Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 6
Sigurður Benediktsson
„Heldurðu ekki að þetta breytist og
Islendingar fari að kaupa erlend lista-
verk?“
„Jú, en þegar þeir loks fara að fá
áhuga á erlendri list, verður það, sem
eftirsóttast er í dag orðið
svo dýrt, að enginn getur keypt það.
Við áttum þess kost eftir stríðið. I*á
áttum við nóga peninga með öruggu
verðgildi, en allir keyptu sér bíla og
sigldu til útlanda, unz allt var upp-
urið. Erlendis er oft stofnað til alls
konar samskota, þegar kostur er á góðu
verki. Hér kaupir listasafnið stöðugt
fleiri myndir eftir sömu málairana, alla
íslenzka, og er það í fullu samræmi við
þjóðarsálina. Hún vill Islenzk málverk,
helzt landslag — meira að segja ákveðna
staði. Meðan svo er, eignumst við aldrei
listasafn, sem augu heimsins beinast
að.“
Kjarval nœr lengst
í ,,fantasíunum"
„Hvaða málairi fær hæzt verð fyrir
myndir sínar á uppboðum þínum ?“
„Kjarval held ég að sé langdýrastur.
Hans „pródúksjón' er miklu meiri en
nokkurs annars málara hér og þess
vegna misjöfn, en allt góð list. Ef
beztu myndir hans kæmu fram og væru
til sölu, þýddi ekkert fyrir neinn að
bera sig saman við hann. Helzt væru
þó nokkrar myndir eftir Jón Stefáns-
son, en hans „pródúksjón‘‘ var aftur á
rnóti mjög lítil.
„Hverjax telur þú beztu myndir
Kjarvals ?“
„Auk landslagsmynda er geysilegur
fjöldi skáldmynda, „fantasía", sem ena
hafa ekki verið metnar að verðleikum.
Þar held ég, að Kjarval hafi náð lengst
í list sinni. Það er trúa mín, að af
Framh. á bls. 22
Islendingar hafa esnhæfan listasmekk
og hér eru engír málverkasafnarar,
segir Sigurður Benediktsson
Aragrúi fólks er á ferli í Aust-
urstræti og hellirigning. Ég
verð því dauðfeginn að smeygja mér inn
um dyrnar á húsi númer 12, en þakka
guði fyrir, að ég er ekki fótaveikur,
því að upp marga stiga er að fara áður
en ég kemst upp á efsta loft, þar sem
Sigurður Benediktsson listmúnasali
hefur bækistöð sína. Ég kemst þó klakk
laust upp og ber að dyrum. Sigurður
lýkur upp og býður mér inn fyrir.
Veggir skrifstofunnar eru þaktir mál-
verkum, sem flest eru eftir Kjarval.
Kaupmannahöfn ennþá
hófuðborg Islands
„Eru margir bókasafnarar á íslandi?1*
spyr ég Sigurð, þegar við höfum tekið
okkur sæti.
„Já, hér eru margir bókasafnarar.
Margir safna þjóðsögum, aðrir ljóða-
bókum, lögfræðiritum eða leikritum.
Nokkrir safna öllum bókum. Sú
breyting hefur orðið á síðari árum, að
íslendingar eru hættir að fleygja bók-
um. Síminn hringir hér allan
daginn, og alltaf er verið að spyrja um
verð á bókum. Fólk heldur oft, að
bækur, sem orðnar eru yfir 100 ára
gamlar, séu einhverjir fjársjóðir, en svo
er þó ekki í flestum tilfellum
Til dæmis eru guðsorðabækur frá
19. öld yfirleitt í lágu verði. Hins veg-
ar er það öruggt, að bók, sem prentuð
er á íslandi fyrir 1750, er verðmæt og
einnig nokkrar eftir þann tíma. Þess
má geta að íslenzkar bækur hafa al-
þjóðlegt gildi, og má selja þær á sama
eða hærra verði erlendis.“
„Hvernig er með verð á bókum hér
á landi ?“
„Það er alltof lágt. Ekki miðað við
krónutölu, heldur verðgildi. Þó láta
sumir íslendingar blekkjast af krónu-
tölunni og kaupa íslenzkar bækur hjá
fornbóksölum á hinum Norðurlöndun-
úm fyrir helmingi hærra verð en þær
seljast á hér.“
það algengt, að íslendingar kaupi
íslenzkar bækur og málverk erlendis?“
„Það á einkum við um málverkin.
