Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 7
rúmlega í beltisstað, þegar mesti yfir- lætisgassinn var á honum, veifaði bann hvorum handleggnum yfir ennan svo hart og títt undir trefju- endunum, að þeir sýndust eins O'g rauðir vængir á harða flugi. Otúel , var bráðlyndur. en ótrúlega gleym- inn á allt þess háttar, hver sem í hlut átti. Þegar menn hældu honum i háði, tók hann því ötlu með alvöru og þótti afarvænt um. ’ Við Geir gamli komum ekki heim ( bæinn, fyrr en dimmt var or’ðið, írá sjóverkunum. Var þá kominn góð kunningi Otúels, sem Bjarni hét Hall- dórsson frá Sandeyri, næsta bæ, hafði Otúel boðið honum að koma að fá hressingu hjá sér þetta kvöld. Otúel var hinn kátasti að -skrafa við Bjarna gamla. Þegar ég hafði þvegið mér og farð úr blífðarfötunum, var kallað é mig inn í hjónaverelsið, átti ég að setjast þar að borði með húsbónd- anum, gestinum og syni þeirra hjóna, ! það var drengur 9 áfa, sem var eina : barnið og hét Bbenezer, hann var heilsuveill og því óefnilegur að lík- amsburðum. Á borðið vair kominn mesti ruðningur af'ails konar góð- gæti: svið, súrir lundabaggar, salt- eðar bringur, og steikt rafarbelti, diskar og hnifapör og staup hjá hverj um diski, og pottflaska með hressingu í, þetta var hátíðisdagur (allra heil- egra messa). Otúel bað okkur að gera svo vel, og byrjaði sjólfur með því áð fylla staupin. Þegar við vor- um komnir í bezta gang með að gera vistunum góð skil, með fjöirugum Bamræðum um sela- og hnísuskytterí, kemur húsfreyja inn í herbergið, þó íremur stillileg, gengur upp að bónda Binum og rekur honum rokna löðr- ung, svo að smellurinn í kjamma Otúeis hefði mátt heyrast yfir í hinn enda baðstofunnar, gengur svo fram eð herbergisdyrunum, stanzar þar og horfir á okkur. Otúel varö hálf-hverft við þennan vel útilétna snoppung, leggur frá sér hnífinn og forkurinn Btarir á konu sina og segir: „Maddama Dagmey, hvern slóstu?" Þetta tvítók hann. „Þú slóst fræga heiðurskempu, Otúel Vagnsson, sem þú átt fyrir bónda, sem skaut selinn á Hlöss- unum, standandi í sjónum upp í herðablöð.1* Hiúisfreyja fussaði, fór út og læsti á eftir sér. Otúel náði Bér furðu fljótt og skeggræddi við okkur eins og ekkert hefði í skor- izt, en auðséð var á útliti húisfreyju, þegar hún kom inn, hvernig í öllu lé og að Otúel hafði ekki skrökvað að mér hiðri í fjörunni. Bjami gamli hefir víst hugsað að kvöldið mundi ekki verða mjög Bkemmtilegt, því hann kvaddi og fór etrax eftir að við vorum búnir að borða. Otúel rak þá son sinn út, og læsti að okkur og segir: „Jónsi, bless- áður unginn hún mamma er orðin kennd, ég*má ekiki fá mér í staupinu meira í kvöld, þetta er mótlæti, Jónsi, en ég ætla að bera það eins og heið- urskempa," sagði hann með áherzlu, ©g hann efndi það vel, drakk ekkert meira það kvöld; enda var það — að virtist — föst regla hans í hvert sinn, Bem það kom fyrir að kona hans drakk svo að á henni sá, áð hann passaði sig að smakka ekki vín, og virti ég það mikið við hann, hann var þá líka ætið svo stil'ltur og pi-úður, aumkvaði „Maddömu Dagmey“ í hverju orði og kalláði hana blessað- an ungann, en helzt vildi hann þá ekikert nálægt henni vera. u m veturinn fórum vð alloft i kaupstað, og gjörðist þá margt sögu- legt. Einu sinni sem oftar fór Otúel SNÆFJALLiASTRöND, séð frá Ögurnesi, þvert yfir Isafjarðardjúp. Snæfjall er yzt til vinstri, og undir þvi er bærinn Skarð. Þá er Ytra Skarð, ©g Innra Skarð er tii hægri á myndinni, en í því skarði er Möngufoss. — Drangajökull í baksýn. (Ljósmynd Hjálmar R. Bárðarson). með okkur á litla bátnum í kaupstað og hafði allt gengið fljótt og vel, en þegar við vorum rétt komnir til að Æara heim aftur, mundi Otúel að hann hafði gleymt poka með dóti, inni í búðnni og bað mig að hlaupa eftir honum. Mér dvaldist nokkuð, því búðarmennirnir voru inni við mið- dagsverð; á meðan komu í land fjórir eða fimm Fransmenn, frá fiakiduggu, sem lá þar í sundunum, og höfðu lent örskammt frá bátnum okkar. Þegar ég kom aftur, var Otúel í hróka ræðum við þá um Þýzkfranska stríð- ið, sem öllum var þá í fersku minni. Otúel lét dæluna ganga, auðvitað allt á íslenzku, sem þeir skildu ekki orð af, meðan gaf Otúel þeim óspart í staupinu. ;,BJessaður unginn hann Napóleon minn, ég vildi ég hefði verið kominn þangað með laufana mina, þá hefði Þjóðverjinn mátt vara sig, ég hefði skotið þrjá og fjóra í hverju sikoti, maður G-u-ð-s, ég hefði fækkað þeim með stóra laufanum mínuim. Blessaður unginn hann Napó leon minn hefð þá haft frœgan sigur og komið glaður heim til drottningar- innar sinnar.“ Þeir 'frönsku bulluðu eitthvað á móti, sem enginn okkar skildi orð af. Ég kallaði til Otúels, að við þyrftum að fara að komast af stað, var þá búíð úr flöskunni, en eftir að kveðja þá frönsku, og það gjörði Otúel með ótal kossum og faðmlögum, sem aldrei ætluðu að enda. Annars var það eitt sem mér þótti ekki sem skemmtilegast, þegar það kom að Otúei að hann vildi mikáð kyssa, að þá vildi hann reka tunguna upp í mann um leið. Það hafði legið í siktinu allan vetur inn, að við færum í „skytteríistúr“ norður Jökulfirði, og hafði ég hlakk- að til þess, en tíðin var einatt svo slæm og rosasöm. Loks á góunni var lagt af stað á litla bátnum, stýrislaus- um (Otúel stýrði einatt iitla bátnum með ár). Ég og gamli Geir vorum ræðararnir. Tvær byssur voru hafðar með, talsvert af mat, sem nesti, og 4 pottar af brennivíni. Þar sem við lentum fyrst þar norður, var á Nesl í Grunnavík, var Otúel þá vel hress, stóð með hendur á siðum uppi á öft- ustu þóftunni, og segir við okkur gamla Geir: „Verið þið stoltir uppi á skútunni piltar og heilsið ekki smá- dónunum". Við vorum viku í túrn- um, fengum engan sel, en vont veð- ur og urðum fegnir að komast heim aftur. Æ ðárvarps-eigendum við djúp- ið var mörgum illa við Otúel, og oft lögsóttu þeir hann fyrir æðarfugla- dráp; hann var aldrei álitinn kjark- maður og hafði orðið mjög lítilfjör- legur er hann varð að mæta fynst nokikrum sinnum fyrir rétti, en hann æíðist við það von bráðar, svo hon- ■* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 38. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.