Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Síða 4
ÞAÐ or vor 1651. Gamli presturinn í Saurbæ, Ólcifur Böðvarsson, er dáinn fyrir nokkru. Einn kemur í annars stað. Sjera Hallgrímur í Hvalnesi hef- ur fengið veitingu fyrir staðnum. — Hinn nýkomni prestur, maður á besta skeiði, 37 ára, reikar um tún og haga sinn fyrsta dag í Saurbæ. Að útliti er hann fullorðinslegri en árin benda til. Hann er nokkuð hár vexti, lotinn í herðum, dökkur á brún og brá. Hann gengur álútur og hugsi og teygar að sjer áfengan vorblæinn. Það fer fjarri því, að þessi maður hafi á sjer nokkurt lærdómssnið. Hann er hversdagslega búinn, hreyfingarnar stirðar og þung- lamalegar. Margur mætti ætla, að uófonóáon hjer færi fremur maður verklegs erf- iðis en andans maður. Likaminn er sterklegur, hertur við járnsmíði og hverskonar erfiði á landi og sjó. Hann lítur upp og starir í austur sem snöggvast. Undir hvelfdu enni og hvössum brúnum skjóta djúp augu leiftrandi glömpum, er ýmist minna á alvöru og sorg eða gleði og glettni. Og þau segja til sín — andans maður undir hrjúfu ytra borði. Eins og skuggamyndir á tjaldi líða liðin ár fyrir sálarsjónir hans. Dvölin á Hólum, við hástöð norðlenskrar menningar Við menntalindir og ó- þolandi aga. Ferð yfir sollinn sæ. sem aldrei ætlaði að taka enda, þegar brakaði og brast í hverju trje. Ein- stæður unglingur í framandi landi, deyfður af hamarshöggum og skipun- um strangra yfirmanna. Og loks skólinn, — fyrst í tossabekk innan um yngri, fáfróða bekkjarbræður, er stríddu stóra útlendingnum. En síðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.