Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Laugardagur 19. janúar 1974. vimsm: Væruð þér til í að fara á loðnu? Daniel Williamsson, rafvirki: — Ég væri svosem til i það, en ég hef bara enga aðstöðu til þess nú. Annars væri gott að skipta aðeins um vinnu i smátima, og svo fylgir þessu aukin tekjuvon. Sigurþór Gislason, nemandi: — Nei, ég held það ekki. Mig langar ekkert á sjóinn. Ég er lika nemandi og veit ekki hvernig gengi að fá fri til þess. En ég væri alveg til i að vinna við loðnu I landi. Unnur Arnórs, afgreiðslukona: — Þvi ekki það? En ætli ég sé ekki orðin aðeins of roskin til að fara á sjóinn. Ég gæti hins vegar vel hugsað mér að fara i vinnu við loönuna i landi, ef þörf krefði. Krlendur Arnason, sjómaður: — Já, ég væri til i það, en ég hef hins vegar ekki möguleika til þess, þar sem ég er i siglingum og kemst ekkert frá. En ég tel það virkilega ábatasamt að fara á loðnu. Kristján Guðmundsson, skrif- stofumaður: — Já, ef ég fengi góðan bát, þá færi ég hiklaust. Ég hef lika möguleika á að komast úr vinnu. Þar að auki hef ég stundað sjóinn, var á netum. Asdis Björnsdóttir, húsmóðir: — Ómögulega. Ég gæti alls ekki hugsað mér að fara á sjóinn. Brœðslupest áfram handa Hafnfírðingum Ilafnfiröingar verða væntan- lega að þola fýluna frá mjölbræðslunni á Hvaleyrar- holti eitt árið enn. Heilbrigðisráð rikisins hefur lagt til við ráðuneyti, að frestur sá, sem Lýsi og mjöl fékk til að reisa (>0 eða 70 metra háan stromp, verði framlengdur til I. scptcmber. Reyndar hefur ráðuneytið ekki veitt frestinn — en vegna þesss að likur eru á, að verk- smiðjustjórnin i Hafnarfirði, geti nú loks hafizt handa, þá veröur að telja sennilegt, að fresturinn fáist. Heilbrigðisnefndin i Hafnar- firði er að vonum leiö yfir mála- lokum. Hugsanlega hefði verið hægt að loka verksmiðjunni, banna henni að bræða loðnu á þessari vertiö, en gera henni að greiða dagsektir. Þessar dagsektir eru hins vegar svo lágar, að verk- smiðjan fyndi varla fyrir þvi að borga — aðeins 2000 krónur á dag. ,,Ég hef lagt til við ráðu- neytið, að jafnframt þvi sem fresturinn verði lengdur til 1. september, þá verði dagsektir haföar allmiklu hærri — einhver ákveðin prósentutala af tekjum verksmiðjunnar,” sagði Einar Valur Ingimundarson, verk- fræðingur hjá Heilbrigðisráði rikisins. Sagði Einar Valur, að heilbrigöisnefnd Hafnarfjarðar gæti ekki gengið þvert á væntanlegt leyfi ráðuneytisins og lokað verksmiðjunni. — „þeir hjá Lýsi og mjöl fengu hingað brezkan sérfræðing, sem þeir hafa nú samið við um byggingu á strompi. Fresturinn getur orðið til að ýta undir samninga og ákvarðanir i málinu, þar eð nú er að verða slæmt ástand varðandi kaup á plasti. Þar kemur oliuskortur- inn til,” sagði Einar Valur. Norðmenn sia bræluna frá tbúar Hafnarfjarðar hafa sýnt langlundargeð varðandi fýluna frá Lýsi og mjöl. Stundum liggur þykkt pestar- ský yfir heilum bæjarhlutum, og þvi er eðlilegt að heilbrigðis- nefnd bæjarins horfi með óhug fram á komandi loðnuvertíð. Norðmenn hafa lengi átt við svipaðan vanda. 