Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 8
dömigreind og hygigindi, er hitt víst, að hann hafði gott næmi og ágætt minni. Lauk hann svo embættisprófi, eftir tveggja vetra nám, með 1. einkunn. Nú stóð Þórður með pálmann í hönd- unurn, og gaf konungur út fyrirskipun til Jóns biskups að vígja hann tii þess kalls, sem Fuhrmann hafði honum áður veitt. Þórður kom hróðugur heim til síns föðurlands, með sitt prófskírteini og afrit af konungsbréfinu í vasanum. Hann hafði aukið þekkingu sína, fengið sterkari aðstöðu hjá kirkjuimiálastjórn- inni og lært danska tungu tii hlítar. Framvegis gat hann snúið sér til þeirra háu herra, amtmanns, stiptamtmanns, stjórnardeildanna í Kaupmannahöfn og sjálfs konungsins, skrifað þeim bréf með virðulegri rithönd, á þeirra eigin máli. Hér var aðeins um ungan mann að ræða, sem hafði verið kjörinn sveita- prestur í frekar rýrt kall, en um hann höfðu samt orðið átök milli tveggja kvarnarsteina, sem báðir voru harðir. Ekki er að efa, að við þessi málalok hefir Fuhrmann amtmaður sett upp sigurglott, allt annað en góðgjamt, þegar hann hefir litið af hlaðinu heiman frá sér á Bessastöðum, í áttina austur að Skálholti. Jón biskup Árnason hefir hins vegar ekki verið í jafn góðu skapi á sínu hlaði, hreytt ónotum í vinnu- mennina og sparkað í hundinn. MERKILEGT BRÉF TIL ÁRNA MAGNÚSSONAR. Þórður lét það verða sitt fyrsta verk, eftir heimkomuna, að þakka þeim, sem greitt höfðu götu hans ytra; svo sem vænta mátti, var Árni Magnússon einn í þeirra hóp. Þórður skrifar honum frá Skálholti 2. ágúst 1728. Þakkar hann Árna fyrir auðsýndar velgjörðir við sig og segir, að biskup ætli að vígja hann við fyrsta tsekifæri. Síðast í bréfinu segir svo; „Ég hef ei góð lélegheit að sjá eftir einu og öðru documenti. Þá um er talað, geta menn í vonirnar, að því muni flestu burtsópað, og æskja, að yður velburðugheit létuð landið bera yðar menjar, að gefa því það aftur í hentugra formi (þrykkt) á þeirra máli, þar íslenzkir eru ekki ólagaðri fyrir Antiqvitet en aðrir, og hin stærsta æra sé að þjóna föðurlandinu, og er þar hægra sem aðfylgjast efnin, magtin og vitið.“ — Hér er Þórður laus við alla sérvizku og útúrdúra, og fáséð tillaga á þeirri tíð. Hin konunglega skipun varð ekki um flúin. Biskup varð, nauðugur viljugur, að láta þann prest víkja, sem hann hafði skipað í Reykjadal, vígja Þórð og afhenda honum staðinn. Hvað Jón bisk- up hefir verið kristilega innréttaður, meðan hann hespaði þá vígslu af, er önnur saga. Þarna neyddist biskup til að veita Þórði þá hempu, sem honum tókst aldrei að fullu að rífa utan af honum aftur. En áreiðanlega hafði hann hugsað Þórði þegjandi þörfina og hann þurfti ekki lengi að bíða. ÞÓRÐUR SKAPRAUNAR BISKUPI. Þórður færir sig fljótt upp á skaftið við biskup og telur sig eiga aðgang að honum um greiðslu á þeim 200 ríkis- dölum, sem hann þóttist hafa kostað upp á sína siglinigu. Biskup tekur þessa kröfu óstinnt upp, sem vænta mátti. í svari sínu minnir hann á, að Þórður hafi gerzt svo djarfur að biðja konung urn réttarstefnu gegn