Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 7
SANNLEIKURINN
UM SÉRA ÞÓRÐ
f REYKJADAL
ÆVIATRIÐI ÞÓRÐAR:
Fæddur 1688.
Tekinn í Skálholtsskóla 1710.
Stúdent 1718.
Veiting fyrir Reykjadal 1724.
Skráður í stúdentatölu við háskól-
ann 1726.
Konungleg veiting fyrir Reykja-
dal 1728, vígður s. á.
Dæmdur frá embætti 1729.
Sýknaður í hæstarétti 1735.
Sagði af sér prestskap 1758
Fer til Kaupmannahafnar 1758.
Vísað heim til íslands 1762.
Dáinn í Skálholti 1776.
FJÓÐSAGNIR OG SAGNFRÆÐI.
Séxa Þórður Jónsson, prestur í Reykja
dal, er fyrir lifandi löngu orðinn þjóð-
sagnapersóna. Þessi fyndni, léttlyndi og
skringilegi karl hefir létt mörgum
manni í skapi. Um hann hafa verið skrif-
aðir margir sagnaþættir og hann hefir
skipað heiðurssess í íslenzikum þjóðsög-
um. En jafnan er hætt við, að ímynd-
unarafl alþýðu spinni sína þræði, hvort
heldur gylta eða svarta, utan um slíkan
mann, svo erfitt verður að grilla gegn
um alla vafningana.
Einn er sá maður, sem gert hefir séra
Þórði full skil og rétt, það er dr. Hannes
heitinn Þorsteinsson. Hann rannsakaði
beimildir um ævi meir en 2000 skóla-
genginna manna, sem hér á landi höfðu
lifað um meir en 400 ára skeið, alit
fram til aldamóta 1800, og farið eftir
reglunni: Engu þínu minnsta barni
gleyma. Þessarar reglu varð Þórður líka
aðnjótandi hjá Hannesi, sem dró saman,
í eitt skifti fyrir öll, allar þær samtíða-
heimildir, sem til eru um séra Þórð, líf
hans og störf og allt hans veraldarvafst-
ur. Þessi æviskrá er hvorki meira né
minna en 67 þéttskrifaðar síður, og kem-
ur í ljós við lestur hennar, að þráðurinn
í sögum um séra Þórð er í meginatrið-
um sannur, þó þurfa þær sinna skýringa
og leiðréttinga við.
JÓN BISKUP ÁRNASON (1722—1743).
Sá maður, sem mest kemur við sögu
séra Þórðar í Reykjadal á fyrri embætt-
isárum hans, er svo sem að líkum lætur,
biskupinn í Skálholti. Jón Árnason var
í ýmsan hátt maður stórbrotinn, en
nokkuð langrækinn og þykkjuþungur.
Það mátti með sanni segja, að í honum
var bæði „gull og grjót“. Hann þjónaði,
með hinni mestu raggsemi, alla sína
embættistíð, bæði Guði og Mammoni.
Með þeim þverbrestum, sem voru í
skapgerð Þórðar, gat hann vart hlotið
óheppilegri húsbónda. — Jón biskup
Helgason, sem var ekkert blávatn í sögu
guðskristni hér á landi, hafði vægast
sagt litlar mætur á þessum nafna sínum
og fyrirrennara, og undir hans álit hefði
Þórður í Reykjadal glaður skrifað.
Það verður aldrei af Jóni biskupi
Árnasyni skafið, að hann var nokkuð
harðlyndur. Hefir það einikenni eflaust
verið arfur frá föður hans, séra Árna
Loptssyni, presti í Dýrafjarðarþingum
oig víðar. Hann átti síður en svo vin-
sældum að fagna meðal sinna sóknar-
barna, en var nógu hygginn að færa sig
jafnan um set og skifta um prestakall,
þegar hann fann að hann var farinn að
sitja á of heitum glóðum. — Jón biskup
Árnason lét það verða eitt sitt
fyrsta embætisverk, að víkja presti
úr embætti, náfrænda sínum, og
sló þá óhug á marga. Og það
urðu fleiri kirkjunnar þjónar, sem
fengu að fjúka sömu leiðina, aldrei
þó að ósekju. Beitti biskup á þessum af-
setningarmálum meiri hörku en um-
burðarlyndi, í langflestum tilfellum var
tilefnið drykkjuskaparóregla. Verzlun
með áfengi og tóbak hafði löngum verið
kaupmönnum mi-kil féþúfa, og drykkju-
skaparlösturinn var almennur hjá þess-
ari þjóð. Gerði biskup allt, sem í hans
valdi stóð, að efla hófsemi hjá presta-
stéttinni, og við stjórnarvöldin kom
hann tillögum á framfæri um al-
gert aðflutningsbann á áfenigi og
tóbaki, end-a þótt þær tilra-unir
væru fyrirfram dæmdar, eins
og aldarandinn var og hagsmunir hinna
dönsku einokunarkaupmanna.
Einn smælingi var það þó, sem hélt
hlut sínurn, nær heilum, fyrir þessum
yfirmanni kirkjunnar, í þeirra 20 ára
stríði, það var Þórður í Reykjadal.
^ Margt var þó stórvel um Jón biskup
Árnason. Hann var maður stjórnsamur,
eins og fyrr segir, mikill menntafrömuð-
ur, bæði um menntun æðri og lægri,
traustur og mikill kennari, enda þótt
hann notaði undantekningarlítið hnef-
ana sem kennslutæki, að þeirrar tíðar
sið. Hann gaf stórgjafir fátækum kirkj-
um og kom fátækum unglingum til
mennta, á eigin kostnað, og gerði þá
vel út. —
FUHRMANN AMTMAÐUR.
