Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 2
Ég trúi, að Jesús Kristur, sannur
G-uð af Föðurnum faeddur frá eilífð, og
sömuleiðis sannur maður, fæddur af
Maríu mey, sé minn Drottinn", — og
t«á er ég eign hans.
Ég trúi, að María mey hafi verið bi'l
þess valin af Guði að fæða lausnara
heimsins.
Ég trúi, að harnið, sem fæddist í
Betlehem, sé sannur og eilífur Guð.
„Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir
fundu bæði Guð og mann“. „Signuð
mær son Guðs ól“. „Sá Guð, er öll á
himins hnoss, varð hold á jörð og býr
með oss“. „Það barn oss fæddi fátæk
mær. Hann er þó dýrðar Drottinn skær“.
Hver skyldi þá ekki undrast? Hver
finnur ekki hjartaþel Guðs? Finnum
vér ekkd til auðmýktar og g.leði? „Guði
séu þakkir fyrir sína óumræðilegu
gjöf“. Hann hefur þá ekki gleymt oss?
Hann lætur oss ekki afskiptalausa. Hann
ber oss fyrir brjósti.
Þrátt fyrir allt líf vort. Þrátt fyrir
guðleysi vort og vantrú. Þrátt fyrir
mikilmennsku vora og sjálfsálit. Þrátt
fyrir allan munnsöfnuð vorn. Þrátt fyr-
ir allt sem í hjörtum vorum býr. Þrátt
fyrir allt þetta ber hann oss fyrir brjósti.
Hann þyrmdi ekki sínum eigin syni,
heldur framseldi hann fyrir oss alla.
Skyldi hann þá vera á móti oss? En
ef Guð er með oss, eigum vér þá að vera
á móti honum, honum fráhverfir, van-
þakklátir og óhlýðnir? Allt dagfar vort
ætti að bera vott urn þakklæti vort
við Guð, sem elskaði oss og gaf sinn
eingetinn son til þess að endurleysa
oss. Þessi kærleikur Guðs ætti að geta
ihelgað og hreinsað hjörtu vor, svo að
vér leggjum allt kapp á að þóknast
honum í verki og tali. Það er lítið gagn
að syngja „Dýrð sé Guði“, ef það nær
ekki lengra. Það er lítið gagn í að
syngja: „Guð er sjálfur gestur hér“,
ef það þreytir engu. Þess vegna kemur
þessi spurning til mín og þín á þess-
um jólum: „Hefur það breytt nokkru
fyrir þér, að frelsarinn er fæddur?“
„Hefur það breytt nokkru fyrir þér,
að frelsarinn er fæddur?“ Hefur hjarta
þitt breytzt? Hefur heimilisLíf þitt
breytzt?“
Englarnir á Betlehemsvöllum höfðu
boðskap að bera. Boðskap um afskipti
Guðs af þessum dimma, guðvana heimi.
Boðskap þess efnis, að Guð hafi gerzt
maður, til þess að vér mæbtum verða
honum líkir.
„Jatan varð fyrsta hælið hans, hans,
sem er atbvarf syndugs manns“, hans,
sem er Ijómi Guðs dýrðar og ímynd
veru hans og heldur á alheiminum 1
hendi sinni.
Auður veraldar og upphefð fölna eins
og fis hjá Drottni, sem vafinn er reif-
um og lagður í jötu, af þvi að heimur-
inn hafði ekki rúm fyrir hann.
„Því bú til vöggu í brjósti mér,
minn bezti Jesú, handa þér.
f hjarta mínu hafðu dvöl,
svo haldi eg þér í gleði og kvöl.“
Þessi fallega bæn er e.t.v. of skáld-
leg, of falleg. Hvað merkja þessi orð:
„Bú til vöggu í brjósti mér“? Eru þau
aðeins skáldskapur, sem megnar að hrífa
hjarta einhvers um stund? Nei, þau eru
bæn kristins manns til hans, sem lagð-
ur var í jötu, um það, að sú boma hans
verði varanleg blessun. Vér biðjum hann,
sem kom af himni á jörð, að vera alltaf
hjá oss í blíðu og stríðu, vera oss til
huggunar í sorginni, uppörvunar í bar-
áttunni og frelsunar frá syndinni.