sér „alsaklausum manninum“, og hefði þá ef til vill bætzt aðrir 200 dalir við skuldir hans, og álas- ar hann Þórði fyrir sjálfsþótta og „ýfrugan galskap". Beri honum fremur að þakka konunginum fyrir hans miklu náð og þolinmæði. Þórður fluttist að Reykjadal. Nú hófst hans stormasama embættistíð, sem stóð í 30 ár. Það fór sem biskup hafði grun- að. Hann varð alla sína tíð, þar til hann loks flaug á herrans hrepp, 78 ára gamall, nær óslitinn höfuðverkur fyrir sóknarbörnin, prófast, biskup, amtmenn og stiptamtmenn, aðalinn í Kaupmanna- hafn og jafnvel fyrir konunginn sjálfan. MÁLAFLÆKJUR SÉRA ÞÓRÐAR. Það var ekki sopið bálið, þótt séra Þórður væri kominn í embætti. Þver- brestir hans sögðu fljótt til sín. Þá fyrstu jólanótt, er hann söng kvöldsöng í Reykjadalskirkju lenti hann í illdeilu við Guðmund nokkurn, bónda á Kóps- vatni. Yarð prestur svo æfur, að hann hrópaði: „Þú skalt ekki verða hólpinn, ég skal standa fyrir því. Heyri það allur lýður!“ Næsta mái reis út af því, ári síðar, að prestur hafði talað óráðsorð, af predikunarstólnum um höfuðatriði krist indómsins, og skyldi hann því dæmast villumaður. Þriðja málið var það, að vinnukonu- rýja í Reykjadal var að söngla versið; „Hjónabandið er heilagt stand.“ Prestur heyrði til og sagði: O svei, síðan Adam féll í syndina, hafa öl'l hjón lifað saman eins og bestíur", með fleiri orðum það- an af verri. Fjórða málið var höfðað út af kæru átta sóknarbænda, að séra Þórður væri snúinn til gyðingalegrar villu og væri umskorinn. Hvernig gat slíkur maður verið sálusorgari fyrir rétttrúaðan söfn- uð? Öll þessi stórmál voru kjarnorku- sprengjur þessara tíma, sem orsökuðu landskjálfta bæði í Árnessýslu og víðar. — Þeir fengu að finna fyrir þessum málum fákarnir fyrir austan, því próf- astur og prestar þurftu að þeysast um héraðið, þvert og endilagt, til þess að halda héraðfundi hvern af öðrum, rann saka málin og dæma. — Til eru bréf frá Jóni biskupi, þar sem hann stappar stálinu í héraðsprófastinn, sem sat í Arnarbaali, að láta allan rétt ganga fram móti séra Þórði, en náðina og miskunnsemina ekki verða sér fjötur um fót, enda ótilhlýðilegt, að slíkur maður sé „in publieo officio." Allt fór hér að vilja biskups. Þórður var í öllum þessum málum dæmdur frá kjóli og kal'li, en hann áfrýjaði þeim til allsherjarprestastefnu á Þingvöllum. Hér átti Þórður jafnan hauk í horni. þar sem Fuhrmann amtmaður var, enda sat hann í dóminum. í fyrsta málinu, um sáluhjálp Guð- mundar á Kópsvatni, hafði Þórður fund ið sitt leynivopn. Hann barði það blá- kalt fram, að hann hefði bætt við um- mæli sín: „Nema þú iðrist". Þá horfði málið öðruvísi við. Fyrir harðfylgi amt- manns, fékk prestur að vinna eið að þessum framburði sínum, og þar með var hann sloppinn, þó með nokkurri sekt. Hvernig sá eiður hefir verið, er ef til vill önnur saga. Meiðyrðin um hjónabandið voru þó enn aivarlegra og víðtækara mál. Þórður kaffærði réttinn í biblíutilvitnunum, þar til enginn botn aði upp eða niður'í vörninin. Fuhrmann gætti hófs og varaðist að ganga í ber- högg við