Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 22
a/varandi kunningsskapur með dreng-
num og gimbrinni og nú var hann far-
inn að telja dagana þar til hann sæi
hana Móru sína aftur. Hann þóttist þess
fullvís að Móra mundi þekkja hann
aftur, hann hafði gefið henni pelann og
snúizt kringum hana þegar hún skjögr-
aði um þessum litlu fótum sínum í
hlaðvarpanum og hún hafði elt hann
hvert sem hann fór. Hann hafði saknað
hennar mikið þegar hún var rekin á
fjall og búið að venja undir, og.
Hann hafði meira að segja komizt yf-
ir kökubita úr búri húsfreyju sem hann
ætlaði að gæða Móru á, brauð og kök-
ur þótti henni hið mesta hnossgæti hér
áður fyrr, Hann hafði falið kökuna vand
lega inn í vasaklút og sett undir koddann
sinn svo enginn vissi. Hann mundi enn-
þá lyktina af henni Móru sinni og var
stundum aö rifja upp fyrir sér hlýjuna
úr hrokkuu skinninu og augnaráðið,
fullt af trúnaðartrausti.
Það var mikill viðbúnaður í Holti.
Bræðurnir höfðu allir farið í göngur
nema sá elzti. Heimilisfólkið átti flest
að fara með honum þegar von var
á safninu. Það var ekki fyrr en að
morgni réttardagsins að drengnum varð
Ijóst að hann átti að sitja heima.
— Þú verður að hugsa um beljurnar
fyrir þá gömlu, sagði elzti bróðirinn og
var í óðaönn að búa sig, þú verður að
snúast fyrir gömlu konuna það sem hún
segir þér. Og svo geturðu farið í haug-
inn þess á milli. Þetta hefur ekkert geng
ið hjá þér 1 sumar.
Drengurinn svaraði engu. Hann hefði
engu getað svarað jafnvel þótt hann
hefði haft orð á takteinum.
Hann anznði engu þegar hann heyrði
gömlu konuna kalla á hann drjúgri stund
síðar. Hann læddist inn í bæinn, upp
á loft og inn í skonsuna þar sem Erla
hélt til. Hveitilímið stóð ennþá á borð-
inu. Full krukka af hveitilími. Hann
hámaði í sig hverja skeiðina á fætur
annarri unz krukkan var tóm.
Gamla konan stóð í eldhúsdyrunum.
— Hvaða slugs er á þér drengur?
Komdu og láttu eitthvað í þig áður en
þú víkur beljunum upp á brún.
Fólkið var flest samankomið í eldhús-
inu að fá sér hressingu áður lagt yrði
af stað. Það var langur spölur inn í rétt
og það ríkti óvenjuleg glaðværð í eld-
húsinu, þesskonar glaðværð, sem fylgir
fólki, sem er að leggja af stað í ferða-
lag. Kaupakonan hafði lokið við að laga
til hárið á Erlu og jafnvel elzti sonur-
inn fór ekki varhluta af hinni hófsömu
kæti og eftirvæntingunni.
— Það held ég piltunum fari að lítast
á hana Erlu, sagði hann og ropaði stór-
an.
Enginn veitti drengnum athygli þegar
hann smeygði sér í sæti sitt og sötraði
kaffiblandið. Hann var ekki enn farinn
að finna til neinna óþæginda innan um
sig, en hve» taug var þanin. Hann beið
þess sem verða vildi og yfir hann var
komin einhver kynleg ró sem hann kann
aðist ekki við. Aldrei fyrr hafði þetta
eldhús staðið honum jafn skýrt fyrir
hugskotssjónum, það var eins og hvert
smáatriði stækkaði og skýrðist og hann
sæji það nú allt í fyrsta sinn. Gamla
kolaeldavélin, eldiviðarkassinn og striga
druslan handa kettinum undir vélinni,
baklausir stólarnir og bekkurinn upp við
vegginn, sykurkarið og kaffikannan,
strokkurinn við búrdyrnar og hnífapör-
in, einn gaffallinn merktur Skipaútgerð
ríkisins.
Hann hafði ekki lengi setið þegar hann
fór að finna til lítilsháttar ónota í mag-
anum. Hann greip í borðröndina og bar
hina höndina upp að enninu, hann var.
orðinn dálítið sveittur. Fyrir eyrum hans
hljómuðu orð Kristjáns: Það límast sam
an í þér garnirnar og þú drepst.