Flestir helztu listmálarar hafa lært
í Danmörku. Kaupmannahöfn er ennþá
að mörgu leyti höfuðborg íslands. Við
höfum dartskt eldhús, danska siði og
venjur. Það, sem ekki er dankst hér er
amerískt.“
Ertgi málverkasafnarar
á Islandi
„En málverkasafnarar eru þeir marg-
ir hér?“
„Því er fljótsvarað. Það eru engir
málverkasafnarar á íslandi. Hér eru að-
eins einstaklingar, sem hafa gaman af
að eiga listaverk. Þeir eru náttúrulega
mismunandi vandfýsnir. Sumir kaupa
myndir á uppboðum, og selja þær síðan
aftur, til þess fá aðrar betri 1 staðinn.
Hér safnar enginn myndum eftir einn
málara sénstaklega.“
„Hvernig er með listmuni, svo sem
silfur og postulín ?“
„Fólk vill gjarna eignast bæði silfur
og postulín, en það safnar þvi ekki.
Erlendis safna menn þessum munum
eftir ákveðnum reglum, kaupa t.d.
vissa árganga eða merki frá einhverjum
verksmiðjum. Hér þekkist þetta ekki.
Nýlega seldi ég silfur á uppboði, en það
fór tæplega fyrir bræðsluverð. Unga
fólkið vill stál með tekksköptum. Silfur
þarf að fægja, og eiga verður skápa
undir það. Það þykir of mikið bjástur.
Verið getur, að hér sé einhver silfur-
safnari, en ég hef aldrei orðið var við
hann.“
„Hverjir kaupa nú aðallega lista-
verk ?“
„Það er skiljanlega mest efnaðri borg-
arar, en þó, leynast hér oft verðmæt
listaverk í húsum láglaunamanna. Hér
dreymir alla um að eignast listaverk.
Erlendis láta láglaunamenn sig aldrei
dreyma slika drauma. Ef þeir eru list-
hneigðir, fara þeir á söfnin á sunnu-
dögum.“
Kjarval dýrari en
Picasso
„Hvaða málverk eru helzt keypt?“
„Við íslendingar erurn ákaflega ríkir
af listum. Við erum að því leyti mjög
miklir ,,patríótar“, að vilja einungis
íslenzk listaverk, helzt landslagsmyndir
eftir 3 eða 4 menn. Ef hér kæmi á
úppboð málverk eftir Picasso og annað
jafnstórt eftir Kjarval, er ég nærri
viss um að Kjarvalsmyndin seldist á
hærra verði. Það gæti líka verið jafn-
gott listaverk — að mínu viti alveg
jafngott. Annars liggur það hreint ekki
Ijóst fyrir hvað sé list. Það verður hver
Og einn að dæma um sjálfur. Picasso
hefur alþjóðlegt gildi, Kjarval hefur
gildi hér. Kjarval er okkar Picasso, en
þessi Picasso, sem er í Frakklandi, hann
er Picasso alls heimsins."
„Hefur þú oft erlend málverk til
sölu á uppboðum?“
„Nei, sjaldan nokkuð verðmætt. Á sín
um tíma flutti ég hingað lista-
verk erlendis frá, en þau, sem voru veru
lega dýrmæt, eru löngu farin úr landi
aftur. Ég átti lengi teikningu eftir
Matisse hér á veggnum hjá
mér. Mig langaði til að eiga hana áfram,
en hafði ekki ráð á því og bauð hana
fyrir 9 þúsund krónur. Fólki fannst það
alltof dýrt svo, að ég sló ögn af henni
og frétti ég síðast af henni
á uppboði í Ameríku, þar sem hún var
seld fyrir álíka marga dollara og krón-
urnar, sem ég setti upp.“
Ævintýr um ævintýr
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
33. tölublað 1962