Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Qupperneq 3
hjarta. Sum Ijóð hans í há stefnu eru ljómandi fögur, og þarf í því skyni ekki að nefna nema t.d. jólasálminn á bls. 227 [þ.e. Ég vil með þér, Jesús, fæðast], sem eflaust er eitthvert hið fetgursta og im.ilegasta kristið ljóð, sem ort er á ís- lenaka tungu.“ III Það liggja til þess ýmsar ástæður, að þessi sálmur hefur aldrei komizt í sálma- bækur. Jólasálmár eru svo margir, að þar er einna sízt leitað viðbóta. Svo er þetta ekki alls kostar á'kjósanlegur jóla- sálmur, þó að það sé fallegur sálmur og innilegt trúarljóð. En hér er ekki sú lyfting og sá fögnuður, sem menn æskja í jólasöngvum, — nema í síðasta versinu. En því sleppir Matthías einmitt í Ljóð- mælum sínum (og einnig í endurprentun í 2. útgáfu þeirra), það er aðeins til í irumprentun á tvíblöðungnum. Á hinum versunum gerir Matthías fáeinar orða- lagsbreytingar í Ljóðmælum, — eins og hér má sjá, ef borið er saman, og allar tii bóta. Þar sem t.d. hafði upphaflega etaðið í lok þriðja versins: „Jeg vil feginn líka líða, Lausnari, með þér kross og nauð, — þá verður þetta í lokagerð: Ég vil feginn líka líða, lausnarinn góði, kross og nauð. Annars gat það stundum hent Matthí- es, þá sjaldan hann breytti kvæðum sínum, að það yrði fremur til baga. En sálmi eftir sjg mun hann sjaldan eða aldrei hafa breytt til spillis. Með þessari grein er birt mynd af tveimur fyrri síðum tvíblöðungsins, með upphafsgerð sálmsins. Einnig er hann prentaður her, eins og Matthías gekk endanlega frá honum í Ljóðmælum sín- um, nema hvað lokaversið er hér einnig birt. En hvers veigna felldi skáldið það niður? Séra Matthías er eitt hinna fáu miklu innblásturskálda, sem við höfum átt, orti aðeins reglulega vel, þegar andinn Ikom yfir hann. En oft hélt hann áfram að yrkja, eftir að móðurinn var af hon- um runninn. Stundum fann hann þetta sjálfur, þegar hann las kvæði sín seinna, allsgáður af andagiftinni, og sneið þá af þeim lokin. Til að mynda var kvæði hans Hafísinn upphaflega einu erindi lengra en menn þekkja það nú, en er miklu betra með styttingunni. Eins finnst mér vera hér. Þó að upp- haflega lokaerindið sé eina verulega jólaversið, með hátíðarbrag, þá er það þarna að nokkru leyti utan gátta, í ann- arri tóntegund en meginsálmurinn. Hann er hins vegar glöggt dæmi um marga mestu skáldkosti séra Matthíasar, enda koma þeir einna bezt fram í trúarkveð- skap hans og þýðingum. Matthías hafði á takteinum mestallan orðaforða islenzkrar tunigu, allt frá upp- hafi til sinna daga, en var svo örlátur á þá auðlegð sína, að stundum notaði hann þrjú eða fjögur orð, þar sem eitt eða tvö hefðu nægt — og verið áhrifa- ríkari. En í sálmum hans ryðjast rím og orðaflaumur aldrei á undan hugsun og tilfinnimgu, eins og fyrir gat komið í eumum kvæðum hans öðrum, — þar íylgir alltaf hugur máli. Og hér fellur hið orðmarga og orðslynga skáld hvergi tfyrir freistimgum ytra búnaðar eða glæsibrags. Bæði orðaval og orðalag er eins látlaust og óbrotið og hæfir einlægni og innileika hugarþels og sálms. Helzt kynni hér að mega finna að vali eins orðs: „breysk og kalin vetrarrós," — eð nota ,,breysk“ um rósina. En mynd- vísi var Matthíasi ek'ki bezt gefin, og þegar hann notar náttúrumynd í skáld- Jegu líkingaskyni um mannlífið, er það oft, að hann hefur með henni tvær ein- kunnir, aðra, sem á beint við manninn, Matthías Jochumsson: JÚLASÁLMUR Ég vil með þér, Jesús, fæðast, ég vil þiggja líf og sátt; ég vil feginn fátækt klæðast, frelsari minn, og eiga bágt. Ég vil með þér, Jesús, fræðast, ég er bam og kann svo fátt. Ég vil með þér, Jesús, dafna, jafnt að náð og vizku-gnótt, eigingirni heimsins hafna, helga Guði vit og þrótt, eftir mætti saman safna sannleiks-auði dag og nótt. Ég vil með þér, Jesús, stríða, ég vil finna týndan sauð. Ég vil lækna sár, er svíða, seðja þann, sem vantar brauð. Ég vil feginn líka líða, lausnarinn góði, kross og nauð. Ég vil með þér, Jesús, deyja, Ég? — Ó, hvað er allt mitt hrós? Æ, ég vil mig bljúgur beygja, breysk og kalin vetrarrós. Ég vil mð þér, Jesús, þreyja: Ég er strá, en þú ert ljós. — ★ — Óma, jörð, að jólakvæðum, Jesú Kristi fagna hjörð; brenni í heimsins hjartaæðum heilagt lof og þakkargjörð. Dýrð sé Guði í hæstum hæðum, helgur friður signi jörð. efnið sem í huga er haft, en hina, sem á við táknmyndina: Æ, ég vil mig bljúgur beygja, breysk og kalin vetrarrós. Eitt aðaleinkenni séra Matthíasar er víðfeðmi hans og yfirsýn. Hann