þessa stöö upp. Rikisútvarpið má setja upp stöövar um gjör- vallt landiö, ef vilji er fyrir hendi. Hins vegar má geta þess, að enn nær útvarpið ekki alveg til allra landsmanna,eins og það er i dag,” sagöi Njörður ennfrem- ur. Aöspuröur sagði hann, að þaö væri útvarpsstjöra aö fjalla um þær leyniútvarpsstöðvar, sem væru i gangi, m.a. þessar tvær á Akureyri, sem nú starfa þar. ,,Ég hef rætt um þessar leyniútvarpsstöðvar viö Lands- simann og veit ekkert meira i bili. En það er Landssiminn, sem á að sjá um aöstoppa þetta. Landssiminn sér um slikt að beiðni Rikisútvarpsins,” sagði Andrés Björnsson útvarpsstjóri. „Varðandi bréf bæjarstjórnar Akureyrar þá er ég aö viða að mér ýmsum gögnum um málið og það á enn langt i land með aö nokkur ákvöröun verði tekin. En þaö eru ýmis atriði, sem verður aö athuga nánar og jafn- vel bréfritarinn viröist ekki alveg hafa gert sér fulla grein fyrir öllum þeim atriöum,” sagði útvarpsstjóri. Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagöi i viötali við Visi, að hugmyndin með þessu útvarpi væri sú, að Akur- eyringar kæmust i endurvarps- stöðina þar og gætu útvarpað ýmsum tilkynningum. Hann sagði, að það væri fjölmargt, sem væri bundið sér- staklega við Akureyri og ná- grenni, og þar aö auki margt sem kæmi úr útvarpinu að sunnan, sem hefði ekkert að segja fyrir Akureyringa, eins og t.d. færð á vegum sunnan- lands. Bjarni sagöist ekki gera sér fyllilega grein fyrir, hvernig mætti fjármagna stöðina, en ef- laust mætti fá auglýsingatekjur til aö bera uppi megin- kostnaðinn. -ÓH Loðnu landoð í dog Gisli Árni átti að ianda 300 tonnum af loðnu á Stöövarfirði um miðnættið i nótt, og Heimir frá Stöðvarfirði mun hafa landað um 100 tonnum af ioðnu á Nes- kaupstað um sama leyti. Skipin voru væntanleg inn til löndunar i gærkvöldi. Þegar Visir haföi tal af þeim fyriraustaniigærkvöldi.var veöur allt mjög að skána og margir bát- ar á miðunum að búa sig undir að kasta. Um tuttugu bátar munu nú vera komnir eða að komast á loðnu- miöin út af Dalatanga og á Norö- fjarðardýpi. Albert var væntanlegur þá og þegar, einnig Sveinn Svein- björnsson frá Norðfirði og Viðir frá Norðfirði. Þótt fyrstu loðnutonnin séu komin i þrær verksmiðja i Neskaupstað og á Stöðvarfirði, þá verður varla farið að bræða fyrr en eftir helgina, sennilega ekki fyrr en á þriðjudag. Stafar það af þvi, að verra er að bræða loönuna meðan hún er glæný, og einnig hitt, að eitthvert magn af loðnu þarf helzt að liggja fyrir, svo borgi sig að ræsa verksmiðju. Loðnan er birtufælin, og þvi er jafnan reynt að kasta á torfurnar á kvöldin og um nætur. Þegar þeir voru að búa sig undir að kasta i gærkvöldi, var gott hljóð i mönnum, og þvi er viðbúið að talsvert verði aö gera i löndun á höfnum fyrir austan, Neskaupstað, Eskifirði og Stöðvarfirði — jafnvel Reyðar- firði seinni hluta dagsins i dag og á morgun. — GG Frádróttur vegna Ellenar: Sœkið um sérstaklega! Tjónin af völdum fellibylsins Ellenar þurfa ekki endilega að vera frádráttarbær til skatts, cins og sagt var I myndatexta f skatta- leiðbeiningum VIsis I gær. Aður hafði það verið haft eftir opinber- um embættismanni, að