Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Page 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1940, Page 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41» aði við, augnablik, svo tók hann í hurðarsnerilmn. Hurðin var ó- læst. — Hann kom fyrst inn í lítið anddyri, og sá ljósrák neðan við hurð, fálmaði eítir snerlinum og opnaði. Það var íátækieg en hrein lítil stofa. Tvö rúm, yfir annað breitt hvítt teppi, en í hinu lá lítil stúlka með ljóst hár og hitaveikisroða í kinnum. Ljósið fjell beint framan í hana, því olíulampinn hafði verið hengd- ur fram við gluggann, til þess að hann bæri birtu út. Á borði milli rúmanna var lítið tilbúið jólatrje, með marglitum kert- um, sem ennþá hafði ekki verið kveikt á. Þar, á borðinu var og skál með sælgæti og tvö epli. Litla stúlkan starði á komu- mann, stórum, skærum augum, hálfhrædd og afarundrandi. Daníel tók af sjer húfuna og brosti. — Vertu ekki hrædd, litla stúlka, sagði hann, blíð- lega, mamma þín kemur bráð- um. — Jeg er ekki hrædd núna, sagði stúlkan, því jeg þekti þig strax. — Hvernig gast þú þekt mig, litla vina mín? sagði Daníel. — Mamma sagði mjer, að þú mundir verða hjá mjer á meðan hún færi til læknisins, sagði litla stúlkan — og svo ertu líka svo líkur myndinni. — Jæja, góða mín, sagði Daníel, tók af sjer trefilinn og settist á rúmstokkinn hjá henni. Svo þú hefir sjeð mynd af mjer? Hann þóttist vita, að telpan hefði óráð, og vildi reyna að róa hana, — heyrðu, lofaðu mjer að halda í hendina á þjer. Myndin af þjer hangir þarna á veggnum, sagði stúlkan. — I ljómanum frá lampanum hjekk mynd af Kristi í Getsemane, ungum, fölum manni með jarpt alskegg er rendi þjáningarfull- um augum til himins í bæn. — Daníel hnykti við, þetta kom svo algerlega óvænt. En hann hafði engan tíma til þess að hugsa um það. Litla stúlkan rjetti honum hendina og sagði: — Fyrst þú ert nú kominn til mín, góði Jesús, þá lækna þú mig, jeg hefi svo mikinn verk í brjóstinu og er svo ilt alstaðar. — Heyrðu, góða barnið mitt, sagði Daníel, jeg er nú ekki Jesús, síður en svo, en jeg skal samt reyna að taka í hendina á þjer og lækna þig. Litla stúlkan þagði um stund og horfði á Daníel. — Ef þú ert ekki Jesús, sagði hún svo, þá hlýtur þú að vera bróðir hans. — Unaðsleg sælutilfinn- ing fór um hinn auma mann. — Og fyrst þú ert bróðir hans, hjelt litla stúlkan áfram, þá getur þú læknað mig — ef þú vilt. Svo rjetti hún honum litlu, heitu hendina og lokaði aug- unum. EGAR konan í Ystabæ og hjeraðslæknirinn komu skömmu Mðar, brá þeim í brún er þau sáu að Daníel Davíðs- son sat á rúmstokknum hjá Rúnu litlu og hjelt í hendina á henni. Litla stúlkan svaf, og dró andann rólega. Daníel hafði hlúð vel að henni og breytt trefilinn sinn ofan á handlegg- inn, sem var upp undan sæng- inni. Hann hreyfði sig ekki þegar þau komu inn, aðeins leit til þeirra og augnatillitið var rólegt og þó glaðlegt. — Mild- ur svipur var yfir fölu, þreytu- legu andliti hans. Traust barns- ins hafði rekið voðann og von- leysið úr sálu hans. Þar ríkti nú friður. Læknirinn tók varlega á slagæð litlu stúlkunnar og benti tvo konunni að koma með sjer fram fyrir. — Jeg held að engin veru- leg hætta sje á ferðum, sagði hann. Þetta hefir verið minna en þjer hjelduð. Látið Daníel vera hjá yður í nótt og sendið hann, ef á þarf að halda, til mín. — Móðir yðar er á góðum batavegi og sleppur af sjúkra- húsinu eftir nýárið. Gleðileg jól. — Þau heyrðu að hann ók af stað í bifreið sinni. — Unga konan settist á stól við borðið. Hvorugt þeirra mælti orð. Hún vissi ekki einu sinni hvort hann tók eftir því, er hún komin inn aftur. Hún horfði undrandi á þennan ógæfumann, — sem var ekki lengur ógæfu- maður. — Svo hvörfluðu augu hennar til myndarinnar á þil- inu. — Og sál hennar fyltist af fögnuði og gleði — því lífið var nú aftur fagurt og gott.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.