— Hvað er að sjá þig drengur, þú ert
náfölur eins og draugur upp úr öðrum
draug!
Drengurinn kom til sjálfs sín. Og jafn
framt snerti nú veruleikinn við honum
grimmt og kalt: hann átti að deyja. Ró-
semin rauk af honum, dapurleikinn sett
ist í hverja smugu sálarlífsins. Ef til
vill var hægt að bjarga honum? Hann leit
upp og sá að elzti bróðirinn horfði á
hann. En drengurinn sagði ekki neitt,
hann þagði sem fastast. Svo fór elzti
bróðirinn að klæða sig í stígvélin og
sagði að nú skyldi aldeilis tekið til hend
inni í dag og kaupkonan sagðist hafa
heyrt að þeir mundu tveir spila á fimm
faldar harmóníkur fyrir ballinu í kvöld,
það yrði nú fjör.
Allt í einu fann drengurinn að komið
var við hnéð á honum. Það var hund-
urinn. Hann horfði í augun á hundinum
og strauk honum um mjúkan feldinn.
Kannski grunaði hundinn hvernig komið
var. Þeir höfðu aldrei orðið nánir vinir,
hundurinn og drengurinn, góðir kunn-
ingjar, það var allt og sumt. En nú var
engu líkara en opnaðist einhver æð á
milli þeirra, þeir horfðust í augu og
drengurinn sá ekki betur en hundurinn
kinkaði kolli. Drengurinn hafði oft öf-
undað fólk en aldrei dýr, fyrr en hann öf
undaðiþennan hund. Hundurinn fengi að
lifa, ekki aðeins allan daginn, heldur
morgundaginn líka, hann mundi lifa
næsta sumar og ef til vill mörg sumur.
Hann héldi áfram að ganga út og inn
um bæinn, sofa fram á lappir sínar,
hlaupa á eftir fé, gelta að komumönnum
og bekkjast við köttinn. Drengurinn
seildist eftir brauðbita og laumaði undir
borð til hundsins, hundurinn læsti tönn
unum í brauðið og beygði sig yfir það
á gólfinu.
Drengurinn stóð undir hlöðunni þegar
fóllkið reið úr hlaði. Hundurinn fór
fyrir hópnum og teygði sig sem hann
frekast gat.
— Ætlarðu að láta beljurnar troðast
inn í kálgarð? Gamla konan var komin
út heldur gustmikil.
Drengurinn tók um magann, ónotin
höfðu færzt í aukana, honum var orðið
óglatt. Hann stuggaði þegjandi við belj-
unum, þær snerust ólundarlega nokkra
hringi um sjálfa sig unz þær voru komn
ar á eina slóð í áttina að hliðinu.
— Og vertu nú röskur, því ég þarf að
láta þig strokka fyrir mig á eftir, kall-
aði gamla konan. Eftir litla þögn bætti
hún við: Eg á kandísmola handa þér ef
þú haskar þér.
Svo rölti hún inn í bæinn aftur með
hendurnar undir svuntunni, stirðfætt og
digur. Hún hafði aldrei áður boðið hon-
um kandís.
Upp undir brún lagðist drengurinn
niður í laut undir stórum steini. Ólgan
ágerðist í maganum, hann var undarlega
dofinn allur innan um sig og þungur í
höfðinu. Hann hélt báðum höndum um
magann og hnipraði sig saman. Hann
hugsaði ekki um þá hluti sem ætla
mætti að fólki væru mest í hug á
dauðastundinni, honum varð hvorki
hugsað til föður sins né móður sinnar
nema þá óljóst og þokukennt, hann
hugsaði ekki um félaga sína fyrir sunn
an, þá sem höfðu brallað margt með
honum, hann hugsaði ekki um ljósu
•lokkana hennar Erlu sem oftsinnis
höfðu haldið fyrir honum vöku. Þar í
móti greiptist inn í vitund hans allt sem
næst honum var þarna sem hann lá:
hallandi girðingarstólparnir, mosaþúf-
an fyrir framan hann, stórhyrnda kýrin
•sem stóð á beit í mestu makindum og
•hann heyrði hrjúfa tunguna leika um
grastoppana, snörlið í blautum nösun-
•um, hann heyrði tíst í fugli sem tyllti
sér andartak.á steininn og flaug síðan
upp aftur, köngurló seig í örveikum
•þræði eftir hrufóttum mosagrónum
steininum. í miðjum dalnum var áin
eins og silfurblik í sólskininu og nú
gerði á Stórhyrna hlé á máltíð sinni og
skaut upp kryppunni, horfði fjarrænu
augnaráði framf.vrir sig á meðan, liél,t
siðan áfram að bíta. Úr miklum fjarska
barst hundgá að eyrum.
