Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 19
Eitt lítið dæmi um „upi)bygginguna“ í ríki Ulbrichts, sem aðallega fer
fram á pappírnum.
Upphófst síðan ganga um götur og torg
höfuðborgair „Þýzka aJþýðulýðveldisins".
Það fyrsta sem sjónum mætti var hópur
fólks á götunni rétt austan markanna.
Stóð það þar eins og illa gerðir hlutir,
og horfði ýmist vestur yfir eða á okkur,
þessa sérréttindamenn, með vegabréf,
sem komizt gátu út og inn um hliðín.
Ekki sást þarna eitt brosandi andlit, og
sannast að segja leið manni illa undir
augnaráðinu. En þetta fólk á ekki vega-
bréf né heldur getur fengið þau, svo
skiljanlegt er að það horfi döprum aug-
um á ferðamennina, sem þessa frelsis
njóta.
„GÓÐAR SfGARETTUR"
Ekki höfum við lengi gengið eftir
Friedrichstrasse er fyrsti maðurinn gaf
sig að okkur. Bað hann um „góðar
sígarettur" og tók úr buddu sinni nokkra
smáaura af þeirri gerð, sem notaðir eru
í Austur-Þýzkalandi. Eru þeir fisléttir,
úr alúmi eða einhverjum léttmálmi og
er þyngdin raunar í fullu samræmi við
verðgildið. Manninum gaf ég nokkrar
Camel-sígarettur, sem ég átti eftir, og
þakkaði hann fyrir með fögrum orðum.
Þetta varð síðan til þess að ég gerði mín
fyrstu kaup í ríki Ulbrichts og keypti
pakka með 10 sigarettum. Kostaði hann
hátt á fjórða mark en pakki með 10
sígarettum í V-Berlín kostar 1 mark.
Ofan í kaupið voru þessar sígarettur
gjörsamlega óreykjandi og líkastar því
sem efniviðurinn væri gamalt, uppþorn-
að hey. Eftir að hafa reynt eina þeirra
gaf ég pakkann næsta betlara (á þeim
var enginn hörgull). Virtist hann lítt
hress yfir gjöfinni og var það kannske
að vonum.
Mjög vakti það athygli mína hve lítið
var um verzlanir og ljósaskilti, sem
venjulega prýða stórborgir. í þeim fáu
verzlunargluggum, sem maður rakst á,
var til sýnis varningur, sem ekki hefði
þótt boðlegur hér á kreppuárunum og
verðið bókstaflega ævintýralegt.
Ríklsverzlunln HO við Alexander-
platz, stolt austur-þýzkra kommún-
ista, en innihald verzlunarinnar er
ekki í samræmi við útlitið. Á göt-
unni sést einkennisklæddur maður,
en mikið ber á þeim
l nki Ulbrichts. Þeir einkennisbúnu
eru raunar bezt klæddu mennirnir.
Umferð á götum var svo lítil, að furðu
gegndi, og segir það raunar sitt um
lífskjör almennings. Kom okkur saman
um að það yrðu að teljast meinleg örlög
að verða fyrir bíl á götum A-Berlínar.
Eftir að hafa gengið drykklanga stund
um Friedrichstrasse í áttina að Unter
den Linden, komum við að matvörubúð.
Ákváðum við að líta þangað inn og
kanna hvað á boðstólum væri.
ALLAR HIELUR TÓMAR
Hræddur er ég um að matvöruverzlun
með það vöruúrval og þau kjör, sem
þarna voru boðin, mundi ekki lengi njóta
hylli íslenzkra húsmæðra. Var þarna um
sjálfsafgreiðslu að ræða, en allar hillur
og körfur voru tómar utan tvær. í ann-
ari voru nokkrar krukkur af „pickles"
eða einhverju slíku og í hinni tvær eða
þrjár krukkur af einhverri ólýsanlegri
niðursuðu. Fyriir innan afgreiðsluborð úr
gleri lágu tvær hænur, linlegar að sjá
og undarlegar á lit. Mundi slíkt ekki
teljast mannamatur á íslandi og trúleg-
ast hafna beint í öskutunnunni. Hrúga
af kjötbitum lá við hliðina, lítt lystileg
að sjá, og ofaná kjötsax mikið. Yfir öllu
þessu sveimuðu nokkrar flugur. Af-
greiðslufólkið stóð á bak við borðið eða
úti í homum og virti okkur fyrir sér.
Ekki stóðum við lengi við í verzlun
þessari enda ekki margt að sjá. Hvergi
fyrr né síðar hefi ég augum litið aðra
eins kjörbúð, og stakk hún mjög í stúf
við litmyndir í áróðursbæklingum komm
únista, sem sýna brosandi húsmæður
gangandi um búðir fullar af varningi.
