Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 16
[ÍSTÍNUS
KAFLAR úr inngangi biskups
fyrir þýðingu hans á Játningum
Ágústínusar, sem kom út hjá
Menningarsjóði nýlega.
xVgústínus (Aurelius Augustinus)
fæddist í Tagaste, litlum bæ í Númídíu
í Norður-Afríku, 13. nóvember 354. Fæð-
ingarstaður hans heitir nú Souk Ahras
og er í Alsír.
Faðir hans, Patrísíus, var eigandi lít-
ils óðals og gegndi minni háttar em-
bætti í bænum. Vildi hann styðja þenn-
an gáfaða son sinn til skólagöngu og
frama og gerði það eftir getu. Að öðru
leyti hefur hann ekki haft áhrif á þroska
hans eða mótun né látið eftir djúp spor
í huga hans.
Öðru máli gegnir um móðurina, Món-
íku. Hún er hvarvetna í nánd á ferli
minninganna, og þeir drættir hennar,
sem geymast í Játningum, hafa gjört
hana eina minnilegustu persónu sög-
unnar.
Þau hjón áttu ekki samleið í trúmál-
um. Patrísíus var heiðinn, varð þó trú-
nemi í kirkjunni, þegar Ágústínus var
frumvaxta og tók skírn áður en ævi lauk.
Móníka var kristin og mikil trúkona.
Má segja, að staða trúmálanna í for-
eldrahúsum Ágústínusar sé einkennandi
og táknræn: Heiðnin hélt enn undir-
tökum í félagslegu tilliti og í þjóðlíf-
inu, en kristnin átti styrkinn í sér og
hennar var framtíðin.
Ágústínus va-r primsigndur við fæð-
ingu (I. bók, XI., bls. 33), en ekki
skírður. Skírninni var frestað, þótt móð-
ir hans væri ráðin í því að ala hann
upp í kristnum sið. Þetta var í samræmi
við venju, sem gerðist algeng á 4. öld.
Ástæðan var ekki sú, að menn e'fuðust
um réttmæti eða gildi barnaskírnar, enda
er vitað, að börn voru skírð í kirkjunni
nálega frá öndverðu. En menn fóru
að líta svo á, að sú náðarstaða, sem
skírnin veitti, gæti verið í veði, ef menn
flekkuðust af synd eftir að hafa þegið
skírn. Þess vegna vildu menn draga það
að láta skírast, jafnvel til banadægurs.
Þessi óvenja hvarf úr kirkjunni á
næsta aldarskeiði og átti Ágústínus sinn
þátt í því.
Eftir skólagöngu í Tagaste og ná-
grannabænum Madáru var Ágústínus
sendur til Karþagó, sextán ára gamall,
til framhaldsnáms. Varð áður hlé á
námi hans um árs skeið sakir fjárskorts.
K,
fram yfir þrítugt og er henni einni trúr.
Þau eignuðust son eftir árssambúð, sem
Ágústínus nefndi Adeódatus („af Guði
gefinn“). Bæði hafa þau mæðgin hlotið
eftirmæli í Játningum, sem gera þau
næsta hugstæð, þótt hún sé ónefnd.
Hér var um sambúð að ræða, sem var
heimil að lögum og hafði formlegt gildi
sem hjúskapur af lauslegra tagi. En
jafnræði hefur ekki verið með þeim.
Það er afsökun móður hans, þegar hún
UFAÐIR
Ciceró var ekki neinn hugsuður, hvorki
sjálfstæður né djúpsær. En hann var ið-
inn við að tileinka sér og kynna hugsanir
annarra og draga af þeim lærdóma til
lífernisbóta. Málsnilld hans þótti frábær.
Sú hugvekja, sem þetta rit varð Ágúst-
ínusi, hefur stafað frá þeirri eggjun, sem
í því var, til þess að leita vitsmunalegrar
svölunar og andlegs þroska, í stað þess
að sækjast eftir nautnum og frama, sem
aldrei gætu veitt mannlegum anda neina
tarþagó var meðal fjölmennustu
og glæsiiegustu borga í rómverska heims
veldinu. íbúar hennar eru taldir hafa
verið fast að því ein milljón. Ágústínus
er bráðger, mannblendinn, hrifnæmur,
dáður félagi sakir gáfna og glæsileiks.
Fyrir náminu þarf hann lítið að hafa.
Enda verður lífið í stórborginni honum
ærið námsefni fyrst í stað. Sú trú og
lífshugsjón, sem móðir hans hefur bent
honum á, er horfin í iðuna og vísar ekki
til vegar. Bæjarlífið hefur í ríkum mæli
einkenni síns tima um glaummiklar
skemmtanir og lausung. í þessu andrúms-
lofti verða ástríður hins unga stúdents
örvaxta eins og vinjagróður Afríku.
Vafalaust eru þó ummæli Ágústínusar
um lífemi sitt á unglingsárum harðara
sjálfdæmi en hlutlægar forsendur eru
fyrir. Hann horfir yfir feril sinn úr
fjarska, sem ný, róttæk lífsstefna hefur
markað. Eftir skamma veru í Karþagó,
aðeins 17 ára gamall, tekur hann sam-
an við konu, sem hann býr síðan með
Elzta mynd, sem til er af Ágústínusi, freskómynd frá 6. öld í Lateran
fær því ráðið, að hann slítur þessari
sambúð, nauðugur og ekki skörulega að
eigin sögn. Móníka hefur talið, að hann
myndi aldrei ná andlegu jafnvægi fyrr
en hann væri kominn í hjónaband, er
væri fullgilt að lögum, en lög keisarans
bönnuðu, að menn í ábyrgðarstöðum eða
ættstórir gengju að eiga konur af lágum
stigum. En Ágústínus gat ekki farið þann
meðalveg. Krafan um ókvæni og fullt
bindindi varð í hans augum það skil-
yrði, sem úrslitin í lífi hans ultu á.