Þá grúfði drengurinn sig niður í
grasið og tárin streymdu úr augunum.
Hann reyndi að bæla niður grátinn,
hann vissi það var tilgangslaust að
gráta.
yiÐTAL VIÐSIG. BENj
Framh. af bls. 6
íslenzkri list verði þær myndir fyrst
eftirsóttar á alþjóðavettvangi. Þær hefur
Kjarval málað fyrir heiminn, en ekki
eingöngu fyrir ísland.“
„Hvaða dæmi vilt þú nefna um skáld-
myndirnar ?“
„Fornar slóðir, sem eru í eigu Tóns
Þorsteinssonar, mundu vekja athygli
hvar sem væri í veröldinni og Morgunn
lífsins, sem listamaðurinn á sjálfur og
fáir hafa séð. Ennfremur á Reykjavík-
urborg tvær af hans merkustu „kom-
pósisjónum", sem mér er tjáð, að séu
geymdar -einhversstaðar í orkuverunum
austur við Sog. Það eru margar fleiri.“
„Hvaða mynd er þetta“, spyr ég, og
bendi á stóra Kjarvalsmynd, sem hangir
á veggnum.
„Ævintýr um ævintýr. Eða prelúdía um
hvalveiðar. Hvalurinn eir kominn upp í
fjöru. Þarna er fólk með hörpu og í
horninu er litill nautkálfur, sem orðið
hefur hræddur, er hvalurinn sló sporð-
inum upp á land. Skáldfákurinn,
Pegasus, kemur utan af hafi. Annars er
ómögulegt að lýsa svona mynd.
„Þessi þarna hlýtur að vera mjög
gömul“, segi ég, og bendi á aðra mynd
eftir Kjarval.
„Já, hún nefnist Þrjú andlit. Mér
þykir mjög vænt um þessa mynd. Hún
er ekki nógu vel lýst þarna. Maður
sér alltaf ný og ný svipbrigði á and-
litunum því oftar sem maður sér hann.
Ég keypti hana fyrir 50 krónur á forn-
sölu á stríðsárunum.
„Kjarval hefur málað á mjög mis-
jafnan hátt á hinum ýmsu skeiðum lífs
síns“, segi ég.
„Já, hann er allra manna fjölhæf-
astur og hugmyndaríkastur. Auk þess
er hann svo vel skólagenginn. Hann er
hámenntaður málari.
Uppboð ímynd
ftjálsrar verzlunar
„Hvað segir þú mér um ungu mál-
arana, Sigurður?“
„Ég þekki alltof lítið til þeirra. Verk
þeirra koma næstum aldrei til mín.
Þeir virðast hafa horn í síðu minm, en
það er af ófyrirsynju. Þeir eru með
óskhyggjuverð á „pródúksjón" sinni,
sem ekki stenzt próf uppboðs, þá sjald-
an, að verk þeirra koma fram þar. En
það gæti nú breytzt, ef þeir vildu
kynna uppboðsgestum list sína og vekja
áhuga þeirra á henni.“
„Er ekki verð misjafnt á uppboðum
eftir þeim anda, sem ríkir í hvert
sinn ?“
„Andinn á uppboðunum hefur alltaf
verið góður og áhugi mikill, þ.e.a.s.
