Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 12
 an þul tötrum klæddan, en svo sam- gróinn fornri sögu o@ menningu þessa staðar, að mér datt einna helzt í hug að hann hefði verið samtknamaður Rómaveldis hins forna. Þegax hann kvaddi oikfcux og gekfc fourtu, fannst mér hann þurfa að ganga inn í senatið og hlusta á Cicero halda fyrstu ræðuna gegn Catilinu: „Quo usque tandem abutére, Catilina, patientia nostra?" — hve lengi ennþá hyiggBt þú ofbjóða þolin mæði vorni, Catilina? Á þessum stað sannfærðist maður um það betur en annars, að engin þjóð get- ur lifað til frambúðar á því einu að rækta kartöflur eða fóðurrófur; ekki einu sinni á því að ræfcta sín fisfcimið eftir beztu getu og selja ísaðan fisk til Bretlands. Fyxist verður hún að rækta menningu sína og arfleifð, þá hefur hún leyfi til að snúa sér að frystihúsunum. Um þetta hugsaði ég á leiðinni eftir Via Sacra. Og þó ég væri orðinn leiður á öllu þusinu um handrit og fornar bók- mienntir, verð ég að viðurkenna að nið- urstöðurnar á hugleiðingunum voru eitt hvað á þessa leið: Forfeður okfcar rit- uðu ódauðleg verk á bókfell. Það hlýt- ur að vera mikil hamingja að fá að reyna að ávaxta þennan skerf til sam- hengis evrópskrar menningarsögu, ergo: það er þolanlegt að vera íslendingur. Og óg var glaður í bragði og léttur á mér og fannst Xsland ekki eins fjarlægt menningunni og oft áður, ég sagði við sjálfan mig: Okkur er leyfilegt að hugsa um fisfc, tala um fisk og borða fisk. Só sem er handgenginn Vöiuspá, Heims- kringlu og Njálu og er kannski partur af þessum verkum, er orðinn dús við háfínans menningarinnar. Þrátt fyrir þessar hástemmdu hug- leiðingar gerði ég mér grein fyrir því, að Ítalía er engin Paradís fyrir allan þorra afmennings þar 1 landi. Það er áreiðanlega betra að koma til Ítalíu sem ferðamaður en eiga að sjá sér farborða við misjafnar aðstæður, þó geysimiikl- ar framfarir hafi orðið í landinu síðustu árin. En baráttunni um brauðið er ekki lofcið. Hvergi eru áhrif kaþólsku kirkjwnnar eins megn og í Rómaborg. Innsigli þessa styxikleika er Péturskirkjan, sem gegnir svipuðu hlutverki í augum kaþólskra manna og Kreml í vitund heittrúaðs kommúnista. Þessi brennidepill kaþólska heimsveldisins er að miklum hiuta byggður fyrir syndaaflausnir og má segja, að víxlspor og freistingar villu ráfandi kynslóða hafi komið að drjúg- um notum fyrir þá vísu kirkjufeður. En syndin er lævís og lipur, eins og Steinn segir. Litlu munaði að hún yrði móðurkirkjunni að falli, því aflátssalan vakti í hugum margra kristinna manna þá spurningu, hvort ekfci væri nauð- synlegt að reformera kirkjuna. Það er kaldbæðni örlaganna, að Péturskirkjan skyldi einmitt hafa orðið einn þarfasti bandamaður Lúthers og annarra frum- fcvöðla mótmælenda. Hvað sem því líð- ur verður hún ávaillt eins og áminning til þeirra, sem efast um vald guðs á þessari jörð. Og ef einhver skyldi efast xxm hlutdeild listarinnar í þessu valdi, þarf hann ekki annað en virða fyrir sér þetta ótrúlega steinbákn mannlegs anda og sköpunar. Leiðandi hugann að lista- verkum í umsjá kaþólsku kirkjunnar á Italíu hef óg komizt að þessari niður- stöðu: ef ég væri lismálari, myndhöggv- ari eða arkitekt mundi ég annaðhvort strengja þess heit að fara aldrei til Ítalíu eða hætta listsköpun ella. Sunnudaginn fyrstan í október var okk ur gengið niður að Colosseum. Við höfð- um verið að skoða okkur um á Forum Romanum og þótti rétt að kynnast dá- lítið þessu musteri brauðs og leika, sem sumir norrænufræðingar telja að sé fyrirmynd Valhallar í forn íslenzkum skáldskap. En þá bar svo við, að Nenni- sósíalistar héldu útihátíð á torginu við Colosseum í tilefni af 70 ára afmæli só- síalismans á ftalíu, og gengu þangað