Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 17
fýsti að finna. Og eins og Játningar gefa tii kynna, voru kenningar Manikea, þótt hann væri í rauninni fallinn frá þeim, hindrun á leið hans til andlegra skilnings á guðdóminum og jákvæðari afstöðu til kjrkjunnar. Menntun Ágústínusar var undirbún- ingur undir málfærslustörf og kennslu. Hann gegnir kennaraembætti á vegum Mílanóborgar, þegar hin fullu þáttaskil verða í lífi hans. Þegar hann hafði gert sér ljóst til hlítar, að hann hlaut að hafna kenningu Manikea, aðhylltist hann um hríð heimspekilega efunar- stefnu. En í Mílanó (Melansborg eins og hún er nefnd í fornum ritum íslenzkum) komst hann í kynni við kristna boðun og kristnilíf, sem vakti honum nýjan áhuga á kirkjunni. Leiðtogi kirkjunnar þar í borg, Ambrósíus biskup, var einn mesti kennimaður allra tíma. Kynni þeirra Ágústínusar virðast að visu ekki hafa orðið náin. Ágústínus hefur ekki framtak eða einurð til þess að leita á fund hins dáða skörungs og bera vand- kvæði sín upp við hann. En hann hlýðir oft prédikunum biskups og þær varpa nýju ljósi á Ritninguna. * á gerist það og, að Ágústínus kynnist nýplatónskunni svonefndu. Höf- undur hennar var Plotínos (d. 370), egypzkur maður að uppruna, en starfaði lengi í Rómaborg. Hann reit á grísku, en rit hans höfðu verið þýdd á latínu. Hjá _ þessum heiðna, göfuga spekingi fann Ágústínus loks einhvern forsmekk þeirrar vizku, sem Ciceró hafði forðum vakið hann til umhugsunar um. Þax fann hann lausn á ýmsum þeim vandamálum hugsunarinnar, sem hann hafði glímt við. •Hann kynntist guðshugmynd, sem var andlegri og háleitari en guðdómur Manikea og jafnframt virtist honum hún Vera skyldari guðsmynd kristinna .tnanna. Og einlægni, alvara og stillt.ur eldmóður höfundar, þegar hann hvetur til þess að snúa huga frá hinu lága, jarðneska, hverfula og beina sálu sinni til heimkynna eilífrar fegurðar og góð- ieiks, náði djúpum tökum á honum. Þessi heimspeki hjálpaði hugsun hans áleiðis og brýndi hann til breyttrar lífs- stefnu. Síðar sá hann betur, að margt í henni samrýmdist ekki kristinni trú, svo sem hið gagngert neikvæða viðhorf til líkamans og jaxðlífsins. Og hann fann ekki í henni orkuna til hins mikla átaks, ekki þann styrk fyrir viljann, ekki þá iguðlegu hjálp, sem hann leitaði að. Kristur var þar ekki. Hann hafði alltaf grunað, að perlan dýra hlyti að vera þess verð, að öllu væri til þess kostað að finna hana og höndla. Og loks var hann kominn í þau spor, að hann varð að velja milli hennar og alls annars. Vér kunnum að líta öðr- um augum en hann á þá kosti, sem hann taldi sér óhjákvæmilegt að gangast und- ir til þess að komast í mark. Um það verður þó hans samvizka að hafa úr- slitaatkvæðið. Vér skiljum þar við hann í þessari bók, að hann hefur náð mark- inu, hann hefur fundið Krist, sálu sinni tausn og frið. Og hann segir við lesand- ann: Leið þín má vera önnur en mín, en markið er hið sama. Agústínus er ferðbúinn heim til Afríku, þegar hann lýkur níundu bók Játninga. Þar með er lokið eiginlegum æviminningum hans og er þar því stað- er numið í þessari útgáfu. En alls eru bækur Játninga þrettán. Þær fjórar bæk- ur, sem eftir eru, fjalla um sálfræðileg, heimspekileg og guðfræðileg efni, sem eru í fyrirrúmi í huga höfundar, þegar hann ritar minningar sínar. Sakir þess, að þessar fjórar síðustu bækur hafa ekki beinlínis ævisöguefni að geyma og eru mokkuð þungar fyrir flesta lesendur, er þeim sleppt í mörgum útgáfum Játninga, og svo er gert hér. Þegar Ágústínus hverfur aftur til heimalands síns er hann ráðinn í því flóttamenn úr öllum áttum. Hinn aldr- aði biskup varði síðustu kröftum sínum til þess að tala kjark í borgarbúa og hjálpa nauðstöddum. Hann vildi ekki hverfa frá hjörð sinni, þótt undankomu væri auðið. Borgin féll eftir umsátur á annað ár. Þá var Ágústínus látinn. Hann tók banasótt meðan á umsátrinu stóð, og lézt 28. ágúst 430. Ágústínus vígður til biskups. Málverk frá 15. öld eftir Jaime Huguet. að helga sig þaðan af umhugsun um guðleg efni og ritstörfum. Hann átti nokkrar eignir heima fyrir. Þær seldi hann og gaf andvirðið fátækum og kirkjunni, en hélt eftir litlu húsi með garði í útjaðri Tagaste. Þar bjó hann um sig með syni sínum, Adeódatusi, og nokkrum vinum. I daglegri morgunbæn sinni bað hann þess að mega dveljast á þessum friðarstað, unz hann væri kall- aður til hins eilífa friðar. Sú bæn var ekki veitt. Fyrirmaður nokkur í bænum Hippo (nú Bone) hugð- ist taka kristna trú, og gerði Ágústínusi orð um að finna sig. Hann fór, og með- an hann dvaldist í bænum, óþekktur öllum í sjón að hann taldi, gekk hann eitt sinn í kirkju og