Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 10
Þelr sogðu að Cham'berlain, en svo köll- uðu þeir Jón Villa, fyndi lyktina af fiskinum. Einhverjir höfðu haft í hyggju að elta okkur og reyna þannig a’ð finna 'hvar við værum, alltaf í mo-kfisiki. En bæði var það að Jón var slunginn, svo gekk trillan okkar verst allra þeirra er lengra sóttu, svo við urðum ’alltaf á . eftir hinum. f>eir sáu okkur taka stefn- una út fyrir Gjögurinn og töldu því, að við myndum vera einhversst-aðar á Grímseyjarsundinu, enda sagði Jón það, er hann var a'ð spurður. En þegar bát- arnir voru horfnir sjónum okkar út á sund snarbeygði Jón til austurs og hélt upp undir land undan Þorgeirsfirði og þar lögðum við dag eftir dag rétt í fjarðarmynninu og drekkhlóðuim trill- una. Þegar líða tók á daginn og við vorum langt komnir að draga línuna tók að Þyngja meira í lofti og setti yfir okkur þokuslæðing. Við héldum heim á leið og var trillan þá svo hlaðin að með borðstokkum flaut. Haldið var vestur ar skyldu út árar og reynt að halda bátnum frá landi. Þetta fannst mér vitlaust í meira lagi. Því ekki að láta sig reka upp í fjöru og reyna að bjarga sér á land? Ekki var ofsögum sagt af vitleysunni í mér. Vissi ég ekki að báturinn gæti brotnað í spón ef við færum upp í fjöru? Það varð um fram allt að reyna að halda sér á floti svo lengi sem kost- ur var. Við Valdimar stóðum í fiskin- um í klof og rerum hvor með sinni ár eins og við lifandi gátum. Það munaði litlu að við hefðum það ekki fyrir Kjálka nesið, því trillan var blýþung. Ekki var að tala um að henda neinu af hinum dýrmæta farmi fyrir borð og hér var svo djúpt að ekkert þýddi að kast krökunefnunni fyrir borð, sem við höfð- um. ák Róa, róa! öskraði Jón er hann leit upp frá véiinni. Hann var stöðugt að fyrir Gjögurtána og grunnt undan landi inn fyrir Kjálkanes. En undan því tek- ur gamli vélarrokkurinn að hósta og hiksta. Við Valdimar sátum frammi í dráttarrúmi og fengum okkur bita. Þegar við höfðum snætt var vaninn að annar- hvor hásetanna tæki við stýrinu . og sigidi heim en hinn færi að gera að og legði sig síðan ásamt formanni. En nú hætti vélin skyndilega að ganga. Enginn okkar mun hafa þekkt neitt að ráði til véla eða vélaviðgerða. Vi’ð gát- um allir komið þessum gamla Skandia- nokk í gang, þegar við höfðum hitað glóðarhausinn vel með gaslampanum. En nú var alveg sama til hvaða ráða brug’ðið var. Vélin vildi alls ekki í gang á ný. Ég hafði verið í vegavinnu og eins og allir strákar var ég vitlaus í bíla. Ég fékk líka að grípa í þá stund- um hjá bílstjórunum og taldi mig þá þegar orðinn töluverðan bílstjóra. Þegar öll ráð virtust þrotin kom ég með þá epaklegu spurningu hvort ekki myndi vera benzínstífla að vélinni. — Benzínstífla, sögðu hinir báðir í sömu andrá með takmarkalausri fyrir- litningu. — Vélin gengur alls ekki fyrir benzíni. Hún gengur fyrir hráolíu. *■ Þar með var ég úr leifc og athuga- semdir mínar a'ð engu hafðar, enda naut ég takmarkaðrar virðingar sem sjómað- ur hjá þeim félögum mínum. Ég, sveita- lubbinn, sem aldrei hafði á sjó komið og hvert handtak þurfti að kenna. Það voru þá helzt líkur til að slíkur sauður hefði eitthvert vit á bátavélum, eða hitt þó heldur. Ég sneyptist því fram í og lét ekki á mér bæra langa hrfð. En nú rak okkur óðum upp undir Kjálkanesið og fyrirskipaði Jón að sett- reyna að