Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 14
-tíafið þér nokkru sinni velt fyr-
ir yður, hvernig skeljasandur verður
til og hvernig hann er samsettur? —
Morgunblaðið hefur snúið sér til dr.
Jóns Vestdals, forstjóra Sementsverk-
smiðju ríkisins, og aflað upplýsinga hjá
honum um skeljarnar, sem mynda sand-
inn, sem verksmiðjan notar.
Dr. Jón varð góðfúslega við mála-
leitan blaðsins og honum fórust svo
orð:
— Tilvera Sementsvffrksmiðju ríkis-
ins byggist að miklu leyti á skeljasand-
Framhald af bls. 13
þeir víðtaeku embætti, sem hefur mikil-
væg og gagnleg áhrif á megin þorra
mannanna.
Þessi heimsókn er því hátíðleg og um
leið þægileg og dýrmæt.
Hún fer fram tveimur dögum eftir
pílagrímsferð páfans til tveggja heims-
frægra helgistaða. Þessari ferð var fagn-
að af almenningi með hrifningu. Þegar
vér fórum um hinar brosandi sveitir
í Latíum, Umbríu og Ancona-héruðum
hvörfluðu að oss þessi orð heilagrar ritn-
ingar: „Miskunnin og sannleikurinn
hafa mætzt“ og „réttvísin og friður-
inn hafa kysstst.“
Mjög göfugt er hlutverk dómsmála-
ráðherranna; svo háleitt, að menn gætu
álitið það svipað prestsstarfi. Víst eiga
menn að fást við efnisleg mál. En með
því að vera hverjum einstaklingi og
öllu manniélaginu til góðs, gjöra þau
inum úr Faxaflóa. Ekki svo að skilja,
að hvergi annars staðar sé til skelja-
sandur hér við land. Hann ex til á ýms-
um fjörðum Vestfjarða, við Snæfells-
nes, Garðskaga og víðar. En hagkvæm-
ast er að nota skeljasandinn úr Faxa-
flóa.
— Af honum eru notaðir um 140
þúsund rúmmetra á ári til framleiðslu
á 100 þúsund tonnum af sementi, en það
er afkastageta verksmiðjunnar.
• Hafrótið mylur skelina.
— Sandurinn 1 Faxaflóa. sem notaður
oss færa um að skilja betur langtum
mikilvægari þarfir, svo sem þjóðfélags-
skipun í Evrópu og öllum heimi. Þessi
skipun eflir samvizkusemi og er öll-
um ómetanlega í hag, svo framarlega
sem menn vilja Guð og lögin.
Hinn heilagi Faðir þakkar því næst
þeim, sem hafa setið fundinn, fyrir það,
að þeir hafa verið svo hugulsamir að
heimsækja hann, og bendir enn einu
sinni á, að þessi heimsókn féll saman
við pílagrímsferðina. Á ferðalagi sínu
hefur hann tekið eftir miklu göfuglyndi
í öllum stéttum. Og þá hugsa menn
að sjálfsögðu um starf dómsmálaráð-
herranna. í raun og veru er þjóð, sem
fylgir Ijósinu að ofan merkilega hæf til
þess að skilja, meta og þiggja allt, sem
kemur frá heilbrigðri skynsemi og hjarta
þeirra, sem fara með dómsmál; og þvi
fremur, sem þeir vaka ekki aðeins yfir
velmegun landa sinna, heldur einnig
yfir velmegun allra sameinaðra þjóð«
í heild.
er til sementsframleiðslunnar, liggur á
frekar mjóu belti innan við svonefnt
Syðra-Hraun, ca. 10 sjómílur suð-vest-
ur af Akranesi. Dýpið þarna er 30—40
metrar. Utan við þetta belti er dýpi
miklu minna, allt niður í 20 metra.
— Þetta svonefnda Syðm-Hraun er
móbergsklettur eða móbergshryggur. Á
honum er mikill skeljagróður. í vestan
og suð-vestan áttinni, þegar veður eru
mikil, brýtur á hryggnum. Hreyfingin
getur þá orðið svo mikil á botninum,
að skeljasandurinn berst upp á þilfar
Páfinn óskar þess innilega, að þetta
starf megi gefa góða von, af því það
styðst við þekkingu og ást á Guði og
er framkvæmt í friði og í gleði, sem
þvi er samfara."
Að ræðunni lokinni stóð páfi á fæt-
ur og heilsaði upp á ráðherrana.