biskup. Hann dæmdi með fimm prestum, að Þórður skyldi að vísu halda sinni hempu, en auðmýkja sig fyrir biskupi og gjalda 8 dala sekt til fátækra prestsekkna. Biskup ásamt þremur prestum, daemdi aftur á móti fullan niðurskurð, en meirihlutinn réði. En séra Þórður átti enga 8 dali í sekt- ina. Fuhrmann hefir séð fyrir því í laumi, en þó farið að lögum. Árni prófastur var jafnframt dæmdur í 8 dala sekt til sama sjóðs og í viðbót 8 dala bætur til séra Þórðar, fyrir að hafa skipað sjálfan sig bæði sækjanda og dómara í máli hans fyrir héraðs- réttinum. Þarna slapp Þórður því á sléttu. Áburðurinn um umskurn Þórðar og gyðinglega villu hans, var líka stóral- varlegt mál, sem stofnað gat sáiarheill sóknarbarnanna í opinn voða. Til vonar og vara skipaði biskup honum að halda sér frá allri kirkjulegri þjónustu um stund, þar til málið hefði verið krufið til mergjar, og skifti hann henni milli nágrannaprestanna. Ekki dugði minna, en að skikka þrjá mektuga sýslumenn og einn prest á prestastefnunni á Þing- völlum til þess að „besigta" Þórð og mannsbúðinni, og þótt sittibvað kæmi í ljós við skoðunina, fannst þar ekkert, sem bent gæti til gyðinglegrar vi'Uu. DÓMUR HÆSTARÉTTAR. En árið 1734 kom konungleg skipun, að málum séra Þórðar skyldi stefnt fyrir hæstarétt, svo og öllum aðalmönnum, sem við þau höfðu verið riðnir. Fuhr- mann amtmaður hafði lögleg forföll, því hann hafði andast á Bessastöðum, sumarið fyrir, aðeins 48 ára að aldri. Biskup fékik sér lögmann ytra, Urvin að nafni, hvatti hann til dáða og hlóð byss- ur hans sem mest hann mátti. — Árið eftir féll lokadómur. Skyldi séra Þórður halda kjóli og kalli, en greiða 20 dala sekt til fátækra prestsekkna. — Jón biskup varð sárgramur þessum málalok- um, og ekki munu skapsmunir hans hafa batnað, þegar Urvin sendi honum 60 dala reikning fyrir að tapa málinu, en það fé mun hafa numið 17 kýrverðum. Brýzt óánægja biskups út í bréfi, er hann ritar hinum nýja amtmanni. Sekt Þórðar var honum lítið huggunarefni, því svo lætur hann ummælt í bréfinu, að af Þórði sé ekkert að hafa nerna húðina, en hún sé til einskis nýt. — Eftir þessi málalok var Þórður aftur kominn í ríki sitt. ÞÓRÐUR STRÍÐIR BISKUPI. Jón biskup Arason hafði samið lær- dómskver, er hann lét prenta í Kaup- mannhöfn og fyrirskipaði víðsvegar til fræðslu barna. Þórður skrifaði biskupi og afsagði kverið, færði því flest til foráttu og að nokkru með rökum. Munn- söfnuðinum í svari biskupis þarf ekki að lýsa. SfÐUSTU VIÐSKIPTI ÞÓRÐAR OG BISKUPS. Síðasta bréfið, sem biskup skrifaði Þórði, er dags. 3. jan. 1743, út af óá- kveðnu svari, er Þórður taldi sig hafa fengið hjá biskupi. Biskup svarar fáum orðum og endar bréf sitt á þessa leið: Það er varla þess vert, að hafa bréfa correspondanoe við yður, því það lukt- ar sumt af grillum og stórum þótta. Hirði ég ekki um soddan bréfaskriftir. Vale!