Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 4
bæinn. Þorsteinn hætti þá við að hafa sjúklingana heima á bænum, en tjaldaði yfir þá skammt þaðan, og fekk hann af því viðurnefnið tjaldstæðingur. Þar hjúkraði hann þeim einn og vakti yfir þeim, en það kom ekki að haldi, því að þeir létust allir. — Á þessum tjaldstað var síðar reistur bær, sem kallaður var Tjaldastaðir ,og er hans getið bæði í annálum og máldögum. ]\íaðurinn, sem brenndi inni Þór- orm í Þrumu og hjú hans öll, til þess að sér yrði ekki núið um nasir er hann kæmi til íslands, að hann hefði farið úr Noregi án þess að hefna föður síns, sýndi nú að hann var bæði hjálpsamur r og hjartagóður. Hann gerði það sem enginn varð til, að miskunna sig yfir fárveika framandi menn og hjúkra þeim þar til yfir lauk. Þessi saga gefur ekki eftir sögunni um miskunsama Samverj- ann, en þó gerðist hún á íslandi í heiðni. Það voru slíkir menn sem Þorsteinn tjaldstæðingur, er greiddu kristnitök- unni braut á íslandi. „Þorsteinn var drengur góður og sér gnógur um alla hluti“, segir í þætti hans. Hann missti konu sína, en kvæntist aftur frænku hennar og nöfnu, ungri stúlku, systur þeirra Sigfússona, sem Njála segir frá, og eru talin fjögur börn þeirra. Þor- steinn mun hafa búið í Eystra Skarði til æviloka og hefir sennilega andast um eða eftir miðja 10. öld. Til er þátt- ur af honum í Flateyarbók og. er hann talinn ritaður á 13. öld og eldri en frá- sagnir Landnámu af Þorsteini. Senni- legt er að sama ættin hafi búið á jörð- inni áfram, en engar heimildir eru nú um það. á komum vér að einu einkenni- legu atriði enn úr sögu Eystra Skarðs og er þá leitað heimildar í Kristni sögu. Eklci er þó Skarðverja að neinu getið við kristnitökuna. Þarna segir frá fyrstu guðsþjónust- unni á Þingvöllum. „Þormóður hét prestur sá, er Ólafur konungur hafði fengið þeim Hjalta og Gissuri. Hann söng messu um daginn eftir (að þeir komu þangað) á gjábakka upp frá búð Vestfirðinga. Þar voru sjö menn skrýdd- ir. Þeir höfðu krossa tvo, þá er nú eru í Skarði hinu eystra. Merkir annar hæð Ólafs konungs, annar hæð Hjalta Skeggjasonar". Þessi fyrsta guðsþjónusta mun hafa farið fram á lægri gjábakkanum gegnt kirkjunni sem nú er á Þingvöllum. Það var venja að krossar væri bornir fyrir * andlegrar stéttar mönnum í helgigöng- um og munu þá venjulega hafa verið bornir á stikum, en gátu verið altaris- krossar, þegar þeir voru teknir af stikunum. Og hér er sagt berum orðum, að krossarnir hafi síðar verið fengnir kirkjunni í Eystra-Skarði til varðveizlu. Ekki eru þó allir sammála um þetta, því að í ritgerð um búðaskipan á Al- þingi, er Sigurður Björnsson lögmaður ritaði 1700, stendur þetta: „Krossskarð: hvar í forðum stóð vígður kross (einn eða tveir) er upp undan Lögréttunni, næsta skarð fyrir norðan Snorrabúð; hæð krossins var eftir hæð Ólafs k(on- ungs) Tryggvasonar og Hjalta Skeggja- sonar“. Nú er þetta örnefni gleymt og dr. Matthías Þórðarson telur vafasamt (Árb. fornleifafél. 1921—22) að skarðið hafi nokkuru sinni heitið Krossskarð. Telur hann líklegt að nafnið hafi komið upp vegna misskilnings á frásögn Kristni sögu, menn haldið að hún ætti við eystra skarðið í lægri gjábakkanum á Almannagjá, og þess vegna hafi menn nefnt það Krossskarð. Telur hann og ó- líklegt að þeir Þormóður prestur hafi farið með svo stóra krossa, að þeim væri ætlað að setjast niður á bersvæði og standa þar árum saman. Þetta eystra skarð í gjábakkann er drjúgum spöl austar eða norðar en sá staður þar sem fyrsta guðsþjónustan fór fram og var engin ástæða til þess að reisa þá þar til minningar um hana. Má og líklegt telja, að krossana hafi orðið að nota oftar á þessu merka þingi, þegar hin kristna trú var lögtekin. Kristni saga