tjónþolar mundu fá frádrátt vegna tjóna. Sigurbjörn Þorbjörnsson rikis- skattstjóri tjáði blaöinu i gær, að tilfellin mundu metin af viðkom- andi skattstjórum. Ráðlagði hann mönnum að lesa liö D i kafianum „Aðrar upplýsingar og skýring- ar” i skattaleiöbeiningunum i Visi i gær. Ber skattgreiðendum að skila umsóknum um frádrátt þennan á sérstöku eyðublaöi, sem fæst hjá skattyfirvöldum. Sætti menn sig hins vegar ekki við úrskurð viökomandi skatt- stjóra, má skjóta málinu til úrskuröar rikisskattstjóra, sem tekur endanlega ákvörðun. Ellen á sem sagt ekki aö fara inn á skattskýrsluna sjálfa, eins og fram kom i myndatextanum. — JBP — BAUJUR í LAND OG NÚ ER ÞAÐ LOÐNAN NÆST Sá timi árs er að hefjast, að gullsöfnun landsmanna hefst af kappi. Guðmundur Sigfússon fréttamaður Visis I Eyjum, tók þessa mynd i fyrrakvöld við bátabryggju I Vestmannaeyjahöfn, og þar var allt svipmót álika og á sama tlma i fyrra, enda þótt margt hafi siðan gerzt. Gullbergið VE 292 var að koma inn með 18 tonn af ágæt- um ufsa og þorski. Og þegar búið var að landa aflanum, voru baujur, net og belgir teknir I land. Þeir á Gullberg- inu ætla vitaskuld i loðnuna, cins og aðrar fleytur, sem mögulcga geta flotið. Skip- stjóri á Gullberginu er Guðjón Sigurðsson, en hann gekk hvað vasklegast fram I búslóða- flutningum Eyjafólks fyrst eftir gosið. Borgin af stað í gangstéttamoksturinn — œskilegt að húseigendur taki til hendinni við moksturinn, segir deildarstjóri hreinsunardeildarinnar „Okkur hefur tilfinnanlega vantað tæki til gangstétta- hreinsunarinnar. En nú erum við að láta smiða plóga á traktora garðyrkjunnar, og látum þá i snjóruðning af gangstéttum,” sagði Þórarinn Magnússon, deiidarstjóri hreinsunardeildar Reykjavikurborgar, i viötali við Visi i gær. Talsvert hefur verið um það rætt að undanförnu hvers vegna snjór væri ekki hreinsaður af gangstéttum. Finnst sumum, að borgin eigi aö sjá um þá hreinsun, en öðrum, aö húseigendur geri hreint fyrir sinum dyrum. „En þessir traktórar eru ekki alveg réttu tækin fyrir snjó- hreinsunina. 1 hana þyrfti sér- staka snjósópa, en þeir eru ekki til hér. Þó munum við reyna eins og mögulegt er aö ryðja,” sagði Þórarinn. Að sögn hans er óæskilegt, að sandur sé borinn á gangstéttirn- ar. „Sandmoksturinn kostar gagn- gerða hreinsun gangstéttanna i sumar, og svo stiflar sandurinn einnig niðurföllin. En þegar búið er aö ryöja mesta snjónum af gangstéttunum, getum við borið salt á þær.” Þórarinn sagðist búast við, að þessi aukalega hreinsun af gang- stéttunum myndi kosta kringum 200 þúsund krónur á dag. Þar að auki kemur aukakostnaður ofan á það við að flytja snjóinn burt, þvi ekki þýðir að láta hann liggja úti á götu og gera bilum ókleift að komast leiðar sinnar. „En það væri auðvitað mjög æskilegt, að húseigendur kæmu til móts við okkur með snjó- mokstur. Þegar svona mikill snjór kemur, þá tekur okkur nokkra daga að moka þessu öllu burt, og þvi þarf almenningur að aðstoða okkur,” sagöi Þórarinn að lokum. Þess má geta, að gatnakerfi Reykjavikur er um 200 kilómetra langt og gangstéttir þvi rúmlega 300 km. — ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.