Niels Fuhrmiann, hinn dan-ski amtmað
ur, kom líka allmikið við sögu Þórðar
og var hans skjól og skjöldur, meðan
hans naut við. Hann var glæsilegur
maður, hálærður, gestrisinn og lítillát-
ur. Hann gat verið nokkuð stór í skörð-
um, þegar við höfðingja var að etja,
en lítilmagnanum var hann jafnan góð-
ur. Nokkur átök urðu milli hans og Jóns
biskups, m.a. vegna þess, hvað mörkin
milli valda biskups og amtmanns voru
óljós. Komið gat fyrir, að þeir hvor
um sig, veittu sinn hvorum manni eitt
og sam-a brauðið, svo allt rak si-g á
annars horn. Úr þessu ófremdarástandi
var ekki bæt-t, fyrr en með konungs-
bréfum 1735—1740, en þá var Fuhrmann
amtmaður kominn undir græna torfu.
Þó verður það Jóni biskupi æ til
sóma, að þegar fjandmenn Fuhrmanns
komu því til leiðar, að biskup var skip-
aður í dómnefndina, amtmanni til höf-
uðs, í því sorglega máli, sem Fuhrmann
lenti í, út af dauða stúlkunnar Appoll-
óníu Sehwartzkopf, sýndi biskup si-g í
þeirri réttsýni að dæma amtmanni í
vil, og með réttu, eftir öllum sólarmerkj
um að dæma, enda var amtmaður síðar
sýknaður í hæstarétti af allri morð-
ákæru.
Hvort sem Árnesingum líkar betur
eða verr, verður Þórður í Reykjadal að
teljast af þeirra sauðahúsi. Hann var
fæddur í Laugardalshólum, tveim árum
fyrir aldamótin 1700, sonur Jóns Jóns-
sonar, lögréttumanns þar. Hann kom
ungur í Skálholtsskóla og lauk þar námi
um tvítugsaldur. Hann hneggjaði því við
stal-1 með öllum tygjum, þegar Jón
Árnason var seztur á biskupsstól í Skál-
holti. Þóður hefir þó f-undið a-f sínu
hyggjuviti, að hyggilegast væri að halda
sér í hæfilegri fjarlægð frá biskupi, en
leita í þess stað halds og trausts hjá
Fuhrmanni amtmanni, sem árið 1724,
veitti honum, upp á sitt eindæmi,
Reykjadalsprestakall í Árnessprófasts-
dæmi. En hér var aðeins hálfur sigur
unninn, vígsluna vantaði og hana varð
hann að sækja til biskups. Jón biskup
áiei-t hins vegar, að Þórður vœri síður
en svo vaxinn til kirkjulegrar þjónustu,
að þangað ætti hann nokkurt erindi.
Þegar Þórður sótti um vígslu, gerði
biskup þá kröfu, að hann legði fram
vottorð frá sínum sóknarpresti, sem var
séra Ólafur Jónsson í Miðdal, um kristi-
lega h-egðun og skikkanlegt líferni. En
hér var undir högg að sækja, því þeim
Þórði og séra Ólafi hafði áður lent
saman í illdeilu, og Þórður stefnt sín-
um sálusorgara fyrir hnefarétt, í bað-
stofunni í Miðd-al, barið hann þar og
hárreitt, og það á sjálfan Páimasunnu-
dag. Urðu út af þessu hinar m.estu mála-
flækjur. Séra Ólafur var annar galla-
gripurinn frá; fókk biskup sig einnig
fulisaddan á honum að lokum og varð
tvívegis að víkja honum frá emfoætti.
Bkki vantaði það, að Þórður fengi sinn
vitnisburð hjá presti, en í honum voru
svæsnari meiðyrði, en svo, aC pmrtwi
gæti staðið við. Höfðaði Þórður því mU
gegn honum fyrir prestastefnu. Var séra
Ólafur sekur fundinn, gert að greiða
sekt og eitt hundrað í miskafoætur til
Þórðar. En eftir þessum vitnisburði neit
aði biskup, samt sem áður, um vígsluna.
Fuhrmann amtmaður gekk í málið, en
ekkert stoðaði.
Þórður venti sínu kvæði í kross, reið
heim að Miðdal að finna sinn sóknar-
prest, sættist við hann fullum sá-ttum
og mútaði honum með eftirgjöf á hundr-
aðssektinni til þess að gefa sér annan
vitnisburð og betri. Á prestastefnu á
alþingi árið eftir endurnýjaði Þórður
beiðni sína um vígslu og lagði fram
mikla_ lofgerðarrollu um sjálfan sig frá
séra Ólafi. Biskupi þótti þetta skjót og
ótrúleg sinnaskipti og sat við sinn keip.
Veiti hann síðan öðrum Reykjadal,
þvert ofan í veitingu Fuhrmanns.
ÞÓRÐUR KÆRIR FYRIR KÓNGI OG
SIGLIR.
Þórður var aldrei á því að gefast upp.
Hann hefir áreiðanlega ráðgast við vernd
ara sinn, Fuhrmann amtmann. Kærði
hann málið fyrir sínum hásæla kóngi,
og til þess að fylgja málinu betur eftir,
sigldi hann til Kaupmannahafnar. En
þegar hvorki gekk né ra-k um erindi
hans, tók hann hið mesta heillaráð ævi
sinnar; hann lét innrita sig í guðfræði-
deild háskólans.
Jón biskup skrifaði amtmanni þétt-
ingsbréf og brá honum um ótilhlýðileg-
an framdrátt með Þórði, amtmaður svar
aði og smaug eins og áll úr höndum
biskups.
Þórður lifði tvö næ-stu ár á Garðstyrk
og því, sem góðir menn skutu að hon-
um. Námið gekk honum vel, því hvað
sem sagt verður um skilning hans,
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7
33. tolublað 1962