Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 11
Framh. af bls. 1. Giottos og takmörk. Og enn í dag nærist listin á þessum lágu hvötum mikil- mennskunnar, jafnvel aumkunarverðir gagnrýnendur reyna að pota iðju sinni í (hásæti listarinnar. Þegar ég nú hripa niður þessi orð dettur mér í hug það sem Kjarval sagði í útvarpi fyrir skömmu. Hann var spurður um afbrýðisemina og hann svaraði eitthvað á þá leið, að hún væri fylgifiskur listarinnar; og hann tók líkingu af biðkollunni, þar sem hún stendur í túninu og unir vel hag sínum í sól og kyrrð, og uggir ekki að sér, en þá allt í einu kemur vind- stroka og feykir af henni fræjunum. Það er ekki lítil ástæða til að vera á verði og afbrýðisemin er einn þeirra varðturna, sem bezt gefast í strefinu um frægðina. En hver var nú eiginlega þessi heilagi Franz, sem höndlaði frægðina með auð- mýkt hjartans eina að vopni? Hann var sonur auðugs kaupmanns í Assisi, fædd ur í september 1182 og alinn upp í eftir læti og auðlegð; í æsku uppvöðslusam- ur æringi og dreymdi um að verða riddari og trúbadúr; gerðist hermaðuir og lenti í fangelsi; var sleppt aftur en lét sér ekki nægja að vera innanbúðar í krambúð föður síns; nýkominn heim úr herför mdssti hann Hfsgleði sína, gerðist vinur smælingja og gekk um betlandi; sagðist jafnvel vera riddari Krists. Þá var foreldrunum nóg boðið og faðir hans hætti að kannast við sinn glataða son; eftir það lifði hann í einveru, einn af lærisveinum Jesús Krists, bænheibur og auðmjúkur en stoltur fyrir hönd sinnar kröfuhörðu kirkju; 27 ára gamall hafði hann gefið guði hjarta sitt og gifzt frú Fátækt; 1 sambúðinni við hana eignaðist hann frið og hamingju, sem hann hafði ekki áður þekkt. Innan ekki langis tíma fylgdi Franz hópur hollra lærisveina og nú stofnaði hann reglu Franciskusarmunk- anna, undir kjörorðinu: Far burt og sel eigur þínar og gef fátækum. Bræðurnir áttu ekki að lifa innan klausturmúra, heldur ganga um meðal fólksins, betla og prédika Orðið. Þetta var nýjung inn- an kaþólsku kirkjunnar og sýnir, hve sveigjanleg hún var og ginkeypt fyrir öllu því, sem gat komið málstað hennar að gagni, að hún viðurkenndi regluna fljótlega og útbreiddi áhrif hennar eftir föngum. Sú hugsun sem blés heilögum Franz í brjóst prédikunargleði og auð- mýkt andspænis guðs fyrirmælum náði einnig út hingað til fslands, eins og sjá má af ævi og störfum Guð- mundar biskups góða. f ævisögu hans segir Arngrímur ábóti Brandsson, að biskup hafi verið „fátækra faðir og volaðra viðurhjálp. Því rennur nú flokk um það auma fólk með þvílíkri kvein- an: „Hvað mun af oss verða? Hver mun oss hugga?“ Nú er þess manns hold hulið mold, er oss fæddi, huggaði og Assisi klæddi með sínu huggæði og eigi varð um aldur í því fundinn, að hann fyrir- liti fátækan mann. Fyrir vora skuld þoldi hann hungur og kulda, ónáð og út legð, hatur og harmkvæli, grimmd og ágang sinna óvina, því að hann var styrking veikra og vanmáttugra, efling ekkna og faðir föðurlausra, huggan harmþrunginna, snauðra og sælla. Hver fannst honum miskunnsamari og hreinni, lítillátari og mildari? Hver hitt- ist honum staðfastari í góðum verkum og hugarkrafti og sönnu þolinmæði?“ Þessi orð gætu verið eins konar .-ftir- mæli um heilagan Franz. íslendingar fylgdust vel með því sem gerðist á Ítalíu og leituðu í mörgu fyrirmynda í páfagarði. Sést þessi áhugi á móður- kirkjunni í Róm glögglega í kafl- anum um Innocentius páfa í ævisögu Guðmundar biskups. Og enginn vafi leikur á því, að þessi ölm- usuríki biskup hafi kynnzt lífi heilags Franz nákvæmar en margur hyggur og eignazt sterkari fyrirmynd í honum en flestum öðrum, þó eldri hafi verið. Á öðrum tug 13. aldar þótti heil- agur Franz dæmigerður fulltrúi Krists á þessari jörð og svo sterkt hafa fræði menn jafnvel tekið til orða að fullyrða, að með betlimunkareglu hans hafi kristindómurinn raunverulega haldið innreið sína í kaþólska kirkju. Nú var förinni haldið áfram og ekið niður hlíðarnar og eftir sléttlendi til Rómar. Á þessari leið eru beztu þjóð- vegir sem ég hef farið, enda eru ítalir stoltir af þeim. Bílþernan jók á ánægj- una, með skrafhreyfni og skemmtileg- heitum, falleg stúlka sem sagðist hafa gaman af að umgangast útlendinga. Hún talaði ensku ágætlega, var aug- sýnilega vel menntuð og hafði á tak- teinum margvislega vitneskju um bók- menntir og listir, ágætur fulltrúi þess bezta í ítalskri æsku, glöð og hispurs- laus og ófeimin. Þegar við ókum