Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 5
Rit þa'ð, sem hér fer á eftir, birtist fyrst í timariti í Vesturheimi fyrir áratugum. í>að er ritað á fallegu látlausu máli af vestfirzkum alþýðu- manni, Jóni Kristjánssyni, sem flutt- ist með stóran barnahóp til Vestur- heims allmörgum árum fyrir alda- mót. Sjónarsvið frásögunnar er að vísu ekki vítt, innri hfuti ísafjarðar djúps, frá ísafjarðarkaupstað og vest ur í Jökulfirði. Þarna eru þó sögu- ríkar byggðir, méð fornum höfðingja setrum ag höfuðbólum, svo sem Ögri, Vatnsfirði, Æðey og Vigur. Á þessum slóðum hefir sagan rist sínar rúnir, um fólk, sem þarna háði sína bar- éttu, kynslóð fram af kynslóð. Sú «aga er litrík og margtoreytileg. eins og ásýnd landsins. Þarna eru skarpari skil milli árs- tíða og meiri munur á sum.ri og vetri en víðast hvar annars staðar á landi voru. Vestfjar’ðakjálkinn er fyrst og fremst hásiétta, að jafnaði 6—800 metra há, en firðir og daiir eru eins og djúpar, en tiltöiulega þröngar rispur niður í þetta hálendi. Þarna uppi getur safnast saman margra metra lag af lausamjöll, en þegar Norðri kemur í sinum versta ham, sópar hann þessu snjókyngi fram af hinum þverhníptu hamra- brúnum. Sá bylur getur komið á þessum slóðum, að loftið verði bók- staflega mettað af snjó, bylur sem óþekktur er í iáglendissveitum þessa lands. Snjóffóðahætta er auk þess vi’ða á Vestfjörðum. * egar slíkum veðrum stytti upp, og sólin fór aftur að skína, voru hinir lágreistu bæir oft fenntir í kaf, svo fófkið þurfti að moka sig upp í dagsbirtuna. Gamall víkingur, sem afinn var upp við Djúp, en sem nú dvefur á Hrafnistu, reri á sínum æskuárum á Snæfjal laströnd. Eitt sinn gerð slíkan byl, sem stóð í viku, að skipshöfnin varð að byrja á því að moka snjónum inn til þess að geta grafið sig úit. í þrjá daga vann hún að því, að moka upp sjóbúðina. Aðailíf.sbj'örgina varð jafnan að sækja til sjávarins, og það á opnum áraskipum. Hvergi á fandi voru mun sjór vera bráðari en við ísafjarðar- djúp, því valda hin háu fjöll og hinir þröngu firðir. Þarna geta stórviðri skolli'ð á með svo snöggum hætti, að með ófíkindum má telja. Hinir fornu sfysaannálar þessara byggðarlaga líkjast helzt frásögnum af vígvöllum annarra þjóða. En sumarið á þessum slóðum gietur líka að sama skapi verið dásamlegt, með skærari birtu en þekkist á suð- lægari breiddargráðum vors lands, með hvítri sól á daginn, en rauðri á nóttunnl Dalirnir inn af fjar'ðar- botnunum blána af aðalbláberjum, og sumarhitinn þar getur orðið ótrú- lega mikill. Grasið kemur grænt und an snjóbreiðunni, sem bráðnar upp eftir hlíðunum, svo fénaðurinn, sér í lagi á Snæfjallaströnd, gat haldið sig í nýgræðingnum langt fram á sumar. Djúpið og jafnvel firðirnir voru hin fengsælustu fiskimi'ð. Að vera á handfæraveiðuim um sólstöð- ur í óðum fiski úti á ísafjarðardjúpi, það er paradísarvist á vorri jörð. Firðirnir voru auk þess oft svo mor- andi í síld, að stundum mátti háfa hana beint upp úr sjónum. Og síld- ina eltu hvalir af mörgum tegundum, og mergð þeirra varð stundum það imikil, að þeir gátu orði'ð fiskibótum toættulegir. Þetta breyttist hins veg- ar fljótt, er Norðmenn hófu hval- veiðar þar vestra, og iétu greipar sópa í þeim auðsuppsprettum, sem íslendinga sjálfa skorti bæði efni og manndóm tif að hagnýta sér. að er á þessu mikla leiksviði, sem heiðurskempan Otúel