Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 19. janúar 1974. 9 VEIKAR OPNANIR ERU ÞVÍ VERRI SEM OPNUNARLITUR- INN ER VEIKARI Aö tveimur uniferöum loknum i sveitakeppni Bridge- félags Reykjavikur er staöa efstu sveitanna þessi: 1. Sveit Axels Magnússonar 39 2. Sveit Hjalta Eliassonar 38 3. Sveit Helga Jóhannssonar 33 4. Sveit Gylfa Baldurssonar 32 5. Sveit Haröar Arnþórssonar 26 6. Sveit Hannesar Jónssonar 23. 7. Sveit Guðmundar Pcturs- sonar 22 8. Sveit Braga Jónssonar 22 Næsta umferö veröur spiluö n.k. miövikudagskvöld kl. 20 i Domus Medica Veikar opnanir i þriöju hendi eru ekki alltaf heppilegar og sennilega þvi verri sem opn- unarliturinn er veikari. Spil frá leik Þóris við Hannes i siðustu umferð er gott dæmi um þetta. Staðan var a-v á hættu og vestur gaf. * 6-5 V D-G-7-2 ♦ 8-6-4-2 + 9-6-4 * G-9-7-3 A D-10 V K W 10-8-6-4-3 ♦ 7-5-3 ♦ G-9 + D-10-5-3-2 A A-K-8-7 4t A-K-8-4-2 V A-9-5 ♦ A-K-D-10 * G 1 lokaða salnum opnaði suður i siðustu hendi á einu laufi (Precision) og varð siðan sagn- hafi i einum spaða, sem hann vann með yfirslag. Varla mjög áhugavert spil, en samt 110 fyrir það. 1 opna salnum var þetta siðasta spilið i miklum vopna viðskiptum og hallað á a-v: hafði heldur Vestur Norður Austur Suður Þórir Ragnar Stefán Vilhj. P p l¥ 2* P 2 G P 3 ♦ P 44 P 5* P P P Ekki verður norður sakaður um Heigulshátt frekar en fyrri daginn, en nú skulum við sjá áhrifin af opnunarsögn austurs. Vestur spilaði út hjartakóng og sagnhafi drap fegins hendi á ásinn. Hann tók siðan tvisvar tromp og siðan tvo hæstu i spaða og trompaði þann þriðja. Þá kom lauf, austur tók á kónginn, spilaði hjarta, sem vestur trompaði. Vörnin fékk nú ekki fleiri slagi og þunnt game var i húsi. Opnunarsögn austurs var kennt um og vissulega var hún slæm. Sveit Sigtryggs vann báða og er efst ltey kjavikurmót i sveita- keppni cr nýhafiö og er þaö jafnframt undankeppni fyrir islandsmót. Eftir tværumfcrðir eru þessar sveitir cfstar: 1. Sveit Sigtryggs Sigurðss. 40 2. Sveit Harðar Arnþórss. 36 3. Sveit Þóris Sigurðss. 36 4. Sveit Hannesar Jónss. 30 5. Sveit Gylfa Baldurss. 24 6. Sveit Tryggva Gislasonar 24 7. Sveit Hjalta Eliass. 22 8. Sveit Guðmundar Péturss. 20 Fjórtán sveitir taka þátt i mótinu, en að loknum þrettán umferðum spila fjórar efstu sveitirnar útsláttarkeppni um Reykjavikurmeistaratitilinn. LÁTTU GANGA LJÓÐASKRÁ í þessum þætti mun ég birta nokkrar visur eftir Vatnsenda Rósu. Talið er af sumum að Rósa og Páll Mel- steð hafi bundist eiginorði. Rósa giftist þó Ölafi Ásmundssyni. Löngu seinna er sagt að Rósa hafi hitt Pál og ort til hans þessa visu. Man ég okkar fyrri fund forn þó ástin réni. Nú er eins og hundur hund hitti á tófugreni. Natan Ketilsson og Rósa eignuðust dótt- ur meðan Rósa var gift Ólafi og varð hún þvi ber að hórdómi. Um þetta kvað hún. Manna dómur varla var vægur nöfnu minni. Um æðri hjálp sá ákallar, áheyrn trú ég finni. Lét minn herra leiða af sér liknarorö að vana: ,,Sá hver yðar, sem aö er syndlaus, grýti hana”. Synda hrísiö særir hart seka mig án efa, guð er vis, þó mein sé margt, mér að fyrirgefa. Það er einnig talið að Rósant Berthold hafi verið sonur Natans. Næsta visa styð- ur þann orðróm. Seinna nafnið sonar þins sifellt þig á minni aö oft var fáklædd eyja lins upp í hvilu þinni. Næsta visa er alkunn. Augað mitt og augaö þitt, og þá fögru steina mitt er þitt, og þitt er minn, þú veizt, hvað ég meina. Næsta visa hefur verið eignuð fleirum en Rósu. Ég læt hana þó fljóta með þar sem hún er góð, og góð visa sjaldan of oft kveðin. