Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Síða 14
394
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
um sínum til Alþingis, og ljet bera
fram brjef sín Páli biskupi og öðrum
höfðingjum, og var þar á vitnisburðir
margra jarteina Þorláks biskups. Þá
höfðu menn stefnur um þessi mál, og
var Páll biskup leiðitamur og óein-
ráður í þessum málum, sem mörgum
öðrum við aðra höfðingja lands, og
meðferð þessa fagnaðar. Það var ráð
manna með orðsendingu Brands bisk-
ups, að Páll biskup kvað það upp
Pjetursmessudag í lögrjettu, að öllum
mönnum skyldi leyfð áheit á hinn
sæla Þoriák biskup. Pjetursmessu var
Þorlákur til biskups kosinn. Þá var
leitt í lög messudagshald hans annað
sumar hið næsta eftir þennan atburð.
Og til marks um þetta, að eigi þótti
guði oftekjur í þessu, þá urðu jar-
teinir þegar merkilegar á þvú sama
þingi.
Margir sjúkir menn fengu heilsu, í
hverskonar sóttum, sem lágu, ef hjetu
á nafn hans. Ef menn voru staddir á
sjó eður á landi, í hvers konar háska
sem voru, þá fengu skjóta bót sinna
vandræða, þegar hjetu á hann, svo
að vindar lægðust en sjór kyrðist;
eldsgangur slokknaði, vatn minkaði,
hríðir fellu, fundust fjárhlutir er
menn týndu, og er menn bundu mold
úr leiði hans við mein, sulli eður sár,
þá batnaði skjótt. Fjenaði bættist alls-
kyns sóttir, þegar heitið var á hann.
Þá er svo margar og fáheyrðar jar-
teinir Þorláks biskups voru birtar og
upp lesnar, samþyktist það með öllum
höfðingjum lærðum og leikum á land-
inu, að taka líkama hans úr jörðu.
Því kallaði Páll biskup saman lærða
menn og höfðingja í Skálnolt. Vatna-
vextir voru miklir í þann tíma um alt
landi, en svo vildi guð, að það hefti
einskis manns ferð til staðarins. Og
er þar voru allir saman komnir, vöktu
allir um nóttina, guði til lofs og hin-
um heilaga Þorláki. Um daginn eftir
var heilagur dómur hans úr jörðu tek-
inn, og í kirkju borinn með hymnum
og lofsöngum og fagurlegri proces-
sione, og allri þeirri sæmd og virðing,
er í þessu landi mátti veita. Var kist-
an sett niður í sönghúsi og sungu
lærðir menn þá „Te deum“, en sjúkir
menn krupu að kistunni og urðu marg
ir menn heilir af.
Páll biskup ljet gera skrín að helg-
um 'dómi Þorláks biskups þann gull-
smið, er Þorsteinn hjet og þá var hag-
astur maður að málmi á öllu íslandi.
En svo urðu tilföng af hans hendi, að
ekki skorti það er hafa þurfti til þeirr-
ar smíðar, er hann vildi smíða láta.
Hann ljet taka til skríngerðar og lagð-
ist þar nl ógrynni fjár í gulli og gim-
steinum og í brendu silfri. Hann lagði
þar og eigi minna fje til skrínis og
smíðar kaups, með tillögum annara
manna, en 4 hundruð hundraða. Það
smiði var mjög svo vandað, að það
bar eigi minna af öðrum skrínum um
fegurð en um vöxt og var það betur
en þriggja álna. Stendur það skrín
yfir háaltari í Skálholti, þar sem ger-
ist fyrir hans verðleika allskonar jar-
teinir; þar fá blindir sýn, daufir
heyra, krypplingar rjettast, líkþráir
hreinsast, haltir ganga, vitstolnir og
djöfulóðir fá fulla bót, herteknir frels
ast, hvar á löndum er kalla á hans
nafn, mallausir fá mál, og allskonar
innansóttir og sjúkleikar batna þar.
Af þessum velgerningum hins heil-
aga Þorláks biskups, gafst mikið fje
til staðarins í Skálholti af öllum lönd-
um, er nafn hans var kunnugt, mest
úr Noregi, mikið af Englandi, Svíþjóð,
Danmörk, Gautlandi, Gotlandi, Skot-.
landi, Orkneyjum, Færeyjum, Kata-
nesi, Hjaltlandi, Grænlandi, en mest
innan lands, og má þar á marka
hverja ást menn höfðu til hans: að
fyrsta tíma, er honum voru tíðir
sungnar að staðnum, brunnu þar þrjá-
tigir vaxkerta annars hundraðs.
(Or Biskupasögum).
ð
FORSÍÐUMYNDIN í Lcsbók aö
þessu sinni er. af kirkjugrip,
geymdum í Þjóöminjasafninu.
Er þaö hópmynd, sennilega úr
altarisbrík, en því miöur veit
engin hvaöan hiin er komin. —
Hún barst safninu áriö 1880,
cn allar upplýsingar um feril
hennar vantar. í skrá um gripi
safnsins lýsir Matthías Þóröar-
son, þjóðminjavöröur, henni á
þessa leiö:
Líkneski Önnu, Maríu og Jesú,
samföst og útskorin úr eik,
mœögurnar sitja sín á hvorum
stól og heldur Anna á dóttur-
syni stnum, sem viröist hafa rjett
út hendurnar til móöur sinnar,
en hún blaöar í bók (heilagri
ritningu) í skauti sjer. Hendur
eru af barninu og hin vinstri af
móöur þess. María situr við
hliö móöur sinnar og nokkuö
fyrir framan hana; er hún því
útskorin öll aö aftan og stóllinn,
er hún situr á. Hún ber kórónu
á höföi og möttul yfir sjer, en
háriö fellur yfir möttulinn aö
beltisstað niður. Liljurnar eru nú
brotnar af kórónunni og nokkuö
af pallinum undir myndinni. —
Anna er faldin miklum höfuö-
dúk. Sveinninn er nakinn. Mynd
Önnur er hol aö aftan og járn-
krókar á, hefur veriö ætluö til aö
festa upp viö vegg. Allar hafa
myndirnar veriö málaöar ýms-
um litum, en þeirra sjer nú að-
eins mjög lítinn vott. Þœr eru
prýöisvel skornar, sýnilega eftir
góöan listamann ; þœr munu vera
frá 15. öld og eru sennilega
enskar.
4>-------------------------- <e>