fylktu liði með rauða fána. Á hæðinni andspænis leikhúsinu stóðu foringjarnir og tófcu kveðj’Um fólksins. Nokkur mann fjöldi var þarna, en þó mundu hægri blöðln segja að hann hafi ekki verið ýkja mifcill. Ekki þótti okfcur stórmifcið til koma og hugðumst ganga heim í hótel. En á leiðinni þangað sáum við undarlega prósessíu: prestar og prelátar, kórdreng- ir, munkar og nunnur, gengu fylktu liði með tákin og krossa, fóru með bænir, sungu. Við stóðum alllengi og horfð- um á þennan guðsótta og það var eins og fylkingin ætlaði aldrei að taka enda. Þúsundir manna gengu framhjá. Hátíð sósíalistanna var ekki nema svipur hjá sjón samanborið við þessa dýrð. Sá sem efast um ítök kaþólsku kirkjunnar á Ítalíu hefði átt að standa þarna í okk- ar sporum. Nú fyrst varð mér ljóst ofurvald kirkjunnar á þessum slóðum. Þarna var fólk, sem trúði og þráði að sýna trú sína. Ég vatt mér að umgum prestlingum, sem stóðu og horfðu á. Þeir voru í svörtum kjólum eða káp- um með svarta hatta. „Hvaða prósessía er þetta?“ spurði ég á ensku. „í þrjá daga hafa kaþólskir menn beðið fyrir kirkjuþinginu, sem á að hefjast í þess- ari viku,“ sagði sá sem fyrir svörum varð. „Þetta er hápunktur bænahalds- inis. Og nú verður messað í kirkjunni þarna.“ Og srvo benti hann á kirkju heil- ags Jóseps eða Maríu Maggiore, hvernig á ág að muna það? „Hvaðan eruð þér?“ spurði annar prestlingur „Frá fslandi,“ svaraði ég „En þið?“ „Við erum Banda- ríkjamenn," svöruðu þeir hreyknir. „Við erum að læra til prests, við erum í prestaskóla hér í Róm, en að námi loknu förum við aftur heim til Bandaríkjanna og hefjum starf í þjónustu kirkjunnar.“ Þetta voru glaðlegir og sérlega geð- ugir ungir menn og það var gott að vera í návist þeirra. Ég fann að þeim var í blóð borinn menntandi artfur kaþ- ólskra viðhorfa. „Eru margir kaiþólsk- ir menn á íslandi?" spurði einn þeirra. „Nei, fáir“, svaraði ég. „Þið eruð mót- mælendur?" „Já.“ Og svo sögðu þeir mér frá þvi að öll kennsla í skólanum færi fram á latínu. Það væri fyrst erfitt en kæimist svo upp í vana sögðu þeir. í þessu kom Bjarni Benediktsson til okk- ar. Hann tók piltana tali. Þeir spurðu hvernig honum iíkaði prósessían. Hann svaraði og kímdi: „Við vorum að horfa á Nenni sósíalistana áðan, þeir eru að halda fund niður við Colosseum. Okk- ur líkar þessi skrúðganga betur.“ Þá brostu þeir glaðir og ánægðir. „Það er gaman að hitta kirkjumálaráðherra frá mótmælendalandi," sagði einn þeirra, og það var augljóst að hann var ekki haldinn neinum fordómum. Aðeins svo- lítið stoltur yfir sinni gömlu kirkju. Bjarni Benediktsson sótti fund dóms- málaráðherra Evrópu, sem haldinn var í Rómaborg. Ráðherrunum og öllu starfsfólki var veitt áheyrn hjá Jóhann- esi páfa, skömmu áður en við hittum prestlingana og við höfðum slegizt í hópinn. Ég sagði þeim frá þessari heim- sókn ofckar í Vatikanið. Andlit þeirra lijómuðu. „Fáfinn er mjög alúðlegur maður,“ sögðu þeir spyrjandi. „Já, það er hann,“ svaraði óg. Og það var eins og þeir væru þakk- láitir fyrir þetta svar. En það var ekkert að þakka. Jóhann- es páfi er mjög viðfeldinn maður. Aug- sýnilega glaður í andanum eins og góð- um hirði sæmir. Þegar hann tók við embætti páfa sagði hann: „Maður á mínum aldri getur ekki búizt við að gegna þessu embætti nema í hæsta lagi 30 mánuði.“ Það hefur bæði verið kaþ- ólskri kirkju og kristni í heiminum til eflingar og framgangs, að þessi um- boðsmaður guðs á jörðinni skyldi reyn- ast langlífari en hann sjálfur spáði. Margir voru þeirrar skoðunar, að Jóhannes páfi yrði heldur atkvæðalítill leiðtogi og Saga gamla mundi dæma Jóhannes páfi XXIII, heilsar upp á khk, 12 LESBÓK MORGUNELAÐSINS 33. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.