Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 397 Kafli úr óprentciðri skdlcisögu (Efiir sr> ‘T'riðrik 'kriSriksson. Sölvi heitir allstór óprentuð skáldsag-a, er gerist á 18. öld. Hún er saga um Sölva, dreng óskilgetinn, sem alt fram að tólf ára aldri hafði verið með móður sinni á vergangi. Móðir hans varð úti, en hann var með lífsmarki, er þau fundust. Eftir nokkra hrakninga tók merkur bóndi hann að sjer og ljet hann læra i Hólaskóla. Útskrifaður þaðan fjekk hann fyrir milligöngu amtmannsins á Bessa- stöðum tilboð frá greifa nokkrum i Danmörku, íslands- vini, að koma til Kaupmannahafnar og stunda nám við há- skólann. Hann var þar nokkur ár og tók greifinn ástfóstri við hann. — Hann ferðaðist með greifasyninum um Þýska- land og þeir dvöldu einn vetur i Parísarborg. Síðan var hann ráðsmaður greifans eitt ár, uns greifinn dó. Greifinn gaf honum eftir sig all-mikið fje og húseign góða í Khöfn. — Eii eftir dauða greifans festi Sölvi ekki yndi í Danmörku og fór heim til íslands til fósturforeldra sinna, efnaðra hjóna í Skagafirði; hann var einka erfingi þeirra og tók við búi þeirra, að þeim önduðum. Hann komst i óvináttu við ýmsa menn, sem lögðu hann i einelti, komu á hann galdraorði og kærðu hann fyrir morð. Hann gat ekki hreinsað sig af þvi, þótt hann væri saklaus, og var dæmd- ur á Alþingi til Brimarhólms eftir líkum. — Hann flúði í Vatnaskógi. ......Segir ekki af ferðum hans þar til er hann kemur síðla dags að Geitabergi í Svínadal. Var Hörður fornvin- ur hans frá Kambshóli orðinn bóndi þar og kvæntur. Þar var Sölva tekið tveim höndum* og urðu fagnaðarfundir með þeim vinunum. Hörður vildi að hann sæti þar einn eða tvo daga um kyrt og var Sölvi einnig fús til þess. Næsta dag gengu þeir vin- irnir út í Vatnaskóg. Sölvi Vildi kveðja þar gamlar og kærar slóðir.Þeir gengu víða um skóg- inn og höfðu margt að segja hvor öðrum. Þeir gengu langt vestur í skóg, því að Sölva lang- aði til að sjá rjóðrið og lindina, þar sem hann hafði átt svo un- aðsríka stund á norðurferð sinni með Jóni, fóstra sínum. Þar dvöldu þeir um stund að hvíla sig. Þeir drukku úr litlu lindinni og lágu þar í grasinu á lindarbakkanum. Skógurinn var tekinn að laufgast. Alt var svo kyrt og hljótt; ljettur and- vari ljek sjer um limið; lindin suðaði og Ijúfur ölduniður barst þeim neðan frá vatninu. Alt í einu tók svefn að sækja að Sölva. Hann sagði við Hörð: til Kaldársels, þar sem hann eftir dauða móður sinnar hafði dvalið í tvö ár, áður en ríki bóndinn í Skagafirði tók hann að sjer, og fól sig i helli í Hafnarfjarðarhrauni. Skömmu síðar komst sakleysi hans í ljós og hann fjekk fulla uppreisn. Hann sættist síðan við mesta fjandmann sinn, en sjer til afþreyingar eftir raunir sínar fór hann utan og ferðaðist síðan um mörg lönd. í Kárnten í Austur- ríki kynntist hann óðalsbóndadóttur og trúlofuðust þau, og varð að ráði, að hann skyldi taka við óðalinu og setjast þar að, skyldi hún sitja í festum eitt ár, meðan hann færi heim til íslands að ráðstafa eignum sínum þar og í Kaup- mannahöfn. Hann ferðaðist um sínar fornu slóðir til að kveðja virta vini sína og landið. Sölvi var mikill hugsjóna- maður og hafði hið mesta yndi af að koma á sögustaði, var líka afarvel að sjer í íslendingasögum. Hann hafði þá gáfu að geta sjeð fyrir sjer söguatburði, er hann var á söguríkum stöðum, og hafði mikið hugmynda-afl. Þessi útdráttur er til skýringar á eftirfarandi köflum úr ferð hans, er hann riður suður til skips þess, sem hann ætlaði með alfarinn frá fósturjörðu sinni, en með þeirri brottferð endar sagan. yfir herðar og hrundi langt niður fyrir mitti. Hún var í mó- dökkum kyrtli, fótsíðum, og hafði hún um mittið belti úr gáruðu silfri. Á kyrtlinum voru baldíruð blóm úr rauðagulli, er vöfðust upp eftir samfell- unni eins og vafningsgreinar með blómjurtum á milli. Yfir kyrtlinum bar hún möttul úr heiðbláu silki með fannhvítu álftahams-hlaði. Möttlinum var, uppi við hálsinn, haldið saman af forkunnarfögru meni úr fægðum hrafntinnusteini. — Á höfði bar hún sveig úr birki- og víðiblöðum, smíðuð af miklum hagleik, annaðhvort lauf úr gulli og annaðhvort úr silfri og sett um samskeyti með vatns- tærum perlum; var hver perla sem daggardropi í lögun. Kon- an var hin tignarlegasta, og skein af henni yndisþokki mik- ill. Þóttist Sölvi standa agndofa og engu orði geta upp komið af undrun. Hún horfði á hann og augnaráðið var milt, en dul- arfult og draumljúft. Hún tók til máls og rómurinn var eins og lindarniður: „Þú elskar þenna blett, þenna skóg, og þess vegna hefi jeg birst hjer. Jeg er lífvera skógarins. Skógurinn ,,Jeg hefi komið í marga skóga, sem mikilfengari eru en þessi, en í engan skóg hefi jeg kom- ið, sem hefir haft eins heillandi áhrif á mig og þessi lágvaxni skógur. Hjer er einhver hvíld og værð, svo djúp, að jeg fæ ekki staðið á móti svefni þeim, er á mig sækir. Hörður bað hann að sofna, ef hann vildi. Sölvi lagði aftur augun og sofn- aði vært. Hann dreymdi, að hann heyrði svo undursamlegan söng og hljóðfæraslátt, að slíkt þótt- ist hann aldrei fyr hafa heyrt á æfi sinni. Það var eins og þeir ómar bærust úr fjarska og niðuðu samt hringinn í kringum hann. Voru það eins og himn- eskir hreimar, skærari, þýðari og mýkri en komið gætu úr raddfærum nokkurrar mann- legrar veru, eða úr strengjum nokkurs hljóðfæris. Hann þótt- ist loka augunum til þess að ekkert skyldi hindra nautn sál- arinnar. Hann þóttist vera al- einn, en svo fann hann að ein- hver snart handlegg hans. — Hann þóttist líta upp.Kona stóð við hlið hans. Hún var björt sem dagurinn; hárið, dökt sem nóttin, fjell í bylgjum niður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.