Vísir - 05.05.1975, Síða 6
6
Vfsir. Mánudagur 5. mal 1975.
VISIR
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrói:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiösla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 44. Simi 86611
Sföumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 700 kr. á mánuði innaniands.
t lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf.
Bitbein
Striðslokin i Suður-Vietnam og Kambódiu eru
fagnaðarefni, einræðisherrum var steypt úr stóli,
en óvist er samt, að það, sem við tekur, verði far-
sælla alþýðu manna. Sannleikurinn er sá, að al-
menningur i þessum löndum býr við þau kjör, að
baráttan er og verður aðallega um að hafa til
hnifs og skeiðar og láta hverjum degi nægja sinar
þjáningar. Hitt skiptir almenning minna máli,
hvort valdhafarnir i höfuðborgunum eru brúnir
eða rauðir. Á pólitiska sviðinu eru einnig fram-
undan átök. Þessi riki verða óhjákvæmilega bit-
bein kommúnistisku stórveldanna, Kina og
Sovétrikjanna.
Hatrið milli valdhafa i Peking og Moskvu er
miklu meira en milli þeirra og valdhafa i Was-
hington. Bæði hafa rikin stutt þjóðfrelsishreyf-
ingarnar og Norður-Vietnama , og bæði munu
þau þvi þykjast eiga tilkall til þeirra.
Barátta kommúnistastjórnanna i Kina og
Sovétrikjunum hefur gengið svo langt, að Kin-
verjar hafa lýst yfir stuðningi við Atlantshafs-
bandalagið, sem þeir vona, að komi i veg fyrir
framsókn Sovétveldisins til vesturs. Kinverjar
hafa stundum látið i það skina, að Sovétmenn hafi
verið svifaseinir við stuðning við kommúnista i
Vietnam og einkum i Kambódiu, þar sem Sovét-
rikin héldu um skeið diplómatisku sambandi við
stjórn andkommúnistans Lon Nols. Kinverjar
hafa betri stöðu en Sovétmenn i þessari skák, en
ráðamenn i Moskvu munu vafalaust eiga eftir að
freista þess að grafa undan Kinverjum i þessum
löndum. Þjóðfrelsismenn, sem nú ráða i Saigon
og Phnom Penh, þarfnast mikillar aðstoðar
við uppbyggingu i hinum striðseyddu rikjum,
Þar verður tækifæri fyrir Sovétmenn að ota sin-
um tota.
Hætt er við, að byltingin eigi eftir að eta ein-
hver af börnum sinum i Kambódiu og Vietnam.
Vel að merkja eru helztu ráðamenn i þjóðfrelsis-
hreyfingu hinna Rauðu Kmera i Kambódiu fornir
andstæðingar Sihanouks prins, sem þeir þó kalla
nú foringja sinn. Foringjar Kmeranna eru mun
róttækari en prinsinn hefur verið. í Vietnani virð-
ast komnar upp deilur milli rikisstjórnar Norð-
ur-Vietnams og foringja þjóðfrelsishreyfingar-
innar i Suður-Vietnam um, hversu lengi
Suður-Vietnam eigi að vera sjálfstætt riki. Rikis-
stjórn Norður-Vietnams segist vilja, að Norður-
og Suður-Vietnam verði sameinuð hið fyrsta, en
forystumenn þjóðfrelsishreyfingarinnar leggja
hins vegar áherzlu á muninn á Norður- og
Suður-Vietnam, svo sem á lifskjörum og atvinnu-
uppbyggingu, og segjast ekki vilja sameiningu
fyrr en eftir nokkur ár.
Sigri þjóðfrelsisliða og Norður-Vietnama svip-
ar i mörgu til sigurs byltingarhers kommúnista i
Kina. 1 báðum tilvikum hafði rikisstjórnin miklu
meira lið og betur búið, þar til upplausn innan
stjórnarhersins og mistök i herstjórn færðu
stjórnarandstæðingum sigurinn á silfurfati.
Sennilegast munu sigurvegararnir i Kambódiu
og Suður-Vietnam taka stjórn kinverskra
kommúnista til fyrirmyndar. Kinverskum
kommúnistum hefur verið mest i mun að láta
landslýð vinna sem mest og með þeim hætti hafa
lifskjörin batnað og hungurvofunni, sem var
landlæg i Kina, bægt frá. Ef þetta gerist i Kam-
bódiu og Suður-Vietnam, er nokkuð unnið fyrir
fátæka alþýðu, en lýðræði mun hún ekki fá og hún
mun verða að þola langvarandi pólitiskar deilur.
— HH
Margir franskir
ríkisborgarar á
faraldsfœti í
Víetnam
Hjá frönsku stjórninni
hafa vaknað áhyggjur af
því, að hún kunni að neyð-
ast til að opna landið fyrir
straumi flóttafólks eftir
að Saigon féll í hendur
kommúnistum.
I Vietnam var fjöldi fólks,
sem hafði frönsk vegabréf og
rikisborgararétt frá þeim tíma,
er Frakkar höföu yfirráö lands-
ins i sinum höndum. — En emb-
ættismenn i ráðuneyti innanrik-
ismála i Frakklandi segja, aö
9000 Vietnamar með frönsk
vegabréf gætu fengiö aö setjast
aö i Frakklandi án frekari for-
mála.
