Vísir - 14.11.1975, Síða 6

Vísir - 14.11.1975, Síða 6
6 Nýir snjóhjólbarðar Hollenskir heilsólaðir snjóhjólbarðar HJDLBflRDflSflLflH BORGARTÚNI 24 - SÍMI 14925 - PÓSTHÓLF 5169 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 62., 64. og 66. tbl. Lögbirtingablaös 1974 á Grettisgötu 42, þingl. eign Gertie Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri, mánudag 17. nóvember 1975 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 1., 3. og 5. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á liluta i Flókagötu 62, þingl, eign Ólafs Björnssonar, fer fram eftir kriifu Jóns N. Sigurðssonar hrl. á eigninni sjálfri, mánudag 17. nóvember 1975 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Nauðungaruppboð annað og siöasta á Hjaltabakka 22, talinni eign húsfélags- ins fer fram á eigninni sjálfri, mánudag 17. nóvember 1975 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Nauðungaruppboð annaö og siðasta á Fögrubrekku v/Blesugróf, þingl. eign Guðmundar Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri, mánudag 17. nóvember 1975 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik KEFLVÍKINGAR NJARÐVÍKINGAR FRÁ OG MEÐ FÖSTUDEGINUM 14. Þ.M.VERÐA KEFLAVÍKURUMBOÐ OG NJARÐVÍKURUMBOÐ MEÐ SAMEIGINLEGA SKRIFSTOFU AÐ HAFNARGÖTU 58, KEFLAVÍK, SÍMI 3510 OG 3511. VIÐ BJÓÐUM GAMLA OG NÝJA VIÐSKIPTAMENN VELKOMNA Á HINA NÝJU SKRIFSTOFU. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS REUTER AP/NTB+ Föstudagur 14. nóvember 1975 VISIR UTLÖNDI IVIORGUN UTLÖND I MORGUN — Ég sýndi þeim sko hver stjórnar hérna, ha, Henry! Ford, Bandaríkjaforseti, rak Colby úr embætti forstjóra CIA, og James Schlesinger úr embætti varnar- málaráðherra. Lurie hefur sína skoðun á hvar Henry Kissinger kemur inn í málið. Frakkar brynja sig með kjarnorkubombum Valery Giscard P’Estaing Frakklandsforseti sagði i fyrra- dag, að frakkar væru þriöja stærsta kjarnorkuveldi heims, að visu langt á eftir bandarikja- mönnum og sovétmönnum, en vel á undan bretum. í sjónvarps- og blaðaviðtölum bar hann til baka tillögur um að frakkar ættu að taka aftur þátt i almennu varnarsamstarfi Nato, en taka heldur upp að nýju hina gömlu stefnu gaullista um sjálf- stæðar varnir Frakklands. t sjónvarpsviðtölum og i viðtöl- um við blaðið Le Figaro visaði Giscard D’Estaing á bug öllum fullyrðingum vonsvikinna kjós- enda um að hann hefði enga utan- rikisstefnu og vanrækti varnir landsins. Hann útskýrði stefnu sina nákvæmlega: ,,Við erum þriðja mesta kjarn- orkuveldið. Að sjálfsögöu erum við langt á eftir tveim þeim „Rússar stærri en við” — P’Esta- ing og Brezhnev. fyrstu. En það er staðreynd, að við erum i þriðja sæti,” sagði hann. „Við erum greinilega á undan bretum. Með þvi á ég við, að kaf- bátafloti okkar lætur alveg að stjórn og við höfum byggt eld- flaugarnar, sem þeir innihalda sjálfir. Bretar verða hins vegar að notast við Polariseldflaugar frá Bandarikjamönnum,” sagði hann i sjónvarpsviðtalinu. Hann nefndi engar tölur þessu „Minni en við” — D’Estaing og Harold Wilson. til stuðnings — hin kjarnorku- veldin tvö eru bretar og Kina — en hann kvaðst andvigur þvi aö nokkur samdráttur yrði gerður i kjarnavopnaframleiðslu frakka. „Ef hafður er i huga hinn mikli munur, sem er á vopnabirgðum okkar og risaveldanna tvéggja, þá er það augljóst, að vigbúhaði okkar má ekki setja nein tak- mörk.” Konur handteknar vegna ránsins á Peter Lorenz Tvær konur voru handtekn- ar i Vestur-Berlin i gær, grunaðar um að eiga þátt i ráninu á Peter Lorenz fvrr á þessu ári. Konurnar sem eru 19 ára og 36 ára, báðar þýskar, eru grunaðar um að hafa hjálpað „2. júni hreyfingunni", sem lýsti ráni Lorenz á hendur sér. önnur handtekna konan á að hafa leigt ibúð sem tveir félagar úr hreyfingunni voru handteknir i i september. Hin konan tók á leigu bil sem þeir höfðu notað til að flytja i ibúð- ina. Nú er búið að handtaka 18 af þeim 23 sem eftirlýstir voru i sambandi við ránið á Lorenz. Eins og kunnugt er slapp hann úr haldi þegar fimm anarkist- um var sleppt úr fangelsum i Þýskalandi. „Stærri en við” — D 'Estaing og Ford. Aðalstyrkur frakka væri nú lágfleyg skeyti er staðsett væru i Frakklandi, Mirage sprengjuþot- ur og kafbátaflotinn. í viðtalinu við Le Figaro, kvað hann engar breytingar fyrirsjá- anlegar á stefnu frakka, um aö hafa að engu viðræðurnar i Genf um afvopnun og jafnvægi milli herstyrkja austurs og vesturs i Evrópu. Einnig visaði hann á bug öllum fullyrðingum um að frakkar hygðust taka upp samstarf aö nýju við Nato. Hann lýsti yfir miklu vantrausti á Helsinkisáttmálann, og kvað hann varla myndu leiða til frjáls- ari samskipta austurs og vesturs. „Svo maður tali nú i fullri hreinskilni, þá er markmiðið með slökun spennu ekki að breyta þjóðskipulagi rikja.” „Við gætum vopnað, að stjórn- kerfi þessara rikja muni breytast með minnkaðri spennu, en sú leið á ekki að vera til að knýja fram breytingar, sem sósialistarikin telja óæskilegar.” Forsetinn fór varlega i sakirnar með að ásaka rússa um seina- gang i sambandi við ákvæðin um aukin mannréttindi i Sovétrikjun- um, jafnvel þótt að ýmsir erfið- leikar hafi myndast i Rússlands- för hans nýlega, vegna þessa við- kvæma deiluefnis. Hann bar einnig til baka „kald- hæðnislegar athugasemdir” um stöðnunina innan EBE. Hann kvað það mjög æskilegt að leiötogar EBE-rikjanna kæmu sér saman um evrópskt þjóðþing, sem kosið væri beinum kosning- um. Hann sagði að lokum: „Evrópa er á batavegi en við veröum þeirra breytinga ekki varir, þvi þær eru ekki það stór- vægilegar.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.