Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Page 8
400
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
annað hefði komið fyrir um þess-
ar mundir. Þeir nafnarnir hefðu
hittst á prestastefnu um vorið og
jafnað með sjer þessi mál.
Báðir orðnir reiðir.
En síra Jón fór einmitt ekki til
prestastefnunnar. Árferði var þá
afarilt og fleira, sem tafði hann.
Ritaði hann því biskupi afsökun-
arbrjef, dags. 1. júlí, en það barst
ekki biskupi fyr en prestastefnu
var lokið. Hefir biskup Veiðst því
mjög, að þessi merkisprófastu*
skyldi hvorki koma nje senda af-
sökun, og enginn prestur úr pró-
fastsdæmi hans. Fóru þjettings-
brjef milli þeirra um þetta. Síra
Jón skrifar t. d. 3. sept.: „Af ein-
feldni minni vonaði jeg svo góðs
til yðar velæruverðugheita, að
vorkunnsamlega munduð álíta vort
tilstand um þessar sveitir á næst-
liðnu vori og vetri.......Ei var
jeg svo fávís, að jeg meinti þess-
um mínum forföllum væri hrósað“,
en hann telur að sæmra hefði ver-
ið að dæma sig til sektar hrein-
lega, en að álasa sjer þar fjarver-
andi o. s. frv. Er brjefið alt mjög
þvkkjuþungt í garð biskups, og
er auðheyrt á því, að síra Jón hef-
ir frjett, að biskup hafi verið
harðorður í garð hans. En svo seg-
ir hann í eftirskrift; „Hvað yðar
Velæruverðugh. minnist in post-
scripto brjefs yðar, dat. 9. apríl,
kom mjer öldungis óvörum og
óvitandi, og ei vissa eg nokkra
orsök þar til, fyrr en sra Jón Jóns-
son sagði mjer nokkurt tilhæfi, að
hálfskrifað blað hefði frá sjer
mist, meðan frá skrifi sínu til mín
gekk1); hvað hann kvaðst og gvo
í sumar hafa tilkynt yðar Hd.
(herradómi), hvar um í þetta sinu
ei vil fjölvrða svo með pennan-
um, sem munnlega kynni nær sam-
funda auðið yrði (lofi guð).
En þess vil eg óska, að yðar
velæruverðugheit Ijeti hjá líða, að
senda mjer sumarpartinn af com-
mentationibus yðar, svo eg því
J) Þetta bendir á, að blaðið hafi
ekki borist til biskups með post-
illuhandritinu, heldur öðruvísi,
enda hefir handritið af postillunni
sennilega verið sent miklu fyr en
þetta.
síður þyrfti að mæta forþenkingu
um mælgi eður gáleysi, er eg vildi
að engum til óvirðingar kæmi, og
einna síst yðar velæruverðugheit-
um í þessu; því þar er enginn
kendur sem hann kemur ekki; það
góða verk forbetrast ei af minni
hálfu“.
Hjer er orðið æðiþungt í pró-
fasti af þessu öllu saman, og er
fróðlegt að athuga hve virðuleg-
an búning hann velur reiði sinni.
Höggið í niðurlagi brjefsins hefir
ekki komið síður við þó að það
sje slegið með gullhamri.
Ádrepa frá biskupi.
Það var ekki líkt Jóni Vídalín
að þegja við svona ádrepu. Hana
svarar með brjefi dags. 30. sept.,
og lýsir það brjef honum ekki síð-
ur, en hitt lýsir sínum höfundi.
Hann segir þar m. a. um afsökun
síra Jóns, að hann kom ekki til
prestastefnunnar: „En hvað afböt-
uninni sjálfri viðvíkur, þá er hún
aldeilis ekki lögleg, scilicet: Pró-
fasturinn og presturinn í Hítar-
dal, forríkur maður, hann hefir
ekki ráð á að senda í kaupstað
eður til útvega sinna, nema hann
fari sjálfur!---------Hver hefir
flutt yður það, að þjer hafið mætt
á synodo merkilegri álasanf Það
kannast jeg við, að ljet af mjer
heyra, að mjer þótti bæði rjett-
urinn og jeg í því nokkuð óvirt-
ur — að þjer að minsta kosti ekki
senduð forföll yðar þangað, og
et jeg það ekki í mig aftur. Hver
hefir frætt yður á því, að yður
hafi verið múlkt tildæmdf Ekki
mundi jeg hafa sparað yður held-
ur en hvern annan, hefði bevísan-
legt framkomið í synodo, að þjer
hefðuð meðtekið citatiuna (fund-
arboðið) og þess þá síður, sem
þjer hafið vitið meira en flestir'*.
En um hitt atriðið, postilluna,
segir hann í þessu brjefi:
„Ekki hygg eg það satt sje, sem
yðar domestique (húskarl, þ. e
ungi presturinn) hefir framborið
nm það hálfskrifaða blað, er hann
segir sjer horfið hafi, og er það
fyrsta merkið til ósanninda, að re-
marquerne (athugasemdirnar) eru
eins fullar og jeg hefi þær í hendi
þess þriðja manns, frá honum. Vel
ef ekki eru útgengnar nokkrar
editiones (útgáfur eða eintök) þar
af“. -----------Af þessu virðist
mega ráða, að Vídalín hafi fengið
þessar athugasemdir frá einhverj-
um öðrum, og hefir það ekki blíðk-
að hann. Svo heldur hann áfram,
og má nú sjá, að það sem honum
hefir mest sárnað er það, að síra
Jón biðst undan að fá sumarpart
postillunnar sendan;
„Þjer biðjið mig, að láta hjá
líða að seqda yður sumarpartinn
af commentationibus mínum. Það
skal gjarnan vera Dne. præposite,
en trúið mjer til, að jeg þykist
ekki missa svo mikið þar í, sem
þjer ætlið.
Það er allri veröldinni kunnugt,
að hinir lærðustu menn, sem bæk-
ur gjöra, Salmasii, Vossii, Heinsii,
Casanboni, Seldeni, Cambdeni, láta
bækur sínar í gegnum lesa af góð-
um vinum sínum, jafnvel þeim,
sem ekki eru þeirra líkar, því bet-
ur sjá augu en auga. Og okkur
íslendingum er engin óvirðing að
gjöra hið sama. En ef þjer þykist
óvirtir af því, að eg kjöri yður
framar öðrum til þessa, þá vil eg
svara yður með orðum Páls, er
hann sagði við þá í Corintho: For-
látið mjer þann ójöfnuð!“
Það er gaman að sjá hvernig
mælskan og snildin streyma þegar
úr penna Vídalíns er hann reið-
ist. Svo segir hann;
„Sjáið til að þjer reiðist rjettí-
lega, Dne. præposite! Nær hefi
jeg kent yður um þessa var-
mensku? Aldrei; og ekki hefir
mjer það í hug komið, því það
hefði verið illmenska að þenkja
svoddan glópsku um einn góðan
og vísan mann; heldur hefi jeg
kent það honum, hvers þekkjan-
leg hönd að beVísar verkið. Og
læt jeg nú hjer um úttalað að svo
stöddu“.
„Skammist
hann sín“.
Þessi misklíð náði svo ekki
lengras og þeir nafnarnir hafa
sjálfsagt sættst á málið þegar
þeir hittust næst.
En brjef Vídalíns sýna, hvo
skapstór hann er og óhlífinn við
hvern sem hann á. Og ekki vant-
ar hann snildina að hæfa and-
stæðinginn þar sem hann vill.