virðist og taka af allan vafa í þessu efni, þar sem hún segir, að kross- arnir sé nú í Skarði hinu eystra, þ. e. þegar sagan er rituð. Talið er að sagan sé að stofni til frá 12. öld, en rituð á 13. öld. Hefði krossarnir þá ólíklega getað staðið í skarðinu austan við Snorrabúð, 150—200 árum eftir kristnitöku. Hætt er við að íslenzk veðrátta hefði ráðið niðurlögum þeirra löngu fyr. Þess vegna verður að telja hitt rétt, að þeir hafi verið í Eystra-Skarði á Rangárvöllum. E n hverju undri voru krossarnir knmnir þangað, á þennan afskekkta stað uppi undir reginfjöllum? Vér verðum þá fyrst að líta á það, að krossar þessir hafa gegnt mjög þýðing- armiklu hlutverki á þessu sögufræga þingi. Munu þingmenn hinir kristnu þess vegna hafa talið sjálfsagt að þeir yrði varðveittir vel, sem mjög helg tákn og sögulegar minjar, og sennilega orðið á einu máli um að fela einhverjum val- inkunnum manni varðveizlu þeirra. En einkennilegt má þá virðast, að hvorki Hjalta né Gissuri, frumkvöðlum kristni- tökunnar, skyldi falin sú varðveizla. Það hljóta að vera alveg sérstakar ástæður til þess, að krossarnir voru fluttir að Eystra-Skarði. Oft fer villt sá er geta skal, en hér skal þó reynt að geta í eyðurnar. — f Eystra-Skarði hafa þá búið afkomendur Þorsteins tjaldstæðings, og hafa verið valmenni ef þeir líktust honum. Þeim var því trúandi til að geyma krossana vel. En margir hafa þá verið aðrir góð- ir menn á landi hér, er eins hefði mátt fela þennan vanda. Hér hlýtur því eitt- hvað fleira að hafa komið til greina. Og auðvitað hefði það verið þyngst á met- unum, ef kirkja hefði þá þegar verið komin að Skarði. Og það er ekki óhugs- andi. ^ Þangbrandur hafði rekið kristniboð hér á landi nokkru áður og skírt marga menn á Suðurlandi. Er ekki ólíklegt að bóndinn é Eystra-Skarði, Sem sennilega hefur verið höfðingi þar í sveit, hafi verið með þeim fyrstu er létu skírast þar um slóðir. Síðan hafi hann reist torfkirkju á bæ sínum, og orðið þar á undan höfðingjum, sem vildu sækja sér kirkjuvið til Noregs og reisa timbur- kirkjur. Sé þetta rétt tilgáta, þá mun eina kirkjan í suðursveitum hafa verið í Eystra-Skarði þegar kristni var lög- tekin, og þá var eðlilegt að krossarnir væri fluttir þangað til varðveizlu. E ngar heimildir eru nú til um það hvenær kirkja var fyrst reist í Eystra-Skarði, en til eru nokkrir mál- dagar hennar. Hinn elzti er frá dögum Páls biskups Jónssonar, og er í Forn- bréfasafni ársettur 1209. Hann er á þessa leið: — Sá er kirkjumáldagi í Skarði hinu eystra, að kirkja á hálft land að Skarði og hálfan sjöunda tug ásauðar og eina kú. Kirkja á til fjögurra tuga hundraða álna vaðmáls í búnaði sínum og tjöld- um og messufötum og klukkum og kaleik og öllu hennar skrúði, því sem þar þarf að hafa. Pund vax í öðru lagi, og var það eigi virt. — Sú er skyld á, að þar skal vera prestur og djákn. Sá er í Skarði býr skal ábyrgjast kirkju og hennar fé eftir slíku sem biskup vill. — Hér er ekki minnzt á krossana, enda er hér engin skrá um kirkjugripi. En í Wilchinsmáldaga 1397 er talið að kirkj- an eigi: „Þrenn messuklæði og umfram messuserk og höfuðlín, fontur, kantara- kápur tvær, kertastikur tvær og hin þriðja járnstika, tjöld um kór og hálfa framkirkju, merki eitt, klukkur fjórar, Maríuskriftir tvær og krossa þrjá“. Tveir af þessum þremur krossum hefði átt að vera krossarnir frá Alþingi, er Kristni saga segir frá. Um þær mundir er máldagi Páls biskups var gerður, bjuggu í Eystra- Skarði bræður tveir, Eyjólfur hinn óði Þorsteinsson og Hallur prestur, bróðir hans. Þeir voru komnir af Snorra goða og Eyrbyggjum. Þeir höfðu þarna sitt bú hvor, en svo var misskift með þeim, að Hallur prestur var talinn auðugur, en Eyjólfur alveg félaus. Þegar