Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 19.01.1974, Blaðsíða 8
8 Visir. I.augardagur 19. janúar 1974. KIRKJAN O ÉG FYRIRVERÐ M/G CKKI Einn af þeim pistlum, þ.e. bréfaköflum Nýja Testamentis- ins, sem heyra til morgun- deginum og ætlazt er til aö lesnir séu við guðsþjónustur i kirkjum landsins við messur á 2. sunnu- degi eftir þrettánda — já, i einum af þessum pistlum morgundags- ins er að finna hin kunnu orö Páls — 16. v 11. kap. Rómverjabréfsins — þessi: Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, þvi að það er kraftur Guðs tii hjáipræðis hverjum þeim sem trúir. Ekki er maður lengi búinn að lesa I orði Guðs án þess að finna aö það talar til manns á margan hátt. Það er eins og segir i al- þekktum sálmi: Guðs orð er lind er liknar og lækning veikum tér. Það syndarana sýknar og svölun hjörtum lér. Ö, hversu indælt er, það blessað orð að eiga og ætið finna mega þar svölum handa sér. Já vissulega er það satt, aö mikla og dýrðlega hugsvölun er að finna i orði Guðs. Það er reynsla þeirra fjölmörgu, sem eru staðfastir og trúir lesendur hinnar helgu bókar. En ef Orðið á að reynast oss slik blessun og sálubót, þá megum vér ekki fyrirveröa oss fyrir það. Vér verðum að lesa það með lotningu og tilbeiðslu, vér verðum að opna hugi vora og hjörtu fyrir áhrifum þess, vér verðum að leyfa þvi að komast að meðsinn hreinsandi og frelsandi mátt til aö upplýsa og fræða, flytja oss hollar áminning- ar og aðvaranir, letra á hjörtu vor leiöbeiningar og lifsreglur i sam- ræmi við kenningu og boðskap meistarans. Vér megum ekki fyrirverða oss fyrir að viðurkenna þetta, hvorki fyrir sjálfum oss né öðrum. Um þetta verðum vér að bera fals- laust vitni, ekki aðeins með orði og tungu heldur i lifi og breytni. Ef vér höfum þegið fagra og dýra gjöf njótum vér hennar fyrst til fullnustu þegar aðrir eignast hlutdeild i fagnaði vorum. Og þvi ekki þá að veita öðrum aðild að þvi dýrasta og bezta, sem vér eig- um, góða hlutanum, sem aldrei verður frá oss tekinn, en fær þeim mun meiri vöxt og viðgang sem fleiri eignast hann og njóta hans með oss. Eg fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er ekki nóg að taka sér þessi orð i munn, það er ekki nóg að játa þetta fagn- aðarerindi með vörunum. Það varður að sýna þessa játningu i lifinu, breytni sinni og framkomu eins og fyrr er sagt. Svo vitnað sé til annars postula, sem lætur sér tiðrætt um verk — verk kristins manns: ,,En nú segir einhver: Þú hefur trú og ég hef verk, sýn mér þá trú þina án verkanna og ég skal sýna þér trúna af verkum minum” (Jakobsbréf 2.18). Sá þarf ekki að fyrirverða sig fyrir fagnaðarerindið, sem ber þvi vitni i sinu daglega lifi, sýnir hógværð og litillæti i framgöngu, stendur gegn óhollum nautnum með staðfestu og sjálfsafneitun, er hófsamur i liferni en ekki heimtufrekur á hendur náunga og samfélagi, gengur fram i góðvilja og sýnir samúð þeim, sem eiga bágt. Þannig ætti i raun og veru hver og einn að geta lesið kristinn boðskap i lifsbók kristins manns. Hann á að bera fagnaðarerindinu vitni. Þetta minnir á það sem sagt var um hinn kunna Afriku- kristniboða David Livingstone. Eitt sinn spurði heiðinn maður kristinn landa sinn: Hvað er að vera kristinn? Sá sem spurður var svaraði beint og hiklaust: Það er að vera eins og Living- stone. Enginn þarf að efast um, að það sem nú skortir mest i samfélagi einstaklinga og samvinnu þjóða er sannur kristinn andi samúðar og skilnings og gagnkvæmrár þjónustu. Það þýðir litið að skir- skota til