Jólin hafa mikilvægu erindi að
gegna. Þau eru annað og meira en til-
stand. Þau eru annað og meira en kirkju-
ferð. Þau eru annað og meira en jóla-
sálmur og jólalög.
Jólin eru rödd Guðs til vor.
Hann segir: „Ég elska þig“. Ekki af
því að þú sért merkilegur, vitur, vold-
ugur, duglegur. Ekki af því, að þú
búir yfir gáfum, sem geri þér fært
að finna leyndardóma mína í efnis-
heiminum. Ég elska þig ekki af nein-
um þeim ástæðúm, sem kunna að þykja
skynsamlegar, heldur þrátt fyrir allt,
sem gerir þig óelskulegan, þrátt fyrir
mikilmennsku þina, þrátt fyrir auðvirði-
legar girndir þínar, þrátt fyrir syndir
þínar. Ég elska þig með eilífum kær-
leika. Ég gleymi þér ekki eitt augna-
blik. Ég er öllum stundum að vinna að
sáluhjálp þinni, þrátt fyrir hirðuleysi
þitt og jarðbundna hugsun þína.
J ólin eru rödd Guðs til vor. Þau
segja oss, að Guði sé alvara, svo djúp
alvara, að hann gjörðist maður til þess
að geta opinberað sig og endurleyst
oss. Hefði hann ekki komið, þá gæt-
um vér, e.t.v. sogt: „Hann hefur aldrei
gert vart við sig. Hví skyldum vér hirða
um hann?“ En nú hefur hann komið,
og þess vegna höfum vér enga afsökun.
Hann hefur komið og unnið verk, sem
enginn annar hefur unnið, og talað þau
orð náðar og miskunnar til syndara og
tollheimtumanna, sem engum höfðu í
hug komið. „Orðið varð hold, og hann
bjó með oss, fullur náðar og sannleika,
og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem ein-
getins sonar frá föður".
Hvers vegna hefur þetta ekki þau
áhrif á oss, að vér helgum honum allt
vort líf, alila hugsun, hvert orð, hvert
verk, allt lífernið, bæði á heimilinu og
í þjóðfélaginu?
Lítum inn í fjárhúsið í Betlefhem.
Hvað sjáum vér? Jósef og Maríu og
barnið í jötunni. Barnið er þó miðdep-
illinn í myndinni. Jósef og María eru
fulltrúar mannkynsins, móttökunefndin,
sem kernur til móts við hann, sem er
„lávaröur heims, lifandi brunnur hins
andlega seims, konungur lífs vors og
ljóss“.
Þau hverfa bæði, en barnið verður
eftir. Vér tilbiðjum barnið, en hvorki
Jósef né Maríu. Um barniff talar engill-
inn við hirðana. Um barnið syngja himn-
eskir herskarar. Barninu færa vitring-
ar gjafir: gull, reykelsi og myrru.
En Jósef og María eru þó vottar og
vitni. Þau eru sjónarvottar og heyrnar-
vottar. Þau báru vitni um það, sem
Drottinn hafði birt þeim um barnið, er
hann boðaði fyrir fram, að frelsarinn
mundi fæðast. Ég trúi, að María hafi
verið til þess valin af Guði að fæða
lausnara heimsins.
Móffir Guffs! Ó, hve það er tignarlegt
hlutverk. Úr því að Guff átti að fæðast
í heiminn hlaut hann að eiga sér móður.
María mey! Undra orð. En sönn. Móð-
ir og mey. Hann gat ekki átt aðra móð-
ur. Guð gat ekki fæðzt með öðrum
hætti.
María mey! Móðir Guðs! Undur og
vitnisburður um guðdómstign lausnar-
ans, um hreinleik hans og um mátt
hans til að frelsa „frá ötlum syndum,
frá dauðanum og frá djöfulsins valdii.“
„Ó, þá náð að eiga Jesúm“. Ó, þá bless-
un að hljóta hann, lausnarann, sem er
„dýrðar Drottinn skær.“ „Ó, þá dýpt
ríkdóms og speki og þekkingar Guðs.“
K. ómaborg svaf. Keisarinn gaf út
boðskap sinn, og spádómurinn rættist:
„Ó, þú Betlehem Efrata! Frá þér mun
koma höfðingi, er vera skal hirðir lýðs
míns, ísraels".
