Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Side 26
418
Meðan sveitin var að nokkru
leyti í flagi, eða ýmsar þær jarð-
ir, sem fólk hafði ekki yfirgefið
alveg, þá var mikið um það tal-
að, að leggja þessa útskækla und
ir afrjett. Og þá var úti og búið
með sveitarfjelagið. En þegar
bændurnir eignuðust sjálfir þess-
ar jarðir, þá fór kjarkur þeirra
og mótstöðuafl vaxandi. Þannig
bjargaðist bygðin.
Mörgum fanst þessi fyrstu odd
vitaár mín hjer, að jeg væri harð
ur í horn að taka. En ýmsir
komust að annari niðurstöðu síð-
ar. Þar á meðal vinur minn,
Björn Jónsson, ritstjóri. Jeg hefi
viljað stuðla að því, eftir því sem
jeg hefi getað, að menn lærðu
að hjálpa sjer sjálfir. Og við höf
um reynt það hjer í Landssveit.
Við kunnum því ekki við að not-
færa okkur heimild kreppulána-
sjóðslaga, til þess að komast und
an því að greiða skuldir okkar.
Enginn okkar fór í kreppulána-
sjóð, en við biðum sumir tap af
öðrum. Það gerði minna til. Lög
þessi eru að mínu viti óholl, því
að þau gera ráð fyrir óskilvísi
manna. En hvað fengum við svo
fyrir bað að fara ekki í kreppu-
lánasjóðinn? Ekki annað en það,
að sagt er, að hjer í sveit sje
nurlarabúskapur. Jeg fyrir mitt
levti sje ekkert eftir því, þó að
við Land-menn hefðum ekki ann-
að en tan af lögum þessum, því
það er ekki mikið að tapa þessu
fje, sem við mistum þar, hjá því
að tapa ærlegum hugsunarhætti
úr hieraðinu.
Mjer er líka óhætt að segia
það, að betta sveitarfjelag hefir
goldið öllum sitt og altaf staðið
í skilum. En jeg verð að iáta, að
stundum hefir greiðsla ekki far-
ið fram, fyr en að undangengn-
um úrskurði eða dómi.
★
veitin náði sjer furðanlega
’ fljótt eftir harðindin 1882.
Og þegar fram í sótti, jók sand-
græðslan vonir manna um, að
takast mætti að stemma stigu fyr
ir áframhaldandi eyðileggnigu.
Við stofnuðum hjer búnaðar-
fjelag vorið 1888, og voru lög
þess samþykt í nóvember sama
ár. Það var smátækt framan af.
Og helst tel jeg, að aldrei hafi
LESBÓK MQRGUNBLAÐSTNS
komið neinn verulegur kraftur
í jarðabæturnar hjer, fyr en við
fengum hingað „tractor" og til-
heyrandi jarðyrkjuverkfæri árið
1930. Rjómabú var hjer um
skeið, alt fram yfir stríðsárin,
og seldi hjeðan smjör fyrir sam
anlagt 90—100 þúsund krónur.
Og hjer er fóðurbirgðafjelag.
Það er okkar besta vátrygging,
segi jeg. Ef hjer hefðu verið nóg
hey veturinn 1881—82, þá hefði
aldrei farið, eins og fór.
Við stefnum að því að hafa
fóðurbirgðir á hverjum bæ, sagði
Eyjólfur, um leið og hann sýndi
mjer fóðurbirgðaskýrslu sveitar-
innar síðustu 15 árin, þar sem
talið er saman fyrir hvert ár,
hyer er heyfengur og hverjar
fyrningar á hverjum bæ, og hey-
forðinn samanlagður að haustinu.
Það hefir komið fyrir sum árin,
að fyrningarnar hafa náð nál.
8000 hestum og verið þriðjungur
af heyforða haustsins.
— Þið haldið trygð við gamla
búskaparlagið, þið Land-menn,
með sauðaeign í fjárræktinni?