Bandaríski stúdentinn, sem lýst hafði því
yfir við mig að hann teldi umsagnir
vestrænna blaða um ástandið þarna
ýktar, og hann vildi ekki mynda sér skoð
anir um það fyrr en hann hefði kynnzt
því af eigin raun, var bókstaflega orð-
laus er við gengum út. Og ég fór að
skilja það hvernig á, því stæði að fólk
hætti lífi sínu í fiótta frá „sælunni".
VERÐH) 3—4 SINNUM HÆRRA
Er út kom ákváðum við að taka leigu-
bíl og aka til Alexanderplatz og skoða
HO vöruhúsið, sem er ríkisverzlun, og
að mér skilst, stolt A-þýzkra kommún-
ista. Á leiðinni ókum við framhjá dálitl-
um hóp fólks, sem safnast hafði saman
fyrir framan súlnabyggingu. Bílstjórinn
tjáði okkur að þetta væri minnismerki
um fórnarlömb nazismans og fólkið væri
að horfa á er skipt væri um heiðursvörð
þar. Verður nánar vikið að minnismerki
þessu síðar.
Ekki man ég hvað leigubíllinn kost-
aði annað en að ekki var hann ódýr.
Var þetta lítill rússneskur Moskvitsj, en
mikið ber á þeim og öðrum rússneskum
bílum í þeirri litlu umferð sem í borginni
er. Þó er þar nokkuð um Wartburgbíla
A-þýzka, sem Islendingar kannast e. t. v.
við.
HO vöruhúsið er stór bygging, all
glæsileg utan að sjá, en ekki verður með
sanni sagt að innihaldið sé í samræmi
við útlitið. Verzlunin er á mörgum hæð-
um, og þar er mikið af varningi á boð-
stólum, en verðið er yfirleitt 3—4 sinn-
um hærra en í Vestur-Berlín og gæði
vörunnar sýnu lakari. öll byggingin er
og heldur subbuleg innan.
LENGI ÞARF AÐ BÍÐA
Húsgagnadeildin þótti mér stórfurðu-
leg. Vom þar flest húsgögn sviplaus í
sniði, og vinna á þeim ákaflega hroð-
virknisleg. Um stíl var bókstaflega ekki
að tala og virðist bersýnilegt að í aug-
um valdahafanna er t. d. stóll aðeins
hlutur með fjórum fótum, baki og setu
til að sitja á, rúm aðeins til að sofa í
um blánóttina og skápur ferstrendur
hlutur með hurð, til að geyma hluti í.
Hvort húsgögnin gleðja augað virðist al-
gjört aukaatriði, svo lengi sem þau
þjóna frumstæðasta tilgangi sínum.
Verðið var mjög hátt, líkt og á öllum
öðrum vörum, og raunar var eini ódýri
hluturinn í þessari stofnun fáni
A-þýzkra kommúnista. Fékkst hann
fyrir lítið fé.
Ekki var sjónvarps og útvarpsdeildin
ómerkari. Þar inni voru allskyns sjón-
varps- og útvarpstæki og veitti ég því
eftirtekt að heimilissjónvarpstæki, sem
í V-Berlín kostar 900—1000 mörk, kost-
uðu þarna 2,800—3,000 mörk. Frágangur
og vinna á a-þýzku tækjunum var og
áberandi lélegri en á þeim v-þýzku.
Eg spurði afgreiðslumanninn hvort eg
gæti lagt fram peningana og keypt eitt
slíkt tæki á staðnum. „Nei, alls ekki,“
svaraði hann. „Þér verðið að bíða í
(/2 — IV2 ár eftir því að fá það í hend-
ur!“ — Ekki veit ég hvort þetta stafar
af því að framleiðsla tækjanna mætir
ekki eftirspurn eða hvort herra Ul-
bricht telur sér lítinn ávinning að því
að fólk geti horft á sjónvarp eða heyrt
útvarp frá V.-Evrópu. Báðar skýringar
koma sjálfsagt til greina, og a. m. k. er
svo mikið víst að eftirspurnin skiptir
ekki miklu máli varðandi framleiðsluna
í þessu dýrtíðarríki.
