Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Blaðsíða 18
410 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ___________ ALFAÐIR RÆÐUR Framhald af bls. 407 um, þegar farið var í stakkinn. Framan á ermunum var togband margvafið og hnýtt að. Band var einnig í hálsinn, hert að og hnýtt. Stakkurinn var girtur fast í mitti. Loks var sjóhattur, bund inn undir kverk. Allur þessi klæðnaður var horfinn af Jóni, þegar lík hans fanst rekið. Jeg er sannfærður um, að þarna hef- ur hann sjálfur að verki verið — að hann hefir afklætt sig. Jeg tel óhugsandi, að sjórinn hafi tætt sjóklæðin og fötin af hon- um á svo skömmum tíma, án þess að skilja eftir nokkra tætlu. Styður þetta þá skoðun, sem al- ment mun ríkjandi, að það sje góður dauðdagi að drukna í sjó. Menn komist í einhverskonar leiðslu og finnist þeir vera að hátta ofan í rúm. Það mun og hafa komið fyrir — mig minnir það hafi verið í Vestmannaeyj- um — að maður, sem fjell fyrir borð og var að því kominn að drukna, en náðist og tókst að lífga, eftir að hann hafði mist meðvitund, var byrjaður að af- klæða sig. Geta má þess, að Sigríður gamla sagði enn fyrir um það þenna dag, að lík sonar hennar og einnig lík Jakobs væru fund- in. Þetta sagði hún áður en fjöru menn komu og tilkyntu fund lík- anna. Lík Skúla á Fossi rak aldrei. Jeg minnist þess að hann var ekki í neinu hlífðarfati að ofan. Fyrir það hefir hann síður flot- ið uppi og sennilega sokkið strax og sandkafið. ★ Margir þeirra, er af komust, urðu mjög illa úti og náðu sjer aldrei. Sumir urðu skammlífir og dóu af völdum slyssins. Sent var í skyndi vestur að Stórólfshvoli í Rangárvallasýslu, en þar var þá Guðmundur Guð- finnsson læknir. Hann var sótt- ur til þess að vera hjeraðslækni til aðstoðar við athugun á hin- um sjóhröktu mönnum. Er hörð dagleið frá Vík að Stórólfshvoli og þá var enginn sími og ekki önnur farartæki en hestar. Ferð- ast var dag og nótt. Guðmundur læknir dvaldi nokkra daga í Vík, rannsakaði alla nákvæm- lega og sagði fyrir um meðferð þeirra. Það var ekki fyr en 3. júní, að loks var búið að ná vörunum upp úr ,,Vendsyssel“, en skipið kom 16. maí. Var verið að hlaupa í vinnuna part úr degi, en svo varð að hætta, vegna þess að sjór varð ófær. Skipstjórinn á ,,Vendsyssel“ varð rólegri eft- ir slysið og hótaði nú ekki fram ar að fara til Vestmannaeyja með vörurnar, ef hlje yrði á upp skipuninni. Hann hafði komist að raun um að sjómennirnir í Vík lágu ekki á liði sínu. Þeir fórnuðu lífinu, til þess að ná vör unum. Meira varð ekki af þeim krafist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.