— Já. Okkur gefst það vel hér.
Við höfum sauðina þetta 3—4
vetra, og 5 vetra þá elstu. En
það er með fjárræktina eins og
ýmislegt annað, að farin hafa
verið gönuskeið. Fjeð er ekki
eins úthaldsgott við beitina, eins
og það áður var, áður en þessar
svokölluðu kynbætur komu til
sögunnar.
Þegar við tölum um óbreytt
búskaparlag hjer, þá er það nátt
úrlega ekki nema hálfur sann-
leikur, því margt og mikið hefir
breyst þessi 50—60 ár, síðan jeg
byrjaði að búa, frá þeim tíma, er
aðal verslunin var á Eyrarbakka.
og innlegg var ekki annað að
heita mátti en ull og fiskur, og
hver bóndi varð að afla sér sjó-
fangs, til þess að leggja inn í
verslunina, til þess að fá sínar
brýnustu nauðsvnjar. Það voru
reyndar þeir kotbændur, sem ekk
ert höfðu annað en ullarhárið.
En þeirra líf var vesaldómur.
★
;ð gengum út á hlaðið við
Eyjólfur, og skoðuðum hús
og önnur mannvirki. Þar er hin
snildarlegasta umgengni í smáu
og stóru, hvergi rusl nje reit-
ingur, alt á sínum stað. Við skoð
uðum trjen í garðinum, sem nú
eru rúml. 30 ára, há og beinvax-
in, en nokkuð margstofna flest.
Sum þeirra eru tekin upp í
Hraunteig við Rangá, önnur eru
ættuð frá Hallormsstað.
Kofoed Hansen hjálpaði mjer
um þetta, segir Eyjólfur. Jeg
ætlaði líka að stofna hjer „heim-
ilisskóg" vestur á móunum, 2—3
dagsláttur, og byrjaði þar gróð-
ursetningu, að hans ráði. Mjer
virðist trje eiga erfitt uppdrátt-
ar í móajörð. Þetta fór út um
þúfur, og þó kanske mest fyrir
það, að jeg hafði ekki efni á því
þá að kosta upp á girðingu, en
vildi ekki taka til þess lán, eins
og nú tíðkast.
Mjer var litið upp í brekkurn-
ar í Skarðsfjallinu austan við
bæinn og spurði Eyjólf, hvort
rof þau og flög, sem þar eru,
væru af sandganginum yfir fjall
ið, en uppblástur er þarna aðal-
lega, sem kunnugt er, í norð-
austan átt, og vestanvert við
Skarðsfjall er því skjól fyrir
,,sandáttinni“, sem hlífir, nema
í aftökum, eins og 1882.
En Eyjólfur segir mjer, að
þessi ,,sár“ í vestanverðu Skarðs
fjalli sjeu flest menjar jarð-
skjálftanna 1896.
Þá gekk mikið á, sagði gamli
maðurinn. Við vorum að taka
saman hey niðri á flötunum,
skamt frá brekkunum. Góðkunn-
ingi minn einn, sem var að fara
til Ameríku, hafði komið til að
kveðja mig, og ætlaði jeg að
fylgja honum langa leið, áður en
við skildum. En þegar við erum
komnir spölkorn frá bænum, segi
jeg við hann: Nú get jeg ekki
farið lengra með þjer.
Ekkert veit jeg, hvernig á því
stóð. En svona varð það að vera.
Jeg sneri við og fór í hevið með
hinu fólkinu. Og það varð því til
bjargar. Því að, vegna þess, að
jeg kom þar að, þá vorum við
komin nægilega langt frá brekk-
unni, er jarðskjálftinn dundi yf-
ir.
Siáðu brekkurnar. Þær eru
ekki sjerlega brattar. En hvern-
ig fóru bær? FialHð skókst svo
mikið til í jarðskjálftunnm, að
jarðvegstorfurnar í hlíðunum