velur sér oftast einhvern Tindastól að sjónarhæð. En fyrir vikið missir hann oft sjónar á hinu einstaka og smáa, og kvæðin geta orðið þeim mun lausari í reipum og meira flögrandi sem skáldið er víðfleyg- ara. En svo er sjaldnast í sálmunum. Hér er einmitt flest jafn fast í sniðum og heilsteypt sem það spennir yfir mikil víðerni. Hér stendur maðurinn, einstak- lingurinn, frammi fyrir frelsara sínum, lifir og hrærist í honum og með honum allt frá fæðingu hans til dauða. Þetta er allt gert af þeirri samkennd, inn- lifun og trúartilfinningu, að það hlýtur að hrífa okkur með sér. Og þetta tekur aðeins yfir fjögur stutt og samstæð er- indi. „Ég vil méð þér, Jesús, fæðast.“ Þetta er því sprottið af jólahugsun, en er undir eins risið út og upp yfir hana. Skáldið vill mega fylgja ferli frelsarans, lifa hjá honum. Gagnvart Jesú verða menn eins og börn, ekki sízt á jólum. Og í barns- legri auðmýkt vill skáldið fræðast með Jesú, — fræðast um sannleikann — það er sá aúður, sem hann vill safna. Hann vill fá að þroskast, dafna, með Jesú, að náð og vizku, stríða með honum, bjarga, bæta, lækna, í andlegum efnum, — og þjást með honum, deyja með honum. En þá hrekkur hann við. Er hann þess megnugur og verðugur? Vissulega ekki. En þar vferður ekki heldur neinum hrundið burt, og við komumst því lentgra sem við setjum takmarkið hærra. frelsarann nálgumst við ekki með of- forsi og þótta, heldur með bænabeygð- um knjám, bljúgir, í auðinýkt. „Þú ert ekki nær himninum, þó að þú færir upp á tfjall. En stjörnurnar speglast í auð- mjúkum vötnunum,“ segir Jóhann Sigur- jónsson í Galdra-Lofti. Söm er afstaðan hér: Æ, ég vil mig bljúgur beygja, breysk og kalin vetrarrós. Með Jesú vill hann þreyja: bíða og þrá í þolinmæði. Og eins og sólarljósið er næring gróðri jarðar, jafnvel hinni minnstu jurt, er Jesús ljós- og lífgjafi, sáluhjálpargjafi, jafnvel hinum minnsta bróður: Ég er strá, en þú ert ljós. Þannig lýkur sálminum í endanlegri gerð, og þá er hann einsteypt heild. Upphaflegt lokavers ví'kur hins vegar aftur að byrjuninni, fæðingu Krists, og er hátíðleg lofgerð, miklu hástemmdari en ljúflingsljóðið á undan. En þegar séra Matthías sneið lokaversið burt, var það listamaðurinn, sem beitti hörðu við trú- arskáldið — og hafði betur. Að lokum skulu hér rifjuð upp þessi ummæli Einars Benediktssonar, sem hann skrifaði fyrir hart nær sjötíu árum: ,,Séra Matthías yrkir eftir eðli sinu því betur, því æðri efni sem hann kveð- ur um. — Guð er allt, og séra Matthías yrkir bezt um guð.“ Hér yrkir hann um guðs son — manns- ins son_— og um manninn gagnvart hon- um. „Ég“ er hér ekki aðeins skáldið, séra Matthías, heldur sérhver sá, er með sálminn fer, hvert og eitt af okkur. HAGALAGAR Fyrir hundrað árum. Þann 3. júlí 1S64 andaðist öld- uhgurinn Jón Jónsson faðir sr. Páls á Völlum í Svarfaðardal 91% árs. Jón var merkismaður og mikilmenni. Gáfur hans voru góðar, sem bezt sést aif því að í æsku og það á þeim árurn sem hann átti bágast, lær’ði hann að lesa af sjálfum sér, því tilsögn var ekki að fá, og með þeim hætti varð hann manna bezt læs á hverskonar skrift og prent. Venkimaður var hann svo mikill að fá dæmi eru til og sjómaður þótti (hann hartnær óviðjafnanlegur, eink- um stjórnari, og það var jafnan sagt, þegar lífshættu bar að hendi á sjó, að menn hefðu átt honum lífið a'ð þakika næst Guði . . . Seinasta dag- inn, sem hann lifði, sem var sunnu- dagur, ias hann allan daginn í Vída- línspostillu unz kl. var 10 um kvöldið, söng svo andlátsvers, fékk að því búnu slag, hneig út atf og dó. (Annáll 19. aldar) Hvernig fær landið þá staðizt? Annans kvörtuðu menn hér eins og annarsstaðar í Húnavatnssýslu yf- ir vinnumannsleysi og sögðu, að all- ur búrekstur biði af því stórtjón, enda væru ekki nema 4 vinnumenn í sóíkninni. Orsökin sögðu þeir þá, að ungir menn vildu ekki ráðast í vinnu- mennsku hjá bændum, heldur sæktu þeir eftir áð verða lausamenn og þyrptust þeir því vestur undir Jökul, þar sem þeir hefðu miklu hærra kaup en í vinnumennsku hjá bænd- um, einkum síðan fiskverðið hætók- aði eftir hinum nýja taxta. Þarna gætu þeir dvalið óáreittir fyrir ekk- ert gjald gegn því að greiða lítils- háttar gjald,' sem kallast lausa- mennskusikattur til sýslumanns á staðnum. En haldi þessu áfram og lausamönnum fjöigi ár frá ári, hvar fá þá bændur vinnumenn að lokum, og hvernig fær landið þá staðizt? (Ólafur Olavius.) 38. tbl. 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.