Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Page 6
Ferðafólkið fyrir framan kirkjuna í Selárdal. Stcinninn, sem sést á myndinni lieitir Mjaltasteinn. f hann eru klappaðar jirjár hoíur og í þær safnast vatn í rigningartíð. Sagan segir, að aldrei mundu verða svo margar mjaltakonur í Selárdal, að þær ekki gætu þvegið sér þar, þegar þær væru búnar að mjólka. FERÐ UM FORNAR SLÚÐIR EFTIR SIGRÍÐI J. MAGNÚSSON afneitað honum (12,3). MeS ljúflyndi svaraði hann óvinum sínum (8,5). Náskyld ljúflyndinu er þolinmaeðin og hógværðin, en þessar eigindir lýsa sér oft í því að þegja við mótgerðum. En þögn Jesú er ekki hin vandræðalega þögn þess manns, er engu hefir til að svara, heldur skapstilling hetjunnar, sem er yfir það hafin að láta stormana koma sér úr jafnvægi. Af þessu eiga menn að læra „lunderni sitt að stilla“ (34, 4). „Hógvær þögn heiftin stillir" (13,2) og lægir öldur ófriðarins betur en reiðilegt andsvar. „Blót og formæling varast vel“. (34, 4). Þolinmæði Jesú er andlegt þrek, hug- rekki, karlmennska. Hann flýr aldrei af hólminum (6,1). Játning hans fyrir Kaifasi verður áminning um kjark og dirfsku. „Hræðst ei hótanir manna, halt þinni játning beint“ (13,9). Séra Hallgrímur varar við oftrausti á sjálfum sér (11, 9), en „karlmennsku hugurinn harði“ (11,10) er einn sterk- asti drátturinn í mynd þess, er fetar í fótspor Krists. Hann ræðir um þá spill- ingu, sem óttinn eða hræðslan við menn- ina hlýtur að valda, og tekur til dæmis dómara, sem „vinnur það þó fyrir vin- skap manns að víkja af götu sannleik- ans“ (27, 5). Og það er ekki mikil reisn yfir Pétri postula, þegar „ambátt hans ein sprogsetti". (11, 4). „Hann neitar hratt að bragði, hræddur við orðin byrst“ (11,5). Hugleysið er í augum séra HalLgríms siðferðileg ódyggð eða löstur. Ég hefi áður minnzt á, að lygin, falsið sé demoniskur löstur, og meira umræddur í passíusálmunum en nokkur annar breyskleiki mannsins. Þess er því að vænta, að sannleiksástin, einlægnin, hreinskilnin, sé einn skærasti geislinn í þeim Ijóma, er stafar frá Kristsmynd Hallgríms. Orðið „sannleikur“ er raunar fyrst og fremst notað um boðskap „sann- leikskóngsins" (19, 17), en ekki um sannleikann almennt. Því kemur sann- leikástin meðal annars fram í fúsleik til að hlýða á það, sem drottins þjónar boða, því að „þeirra kenning raustin hans er“ (19, 8). En allt er undir því komið, að maðurinn sé sannur og hræsn- islaus í viðhorfi sínu til sannleikans. Því talar Hallgrímur mikið um sanna hlýðni (2, 9), sannar dyggðir (8, 23), sanna trú (12, 6), sanna iðrun (30,13), sanna kristni (37, 6), sanna elsku (48, 10). — „Hygg að og herm hið sanna“ (13, 9). Þess vegna á og kenning prestanna að vera „kröftug, hrein og opinská" (10,12). Mynd Krists í passíusálmunum er svo tigin, svo hátt hafin yfir hið mannlega, að hún auðmýkir manninn við hvert skref sem stigið er. Syndir mannsins verða svo átakanlega ljósar og skýrar, að þess væri helzt að vænta, að þessi dýrlega fullkomnun meistarans drægi úr lærisveinunum allan kjark til að reyna að feta í fótspor hans. Því er ekki að leyna, að stundum hefir Kristur verið boðaður þannig, að enginn skyldleiki hefir fundizt með honum, serni áttu að taka hann til fyrirmyndar. En þannig er ekki boðun passíusálmanna, því að þrátt fyrir alla sína dýrð mætir Jesús oss þar í niðurlægingu mannsins. Ekki aðeins þeirri niðurlæging, sem stafar af illri meðferð, fangelsun og fjötr um, þar sem sjálfur guðssonurinn er minni máttar gagnvart valdi höfðingj- anna, — heldur er hann sjálfur svo mannlegur, að hann þarf alls hins sama við í baráttunni og hinn breyskd mað- ur þarf til að fylgja honum. Hann þarf bænar og guðrækni. Þetta er svo oft undirstrikað í sálmunum, að óþarfi er að vitna í nokkur einstök vers. En af þessu leiðir, að höfundur passíusálmanna lítur á guðrækni og bænagjörð sem siðferði- lega breytni. „■Láttu guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá beztu: blessuð hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu“. (44, 10). Jakob Jónsson. Fimmtudag 26. júlí síðastl. lagði 30 manna bíll upp í ferðalag frá Reykjavík. Förinni var heitið til Selárdals í Arnarfirði til að minnast hundrað ára afmælis kirkjunnar þar. — Farþegarnir voru nær undantekningar- laust gamlir Seldælingar, og afkomend- ur, eða tengdir tveimur fyrrverandi prestum í Selárdal, þeim séra Lárusi Benediktssyni og séra Jóni Árnasyni. Fyrst þegar ég kom inn í bílinn, fannst mér ég tæplega þekkja nokkra mann- eskju, utan minnar eigin fjölskyldu. Þarna var ungt fólk, miðaldra fólk og kannski það, sem gæti komizt upp á að teljast á aldur við mig. En svipurinn sagði til sín, því að foreldrana hafði ég áreiðanlega þekkt. Við systurnar fórum að stinga saman nefjum um hver væri hvað. Þarna er áreiðanlega sonur og dóttir hans Benedikts í Selárdal, og þessi kona hlýtur að vera dótturdóttir séra Lárusar. Þetta reyndist allt saman rétt. En gaman þótti mér í fyrsta sinn, sem við fórum út úr bílnum og Anna systir mín vindur sér að bráðmyndarlegum manni og segir: „Þú ert sonur hans Jens í Króki?