hlýddi messu. En svo vildi til, að biskupinn í Hippo, sem var aldraður maður, grískur að ætterni og lítt mælandi á latínu, flutti það erindi í messunni, að sig vantaði aðstoðarmann, er væri sér færari til prédikunarstarfs og kirkjustjórnar. í miðri ræðu hans var allt í einu lostið upp hrópi í kirkjunni og kallað nafn Ágústínusar, og skipti það engum togum, að söfnuðurinn krafðist þess einum munni, að hann gerðist prest- ur þeirra. Ágústínus baðst mjög undan, en það kom fyrir ekki. Og fyrir bænar- stað biskups lét hann til leiðast, en áskildi sér nokkurn frest til undirbún- ings. Meginþungi hins kirkjulega starfs í Hippó hlóðist þegar á hann. Oig 395 varð hann biskup. Hann hélt sömu háttum og hann hafði upp tekið. Félagar hans fluttust með honum til Hippo. Bjuggu þeir með hon- um og prestum hans í húsi, sem látið var honum til afnota í grennd dómkirkjunn- ar. Síðan bættust aðrir í hópinn og gengust undir þá reglu, sem Ágústínus setti þessu samlífi. Skyldu þeir gefa fátækum eða kirkjunni eigur sínar, ef einhverjar voru, vera ókvæntir, lifa í fátækt og sjálfsafneitun og auðmýkt fyr- ir Guði og mönnum. Ágústínus er biskup í 35 ár. Þess var skammt að bíða, að kirkjan í allri Norð- ur-Afríku færi að líta á hann sem sjálf- sagðan leiðtoga sinn. Og brátt varð hann kunnur um alla kristni sakir lærdóms, einurðar og andagiftar. Hann gerist í ræðu og riti helzti baráttumaður kirkj- unnar, einbeittur, hvass og harðskeyttur verjandi hennar gegn andstæðingum, árvakur og óvæginn ádeilumaður á ann- arlegar skoðanir og háttsemi innan henn- ar. Ritlingar hans, smærri og stærri, nema hundi'uðum, auk prédikana, en þær eru fimm hundruð, sem varðveitzt hafa, og fjölda bréfa. Þrátt fyrir geysi- lega margþætt störf, sem beinlínis fylgdu embætti hans, vannst honum tími til slíkra ritstarfa, og meðal verka hans eru rit, sem alltaf verða talin til stór- virkjanna á sviði guðfræðinnar og heirn- spekinnar. Játningar samdi hann hálffimmtugur að aldri, og eru þær sú bók hans, sem hefur notið almennastrar hylli. Við lest- ur þeirra ber að hafa í huga, að þær eru viðtal við Guð, bæn. Játning, con- fessio, felur í sér það tvennt í senn að játa fyrir Guði og játast honum í lof- gjörð og tilbeiðslu. „Þekkja vil ég þig, sem þekkir mig, þekkja, eins og ég er sjálfur þekktur“, segir hann í upphafi X. bókar. Hann vill reyna að skilja sjálfan sig, en til þess að það geti orðið, verður ha.nn að sjá sjálfan sig í ljósi skapara síns, skoða sig með hans augum. Það mat, sem hann leggur á líf sitt, er sá dómur heilagleik- ans, sem hann hefur lifað, og er gegn- lýstur af þeirri undursamlegu trúfesti og náð, sem hann hefur þreifað á. Hann skrifar ekki fyrir þá, sem eru „fíknir í að forvitnast um líf annarra, en tregir að leiðrétta sitt eigið“ (X,. III.). En hann veit, að þær rúnir, sem fólgnar eru í veru og lífi hans, eru þær sömu og aðrir menn búa yfir. Þeir geyma allir sama leyndarmál, cor inquietum, órótt hjarta, fangið, fjötrað, vegavillt. Þeir eiga allir eina von, sama máttuga, misk- unnsama Guð. x».gústínus lifir það, að Rómaborg er unnin af Vestgotum síðsumars árið 410, rænd og brennd. Tuttugu árum síð- ar flæða Vandalar yfir Norður-Afríku. Hippo var vel víggirt. Þangað streymdu Þessir atburðir marka aldaskil. Róm- verska heimsveldið er limað sundur, all- ur vestari hluti þess fallinn í hendur lítt siðuðum, germönskum herkonungum, byggðir eyddar og borgir í rústum. Hið grísk-rómverska menningartímabil, forn- öldin, er á enda runnið. Miðaldir eru að hefjast. Ágústínus er á mærum beggja tímabila. Hann er arfþegi fornaldar, síð- asta andans stórmenni hins forna heims, honum er það framar að þakka en nokkr- um einum manni öðrum, að menningar- arfur fyrri alda varð sameign Evrópu síðar. Hann er fyrirboði miðalda, fyrsta mikilmenni þess aldaskeiðs, og mótar viðhorf þess í grundvallandi meginefn- um. Hann hefur líka verið nefndur fyrsti nútímamaðurinn. Hvort sem leitað er um samanburð til þeirra, sem að baki hans eru á aldamærum, eða hinna, sem á eftir komu, ber hann yfir flesta. Meðal spek- inga fornaldár skipar hann sæti við hlið Platóns og Aristóteless. Og furðu margt. af því, sem sætt hefur nýjungum í síð- ari alda heimspeki, hafði hann hugsað áður eða verið í námunda við. Hann er meðal höfuðkennifeðra rómversku kirkj- unnar, og Lúther er lærisveinn hans. Og sálfræðilegt djúpsæi hans hefur fyrst orðið bert til hlítar í ljósi nýjustu sál- fræðivísinda. Agústínus hugleiðir helga texta. Málverk eftir Sandro Botticelli frá 1480. 33. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ff

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.