Þegar Ágústínus er 19 ára, verða hvörf
í huga hans. Rit eftir Ciceró kveikir hon-
um þrá eftir andlegri fulliiægju. Ritið
(Hortensius) er nú glatað, en höfundur-
inn er svo kunnur, að auðráðið er í þær
skoðanir, sem þar hafa verið fluttar.
hugboð, að þau gæði, sem hugur hans
stendur til innst inni, séu ekki af þessum
heimi. Og næstu árin verða honum sí*
felld árétting þeirrar staðreyndar, sem
hann tjáir í þeim orðum, sem eru lyk-
illinn að Játningum hans: Hjarta vort
er órótt, unz það hvílist í Guði.
Nú hóf hann að lesa Biblíuna. En sú
tilraun mistókst. Honum fannst latínan
á henni almúgaleg og hnökrótt, enda var
hún býsna fjarlæg þeim stílsmekk, sem
yfir sig sprottið skrúð mælskuskólanna
hafði mótað. Grísku lærði hann aldrei
sér að gagni og gat því hvorki lesið
merkustu heimspekirit né Nýja testa-
mentið á frummáli. Og hann hnaut um
margt í frásögum Gamla testamentisins.
Hann skorti allar leiðbeiningar við lest-
ur hinna helgu, kristnu rita. Hér gat
móðir hans ekki hjálpað honum né henn-
ar einfalda trú. Og sennilega hefur hann
ekki gert sér mikið far um að leita
kristinnar leiðsagnar, því að í þessum
svifum kynnist hann trúflokki Manikea.
Þeir voru hlífðarlausir í gagnrýni sinni
á Biblíunni, og hefur málfærsla þeirra
átt greiðan veg að hinum unga, leitandi
manni, eins og á stóð. Og honum virtist
einnig, að þessi trúarstefna hefði meira
á boðstólum en kirkjan, seildist dýpra
í hugsun og miðaði hærra í kröfum.
f túlkun sinni á Biblíunni fóru
Manikear líkt að og margir hafa gert
fyrr og síðar: Þau ummæli Jesú eða
annarra, sem samrýmdust ekki skoð-
unum þeirra, sögðu þeir vera síðari tíma
viðbætur. En eins og Ágústínus bendir
á, reyndist þeim eins og öðrum torvelt
að skýra, hvaðan þeir hefðu vitneskju
um upphaflegan, ófalsaðan texta.
N,
fullnægju. Þessi hugsjón var það, sem
Platón kallaði filosofíu, ást á vizku, þ. e.
leit að því, er svali þrá mannsins eftir
sönnum og varanlegum verðmætum.
Heimspeki er m.ö.o. annað í munni hdns
platónska Grikkja eða Stóumanns em
það, sem nú er nefnt svo. Filosofía er
heimþrá mannlegrar sálar, hún snýr
hugð sinni, ást sinni, frá því, sem er
henni óæðra og óskylt, frá því, sem
dregur hana niður, og beinir henni upp
á við, að guðlegum, sönnum veruleik.
Upp frá þessu er Ágústínus annar.
Hann fær ekki framar losnað við það
I æstu árin var Ágústínus fylgj-
andi þessum flokki og vann marga vini
sína á hans band. Ekki varð hann þó
annað en áheyrandi, enda tók áhugi
hans og tiltrú að dvína, þegar kynnin
urðu nánari og þekking hans óx. Hann
hafði einkum laðazt að Manikeum vegna
þess, að þeir töldu sig hafa skýringar á
reiðum höndum á erfiðustu vandamálum,
svo sem uppruna hins illa, og að þær
skýringar væru rökrænar og samkvæm-
ar skynsamlegri hugsun. Hér þurfti ekki
að „trúa“ neinu, allt varð sannað og
staðfest með stuðningi vits og vísinda.
Og hið stórbrotna heimsfræðikerfi hefur
örvað skáldlegt ímyndunarafl hans.
En með vaxandi þekkingu og þroska
varð honum ljóst, að þessi átrúnaður
lofaði meiru en hann gat staðið við.
Kenningar Manikea um vísindaleg atriði
reyndust næsta hæpnar og þegar svo
var um nærtækar staðreyndir, sem hægt
var að sannreyna, urðu fullyrðingar
þeirra um vísindalega rökhugsun í yfir-
skilvitlegum efnum ekki annað en barna-
legt yfirlæti. Og skýringar þeinra vöktu
fleiri spurningar en þær leystu, þegar
brotið var til mergjar. Svo var um kenn-
ingu þeirra um uppruna hins illa. Hún
skýrði raunar ekki neitt. Og hún svipti
manninn ábyrgð. Samkvæmt henni var
syndin ásköpuð mannlegu eðli. Hún var
runnin af því illa efni, sem maðurinn
var gjörður af. Ágústínusi kann að hafa
þótt þetta góð kenning fyrst í stað, en
hugsun og samvizka gátu ekki unað
henni til langframa. Kenning kirkjunnar
risti dýpra, þegar lengra var skyggnzt:
Syndin er ekki í efninu, heldur viljan-
um, heimurinn er í eðli sínu góður, það
er misnotkun hans, sem er ófarsæl og ill,
Og sú misnotkun stafar af rangri stefnu
og beitingu viljans og þar með illri
stjórn hans á þeim hugðum, kröftum og
gæðum, sem Guð hefur gefið.
Þótt tiltrú Ágústínusar til Manikea
dofnaði, sagði hann ekki skilið við þá
um sinn, því að hann kom ekki auga á
aðra leið til þeiss sannleika, sem hann
Eftir herra SIGURBJÖRN EINARSSON biskup
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
33. tölublað 1962