Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 21
RISS EFTIR JÖKUL JAKOBSSON Fólkið fyrir sunnan gerði aldrei neitt. Það spókaði sig hvers- dags í sparifötunum, slæptist inn á kaffi- húsunum, lét þýzkar vinnukonur bóna gólfin hjá sér á hverjum degi og vissi ekki aura sinna tal. Á sumrin sigldi það til heitu landanna og lá í sólbaði á fræg- um stöðum sem sjá mátti á almanakinu sem hafði slæðst heim að Holti og hékk nú uppi í eldhúsinu. Drengurinn hafði aldrei gert sér grein fyrir að hann væri að sunnan fyrr en hann kom austur, í>að var óþægilegt að vera að sunnan. Hann var hálfpartinn útundan og ekki laust við hann skamm- aðist sin. Hann var spurður hvort ekki væri svínakjöt og þeyttur rjómi heima hjá honum á hverjum degi og hvort pabbi hans væri ekki orðinn ófær í fót- unum af því að sitja allan daginn í stól. Drengurinn fór hjá sér við slí'kum spurn ingum og brátt var hann kominn upp á lag með það að gera sem minnst úr flott- heitunum á heimili foreldra sinna (sem hann hafði raunar aldrei gert sér grein fyrir). Hann lét jafnvel í það skína að mamma hans bónaði aldrei gólfin og pabbi hans gengi gauðrifinn og rakaði sig sjaidan. Það var aðeins eitt sem var þungbær- ara en vera að sunnan. Það var að vera fyrir austan. Drengurinn fékk saltfisk í öll mál, alla daga vikunnar, allar vikur mánaðarins, alla mánuði sumarsins. Það var aldrei annað en saltfiskur. Hann loddi á vörum og gómum og tungu og innan í hálsinum allan daginn, alla nótt- ina, drengurinn vaknaði á morgnana og saltfiskurinn enn í vitum hans og þef- urinn í nösunum. Einu sinni voru ábryst ir til bragðbætis þegar Skjalda var bor- in. Drengurinn gat ekki heldur borðað ábrysti, honum svelgdist á þeim og kom þeim ekki niður hvernig sem hann reyndi. — O, greyið, hann er ekki vanur öðru en steik og þeyttum rjóma og sykurtert- um, sögðu bræðurnir og móðir þeirra tók þegjandi af honum diskinn og setti hann upp í skáp. Hann þakkaði henni í hljóði fyrir þetta gustukabragð, en um kvöldið var diskurinn kominn á sinn stað á borðið fyrir framan hann og nú skal það í þig, sagði gamla konan. Dreng urinn beitti ítrustu hörku til að neyða ofan í sig nokkrum skeiðum. Svo kast- aði hann upp. Hann var níu ára gamall og puðaði allan liðlangan daginn, myrkranna á milli. Það var ekki gefið frí á sunnu- dögum, þá var líka puðað, þótt ekki væri þurrkur. Það var alltaf fundið eitt- hvað að gera á þessum bæ. Um vorið þegar hann kom að sunnan var hann látinn slóðadraga, það var gaman í fyrstu en varð fljótlega tilbreytingarlít- ið. Honum þótti gaman þegar lömbin voru mörkuð, því þá var honum trúað fyrir því að skrifa nafnið á hverju lambi í litla bók og greina hvort um gimbur eða hrút væri að ræða, ennfremur um móðerni hvers lambs og loks varð að skrifa markið. Það var ekki örgrannt um að hann fyndi til sín að bera ábyrgð á þessu embætti og hann lék við hvern sinn fingur meðan á því stóð. f rigningartið þegar ekki var hægt að sinna heyskapnum þá fann elzti bróðir- inn upp á því snjallræði að láta hann flytja fjóshauginn. Það hafði verið mok- að beint úr fjósinu út á hlaðið fyrir framan og nú var svo komið að fjós- haugurinn var farinn að þjarma að fjós- inu svo ekki varð komizt í það með ]»ægu móti. En vestanvert við fjósið stóð gömul gróin tóft, alldjúp og nú datt elzta bróðurnum í hug að flytja þangað fjóshauginn. Dregnum var falið þetta verk. Honum var fengin stóreflis reka með breiðu blaði og varð að rogast með eina skóflufyl'ld í einu utan í brekkunni og kasta í tóftina. Þessu embætti gegndi hann helzt í rigningu þegar ekki var hægt að láta hann snúast annað. Dag- langt, stundum