“ Ásamt óflekkuðum klerkalýð Skálholtsbiskupsdæmis, auðnaðist séra Þórði þó að lokum, að standa yfir höf- uðsvörðum biskups, í fullum skrúða, í Sfcálholtskirkjugarði, á köldum febrúar degi árið 1743, og gráta þar krókódíla- tárum. Og bæn sú, sem séra Þórður hef- ir tautað með sjálfum sér, yfir moldum biskups, hefir eflaust verið dálítið skrýt in buslubæn, sem honum hefir vonandi reiknast til réttlætis, eins og á stóð. ÞÓRÐUR SÆKIR UM BISKUPS- EMBÆTTIÐ í SKÁLHOLTI. Séra Ólafur prófastur Gíslason í Odda var að ráði Lúðvíks Harboes, skipaður eftirmaður Jóns biskups. Þarna sá Þórð- ur sér leifc á borði. Skrifar hann kon- ungi mjög hátíðlegt bréf, þar sem hann sækir um Oddann, sem „herra Ole‘% muni kallaður frá. En þegar hann fékk ekki áheyrn, færði hann sig upp á skaftið, skrifar stiptamtmanni tvö bréf Og biður hann að leggja tiil við kóng, að hann veiti sér biskupsembættið í Skálholti. — Af þeim fimrn höfuðból- um, sem konungur áskildi sér jafnan einkarétt á um veitingu, sóttd Þórður um þrjú, nefnilega Odda, Breiðabólsstað í Fljótshlíð og Grenjaðarstað. Jafn- framt lét hann í það skína, að hann mundi fáanlegur að taka við Görðum á Álptansi. Til vara fer hann þess á leit, að fá 30 dala árlegt tillag frá ríik- ustu brauðunum í Árnes- og Rangár- vallaprófastsdæmi. Með tilliti til þess, hvað hans náðugi herra var sterkefnaður maður, fór séra Þórður þess eitt sinn á leit við konung í bréfi, að hann gæfi sér eina af sínum mögru jörðum hér syðra, S'vo hann gæti selt hana sér til styrktar. ÞÓRÐUR FÆR LAUSN f NÁÐ. Hinn 12. júlí 1758 sagði séra Þórður af sér Reykjadalsprestakalli á presta- stefnu á Þingvöllum. Finnur Jónsson, sem þá var orðinn biskup, veitti honum lausn, með ljúfu geði. Bað prestur jafn- framt um vegabréf til útlanda, „til þess að leita sér næringar“. Finnur biskup hlutaðist til um að hann fengi farar- leyfi, í þeirri von að hann kæmi aldrei aftur. Sigldi Þórður því sama haust til Kaupmannahafnar. — Fyrir tilstuðlan Rantzaus stiftamtmanns, voru honuim, árið eftir, veitt 20 ríkisdala árleg eftir- laun. í KÓNGSINS KAUPINHÖFN. Eftir 30 ára stríð og stormsöm ár, sá séra Þórður turna Kaupmannahafnar loks aftur rísa úr hafi. Hún var að vísu ekki nein stórborg, eins og íslendingar hugsuðu sér hana. fbúar hennar var ýfrið lægri en íbúatala Reykjavíkur á vorum dögum, að setuliði borgarinnar undanskildiu. Samt sem áður var hún höfuðborg ríkis, sem verið hafði stór- veldi á þeirra tíma mælikvarða, og hún var glæsileg og rík enda þótt hún yrði að láta sér lynda, að stræti hennar væru lýst með íslenzku grútarlýsi. Þar hefir jafnan verið gott til fanga fyrir þá, sem hafa átt sér einhver auraráð. Þórð ur fann það líika fljótt, að maturinn var ódýr og brennivínið flaut eins og vatn. Þórður vildi láta ljós sitt skína; hann labbaði sig því flljótt upp í sína görnlu menntastofnun, háskólann, að þreyta fræði við prófessorana þar. Þeir hafa efalaust orðið dálítið danskir í framan, þegar þeir sáu Þórð koma keifandi á sínum íslenzku kúskinnsskóm, en breytt nokkuð um svip, er séra Þórður tók að þylja yfir þeim Esajas á hebresku. ■— for su rannsokn fram l sjalfri amt- JBM, tfrS /Í9- o ‘V' Rithönd Þórðar, kafli úr bréfi 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.