Þor- grímur alikarl flýði suður úr Eyjafirði haustið 1198, bauð Eyjólfur honum til sín og fór hann að Skarði. Halli presti mun ekki hafa litist þetta giftusamlegt. Brá hann þá á sitt ráð og féklc Þorgrími í hendur bú sitt, en var sjálfur vistmað- ur hjá honum, en þetta stóð aðeins einn vetur. — Sonur Halls var þorkell prest- ur í Skálholti á dögum Páls biskups en síðar kanoki í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri. Eyjólfur óði varð einnig kan- oki. Hann átti dóttur, er Álfdís hét og var hún kona Lofts Markússonar af Rauðasandi. Þess vegna dvaldist Loftur lengi í Eystra-Skarði hjá Eyjólfi í trausti þeirra Oddaverja. m 1240 bjó í Eystra-Skarði bóndi sá, er Guðmundur hét Þorsteinsson. Hann er kallaður góður bóndi. Hann átti Arnbjörgu, dóttur Skeggja Njáls- sonar í Skógum og Sólveigar Jónsdóttur, systur Orms Svínfellings hins yngra. Fleira er ekki kunnugt um hverjir verið hafi bændur og prestar í Eystra- Skarði- Hitt er vitað, að aðrar kirkjur höfðu lagt kvaðir á bændur þar og á Tjaldastöðum. Segir í Oddamáldaga, sem staðfestur var í lögréttu 1270, að Odda- kirkja eigi að fá frá Tjaldastöðum „gelding gamlan og osthleif“, en frá Skarði hinu eystra „gelding gamlan og annan tvævetran og osthleif“. Og í mál- daga Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð segir að hún eigi að fá frá Tjaldastöð- um „gelding gamlan“ og frá Eystra- Skarði „2 geldinga tvævetra". Ekki er nú vitað hve fornar þessar kvaðir hafa verið, en þær héldust meðan bæirnir voru byggðir — og lengur þó. Víkur nú sögunni að Heklu. Eins og fyr er getið ber annálum ekki sam- an um það hvenær hún lagði Eystra- Skarð í auðn. Er því rétt að birta út- drátt úr því sem þeir segja um þetta. Heklugos 1300. Um það segir í Lög- mannsannál: „Eldsuppkoma í Heklu- felli með svo miklu afli, að fjallið rifn- aði svo, að sjást mun mega meðan ís- land er byggt.... Þaðan fló vikur svo mikill á bæinn Næfurholt, að brann þak af húsum.. .. Sjöttu nótt jóla varð land- skjálfti svo mikill fyrir sunnan land, að jörðin skalf víða. Féll bær í Skarði hinu eystra. Þar í kirkjunni var mikill málm- pottur festur við brúnásinn. Honum barði svo rjáfið kirkjunnar af skjálftan- um, að braut pottinn“. Gos 1389—90. Um það segir Lögmanns- annáll: „Eldsuppkoma í Heklufelli með svo miklum undrum, að dunur og bresti heyrði um allt land. Tók af tvo bæi, Skarð og Tjaldastaði". Frá þessu segir svo nánar í Flateyjarannál: „Eyddust Skarð og Tjaldastaðir af bruna. Færði sig rásin eldsuppkomunnar úr sjálfu fjallinu og í skógana, litlu fyrir ofan Skarð, og kom þar upp með svo mikl- um býsnum, að þar urðu eftir tvö fjöll og gjá í milli“. — Þetta telur Jarðelda- ritið sjöunda gos Heklu eftir landnám. Áttunda gos. f Biskupaannálum séra Jóns Egilssonar er sagt, að í tíð Gotts- vins í Skálholti (1437—1448) hafi eldur komið upp í Heklu og tekið af 18 bæi á einum morgni, fram undan Heklu en norður undan Keldum, og þar á meðal hafi verið tveir stórir staðir, Skarð og Dagverðarnes. H venær eyddist Eytsra-Skarð? Eflaust mun það hafa risið úr rústum eftir jarðskjálftann 1300. Um það eru ekki skiptar skoðanir. En mönnum hefur að vonum orðið starsýnt á ósam- ræmið í seinni heimildum. Hafi bæinn tekið af í gosinu 1389—90, þykir það einkennilegt, að máldagabók Wilchins skuli 7—8 árum seinna taka upp mál- daga kirkjunnar í Eystra-Skarði, eins og ekkert hafi í skorizt, og að Jón Egils- son skuli segja að staðinn hafi ekki tek- ið af með öllu fyr en hálfri öld síðar. í I. bindi Fornbréfasafns ritar Jón Sig- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ——----------------------------------------------------------- 33. tölublað 1962 -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.