heila viku, burðaðist þegar upp á hálsinn kom og beljurnar hvergi sjáanlegar, þá vissi enginn nema guð almáttugur hvort þær væru vestast í girðingunm eða austast. Af því leiddi að það tók helmingi lengri tíma að sækja þær ef farið var í vesturátt fyrst og svo kæmi á daginn að þær voru fyrir austan. Hinu var ekki að neita að stundum staldraði hann við hjá kringlulegum hól eða dularfullum kletti á leið sinni og framkvæmdi ýmsar athuganir ellegar umbreyttist í Útvarp Reykjavík. Þá var hann þulur og sagði fréttir og tók síð- an upp stórkarlalegan málróm og flutti erindi um landbúnað eða sagði ferðasög- ur frá Afríku, síðan hóf hann upp rödd sína og söng Ave María og önnur lög sem fólkið í útvarpinu söng og auk þess hafði hann ekkert fyrir því að búa sjálf- ur til lög, hann gat líka snarað sér í líki fiðlu eða harmoníku til að hafa meiri fjölbreytni í dagskránni. Eitthvað hafði fólkið pata af þessum tiltektum drengsins og haft við orð að opna á honum höfuðið og herða betur skrúfurn- ar. En sem betur fer varð minna úr framkvæmdum. hann með skófluna fulla af mykju. Föt- in límdust við kroppinn, svitinn spratt út um hann allan og regnvatnið síaðist inn um hverja spjör. Hann beitti skófl- unni af viðlíka hugprýði og hershöfðingi sem hefur týnt liði sínu og berst einn áfram til hinzta blóðdropa, tók hverja stunguna á fætur annarri og horfði með skelfingu á hauginn lykjast jafnharðan um sárið sem hann hafði veitt svo ekki sá högg á vatni, hann klöngraðist með skófluna þessi þrjátíu fet að tóftinni og ósjaldan snerist hún í höndum hans og farmurinn fór niður í brekkuna, oftast komst hann á leiðarenda, tóftin gleypti hverja skóflu en það var eins og fleygja rúsínu upp í gapandi ginið á búrhveli, hún var jafn tóm eftir sem áður. Þá var nú eitthvað betra að vera í heyinu og snúa því í brakandí þerri þótt oft væri hann orðinn þreyttur í fótunum að loknu dagsverki. Og skást þótti hon- um að sækja beljurnar upp á hálsinn fyrir mjaltir, þótt honum væri hiklaust kennt um ef nytin minnkaði í þessum dýrum, hann var sífellt að slóra og slæp ast, sögðu bræðurnir. Hann hafði eitt sinn bent þeim bræðrum á það^(af þeirri hógværð sem einkenndi hann eftir að hann gerði sér ljóst að hann væri að sunnan) að ekki væri kyn þótt mis- langan tíma tæki að sækja beljurnar. í bréfum heim til foreldra sinna sagði hann að sér liði vel og fólkið væri ósköp gott og almennilegt og í óspurð- um fréttum sagðist hann aldrei vera barinn og hann fengi mikið og gott að borða og það væri gaman í sveitinni og svo lét hann fylgja afstöðuteikningu af bæjarhúsunum í eitt skipti en skrá yfir nöfnin á kúnum í annað skipti. Hann bað þau að senda sér súkknlaði eða brjóstsykur með næstu ferí og fyrir neðan skrifaði hann: ykkar ilsk- andi sonur; en þessi þrjú orð 1 afði hann úr bók eftir Cronin. Bræðurnir voru fjórir og enginn þeirra var kvæntur. Sá elzti var kominn undir fertugt, orðinn þvínær sköllóttur Og hafði óstjórnlegan ropa eftir bverja máltíð. Miðbræðurnir voru litlu yngri og baktöluðu hvor annan hvenær sem færi gafst og gerðu hosur sínar grænar fyrir kaupakonunni án árangurs. Yngsti bróðirinn var ekki sem verstur þegar hann var einn út af fyrir sig og þá var hann drengnum að skapi. Hann talaði oft við hann eins og fullorðinn mann þegar þeir voru tveir einir og stríddi honum ekkert sérstaklega á því þótt hann væri að sunnan. Hann trúði jafnvel drengnum fyrir því að sjálfur ætlaði hann suður einn góðan veðurdag og keyra leigubíl. Hann hafði verið einn vetur bílstjóri hjá kaupfélaginu og jafnvel gripið í að afgreiða, þótt hann hefði aldrei verið í hvítum slopp. Dreng