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Eitt sinn kvað Rósa til Natans. Ég ann þér, meðan I æðum min einn blóðdropi kvikar. Natan bætti við Sannlega hefir sálin þin sopið á visdóms bikar. Rósa var fædd á Ásgerðarstöðum i Hörgárdal. Beztan veit ég blóma þinn, bliðu innst i reitum. Far vel Eyjafjörður minn, fegri öllum sveitum. Ólafur og Rósa skildu og giftist Rósa siðar Gisla Gislasyni. Þegar hún sá mann sinn heilsa stúlku með kossi kvað hún. Hennar siðu, lif og lær lundur skíða þekkir, mestu blíðu mengrund nær, mér ofbýður, hvað hún fær. Næstu visu kveður Rósa, þegar maður nokkur ætlar að setja hana i söðul og tek- ur um hana aftan frá. Það sérá, að þú ert ungur, þvi ólaginn, frjálsari tel ég fremri veginn, farðu ekki að mér þarna megin. Þannig kveður Rósa um Heklu. öldruð Hekla er að sjá isa hökli búin. Þekkir eklu ei þoku á þrifleg jökla frúin. Við Sigriði dóttur sina kveður hún. Hjóna skyldu ræktu rétta, rýrðu það, sem vansa lér, að ég megi af þér frétta allt, sem styttir dægur mér. Skáldskapur Rósu er ekki mikill að vöxtum. Fyrir utan nokkrar lausavisur hafa varðveist tvö ljóðabréf, annað til Natans og hitt til Pálinu dóttur Rósu. Bréfið til Natans er langt og birti ég þvi aðeins nokkrar visur úr þvi. Brátt þó sé eg, betur fer, — bý eg þeim að meinunum, — eta tamt er orðið þér af forboðnu greinunum. Siðan neyttir þeirra þú og þinum breyttir tryggða stig, ef aldrei veitir vif þér trú, veit ég eitt það gleddi mig. Einu sinni enn nú hér angri blandast klögun min. Til hvers skal að trega mér tryggðalausa sálu þin? Sérhver þjónar sinni lund, sizt mun þægt að dylja það. Eg þig trega alla stund endadægri hinzta að. Von er, mér að gremjist geð, gjöri þenkja um loforð stif, aldrei skaltu utan með óánægju faðma vif. Af innstu rótum ósk er min, — angurbótin það er frið, — allar snótir ætið þin illa njóti fyrr og sið. Hyrjar anda hrellir minn, — held eg komi óvart þér, — ekki batnar orðstir þinn, illa þó að reynist mér. Nafni leyna mun ég min, muntu vita það með sann. Enn sem fyrri er ég þin, ástum bundin geðs um rann. Ljóðabréf Rósu til Pálinu er aðallega heilræði og stendur þar m.a. Bliðlynd vertu, babba sértu hiýðin, aldrei hæð að aumingjum, auðsýn gæðivesölum. Móður ráðum mæddrar náðu fylgja, en ei sæmir auðar Hlin illu dæmin rækja min. Guð þig eigi, gullhlaðs Freyja, lætur synda granda gjöldin min, ef gætin vandar breytni þin. Eins og fram kemur þarna og viðar finnst Rósu hún oft hafa syndgað. t siðustu visu þáttarins i dag segir Rósa. Engi lái öörum frekt einn þó nái falla, heldur gái að sinni sekt, syndin þjáir alla. Þá ætla ég að birta nokkra af botnun- um, sem þættinum hafa borist. Lárus Salómonsson sendir mjög góðan botn og verður visan hringhenda. Arið liður, endar senn i ösku minninganna. Nýrri tiöa nýtir menn njóti kynninganna. Lengi I huga muna menn manndáö Eyjamanna. Oddný Magnúsdóttir „Ólafia elur menn á afskrift loforðanna”. Gggi Ax. Skaft finnst vissara að hafa formála að sinum botnum. llér sendast þér Ben.Ax. minn botnarnir tveir, og best væri að hafa nokkra til vara. Fyrst upphöfin voru úr eldföstum leir, er óþarfi leirinn i botnana að spara. Og þá eru það botnar Ax.Skaft. Og framtalseyöublöðin enn eru send til manna! Margir hnjóta um meyjarflærð, sem mega njóta kvenna. Astin snóta er eins og stærð — ar áramótabrenna. Ungri snót, sem litt er lærð, Ijúfust hót má kenna. Lundi Ást — hjá snót —, sem illa er nærð oft er fljót að brenna. Leifur Eiriksson. Að lokum fyrripartur. Vrnsar hljóta aldrei dóm, sem ástir kynda I hófi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.