Vagnsson birtist. Höfundur eftirfarandi greinar um Otúel hvarf af landi burt, svo sem áður segir, alllöngu fyrir aldamót. Hann hefir verið glöggskygn unglng ur, heyrnar og sjónnæmur á allt hi'ð kátbroslega í fari höfuðpersónunnar. Öll frásögnin er mótuð af góðvild til Otúels, sem var honum góð-ur og nærgætinn húsbóndi. En þegar höf- undur semur grein sína, vestur í Canada, hefir hann ekkert við að styðjast annað en gott minni, ekki eina einustu skrifaða heimild. Um uppruna og æsku þeirra hjóna, sem Það er eflaust rétt hjá greinarhöf- undi, að Otúel hafi fyrst litið hina glæsilegu mey, er hann hefir lent bát sínum á Melgraseyri í einhverri hérferð sinni um djúpið. Hér sá hann sér leik á bor'ði og réði sig sem vinnu mann til þeirra hjóna, þá hafa hon- um orðið hægari heimatökin, Otúel hefir líka verið eftirsóttur sem vinnumaður, því fáir hafa tekið hon- um fram í því, að draga björg i bú. Mr annig atvikaðist það, að Otúei varð hlutskarpasti veiðimaðurinn sem oftar og tókst bonu.m áð krækja í stúlkuna, og gengu þau í hjónaband 21. sept. 1856. En milkið hefir hann orðið að skjóta og aura sér saman fyrir það brúðkaup, því Dagmey brúði sinni gefur hann hvorki meira né minna en 20 ríkisdali í morgun- Þar bjuggu hjón, sem voru honum a3 góðu kunn, Guðbjartur Jónsson og Ragnlhildur Halldórsdóttir, að vísu í húsmennsku, og hjá þeim hafði Otúel öðru hvoru dvali’ð. Það kom í þeirra hlnt að hlynna að honum síðustu stundirnar sem hann lifði, en hann andaðist 14. sept. 1901. Otúel var jarðsettur hjá konu sinni og syni í Unaðsdalskirkjugarði a< sóknarprestinum séra Páli Stephen- sen, sem þá sat á Melgraseyri. Ekki skildi Otúel eftir mikinn jarðneskan auð, því svo segir í skiptaskýrslunni eftir hann, að reitur hans hafi rétt hrokki'ð fyrir útfararkostnaði. En hér befur upp frásögn Jóns Kristjánssonar af heiðurskempunni Otúel Vagnssyni. K. S. greinin fjallar um, hefir hann orðið að fara eftir annara sögusögnum, en þar befir stáðneyndum nokkuð skol- azt til, sem eðlilegt er. Aldrei hefir verið gerð tilraun að leiðrétta þá ágalla, eða fylla í skörðin. Þar er að vísu erfiðara um vik, sökum þess, að kirkjulbækur úr þessum byggðar- lögum frá öldinni sem leið, eru hálf- ger'ðir gallagripir, og sumar glataðar með öllu. Otúel Vagnsson var borinn í þenn- an heim hinn 1. október 1834, að bænum Dynjanda við Leirufjörð, en það er smáfjörður, sem skerst inn úr Jökulfjörðum. Otúel var óskilgetinn. Faðir hans var Vagn Ebenezersson bóndi þar, en móðirin var Ingibjörg Ebenezersdóttir. Vagn bjó alllengi á Dynjanda og var hreppstjóri sveitar- innar um skeið, Otúel ólst þar upp í hópi systkina, sem voru fleiri en greinarihöfundur telur. Rétt fyrir fermingu flytzt hann að Arnardal, sem er á nesinu milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Otúel var fermdur að Eyri í Skutulsfirði af hinum merka klerki séra Hálfdáni Einarssyni, föð- ur Helga lektors. Fær hann þann vitnisburð að hann sé læs og sæmi- lega að sér, en hegðun „í meðallagi.