Hann heilsaði dómsmálaráðherrum
Norðurlanda stuttlega og talaði Idtið
sem ekkert við fulltrúa Bretlands. Mér
datt í hug, hvort hann með þessu hátta-
lagi vildi láta í ljós áhugaleysi sitt á
fulltrúum mótmælendaþjóða. Þó virðist
það heldur ólíklegt, þegar jafnhispurs-
laus og geðugur maður á í hlut.
Italíuævintýrinu var lokið. Langt
í norðri beið okkar land, sem fáir ítalir
hafa heyrt talað um og ennþá færri
þekkja. Ávallt biður okkar ný reynsla,
ef ekki á Ítalíu þá heima á íslandi.
Þegar þangað kæmi mundi upphefjast
ný barátta við víxla og skattheimtu-
menn. Sú barátta er eina ævintýrið,
sem aldrei tekur enda.
skipanna.
— Að vísu hef ég aldrei sjálfur orð-
ið slíks var. en sjómenn, sem togað
hafa á þessum slóðum, segjast hafa orð-
ið varir við það.
— Af þessu hafróti molnar skelin,
sem á klettinum vex. Hún er dauð og
laus við botninn og myndast úr henni
misjafnlega fíngerður sandur. Víst er
um það, að sá sandur, sem er á minnstu
dýpi og næstur hrauninu. er miklu
grófgerðari en sá, sem kominn er á
meira dýpi.
— Að mínum dómi myndast skelja-
sandurinn á þessum slóðum með þessum
hætti. Að vísu ályktar okkar ágæti fiski-
fræðingur Bjarni Sæmundsson, að skelja
sandurinn á Vestfjörðum verði til úr
skeljum fyrir tilverknað steinbíitsins,
Hann mylji skeljarnar. Vel má vera
að svo sé með Vestfjarðasandinn. Að-
stæðum þar er ég ekki kunnugur, en
varla trúi ég því, að sandurinn í Faxa-
flóa myndist með þeim hætti.
• 42 gTeinanlegar tegundir.
— Skeljasandurinn á hrauninu er
mikill, vöxtur skeljanna ör og gróður-
inn fjölskrúðugur. Úr sandnámi verk-
smiðjunnóir á þessum slóðum hafa fund-
izt 42 greinanlegar tegundir.
— Ungur piltur. Páll Einarsson, sem
gat sér góðan orðstír í spurningaþætti
útvarpsins fyrir nokkru, hefur fundið
þessar tegundir og greint þær.
— Tegundirnar eru að sjálfsögðu mis-
jafnlega þýðingarmiklar fyrir sand-
myndunina. Ýmsir erfiðleikar eru að
greina úr hvaða tegund hvert sand-
korn er myndað og hefur það ekki
verið gert mér vitanlega.
— Þær 42 tegundir sem nefndar voru
fundust í skeljasandsbing Sementsverk-
smiðjunnar á Akranesi í júlí 1960, heil-
ar eða heillegar.
— Þær eru þessar ( sbr. mynd, tal-
ið frá vinstri): Trönusystir (Leda min-
uta), Auðnuskel (Crenella decussata),
Öðuskel (modiola modiolus), Hörpu-
ðiskur (Pecten islandicus), Gluggaskel
(Anomia squamula), Njarðarskál (Ano-
mia patelliformis), Gimburskel (Ast-
arte borealis), Lambaskel (Astarte mont
agui), Kúfskel (Cyprina islandica),
Pétursskel (Cardium fasciatum), Lofn-
arskel (Dosinia lincta), Freyjuskel
(Venus ovata), Tígulskel (Spisula sol-
ida), Stúfmeyla (Psammobia ferroens-
is), Gljámeyla (Psammobia tellinella),
Ýsuskel (Abra prismatica), Hallloka
(Macoma calcaria), Rataskel (Saxicava
arctica), Hvítsnekkja (Thracia papyra-
cea), Baugasilfri (Margarites groen-
landica), Fédugga (Gibbula tumida),
Þarahetta (Helcion pellucidum), Þara-
strútur (Lacuna divaricata), Bauga-
snotra (Onoba aculeus), Kjölstrýta
(Odostomia unidentata), Barðakati
(Trichotropis borealis),Vængbarði (Ap-
jorrtiaís pes-p»eleoani),Frónpatti (Am-
auropsis islandica), Stjörnupoppa (Luna
tia nitida), Beltispoppa (Lunatia monta-
gui), Dvergpoppa (Lunatia nana),
Hornkúfa (Velutina velutina), Kamb-
dofri (Trophonopsis clathratus),
Gáradofri (Trophonoopsis trun-
catus), Nákuðungur (Nucella laprllus),
Beitukóngur (Buccinum undatum),
Brimgagar (Nassa incrassate), Bauti
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
33. tölublað 1962 '