á verkum nokkurra manna. Engin hætta
er á, að gott listaverk eftir þekktan mái-
ara fari nokkru sinni ódýrt.“
„En, þegar tveir menn vilja fyrir alla
múni eignast eitthvert málverk og
bjóða hvor upp fyrir öðrum. Getur
ekki verðið orðið óeðlilegt undir slíkum
kringumstæðum ?“
„Það er aðeins samkeppnisverð. Upp-
boð er samkeppni — hin eina sanna
frjálsa verzlun. Hér ættu að vera upp-
boð á öllum mögulegum hlutum, t.d.
landbúnaðarvörum, opinn verðbréfa-
markaður o.s. frv. Vilmundur landlækn-
ir, hefur bent mér á, að hafa ætti upp-
boð á opinberum embættum t.d. land-
læknisembættinu. Hæfir menn ættu að
segja til um, hve lág laun þeir vildu
sætta sig við fyrir starfið. Það yrði að
vísu ekki uppboð, heldur niðurboð.
Það er slæmt fyrir þig, að þú skulir
ekki þekkja Vilmund. Allir ungir menn
ættu að kynnast honum. Hann er stór-
merkur maður. Hann stóð lengi í stjórn
málum, en sagði sig af þingi og kvaðst
ekki nenna að vera lengur á svoleiðis
anstalti.
Samband Kjarvals
við Múlasýslur
Ég er farinn að sýna á mér fararsnið,
þegar barið er að dyrum og inn gengur
sjálfur meistarinn, sem umræður okkair
hafa snúizt svo mjög um, Jóhannes
Kjarval. Hann kastar á okkur kveðju,
spyr hvort hann geri ónæði, og fær það
svar, að það geri hann aldrei. Hann
gengur að bunka málverka, sem rís upp
við vegginn, skoðar eina myndina af
annarri, horfir síðan í kringum sig á
myndirnar, sem þekja veggina. og segir:
„List fyrir prent, list fyrir mennt.
Mikið hafa þeir nú að flagga með þessir
höfðingjar". Sigurður gengur nú í bak-
herbergi, til þess að sinna erindum
Kjarvals. Meistaranum verður litið
á nokkra bókakassa, sem standa á gólf-
inu.
„Ætlar nú Sigurður að fara að halda
eitt bókauppboðið enn. Óskapleg kaup-
skaparborg er Reykjavík. Verzlun er
það eina, sem fólk skilur. Kaupa og
selja, selja og kaupa.“
„Ertu að fara eitthvað út að mála?“
spyr Sigurður.
„Nei, maður er nú ekki á þeirri
breiddargráðunni um þessar mundir.“
„Til hvers ertu þá með þennan
trefil?"
„Það er til þess að hafa samband við
Múlasýslurnar. Maður . erður að hafa
gott samband við Múlasýslur."
Nú býst Kjarval til farar, opnar hurð
ina og segir:
„Þá kveð ég ykkur með kurt og
pi — kurt og pí — kurt og pí.“
Þegar meistarinn er farinn, fer ég að
dæmi hans og kveð Sigurð með kurt
og pí.
— Örnólfur Árnason
| RlKI ULBRICHTS \
Framh. af bls. 20
í kvittunina, sem var í vegabréfinu. Fékk
ég þá loks A-þýzku mörkunum skipt,
að frádregnum 10% „fyrir þjónustu".
Hafði ég fullan hug á því að segja ljótt,
en það kvað víst ekki ráðlegt að deila
við þessa herra, ef halda á ferðaáætlun-
inni, svo ég stillti mig um það. Fékk
ég vegabréfið í hendur, og hafði mig
sem skjótast í gegnum síðasta farar-
tálmann og vestur fyrir.
„EN MATURINN ER ÓDÝR ....“
Ekki er ég í nokkrum vafa um að
kommúnistum þyki þessi lýsing á A-
Berlín furðuleg og uppspuni frá upp-
hafi til enda. Þó var það svo þegar
ég lýsti ýmsu, sem fyrir augu hafði
borið þennan dag fyrir íslenzkum komm
únista, gat hann ekki öðru svarað til
en því að „maturinn væri ódýr“. Ekki
kynnti ég mér það náið enda heimsókn-
in í áðurnefnda matarverzlun lítt til
þess fallin að auka matarlyst. Verðið
á því, sem þar fékkst, var hátt, og sé
það ódýri maturinn, sem fólk lifir
þarna á að jafnaði og gæðin í samræmi
við það, þá er það eitt útaf fyrir sig
fullkomin ástæða til þess að hætta lífi
sínu á flótta yfir múrinn.
— Haukur Ilauksson
22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
33. tölublað 1962