inn í Rómaborg, benti hún okkur á utan- ríkisráðuneytið og nokkrar aðrar bygg ingar og sagði hvellum rómi, að þessi hús hefðu verið byggð á stjórnarárum Mussolinis, eins og margt annað. Hún var hreykin af þessum modernisma í ítalskri byggingarlist, enda mátti hún vera það, því hann fellur einstaklega vel inn í gamalt umhverfi. Þegar við vorum í Perúgía, sem einnig er hæða- þorp í Appeníafjöllum, sagði hún okkur að þar væri einn þekktasti háskóli Ítalíu og væri einkum ætlaður útlendingum. Henni var ekki heldur nein launung á hlutverki Mussolinis í vexti hennar og viðgangi. Nú er _ „Stalíns- tímabilið“ í síðari tíma sögu ítala nógu fjarlægt til að æskan geti talað um fasistana eins og ekkert sé, án þess að roðna fyrir hönd menningar sinnar, sögu og listar. Ég spurði stúlkuna, hvar ítalska væri bezt töluð í landinu. Hún svaraði: „í Flórens, þar er allt bezt, eins og þér hafið séð. Þar eru falleg- ustu kirkjurnar og mestu listaverkin.“ Ég játti því, en varð að viðurkenna að við höfðum ekki dvalizt nógu lengi I þessari frægu borg. „í Flórens hefur aldrei verið töluð vúlgare," bætti hún við með fyrirlitningu og hvítu brosi. „En hvaðan eruð þér?“ varð mér á að spyrja eins og hver annar nærgöngull útlendingur. Þá hló hún hátt og sagði, af því hún var ekki illa upp alin: „Ég er auðvitað frá Flórens!" Þar með var mál- ið útkljáð. ítalir, þessi yndislega, glaða og menntaða þjóð, óttast ekki stolt sitt og virðingu. Það átti ég eftir að reyna síðar, þegar geðugur ítali tók mig tali í járnbrautarlest og spurði hvaðan ég væri. „Ég er Skandinavi," svaraði ég. „Nú, já, en frá hvaða landi?“ „Ég er frá íslandi." „Já,“ sagði hann, „mér er sagt það sé ekkert kalt þar, þið hafið Golfstrauminn." Ég varð undrandi á þessari menntun og losnaði undir eins við minnimáttar- kennd þessa norræna þrönglyndis, sem lúrir í brjóstinu á manni eins og fiskur undir steini, og ég fór að tala við hann um alla heima og geima, svo kom að txú- arbrögðunum: „Eruð þið kristinnar trú- ar eða prótestantar? “ spurði hann, eins og þessi orð rynnu sjálfsögð og eðlileg frá hreinu kaþólsku hjarta hans. Ég hrökk við. „Við erum Lútherstrúar," sagði ég. „Jó, það er rétt,“ sagði hánn, „alveg rétt.“ „Og við teljum að við séum kristnir," bætti ég við. Þá brosti hann, en kurteislega. Ítalía og Paradís „Italia terra est.“ Þannig upphófst eitt af pyntingartækjunum í Mennaskólan- um, Ítalía heitir land. í mínum eyrum þessi orð nú eitthvað svipað því og þegar ég las í fyrsta skipti byrjun- ina á Mósesbók: „í upphafi skapaði guð himin og jörð.“ Ítalía á eitthvað skylt við Paradís. Norðurlandabúinn trúir því ekki, a8 jafnyndislegt land geti verið til. En svo einn góðan veðurdag stendur hann í sporum Dantes og þá þarf ekki að sök- um að spyrja: hugboðið um paradísina verður blákaldur en ótrúlegur veruleiki. Að koma til Ítalíu er eins og vakna á nýju tilverustigi, þar sem þúsund ár eru einn dagur og einn dagur þúsund ár; þar sem allt fléttast saman í órjúf- andi heild, tími, saga og listir; þar sem maður stendur andspænis listaverkum, sem Cæsar horfði á eða styður sig við múra Colosseum, gengur eftir Via Sacra eins og Ágústus keisari, eða undrast til- gangsleysið við bein hinna fyrstu kristnu manna í katakompunum. Um allt þetta hafa verið ritaðir þykkir doðrant- ar, margar blaðagreinar. Það er ekki hlutverk blaðamanns að bera í bakka- - fullan lækinn, en hann getur eins og aðrir hrifizt, orðið viðkvæmur og látið hlæja að sér: „Eilífð, eilífð, orð á manns ins tungu, andans bæn við dauðasporin þungu. . . .“ Á þessum slóðum fann Einar Benediktsson að tíminn er ein- ungis svipstund sem aldrei líður. Ein- hvers staðar hér stendur húsið, sem Markús Árelíus fæddist í, eða var það Tíberíus; og hér er timbur úr krossi Krists og heimili þess manns, sem hugð- ist endurreisa hið forna keisaraveldi á þessari öld óg fór herför til Abbesíníu vegna þess Cæsar hafði átt skemmtilega daga í Egyptalandi; hér talar fólk um árið 41 f. Kr. eins og íslendingar um síld og deyfilyf. Við göngum um Róma borg og hlustum á lýsingar á kirkjum og listaverkum, heyrum síðan óminn af þessum orðum, eins og suð í eyrum alla tíð; jafnvel er bent á villur Silvönu Mangani og Elísabetar Taylor og hefði maður þó haldið að af nógu væri að taka. Þegar við skoðuðum Forum Roman- um vorum við einungis fjögur saman og fengum leiðsögumann á staðnum: gaml- 33. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.