*1 Greinarhöfundur segist ekkert vita um ætt „maddömu Dagmeyjar" konu Otúels, en telur hana hafa verið fóst- urdóttur hjónanna á Melgraseyri, en þetta er misskilningur. Hún var bor- inn og barnfæddur Álftfirðingur, fædd árið 1630, dóttir hjónanna Jó- hanns Jónssonar og Elísabetar Hin- riksdóttur. Hún var alin upp hjá for- eldrum sínum, í stórum systkinahóp, fyrst á Dvergasteini, sem er út með firðinum, þar sam norska hvalvei'ði- stöðin var síðar reist, en siðan í Hatt- ardal meiri fyrir botni Álftafjarðar. Fyrst tvítug að aldri flytzt hún frá foreldrum sinum að Melgraseyri, efcki sem fósturdóttir, heldur sem hjú. gjöf, sem var ekki lítið fé í þá daga. Sennilega hefir þetta verið aleiga (hans, en hvað er ekki gerandi fyrir slíka gersemiskonu. Þau hjón eignuðust einn dreng, Bbenezer, sem nefndur er í greinni. Hann var aldrei hiraustur, og 2. maí 1879 deyr hann innan við tvítugt, sem vinnupiltur áð Tirðilsmýri. Varð hann þeim hjónum eðlilega harmdauði. Þar með ver draumurinn búinn, svo þau hjón eiga nú enga afkomendur á lífL Eftir búslkap þeirra á Snæfjöllum, fluittust þau að Berjadalsá og bjugigu þar í þurrabúð, í svoneifndu Otúels- húsi. Þar andaðist Dagmey 12. apríl 1894, 64 ára að aldri. Eflaust hefir Otúel saknað konu sinnar mikið, því eftir lát hennar undi hann sér helzt hvergi nema á sjónum. Hingað og þangað hefir hann átt skjól og allir verið honum gó'ðir. Þótt allharkalega sé lýst í greininini viðureign hans og Æðéyjarjarla, því þeir sem drápu æðarfugl vom jafnan illa séðir af varpeigendum, en ailt um það sætt- ist hann við þá fullum sáttum. í ell- inni átti hann þar vinum að mæta og dvaldi hjá þeim tíma og tíma. Rétt fyrir sefilokin lagði hann eitt sinn sprökulóð í sundið innan við Æ'ðey, og fékk á hana lúðu, sem vó mörg hundruð pund, eina þá stærstu sem sézt hafði þar um slóðir. Þótt Otúel væri einskipa tókst honum að vinna á skepnunni og bjarga henni upp í fjöru í Æðey. Þar risti hann lúðuina í sundur og fékk lánaðan hjall til þess að herða hana í rikling. Vinum sínum í Æðey hefir hann get- að giefið rafarbelti ómælt í so’ðið. Greinanhöfunidur telur Otúel hafa verið á bát sínum út af Skutulisfirði er hann tók sina banasótt. Fánsjúkur hefir hann siglt inn allt ísafjarðar- djúp til sinna fornu heimkynna og , lent hjá Skarði á Snæfjallaströnd. að er orðið alsiða að skrifa um menn, sem að einhverju leyti hafa þótt ein- kennilegir. Um Hannes stutta er t.d. búið að skrifa margar grein- ar, og að því er mér skilst hefir verið einkennilegastur fyrir vöxt- inn, montið og skáldskap sinn, og fyrir hvað glíminn hann var, fljótur og snar í hreyfingum. Sá, er hér verður sagt frá, var ein- kennilegastur fyrir sjálfsálit og mont, fimni í öllu, sem hann æfði í æsku, hver afbragðs skytta hann var og aflasæll, en svo var hann meiri og merkari maður en Hannes að því, að hann var kvæntur, átti fríða konu, að mörgu leyti myndarlega. Hann bjó allmörg ár sem bóndi, var einatt formaður, er á sjóinn koan, frá því han var unglingur, enda var honum ómögulegt að vera imdir stjórn annarra, hvorki á sjó né landi. Otúiel var sonur Vagns bónda, er lengi bjó á Dynjanda í Jökulfjörðum í Norður-íis'afjarðarsýslu. Vagn var orðinn gamall maður, er ég sá hann. Hafði hann auðsjáanlega verið mynd armaður í sjón, harðlegur og ómjúk- ur á manninn, og trúðu margir Horn- strendingar því, áð hann væri fjöl- kunnugur, eða vissi lengra en nef hans náði. Mig minnir, að sagt væri, að Vagn hefði átt fjóra sonu: Otúel, Jón, Alexander og Veturliða; Auk Otúels kynntist ég Jóni og Alexander, voru þeir báðir mjög myndarlegir menn, báðir hraustir að líkamsburð- um, og skemmtilegir í sambúð, eink- •ss 38. tbl. 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.