1 fyrravetur bættu þeir þó úr erfiðleikum i sumum bæjum, ekki með þvi aö reisa reykháfa við sildar- og loðnubræðslur sinar, heldur smíðuðu þeir sérstakt reykhreinsitæki, sem siðan er sett i verksmiðjurnar. í fyrra sagði „Bergens Tidende” frá þvi, að tekizt hefði að smiða hreinsitæki, eins konar reyksiu fyrir tæplega tólf milljónir islenzkra króna. Aætlað er, að strompurinn i Hafnarfirði muni kosta kringum tólf milljónir króna. -GG. Þetta er útbúnaöurinn þeirra Norömannanna til að firra menn bræöslufýlunni. I staö þess aö flytja ódauninn frá einum staö til annars, eins og stromparnir gera, tekur þessi útbúnaður megin- hluta fýlunnar og eyöir henni. Heilbrigðisráð vill veita frest til reykháfsbyggingar, hœkka dagsektir verksmiðja — Norðmenn smíðuðu reyksíu fyrir sömu upphœð og strompurinn mun kosta LESENDUR HAFA ORÐIÐ Framúrskarandi afgreiðsla A.Þ. skrifar: aldrei eða sjaldan minnzt á, ef vel „Það er alltaf verið að tala um, er gert. Eitt af þvi, sem oft er þegar eitthvað fer miður, en klifað á, er að afgreiðslufólk Viðunandi ekki sama og ógœtt Sigurður Þorkelsson yfirverk- fræöingur Landssimans, hefur sent blaðinu leiðréttingar vegna viðtals við hann 14. janúar um hlustunarskilyrði á Húsavik. 1 bréfinu kemur fram, að Hús- vikingár fá sjónvarp ekki beint frá endurvarpsstöðinni við Goða- foss, heldur um millilið, endur- varpsstöð á Húsavik. Ennfremur, að ástæðan fyrir þvi, að stöðin á Húsavikurfjalli er ekki tekin til starfa, er, að Rafmagnsveitur rikisins hafa ekki getað sinnt umsókn um lagningu raflinu aö stöðinni. Loks bendir Sigurður á, að endurbætur á hljóðvarps- deifingu hafa leitt til þess, að móttökuskilyrði eru almennt orðin „viðunandi”, en ekki endi- lega „með ágætum.” Blítt og létt... Ilúsmóðir úr Flóanum hringdi: „Ég gat ekki stillt mig um að hringja i ykkur i bæjarferð minni til að spyrja hvað orðið „affettuoso” þýðir. Okkur fáfróð- um koma svona orð að litlu haldi, skiljum þau hreinlega ekki. Orð þetta birtist i gagnrýni Birgis Guðgeirssonar i Visi 29. desember s.l.” Svar: t tónlist þýðir þetta eitthvað I þessa áttina: „Blitt og ástúðlegt, — með viðkvæmni”. Vonum aö þetta skili sér, en vitaskuld væri gott, ef gagnrýnendur temdu sér ekki of mikla fagmennsku i vinnubrögðum sinum, svona til aö allir séu „meö á nótunum.” skorti mikið á kurteisi og góða framkomu. Þvi langar mig til að koma á framfæri nokkrum lin- um. 1 verzluninni Domus á Lauga- vegi 91 er litil kaffiteria, sem ég held, að hafi verið þarna i nær tvö ár. Þar hefur lengi unnið stúlka ein. Hvergi hef ég komið inn á kaffi- stofu, þar sem mér hefur verið sýnd eins mikil kurteisi og liðleg- heit og þarna. Ef önnur fyrirtæki hefðu svona afgreiðslufólk væri skemmtilegra að koma i verzlanir. Ég gæti nefnt fjölda dæma um liðlegheit hennar við mig, sem kem þarna oft, og aðra gesti, sem ég hef séð bera að garði, en það væri langt mál, og of mikið fyrir stutt bréf.” FRAMSÓKNARVIST? Eftir viðreisnarófétið kommarnir leika af lyst á lýöinn, sem haföi forðum á skó þeirra kysst. Þvi vaknar sú spurning, h\ ort nokkuð mikils sé misst, þótt Magnús og Lúövik nú séu i framsóknarvisl. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.