Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 15
Hér eru hinar 42 skeljategundir, sem fundust í sandbing Sementsverksmiðjunn ar í júlí 1960 (Admeta viridula), Randabokkur (Phil- Ibertia linearis), ígulker (Echinocyamus pusllus), Burstormur (ekkert latneskt heiti), Hvítstúfa (Cyliohna aliba). — Þær tegundir sem mest fannst af S sandinum voru Tígulskel, Frónpatti, og Kúfskel. En sandurinn er örugglega imyndaður að töluverðu leyti úr hrúð- xukörlum, þótt þeir hafi eigi fundizt i honum. — Um það er þó ekki hægt að full- yrða, hivort þessar tegundir eru aðal- uppistaða sandsins, þótt mest hafi fund- izt af þeim heillegum í honum. • Berst í sömu átt og öldugangurinn. — Fyrir áhrif hafrótsins, sem mylur ökeljarnar á botninum með möl og smá- steinum, sem þar eru einnig fyrir hendi, Iberst sandurinn í sömu átt og öldu- gangurinn, það er að segja inn fyrir mðbengishrygginn. Þar vex dýpið og (hemst upp í 40 metra eins og áður segir. Þá er dýpið orðið svo mikið, að öldugangsins gætir ekki á botninum, ró kemst á sandinn og hann sekkur til botns. — Þannig myndast að minum dómi (þetta skeljasandsbelti innan við mó- ibergshrygginn. Beltið fer hallandi eft- ir aðstæðunum, sem eru eðlilegastar á |>essu svæði. — Berist meira af skel inn á beltið, en þessum halla samsvarar, flyzt sand- urinn lengra inn, en mætir þá norður- straum í Flóanum ,sem er mjög sterk- ur á þessum slóðum, er tekinn með (honum og flyzt norður eftir, sennilega norður undir Snæfellsnes. — Sé hins vegar tekinn burt sand- ur úr sandbeltinu, þannig að þar mynd- ast lægð í 'hinum eðlilega halla sands- ins, hlýtur sú lægð að fyllast upp af nýmynduðum sandi í næstu hafrótum. • Búið að taka yfir Y< millj. rúmmetra. ( — Þetta er að vísu tilgáta, sem þó 33. tölublað 1962 --------------------- styðst við nokkra reynslu, þar sem búið er að taka úr Flóanum yfir Vz milljón rúmmetra af sandi, ævinlega á sömu stöðum. Hefur ekki ennþá orðið vart við breytingar á botninum. — En sé þvi svo farið, sem hér var sagt, er þessi sandnáma í Flóanum ó- takmörkuð, enda sé ekki tekið meira en nýmynduninni nemur. — Hvað nýmyndunin er mikil er ó- mögulegt að dæma um á þessu stigi. • Birgðir í 2 aldir. — Eins og gefur að skilja má ekki treysta tilgátum sem þessum við mikla mannvirkjagerð eins og Sementsverk- smiðjuna, sem byggir tilveru sína að mestu leyti á nægu sandmagni til fram- leiðslunnar. — Þess vegna var sandmagnið á þess- um stöðum mælt áður en hafizt var handa um framkvæmdir. Það var gert sumarið 1950. — Reyndist þykkt sandlagsins vera mest 4 metrar, en víða miklu minna, aðeins hjóm á botninum. — A 10 ferkilómetra svæði reyndist nýtanlegt sandmagn vera nægilegt fyr- ir venksmiðjuna á Akranesi, eins og hún nú er, í tvær aldir. Þá er ekki reiknað með neinni viðbót af nýmyndun sands. • Fiskgengd ekki minni. — Þegar til tals kom að nota skelja- sand úr Faxaflóa til framLeiðslu sem- ents hér á landi höfðu ýmsir áhyggjur af því, að sandnám í Flóanum myndi spilla fiskgengd þar. Voru gerðar sam- þykktir víða um land, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að láta ekki til slíks sandnáms koma, m.a. gerði Fiskiþing ályktun í þessa átt. — Einkum var að því vikið, að sand- síli myndi hverfa af þessum slóðum og þá jafnframt fiskigöngur í Fióann. Reynslan hefur orðið allt önnur. — Fiskigengd hefur ekki minnkað í Flóann vegna dælinga, sem þar hafa vetrið framkvæmdar um margra ára skeið. — Og víst er um það, að ekki fiskast siður á þeim slóðum en annars staðar, jafnvel betur. Sækjast margir eftir þvi, að leita fisks, þar sem dælt hefur verið. — Sem betur fer hafa engin spjöll orðið í Faxaflóa fyrir áhrif sanddæi- inganna, sagði dr. Jón Vestdal að lok- um. Björn Jóhannsson Þarna er stóri skeljasandsbingurinn við Sementsverksmiðjna á Akranesi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.