„ÞAÐ SEM KOMA SKAL“
Frá HO vöruhúsinu héldum við fót-
gangandi í áttina til minnismerkisins
um fórnarlömb nazis'ca. Á leiðinni var
staðnæmzt í upplýsir.gaskrifstofu stjórn-
arinnar til þess að 'spyrja til vegar. Feng
um við greið svör ásamt handfylli af
áróðursbæklingum um uppbygginguna
í Berlín o. fl. Er þar m. a. lýst því sem
koma skal, og myndir fylgja af líkön-
um af nýjum borgarhlutum, en ekkert
af þessu er í rauninni til. „Þessi áform
eru enn í skipulagningu, og þið, gestir
okkar erlendis frá, munið aðeins sjá
þau stig af stigi. En eru þau ekki stór-
kostleg, eru þau ekki framtíð, sem er
þess virði að stefna að, fyrir alla Berlín
í friði og öryggi til handa öllum íbúum
hennar?“, segir í einum bæklingnum.
„Uppbygging'* kommúnista í Austur-
Berlín er í sjálfu sér efni í heila bók.
Hvergi er sparað gasprið eða loforðin,
en vanefndirnar eru síðan afsakaðar
með yfirlýsingum um að framkvæmd-
irnar muni sjást „stig af stigi“. Rústir
blasa við hvarvetna og hafa gert frá
styrjaldarlokum á sama tíma og Vestur-
Berlín hefur á sama tíma að heita má
risið algjörlega úr rústum.
Sannleikurinn er sá, að kommúnistar
byggðu í áróðursskyni upp eina breið-
götu í upphafi. Sú gata hefur raunar
ekki fengið að halda óbreyttu nafninu,
sem þeir gáfu henni, líkt og flest það,
sem í kommúnistaríkjunum var kennt
við Stalin á sínum tíma. Sá hluti göt-
unnar, sem áður hét Stalin Allee heitir
nú Frankfurter Allee, og kvað aldrei
hafa heitið annað.
„ÞESSUM FUNDI ER LOKIГ
Skömmu eftir að nafni göturinar var
breytt hélt Ulbricht, einvaldur A-Þýzka
lands blaðamannafund. Var hann þá
m. a. spurður hvað orðið hefði af hinni
miklu og voldugu styttu af meistara
Stalin, sem þá hafði verið fjarlægð.
Hvorki kannaðist Ulbricht við að hafa
heyrt nefnda styttu af Stalin í A-Berlín
né götu við hann kennda. Var Ulbridht
þá minntur á fræga mynd, þar sem hann
sjálfur stendur við fótskör styttu meist-
ara síns og flytur ræðu. „Herrar mínir,
þessum fundi er lokið“, sagði Ulbricht
um leið og hann gekk út.
Og um þessa götu er trúuðum, erlend-
um gestum ekið, er þeir sitja boð Ul-
brichts í A-Berlín. Ekið er áfram um
stund, en þess gætt að koma jafnan
aftur að breiðgötunni endurbyggðu, og
framtak A-þýzkra kommúnista hástöf-
um lofað og bent á „dæmi“ þar að lút-
andi. Ekki skal dregið í efa hvaða leið
hefur verið valin hinum „stóra farþega-
bíl með leiðsögumanni og fjórum túlk-
um“ er kennarinn íslenzki ók þarna um.
MINNISMERKIÐ
UM FÓRNARLÖMB HVERRA?
Eftir stundargöngu komum við að
minnismerki því, sem kommúnistar hafa
reist fórnarlömbum nazismans. Á veggj-
um inni og á gólfi voru stórir blóm-
sveigar frá hinum og öðrum félagasam-
tökum, þar sem þeirra var minnzt, er
létu lífið á valdatimum nazista. En úti
fyrir voru arftakarnir, tveir A-þýzkir
hermenn og stóðu heiðursvörð. Einkenn-
isbúninginn mátti gjörla þekkja í lítt
breyttri mynd; Prússastígvélin háu og
reiðbuxurnar. Aðeins hjálmurinn er
breyttur frá því, sem var 1945. Og göngu
lagið er hið sama.
Ekki komst maður hjá því að hugsa
um kaldhæðnina, sem í því felst að hafa
þarna tvo bísperta hermenn í heiðurs-
stellingum til þess að minnast fórnar-
lamba nazismans. Daginn eftir standa
e. t. v. þessir sömu heiðursverðir við
múrinn illræmda, og skjóta á landa sína,
sem reyna að flýja ógnarveldi Ulbrichts.
Á meðan við dvöldumst við þetta
minnismerki vorum við tveir einir. Veitt
um við því athygli að fólk, sem leið átti
um götuna, virti það vart viðlits. Sjálf-
sagt eru það einu stundirnar, sem það
MATVÖRUVERZLANIR TÓMAR - NEMA
í ÁRÓÐURSBÆKLINGUNUM
33. tölublað 1982
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19