urinn hændist að yngsta bróðurnum þótt honum leiddist að hann skyldi verða jafn truntslegur við hann þegar fleiri komu saman. Kristján átti líka þrjá dýrgripi sem settu hann skör ofar öðrum á bænum; nýjan hnakk, harmóníku og kærustu. Stundum á kvöldin dró Kristján íram harmóníkuna og seiðandi tónar gripu huga drengsins, undarlegi.r söknuður settist að honum og hann hneigði höf- uðið. Stundum þegar Kristján var fjarri gat hann ekki á sér setið að fara hönd- um um þennan merkilega dýrgrip, strjúka þessar svörtu og hvítu fílabeins- tennur og dularfullu hnappa undurlétt. En hann gætti sín vandlega að þrýsta ekki á þá. Einstaka sinnum kom það fyrir að Kristján minntist á kærustuna sína við drenginn og þá voru þeir báð- ir upp með sér, hvor á sinn hátt. Kær- astan var merkilegri en hnakkurinn og harmóníkan til samans. Hún hét Gunna og var innan úr sveitinni og hafði ver- ið á húsmæðraskóla og komið suður oft ar en einu sinni og stundum lét Kristján drenginn sækja Jarp og síðan var klár- inn kembdur og strokinn og spenntur á hann nýi hnakkurinn sem var búinn til úr brakandi angandi leðri og Kristj- án vippaði sér á bak með harmóníkuna á bakinu og þeysti úr hlaði að finna kærustuna sína. Drengurinn horfði þá lengi á eftir riddaranum unz hann hvarf inn dalinn og jóreykurinn lá eftir á veginum eins og tákn. Erla var að sunnan eins og drengur- inn. Þó var ekki eins mikið talað im það á bænum. Hún hafði verið þarna tvö undanfarin sumur og orðin hagvön. Hún var líka tveimur árum eldri, ljóst hárið á henni hélt stundum vöku fyrir drengnum á kvöldin. Hann hafði í fyrstu ósjálfrátt hneigzt að henni ti‘1 verndar og skjóls af því hún var líka að sunn- an. En Erla var ekkert á því að vera alltof altilleg. Þetta var þó bara níu ára kvikindi, og hvað vildi hann upp á dekk, þótt hann þættist vita ýmsa leyndardóma sem strákarnir hefðu ver- ið að hvísla um út í bílskúr á kvöldin. Einstöku sinnum braut hún þó odd af oflæti sínu, kannski stakk hún upp á því að þau stælust á berjamó í Ijósa- skiptunum og þá ímýndaði hann sér að hún væri kærastan hans og óskaði sér að hann ætti gæðing á borð við Jarp, hnakk og harmóníku. Það var líka Erla sem kenndi honum að búa til hveitilím. Stundum gafst friðstund eftir matinn þegar bræðurnir höfðu lagt sig, sá elzti með háum rop- um og hinir þrír með ýmsum búkhljóð um. Þá fékk drengurinn stundum að koma upp í skonsuna þar sem Erla hélt til ásamt kaupakonunni. Hún átti stóra bók þar sem hún límdi inn myndir aí heimsfrægum leikurum með tannkrems- bros og draum í augunum. JJann fékk að hræra í hveitilíminu og hafði eitt sinn dreypt í það tungunni. — Uss, ertu vitlaus, veizt ekki að þú drepst, ef þú étur þetta? sagði hún. Hann hatfði til vonar og vara spurt Kristján sem honum þótti allra manna lærðastur og sannorðastur þrátt fyrir allt, hvort hveitilím væri banvænt. — Ég er nú hræddur um það, anzaði Kristján, það limast saman í þér garn- irnar og þú drepst. Seinni partur sumars hefði orðið óbærilegur ef ekki hefðu verið réttirn- ar. Drengurinn hafði að vísu aldrei ver- ið í réttum en einhvernveginn lá það í loftinu að þetta væri dýrðartimi, Erla hafði lýst því þegar safnið var rek- ið af fjalli, fólkið kom saman og jörðin dundi af hröðu hófataki hrossanna. Hún átti kind á fjalli og sjálfur hafði dreng- urinn eignað sér lamb án þess nokkur vissi, það var mórauð gimbur sem misst hafði mömmu sína en verið vanin undir. Gimbrin hafði verið um það bil viku- tíma heima við bæinn áður en hún var rekin á fjall með hinni nýju móður sinni. Þennan stutta tíma hafði tekizt 33. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.