Rómaborg svaf og Betlehem svaf. En
„í Betlehem var það barnið fætt, sem
bezt hefur syndar sárin grætt. Svo hafa
englar um það rætt, sem endurlausnar-
inn væri“. — Sofandi gefur Guð sínum.
Heródes réð þá ríkjum í Gyðinga-
landi, en hann vænti ekki lausnarans.
Frumbirtan, „frumglæði ljóssins," var
komið, en Heródes hélt sig í myrkrinu,
Mennirnir elskuðu myrkrið meir en ljós-
ið, því að verk þeirra voru vond.
Er það ekki sama sagan enn? Hvað
sýnir betur nauðsyn frelsarans en synd-
in? Syndin er runnin í eðli vort. Rang-
lætið heltekur mennina. Hver vill ekki
^ólin, röcld lií
Eftir séra Maghús Run'ólfsson
uor
græða? Hver vill ekki mata krókinn?
Hver vill ekki ljúga, ef peningar eru
annars vegar? Hver hefur dug til að
liía heils hugar lífi fyrir augliti Guðs?
Hvar er sá glæpamaður, sem þvoi ekki
hendur sínar? Hvar er sá harðstjóri,
sem kallar sig ekki frelsara og vel-
gjörðamann? Hvar er sá syndari, sem
telji sig ekki sómamann, heiðursmann?
Meinvillt liggur mannkynið í myrkrun-
um.
E n Ijósið er komið. Lausnari heims-
ins er kominn, endurreisnin byrjuð. End-
irinn nálgast. Ríki Guðs kemur. Hvern-
ig kemur það? Það kemur, „þegar Guðs
orð er kennt rétt og hreint og vér lifum
einnig heilaglega eftir því“. Það kem-
ur, „þegar hinn himneski faðir gefur
oss sinn Heilaga anda, svo að vér trúum
fyrir hans náð hans heilaga orði og
lifum guðlega hér í tímanum og ann-
ars heims að eilífu“.
Ó, þá von og dýrð, þegar barnið,
sem lá í jötunni, situr á hásæti himins-
ins og vér ríkjum með honum í eilífu
réttlæti, sakleysi og sælu. Þá er mark-
inu náð.
Edengarður opnast. Leiðin að lífsins
tré er frjáls. Dýrðin í upphæðum full-
komnast. Englar og útvaldir vegsama
barnið, sem fæddist í Betlehem. Ó-
teljandi skari frá öllum timum veg-
samar Jesúm Krist:
„Dýrð sé Guði í upphæðum og frið-
ur á jörðu með þeim mönnum, sem
hann hefur velþóknun á“. „Vér lofum
þig. Vér göfgum þig. Vér tignum þig.
Þakkir gerum vér þér sakir mikillar
dýrðar þinnar, Drottinn Guð, himneski
konungur, almáttugi faðir. — Ó, Drott-
inn Jesús Kristur, þú eingetni Sonur,
ó, Drottinn Guð, lamb Guðs, Sonur Föð-
urins, þú, sem ber burt heimsins synd,
miskunna þú oss. Því þú einn ert heil-
agur. >ú einn ert Drottinn, þú einn,
ó, Kristur, með Heilögum anda ert hæst
í dýrð Guðs Föður. — Amen“.
Þannig vegsamar kirkjan Krist, kon-
ung sinn, lausnara og Guð.
Er það ekki rétt? „Jú, sannarlega er
það rétt, skylt og mjög hjálpsam-
legt--------“.
Cf uð gefi oss öllum gleði og frið
jötunnar og krossins, upprisunnar og
Andans.
Myrkrið hverfi. Óttinn víki. Guð komi.
Hjörtu vor fyllist Heilögum anda. Endi
allt ranglæti. Rofni fjötrar syndar og
vantrúar. Ófriður og ósætti hverfi. Eilíf
sæla upprenni. Rætist vonir guðsbarna.
Amen.
Magnús Runólfsson
Utgefandl: H.l. Arvakur. Reykjavik.
Framkv.st j.: Slglús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (óbm.)
Sigurður Bjamason frá Vigur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Áml Garðar Kristinsson.
Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 22480.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
33. töknblað 1962