Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 1
I BROT IJR FERÐASÖGU Matthías Johannessen, hefur skrifað brot úr ferðasögu til Ítalíu í Morgunblaðið og birtast hér tveir síðustu kaflarnir Heiiagur Franz trá Assisí Assisi er lítið þorp í hæðardragum Appeníafj alla, miðja vegu mi'lii Flórens og Rótfnar. Niðri á jafnsléttunni eru vínakrar, sem teygja sig upp í hilíðina mieð fyrirheitum um góða uppskeru og ítalskt vín á jólaborði skammdegisins. Allt umhverfið á þessum slóðum andar ilmi áfengra veiga og frá bæmim hafa í nær þúsund ár borizt helgisagnir um fátæka munkinn, Franz, sem af kaþólsk- um mönnum hefur verið dýrkaður eins og ótæmandi bikar guðslegs innblást- urs. Á Ítalíu þarf ekki annað en minn- ast á nafnið Franz frá Assisi til að óttablandinn höfgi renni á leika og lærða. Slíkur er máttur þessa nafns. Við ókum upp að kirkju heilagis Franz. Hún stendur efst í þorpinu og gnæfir eins og viti yfir dalinn. Brekk- an mjög brött, en rétt fyrir neðan og framan kinkjuna er gott bílstæði, þar sem bílunum er lagt. Síðan var geng- ið inn í kirkjuna, í fyigd með prest- um og miunkum. Yfir staðnum hvílir allt að því áþreifanlegur helgiblær, þarna greip mig einhver undarleg trúar- hrifning, sem ég hafði ekiki upplifað frá þvi ég kom unglingur að Hólum; kirkj- an eins og gamailt teppi, sem örlögin höfðu ofið úr trú, list og sögu. Enginn upplitaður þráður, enginn falskur tónn; útrás mannsandans fyrir þessari eilífð, sem býr í brjósti okkar eins og kvikt líf undir mosagrónum steini. Á þessum stað höfðu auglsýnilega verið gerðar margar tilraunir til að velta ofan af lífskvikunni. Við gengum um kirkjuna og stigum létt til jarðar. Á þessum stað hefði átt að draga skó af fótun» sér, en látið nægja að ganga um hiljóðlega og tala hvíslandi röddu. í kirkjunni eru fjöl- mörg listaverk eftir ítalska meistara, en sá sem hæst ber er málarinn Giotto, sem hefur málað á kirkjuveggina marg- ar myndir úr lífi heilags Franz. Fræg- ust þeirra er af heilögum Franz tal- andi við fuglana. Við fáum upplýsing- ar um byggingu kirkjunnar ag nasa- þef af sögu staðarins. Einn helzti stuðn- ingsmaður Franz frá Assisi var vinur hans og samtíðarmaður, kardinálinn af Ostia, sem síðar varð Gregorius IX páfi. I apríl 1228 lýsti hann því yfir, að kirkja skyldi byggð í Assisi yfir lík- amsleifar heiiags Franz og þremur mán- uðum síðar lagði hann hornstein kirkj- unnar. Nokkrum áratugum síðar var hún fullgerð. Það var miikið um að vera í kirkjunni, þegar við komum þangað, allt á tjá Qg tundri, munkar hlaupandi fram og Heilagur Franz eftir Giotto aftur, viðgerðarmenn og sjónvarpsmenn höfðu lagt undir sig kirkjuna, ástæðan: von var á Jóhannesi páfa XXXIII. í heimsókn næsta dag. Hundrað og fimm ár voru liðin frá því páfi hafði tekið sig upp og farið pilagrímsför til Assisi. Þetta þótti því merkisviðþurður í sögu kaþólskrar kirkju og hans var beðið með eftirvæntingu. Þegar við fengum áheyrn hjá Jóhannesi páfa í Vatikan- inu nokkrum dögum síðar í fylgd með dómsmálaráðherrum Evrópulanda, ræddi hann um réttlæti heimsinis og sagði m.a. eitthvað á þá leið,‘ að sér hefði fu'ndizt það mikið réttlæti, þegar hann fókk leyfi til að brjótast út úr skurni Vatikansins og heimsækja Assisi. Við sáum heimsóknina á sjón- varpi, hún var áhrifamikil en látlaus. Þegar páfinn lagðist á kné til bængjörð- ar komu sjónvarpsmennirnir með tæki sín alveg upp að andliti hans og við sáum hvernig hann lygndi aftur augun- um í einlægri lotningu fyrir guði sínum og herra. Innileiki þessa andilits og barnsleg undirgefni verður mér ógleym- anieg. Páfinn fór í einkalest Antonios Segnis forseta, hvíthærðs manns sem við sáum síðar í Rómaborg, og tók ferð- in alls sextán tima. Hún var sensasjón á Ítalíu og víðar. Fanfani, forsætisráð- herra, og forsetinn tóku á móti honum í Assisi og Loreto, og var gaman að virða fyrir sér, hver aðsópsmestur var við þau tækifæri. Ég gat ekki betur séð en þessir háu herrar umgengjust páfann eins og guðlega veru. Og eitt er víst: hann á slík ítök í hjörtum ítölsku þjóð- arinnar, að með ólíkindum er. Hann er í senn fulltrúi guðs á þessari aumiu jörð kaldra stríða og kjarnorkusprengna og umhyggjusamur faðir og vegvísir. Þegar við gengum inn eftir kirkju- gólfinu í Assisi, sáum við marga unga munka þvo gólfið. Þeir voru 16—18 ára gamlir, adlir krúnurakaðir og þrátt fyrir friðinn og trúargleðina inn- an sæluríkis kirkjumúranna var yfir þeim einhver torráðin hlédrægni ver- aldarleysis og uppgjafar. Þeir töluðu saman í hálfum hljóðum, pískruðu eins og feimingarstúlkur og voru feimnir eins og þær. Ég gekk til þeirra og ætlaði að tala við þá ensku, en fann strax að á milli okkar var einhver vegg- ur ósamrýmanlegra viðhorfa, svo ég lét mér nægja að spyrja: „Hvað eruð þið gamlir?" Mér var svarað því, og ég spurði aftur: „Eruð þið allir ítalir?“ >• Enginn sagði neitt, en tveir þeirra beygðu höfuð til samþykkis. Ég kvadidi og þeir veifuðu til mín, og þá allt í einu var eins og hryndu steinar úr veggnum á milli okkar, og mér fannst þeir vilja að ég væri lengur til að segja þeim fréttir úr lífinu, í stað þess að spyrj a frétta úr einverunni. Og ég fór að hiugsa, hvort guð hefði meiri vel- þóknun á munkunum en blaðamönn- um, en hef ekki ennþá fengið svar, en að því kemur víst einn góðan veður- daig og þá er ekki nóg að hafa press- una sín rnegin, mér er sagt að hann gefi lítið fyrir stórar fyrirsagnir. Og ég fór að fikta við að skoða mynd- irnar á veggjunum og í loftinu. Þarna var mynd eÆtir Giotto af heilögum Franz, Dante, málaranum sjálfum og einhverjum fleiri Assisimönnum, en það ' sem mesta athygli vakti var sú stað- reynd, að Giotto hafði málað sjálfan sig mun hærri en Dante. Samt voru þeir vinir. En keppnin í listinni, kröfur hvers listamanns til þess að vera meiri en aðrir, voru Giotto ómótstæðileg freist ing og þarna var þessi freisting eins og innsigli á list Assisikirkjunnar, í senn ógleymanlegur vitnisburður um snilld Framhald á hls. H s

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.