Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Síða 12
404 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Cá góðisiður hefir nú verið upp ^ tekinn, að helga sjómönnun- um einn dag á ári hverju. Einn af föstu dagskrárliðum Sjó- mannadagsins er, að minst er druknaðra sjómanna og á eftir er leikið lagið „Alfaðir ræður“. Þetta yndislega kvæði Sigurð- ar Eggerz, með hinu ódauðlega lagi Sigvalda Kaldalóns, lýsir átakanlega hugarstríði konunn- ar, sem bíður milli vonar og ótta, meðan ástvinurinn er að velkjast í brimlöðrinu. Kvæð- ið er alt í senn: þrungin ör- vænting, innileg bæn og dásam- legur lofsöngur. Jeg hefi sjeð minst á slysið í Mýrdal, sem var tilefni þess, að Sigurður Eggerz orti kvæð- ið, en þar var ekki rjett með farið. Jeg hefi hinsvegar orðið þess var, að sjómönnum er kvæðið einkar kært. Það er því ekki óviðeigandi, að þeir viti nán ar um slys það, er varð tilefni þess, að kvæðið var ort. Jeg var á skipinu, þegar þetta slys varð, og man atburðina allvel. Mun jeg því hjer skýra frá slys- inu, sem varð í Vík í Mýrdal fyrir 30 árum. ★ Hinn 16. maí 1910 kom danskt skip, ,,Vendsyssel“, til Víkur með vörur til Halldórs Jónsson- ar kaupmanns. Sjór var þá ekki það góður, að hægt væri að skipa upp. Bátur fór þó út til þess að hafa tal af skipstjóra og biðja hann að bíða. Næstu daga var sjór ófær, en skipið beið. Hinn 24. maí var byrjað að skipa upp, en ekki hægt að fara nema eina eða tvær ferðir. Þá brimaði aftur. Næsta dag, 25. maí, var sjór ófær, en skipið beið ennþá. Þá rann upp hinn örlagaríki dagur, 26. maí. Annað vöruskip var þá einnig komið á Víkina. Það var gamla „Isafold", með vörur til Brydes-verslunar. Þrír áttæringar voru notaðir við uppskipunina, tveir við „Vendsyssel", þ. e. Stóri-Far- sæll, formaður Einar Hjaltason, og Pjetursey, formaður Jón Gíslason á Götum; þriðja skip- ið var Björg, formaður Jón Þor- steinsson. Hún var notuð við upp skipun úr „ísafold". Samkvæmt vinnubók verslun- ar Halld(írs Jónseonar í Vík frá þessu ári, en hún er til enn, hafa verið 14 menn á Stóra-Farsæl þenna dag, en það var á honum, sem slysið varð. Mig minti að 17 menn hefðu verið á skipinu, enda var það föst venja, að ekki væri færri en 17 á áttæringum við uppskip- un, þ. e. tvískift undir árar og svo formaðurinn. Oft voru fleiri menn á, einkum ef sjór var vond ur. En verið getur að hörgull hafi verið á mönnum, þar sem mannskap þurfti á þrjú skip, og þess vegna hafi ekki verið nema 14 á í þetta sinn. Samkvæmt vinnubókinni voru þeir þessir: Einar Hjaltason (formaður), Sigurður Björnsson, Jón Brynj- ólfsson, Bergsteinn Sigurðsson, Jakob Björnsson, ísleifur Þor- steinsson, Guðmundur Guð- mundsson, Jón Jónsson, Högni Högnason, Ingibergur Ólafsson, Árni Gíslason, Bergsteinn Er- lendsson, Jón Kjartansson og Oddur Brynjólfsson. Hjer varð þó sú breytnig, að Eftir Jón Kjartansson ritstjóra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.