Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Qupperneq 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1947, Qupperneq 25
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 405 vötnin í Finnlandi, eins og norsku fjöllin, eins og hin frjóva danska mold. Lærið að þekkja, skilja og beisla orkuna, sem býr í kristinni trú“. Við liefðum viljað hlýða á hann miklu lengur, en allt, sem við menn- irnir stöndum að, hefur sín takmörk. Við risum á fætur og meðtókum hina drottinlegu blessun frá K. Bengtsson, höfðingja sænsku K.F.U.M. skátanna. Þá var sunginnn sálmurinn „Hærra minn guð til þin“ og síðan beðið „Faðir vor“ á tungum hinna fimm þjóða, sem stóðu þar undir krossfán- um sínum fyrir framan altariskross- inn. Þá gengur finnski skátahöfðinginn N. Visapaa, vinur okkar frá skáta- mótinu á Þingvöllum 1938, fram fyrir altarið og les skátalögin og skáta- heitið, en við hlýðum allir á í djúpri þögn. Svo lýkur þessari hátíðlegu stund með því, að við syngjum allir bræðralagssöng skátanna af innilegri hrifningu. Þá gengur Folke Berna- dotte af Visburg, sænski skátahöifð- inginn fram og þakkar öllum fyrir komuna til Svíþjóðar og þeim, sem stofnuðu til þessarar norrænu guðs- þjónustu. Við höldum heim — heim til Heklu og Geysis. Trumburnar og lúðrarnir þegja. Hvers vegna? Vorum við að hugsa um allt, sem við höfðum heyrt og sjeð? Varð eitthvað eftir í hugum okkar? Jeg vona það. V V ^ íW V M Y N D G Á T A N Myndgátan núna er svipuð að gerð hinum fyrri, er birst hafa í Jóla-Les- bók. Efni hennar er svo kunnugt að það getur leiðbein1 mönnum. Þess verð ur þó að geta sjerstaklega, að í gátunru er ein alþjóðleg skammstöfun, og að ráðningin er í tveimur málsgreinum. sem aðgreindar eru með punkt. Er það eina greinarmerki gátunnar. Ekki er gerður greinarmunur á i og y. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir rjett ar ráðningar, 200 kr., 50 kr. og 50 kr. Dregið verður um verðlaunin ef fleiri rjettar ráðningar berast. f'rcstsla Itlui HEILAGUR HINN 6. des. er mikill gleðidagur fyr- ir börnin í kaþólskum löndum, því þá kemur hinn heilagi Nikulás. Hver er nú það? munuð þið spyrja. Samt kannist þið öll við hann og gleðj ist við komu hans, þið kallið hann bara öðru nafni og hugsið ykkur hann öðru vísi en hann er I raun og veru. I lifanda lífi var hann erkibiskup. Hann var af ríku fólki kominn og erfði miklar eignir, sem hann gaf fá- tækum. Hann kærði sig þó ekki um neinar þakkir fyrir gjafir sínar og þaðan af síður hrós og lofsyrði. Þess vegna læddist hann út að næturþeli, laumaði peningabögglum inn um glugga hjá fátæklingunum og flýtti sjer síðan á burt. En einu sinni tókst manni, sem þrisvar var búinn að fá peningjagjöf að næturþeli að elta heilagan Nikulás uppi — og þá komst allt upp. Heilagur Nikulás dó árið 342. Eftir dauða hans og jafnvel áð- ur þóttust menn vissir um að hann væri helgur maður, enda var hann tekinn í helgra manna tölu. Óteljandi kraftaverk hafa gerst fyrir fyrirbæn- ir hans og einkum þykir námsfólki gott að leita til hans, enda er hann verndari þess. ÞETTA er nú allt saman gott og bless að, munuð þið segja; en við erum engu nær, því við höfum aldrei heyrt þessa helga manns getið! Ojú, þið kannist öll við hann. í enskumælandi löndum hafa menn stytt nafn hans og kalla hann aðeins Sankti Claus. Á Islandi er hann vanalega kallaður „Jólasveinn“ — en það er mjög vill- andi nafn, því hann er ekkert áþekk- ur jólasveinunum einum og átta, sem ofan koma af fjöllunum. En hvað sem hann er kallaður, er hann þó alltaf NIKULAS með sama hvíta skeggið og rauðu kinnarnar_ (sennilega eru kinnarnar rauðar af kulda) og hann kemur allt- af færandi hendi, því það er hann, sem kemur með jólagjafirnar. I Englandi hengja börnin sokkana sína á rúmstokkinn, svo hann geti stungið gjöfunum í þá. Sumstaðár setja börnin skóna sína við eldstæðið, því mótmælendur trúa því almennt að Sankti Claus komi niður um reyk- háfinn. Börnin eru oft forviða á því, hversu úthaldsgóður hann er, að klifr ast þetta upp og niður sótuga reyk- háfa alla jólanóttina og það án þess að óhreinka hvíta skeggið sitt minnstu vitund. Einhver Englending- ur hefur þó sagt þessi viturlegu orð: Það er hugsanavilla að ímynda sjer að Sankti Claus komi niður um reyk- háfinn, þar sem hann í raun og veru kemur í gegn um hjörtun! JEG VAR svo heppin að vera komin til Sviss fyrir 6. des. og þar að auki var jeg svo heppin að vera stödd í Fribourg, því heilagur Nikulás er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.