Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 085 Gunnar T« Jensen Kveðja frá Kingigtorsuaq Tilraun að skýra rúnirnar á steininum þaðan í BÓKINNI „Skrællingerne i Grönland" birtir Therkel Mathie- sen skrælingjaþjóðsögu frá Up- ernivik. Hún er á þessa leið: „Fyrir langa löngu áttu hvítir menn heima á eynni Inugsuk, og þar sést enn varða og húsarústir. Hjá Quagsserssuaq (sem er um 20 km norðaustur af Inugsuk) áttu Eskimóar þá heima. Einu sinni flaug særingamaðurinn frá Qags- sersuaq í loftinu og sá að hvítu mennirnir voru inni í húsi sínu. Hann flaug svo heim og sagði við félaga sína: í kveld skulum við allir fara til Inugsuk og drepa hvítu mennina, og svo hirðum við allt sem þeir eiga! Þeir lögðu þegar á stað á sleð- um sínum, allir saman ,og komu til Inugsuk í þann mund er hvítu mennirnir voru að ganga til náða. Sumir höfðu klætt sig úr hverri spjör, því að þeir voru vanir að sofa berir. En sumir höfðu af- klætt sig að ofan en voru enn í hundskinnsbuxum sínum og skóm. Þá ruddust Eskimóar inn í húsið og drápu alla með örvum, nema hvað þrír komust undan á flótta. Einn af þeim var allsnakinn og hann flýði til staðar sem var þá í nánd við Augpilagtoq. Á leiðinni kól hann á fótum og á bakinu. Þegar hann skreið inn um göng Eskimóakofans hjá Augpilag- toq-firðinum, straukst skinnið af bakinu á honum vegna þess að það var kalið. Særingamaðurinn á þessum stað hefði gjarnan vilj- að hjálpa honurn, en það var ekki hægt vegna þess að þetta var hvít- ur maður, og særingamaðurinn gat ekki læknað aðra en Œskimóa. Þess vegna dó hvíti maðurinn. Hinir tveir hvítu mennirnir frá Inugsuk, það voru hjón, flýðu upp í hátt fjall nokkuð sunnan við Upernivik. Þar urðu þau að stein- um og fjallið heitir enn Quavdlun- arssuit, eða Hvítramannafjall. Nú hafa þau hrapað. En fyrir einum mannsaldri stóðu þau þarna enn, og þeir sem voru þar á ferð færðu þeim fórnargjafir til þess að þau" gæfi gott ferðaveður. Hjá vesturströnd Grænlands, á 72. gr. 58 mín. n. br. og hér um bil 3 mílur fyrir norðan Uperni- vik, er lítil og hrjóstrug ey sem kallast Kingigtorssuaq. Hún er næsta ey við Inugsuk og er um 350 m. á hæð. Af hátindinum er vítt útsýni. Þarna stóðu þrjár vörður. Hjá þeirri stærstu fannst rúnasteinn árið 1824. Hann er um 10 sm á lengd og tæplega 4 sm. á breidd. Og á honum eru þessar þrjár rúnalínur: í grein sem birtist 1932 í Norsk Tidsskrift for sprogvidenskab (V. b. bls. 189—257) og nefnist „King- igtorsoak-stenen og sproget i de grönlandske runeinnskrifter" seg- ir Magnus Olsen prófessor að staf- setningin á þessum steini þoli sam- anburð við gott miðaldahandrit. „Rúnirnar sýna að þær eru rist- ar af manni sem sver sig í ætt við hina rýnstu menn forðum". í Smithsonian Miscellaneous Collections (Vol. 116, No. 3, Was- hington 1952) skrifar danski fræði- maðurinn William Thalbitzer: „Of the two most interesting and puzzling runir stones kncwn to me, one is from the small island of Kingithorssuaq .... the other is from Minnesota near the village of Kensington". (Merkustu og furðulegustu rúnasteinarnir, sem mér er kunnugt um, eru græn- lenzki rúnasteinninn og Kensing- ton-steinninn). Árið 1827 birti Rasmus Rask þýðingu sína á grænlenzku rún- unum: „Ellingr Sigvaþs sonr ok Bjanne Tortærson ok Endridi Osson laug-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.