Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Page 29
ástum. En þau voru svo ólík að öllu skaplyndi, að altaf sló í skær- ur milli þeirra. ★ Afbrýðissemin var yfirsterkari. Eitt sinn er Xanthos hafði stað- ið óvenjulega fast á sínum málstað gagnvart henni, rauk hún frá hon- um í fússi og flutti af heimilinu til foreldra sinna. I fyrstu ljet Xanthos það sjer vel líka, að vera húsbóndi á sínu heimili. En er frá leið saknaði hann konu sinnar mjög. Esóp vissi það vel, hve ákaf- lega hátt verð jafnvel skynsamir og myndarlegir menn verða að borga fyrir ástir kvenna. Hann lagði því uppástungu eina fyrir húsbónda sinn, og sagði, að ef hann fengi að fara að eins og hann vildi skyldi konan koma heim í einu vetfangi á tilteknum tíma. Xanthos hlustaði, er Esóp skýrði frá áformum sínum: Fyrst legg jeg það fyrir þig að þú látir engan vita um fyrirætl- anir okkar, því alt veltur á því að ekkert vitnist um þær. Far þú á kjötmarkaðinn, segir hann síðan við Xanthos, og pantaðu þar alt það besta kjöt sem hægt er að fá, og taktu til á hvaða degi þú vilt fá það heim til þín. Síðan ferð þú til fisksalanna og pantar hjá þeim, ostrur, fisk og alt það góð- gæti sem dregið er úr djúpi hafs- ins, og láttu senda það heim til þín sama dag og kjötið. Eins skalt þá fara að með ávexti og grænmeti, og alt skalt þú taka, sem árstíðin getur best boðið. Hitt skal jeg sjá um, sem gera þarf“. En það sem Esóp hafði sett sjer var, að vekja afbrýðissemi hús- freyju. Alstaðar var hann boðinn og velkominn, sem einkavinur Xanthosar. Og alstaðar sagði hann sömu söguna, að þar eð húsmóðir hans væri hlaupin á brott ætlaði Xanthos að gifta sig að nýju. Og' konan hans tilvonandi væri sú fegursta kona, íem fæðst hefði á jörðunni. Esóp efaðist ekki um, að slík frjett myndi fljótt breið- ast út. Og hann vissi hvaða áhrif hún myndi hafa á húsfreyju. Málarar og garðyrkjumenn voru LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að skreyta heimili Xanthosar, er skrautkerra kom með frísandi hestum að húsdyrunum. En íit úr vagninum þusti engin önnur en hin brotthlaupna. Hún var fyrir- ferðarmikil er inn kom, og hótaði, að ef einhver kvenpersóna dirfð- ist að stíga inn í þetta hennar hús, þá skyldi það verða hennar bráður bani. Er hún hitti mann sinn fórust henni orð á þessa leið: „Yogi þú þjer aldrei að taka þjer neina aðra konu, á meðan jeg er á lífi“. En hjer voru mörg orð óþörf. Öll reiði rann í sandinn. Því Xanthos tók á móti konu sinni opnum örmum, og hún fjell um háls honum. Heimkoma húsfreyju var nægi- legt tilefni til hátíðar. Og nú kom allur veisluundirbúningur Esóps í góðar þarfir. ★ Tungan er best — off verst. Esóp var nú mikils ráðandi í heimilinu, og varð einskonar ráðs- maður þar. Eitt sinn átti hann að sjá um gestamáltíð handa heimspeking- um, fjelögum húsbóndans. Svo var fyrir hann langt, að aðeins hið allra besta skyldi þar framreitt. Hann ljet alla rjettina vera úr nautatungu, en mismunandi mat- reiddar tungurnar. Xanthos reidd- ist og kallaði Esóp fyrir sig. En Esóp sagði að hann gæti ekkert fundið sem væri betra en tungur, og heimspekingum betur sæmandi. Því tungan er ljrkill alls vísdóms, sagði hann. Allir fjellust á, að Esóp hefði rjett fyrir sjer. En Xanthos ákvað að bjóða gestun- um til veislu næsta dag. Og þá átti Esóp að sjá um að þeir fengju framreitt það sem verst væri. Allir urðu forviða er máltíðin byrjaði næsta dag, og framreidd var tunga. Annar rjettur: Tunga. Þriðji rjettur: Tunga. Þá tapaði Xanthos þolinmæði, ljet kalla á Esóp til að spyrja liann hvað þetta ætti að þýða. í gær átti tungan að vera það besta, og í dag það versta. Esóp bað húsbónda sinn að taka þessu öllu með stillingu. Því engin bölvun yrði til undir sólinni, svo 421 ekki hefðu tungurnar sína hlut- deild þar. Hvort um væri að ræða morð, svik, ofbeldi, róg eða lýgi, þá hefði tungan í öllu þessu sitt djöfullega hlutverk. ★ AÖ drekka upp hafið. Margt snnt kom iynr, þar sem Esóp bar fuilan sigur af hólmi. Oft kom hann líka húsbónda sín- um út úr þeim verstu klípum, eins og eftirfarandi saga ber vitni um. Xanthos hjelt eitt sinn sem oft- ar veislu, þar sem vínið flaut í stríðum straumum, og bauð til sín heimspekingum vinum sínum, stærðíræðingum og öðrum lær- dómsmönnum. En eitthvað af verra tagi hafði slæðst með, því þar var einhver sem vildi nota sjer af því,* að Xanthos hafði drukkið sig augafullan, og flækti honum í veðmál. Xanthos veðjaði, að hann gæti drukkið upp hafið, og lagði undir hús sitt og land, ef hann gæti ekki leyst þessa þraut. Hringur hans var af honum tek- inn, til sannindamerkis, að hann hefði veðjað. Sólin var komin hátt á loft er Xanthos vaknaði næsta dag, og Esóp skýrði honum frá, að meira yrði hann herða sig að drekka en undanfarna nótt, ef hann ætti ekki að glata eignum sínum. Hann yrði að súpa upp alt hafið. Nú var úr vöndu að ráða. Xanthos hafði enga hugmynd um það hvað fram hafði farið um nóttina. En hann hafði mist hringinn og honum voru sýnd um það skrifleg gögn, að hann hefði gert þetta veðmál. Leið nú að tilteknum degi. Xanthos sagði sem var, að hann kynni ekki ráð til þess að bjarga heiðri sínurn og eignum. En á síðustu stundu kendi Esóp lionum ráð: „Farðu“, sagði hann, „niður til strandar. Vertu í skartklæðum, með þjónaliði þínu, og láttu sem þú ætlir að vinna þitt veðmál. Þúsundir manna munu fylgja þjer og safnast utan um þig, til þess að sjá hverju fram vindur. Iiát þú nú lesa upp skilmálana fyrir veðmálinu, um að þú skulir hafa drukkið upp hafið, áður en viss tími er liðinn, eða að öðrum kosti missa hús og eignir. Biddu því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.