einhverrar óljósrar og þokukenndrar alþjóðahyggju, að heimurinn sé ein hagræn heild o.s.frv. — ef úlfúð, tortryggni og þrotlaus keppni um heimsins gæði er látin ráða öllum gerðum og gerningum. En hvað sem þvi liður skulum vér öll játa og fylgja trú vorri þannig i orði og athöfnum, að enginn geti sagt að vér fyrir- verðum oss fyrir fagnaðar- erindið, sem er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir. FRÆKORN Enn þetta árið. Einn af ræðutextum nýárs- dagsins er þessi dæmisaga Jesú: Maður nokkur átti fikjutré i vingarði. Er hann fann enga ávexti á þvi, sagði hann við garðyrkjumanninn: ,,1 þrjú ár hefur þetta tré enga ávexti borið. Nú skaltu höggva það upp til þess að jörðin verði ekki arðlaus framvegis.” Þá svaraði garðyrkju- maðurinn: ,,Lát það vera enn eitt ár, þar til ég hef grafið um það og borið að áburð, ef það skyldi þá bera ávöxt. En geri það það ekki, þá heggur þú það upp.” — Þetta er lærdómsrik saga — hollt umhugsunarefni nú i árs- byrjun. ,,A þessum fátæktarárum sá maður margt ömurlegt, en lika margt fallegt i fólkinu, ljómandi fólk, sem vildi allt fyrir mar.n gera var þá til, ekki siður en nú. Ég hafði t.d. kynnst sr. Bjarna Dómkirkju- presti og hann sagði við mig, að ég mætti koma og borða hjá honum hvenær sem mig lysti, þvi að hann vissi um kröpp kjör min, en ég var svo ófram- færinn að ég vildi heldur svelta en láta sjá mig i húsum. Umkomuleysi mitt varð meira fyrir bragðið. Ágæt kynni min af sr. Bjarna stóðu þar til hann fór úr þessum heimi. (Úr minningum Hallfreðs Guðmundssonar.) Hvítur nýársdagur Það er vafamdl hvort nokkru sinni hefur upp yfir Reykjavik runnið jafn hvitur nýársdagur og 1. janúar 1974. Mikið var himinninn heiður. Mikiö var landið fagurt. Mikið var borgin hrein. Þegar umsjónarmaður kirkjusiðunnar hafði sótt biskupmessu i Dómkirkjunni, ók hann suður á Álftanes með viðkomu hjá Fossvogskirkju. Þá voru þessar tvær myndir teknar. Þær sýna vel, hvernig nýárssnjórinn breiðir sitt hvita lin ,,á lifenda Dústað á dáinna gröf” eins og sr. Valdimar kemst að orði um limið á meiði kirkjunnar i sálmi sinum: 1 fornöld á jörðu. A engum stað á íslandi eru fleiri Isl'endingar lagðir til hinztu hvildar heldur en i Foss- vogskirkjugarði. Þar safnast þeir til feðra sinna likt og dagar gamla ársins hverfa I timans haf. A Bessastöðum hefur þjóðin valið þjóðhöfðingja sinum bú- stað. Hann er tákn sjálfstæðis hennar og einingar. Staða hans á að minna oss á, að þrátt fyrir allt innbyrðis strið, baráttuna um hagsmuni og fjármuni erum vér ein þjóð og eigum á dögum hins nýja árs að ganga saman hönd i hönd — út i óvissu framtiðarinnar undir merki krossins. 1 Jesú nafni áfram enn með ári nýju kristnir menn. Það nafn um árs og ævispor sé æðsta gleði og huggun vor. ARSHATIÐ K.F.U.M. OG K. Arshátið K.F.U.M. og K. — séð yfir hluta af samkomusalnum. Guölaugur stjórnar almennum söng. Það var góður fagnað- ur og að vanda mikið f jöl- menni á árshátíð félag- anna K.F.U.M. og K. hinn 12. þessa mánaðar. Hátiðin hófst með þvi,-. að lúðrasveit drengja lék nokkur lög undir stjórn Lárusar Sveins- sonar. Tveir kórar sungu undir stjórn Sigurðar Pálssonar og Arna Sigurjónssonar, og allir samkomugestir sungu mikiö af gleði og krafti. Auk þess var upplestur, erindi og kveðjur fluttar. I hléi voru bornar fram ágætar veitingar. Formaður K.F.UM., Guð- laugur Þorláksson, stjórnaði samkomunni. Nokkrar af K.K.U.K.-stúlkunum, sem önnuðust veitingar á árs- hátíðinni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.