„En hvaö öörum viðvikur, þá
erum viö ekki i aöstööu til aö
veita flóttafólki móttöku. Komi
eitthvað af sliku fólki, án þess
aö hafa tryggt sér atvinnu, á
þaö á hættu að veröa visað úr
landi,” var fréttamanni Reuters
sagt, þegar hann aflaöi sér upp-
lýsinga hjá opinberum aöilum.
Með rúmlega 700.000 atvinnu-
leysingja á framfærslu heima
fyrir, hvetur franska stjórnin
franska rikisborgara, sem
búsettireru i Suður-VIetnam, aö
vera þar um kyrrt áfram, hvað
sem á gangi.
Embættismenn vilja verja
þessa afstöðu yfirvalda með
þvi, aö ástandiö i Vietnam núna
sé gjörólikt þvi sem kom upp,
þegar Vietnam klofnaði I
tvennt eftir að Viet Minh haföi
sigraö franska nýlenduherinn
1954.
Um 11000 Vietnamar eru nú
búsettir i Frakklandi, en ekki er
vitað nákvæmlega um fjölda
þeirra, sem eru af vietnömskum
ættum og fengu franskan rikis-
borgararétt eða settust aö i
Frakklandi 1954. Samkvæmt
tölum þess opinbera þá flúöu
um 350.000 Vietnamar (mest-
megnis kaþólikkarlfrá Norður-
Vietnam til Suður-Vietnams
eftir uppgjöf Frakka, en aðeins
nokkur hundruð fóru þá til
Frakklands.
Það er einkennileg tilviljun,
að þaö voru Bandarikjamenn,
sem lika þá aðstoðuðu þetta fólk
viö flóttann, en ekki Frakkar.
Einn gömlu striðsgarpa
Frakka minntist þessara tima i
viötali við Adrian Darmon,
fréttamann Reuters: ,,Ég var
vitni að þessum flutningum.
Þúsundir og aftur þúsundir
manna flykktust suður á bóginn.
Frakkland gerði litið sem ekk-
ert þeim til aðstoðar. En banda-
riska herliðið, sem þá var I Viet-
nam, skaut yfir þetta fólk
skjólshúsi. Það fékk inni 1 her-
mannaskálum.”
Nguyen Van Khan, heitir einn
þessara Vietnama, sem flutti til
Frakklands 1966. Hann er kaþó-
likki og segir, að biskupar Vlet-
nams hafi hvatt fólkið I noröri til
að flytja suður á bóginn.
Franskir embættismenn
viðurkenna i dag, að Frakkar
hafi sloppið við vandamál af
flóttamannastraumnum, vegna
þess aö fólkiö nam flest staðar i
Suður-Vietnam, og settist þar
að.
Sumir Vietnamar, sem höfðu
rikisborgararétt I báðum lönd-
unum, Vietnam og Frakklandi,
héldu þó áfram til Frakklands,
eftir aö franski herinn varð á
burt. — En löngu fyrir daga
seinni heimsstyrjaldarinnar
voru margir Asiumenn með
franskan rikisborgararétt.
Raunar var ekki svo gott um
vik að hafa tölu á Vietnömum,
sem fluttu til Frakklands.
Margir Frakkar höfðu kvænzt
vietnömskum stúlkum og börn
lllllllillll
UMSJÓN: G.P.
þeirra höfðu rikisborgararétt
beggja landanna.
Ólíkt arabisku verkamönnun-
um, sem flutzt hafa t.d. frá Alsir
til Frakklands, þá hafa
vietnömsku innflytjendurnir
ekki myndað kjarna á borð við
Arabahverfin i Marseilles. Þó
örlar rétt á sliku i Paris og
Bordeaux.
Það þykir stafa af þvi, að
flestir Vietnamar eru ekki ein-
staklingshyggjumenn, og þeir
eiga auðvelt með að blanda geði
við fólk af ólikum kynþáttum.
Flestir hafa þvl gengið i hjóna-
band með Evrópubúum og
aðlagað sig franska umhverfinu
og lifnaðarháttum nýja lands-
ins.
Fæstir þeirra hafa ástæðu til
þess að sjá eftir þvi að hafa
yfirgefið ættjörðina. Þeim hefur
vegnað vel i nýja heiminum og
telja litla ástæðu til að halda i
minningar eða gamla siði heim-
an frá.
Astæðan fyrir velgengni
þeirra liggur lika að hluta i þvi,
að þeir einir fluttust burt frá
Vietnam sem höfðu efni á þvi,
bæði farareyri til þess að kom-
ast og einhvern höfuðstól til
þess aö koma undir sig fótum að
nýju.
Þeir, sem komnir voru á
miöjan aldur, hófu fljótlega
rekstur af einhverju tagi, gjarn-
an þá veitingahúsarekstur. En
yngra fólkið settist viö nám eða
rann strax út i atvinnulifiö.
Að þessu sinni er fólksflóttinn
miklu meiri úr Vietnam. Með
vissu er vitað nú þegar um aö
minnsta kosti 80.000 Vletnama,
sem flúið hafa land. Margir
þeirra til Bandarikjanna, en
óvist um, hvert aðrir halda.
Frakkar vita um nær tiu þús-
und franska rikisborgara, sem
bjuggu I Vietnam. Það er búizt
við þvi, að margir þeirra vilji
taka sig upp og flytja til Frakk-
lands. En frönsk yfirvöld, sem
sjá fram á erfiðleika viö aö
koma þessu fólki fyrir og veita
þvl mannsæmandi kjör, von-
ast til þess að obbinn verði um
kyrrt i Vietnam.