“ Hann játar því, en hún bætti við: „O, ekki ertu nú samt eins fallegur eins og hann pabbi þinn.“ Ég umlaði eitthvað um að maðurinn væri nú nógu laglegur. Þá sagði hún: „Manstu ekki eftir honum Jens í Króki?“ Það gerði ég ekki, en þessi sömu orð höfðu klingt í eyrum mér fyrst þegar ég kom til Reykjavíkur og hitti fólk, sem hafði þekkt móður mína þegar hún var upp á sitt bezta. Við Hreðavatnsskála bættust okkur tveir aufúsugestir í bílinn. Það voru þau Jón ísfeld, fyrrum sóknarprestur á Bíldu dal og Auður kona hans. Séra Jón var ekki lengi að komast að raun um að hljóðnemi var í bílnum, nota hann sjálf- ur og fá aðra til að nota hann. Mun ég víkja nánar að því síðar. Séra Jón var svo fróður um þau héruð, sem leiðin lá um, m. a. benti hann okkur á reisulegan bæ, sem sást vel frá vegin- um. Hann hafði farið í eyði fyrir örfá- um árum vegna reimleika. Bærinn hét Illugastaðir, en í hvaða firði hann var er ég búinn að gleyma, því að firðirnir á Vestfjarðaleiðinni eru svo margir, en það man ég frá annarri ferð að af Þing- mannaheiði sést ofan á þrjá firði, og er ógleymanleg sjón hverjum, sem þar er á ferð í góðu skyggni. Áður en lagt var upp í þessa ferð hafði ég haft vit á því að glugga dálítið í Laxdælu. Vildi ég ráðleggja öll- um sem ferðast um landið, annað hvort að lesa sögurnar, sem gerast á þeim slóð- um, sem leiðin liggur um, eða hafa þær með sér, því að eins og Tómas okkar segir: „Hvers virði er það landslag, sem hefir ekkert nafn.“ Ég hef þtita eftir, eftir minni, og bið skáldið velvirðingar á því ef ekki er rétt farið með en þetta finnst mér hafa verið meiningin. Því var það að þegar við fórum fram hjá Hjarðarholti að mér flaug í hug bú- ferli ólafs pá frá Goddastöðum en um það segir í Laxdælu: „Þat var á áliðnu hausti, at í því sama holti lét ólafur bæ reisa ok af þeim viðum, er þar voru höggvnir í skóginum en sumt hafði hann af rekaströndum. Þessi bær var reisu- legur. Húsin voru auð um vetrinn. Um várit fór ólafr þangat bygðum, ok lét áðr saman reka fé sitt ok var þat mikill fjöldi orðinn, því at engi maðr var þá auðgari at kvikfé í Breiðafirði. Ólafr sendir nú orð feðr sínum, at hann stæði úti ok sæi ferð hans, þá er hann fór á þennan nýja bæ, ok hefði orðheill fyrir. Höskuldr kvað svo vera skyldu. ólafr skipar nú til; lætr reka undan fram sauðfé þat er skjarrast var; þá fór bússmali þar næst. Síðan váru rekin geldneyti; klyfjahross fóru í síð- ara lagi. Svá var skipat mönnum með fé þessu, at þat skildi engan krók rista. Var þá ferðabroddurinn kominn á bæ enn nýja, er Ólafur reið úr garði af Goddastöðum, ok var hvergi hlið á milli, Höskuldr stóð úti með heimamenn sína. Þá mælti Höskuldur, at Ólafr son hans skyldi þar velkominn og með sína á þennan enn nýja bólstað — og nær er þat minu hugboði, at þetta gangi eftir, at lengi sé hans nafn uppi.“....... Jórunn húsfreyja segir: „Hefir amb- áttarson sjá auð til þess, at uppi sé hans nafn.“ Þat var mjök jafnskjótt, at hús- karlar höfðu ofan tekið klyfjar af hross- um ok þá reið ólafr í garð. Þá tekur hann til orða: „Nú skal mönnum skeyta forvitni um þat, er jafnan hefir verið umrætt í vetr, hvat sjá bær skal heita; hann skal heita í Hjarðarholti.” Vegalengdin milli Goddastaða og Hjarðarholts mun vera nálægt 5 km. eða líkt og frá Lækjartorgi í Reykjavík og inn að Elliðaám, og má af því ráða hver fjáreign ólafs pá hafi verið. Þegar við svo ókum síðar fram hj& Sælingsdalslaug, fannst mér eins og það hefði verið í gær að þau Kjartan og Guðrún ósvífursdóttir áttu þar tal sam- an. — Það, sem öllu varðar Þegar um er að ræða ferðalög á voru landi er það eitt, sem öllu varðar og það er veðrið. 1 þessu ferðalagi, sem hér er lítillega frá skýrt var það eins æskilegt og hugsast gat. Annað hvort ókum við burt frá rigningunni eða þá að við kom- um í sólskin. Þar sem rignt hafði lát- laust allan daginn. Þannig var það kvöld ið, sem við komum til Bíldudals, svo að 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.