bjástra við að gera við hana. Hann var búinn að rífa af henni glóð- arhausinn og sat við að berja innan úr honum sót og gjall. Hitt hafði hann ekki hugleitt að þéttinguna eyðilagði hann um leið og hann tók glóðarhausinn af. Mér var síðar sagt frá þessu öllu og véla- mennska Jóns þá í engu rómuð. Við vorum orðnir uppgefnir við róðurinn, en okkur tókst með herkjum að halda bátnum frá landi þar til okkur tók a’ð reka til hafs utan við Gjögurtána. Þá var ekkert land að óttast lengur, enda hvarf það okkur sjónum í þokuna. Við sátum með hendur í skauti. Ekk- ert var hægt að gera. Jón hafði gefið vélina upp á bátinn og hætt öllum til- raunum til viðgerða. Nú var ekki um annað a'ð ræða en sitja og bíða þar til einhver bátur eða 9kip rækist á okkur og bjargaði okkur til lands. Ekki veit ég hvað félagar mínir hugs- uðu. Jón bölvaði dálítið, af og til, en Valdimar var þögull. Ég hugsaði hins- vegar margt. Allar hrakningasögur, sem ég hafði heyrt og lesið, ruddust fram í hugann og ég mun sannarlega ekki hafa verið upplitsdjarfur þar sem ég hýmdi. Niestisskrínan var tóm og við vorum nærfellt vatnslausir. Ekki var þa’ð björgu legt. Nú vantaði kraftaskéld á borð við Látra-Björgu til að kveða okkur heila í höfn. Það leið fram á kvöld og sumarnótt- in lagðist yfir. Allaf var sama þokan. Ekki verður því neitað að heldur var hráslagalegt að hýma þarna. Við heyrð- um ekkert hljóð nema gjálfrið í öldun- um við borðstokkinn. Það var logn en við vissum ekkert hvert straumurinn bar okkur, sennilega eitthvað austur með landnu. Mér var hu-gsað heim, hvernig mömmu yrði við þegar tlkynning kæmi í út- varpinu um að okkar væri saknað. Sjálf- ir myndum við ekkert heyra, því við höfðum hvorki útvarp né talstöð. Margt fleira kom mér í hug, en ég þorði ekki að víla. Vildi ekki láta félaga mína gera grín að mér, en 15 ára strákur er efcki á marga fiska þar sem hann hýmir í alls lausum báti, sem hvorki kemst aftur eða fram, og bíður eftir björgun, sem eng- inn okkar vissi hvenær kæmi. Við vorum orðnir svangir og þreytt- ir og syfjaðir. Vi'ð gátum þó ekki sofn- að. Menn voru ekki í neinu skapi til að kveða eða syngja, segja sögur eða drepa tímann á annan hátt, eins og maður hafði heyrt aðra gera er þeir lentu í hrakningum. Það var þögul þrenning sem vaggaði þessa júlínótt í litlum báti með bila'ða vél. Eflaust hafa hljóðlátar bænir stigið upp úr hugum þessarar ein- mana þrenningar. Það var komið undir morgun þegar við heyrðu'm mótorskelli skammt fré okkur og út úr þokunni kom skipsfer- l'íki, að okkur 'fannst. Þarna var kom- inn mótorbáturinn Björn Jörundsson. Okkur var borgið. Þar um borð voru vinir og kunningjar og okkur var vel tekið, drifinn í okkur matur og drykk- ur og síðan man ég ekki meir fyrr en komið var a'ð bryggju í Hrísey. Þar vaknaði ég í hlýrri koju um borð í Birni. Allt er gott þá endar vel. Siggi í Hvammi bölvaði hraustlega yfir bilun- inni og hann var fljótur að finna sjúk- dóminn, einföld olíustífla. vig. Bridge Hinn kunni bandaríski spilari Oharles Goren, heldur því fram, a'ð eftirfarandi spil hafi verið spilað í rúbertubridge. Tekur Goren spil þetta, •sem dæmi um, hve spilaiskipting sé mikilvægari, en háspi'l. Hvort sem spil þetta er tilbúið eða ekki, er gaman að atlhuiga það. Sagnir gengu þannig: Vestur — Norður — Austur — - Suður 2 V P. 3 ♦ 4 G.!! D. 5 * P. 6 A D. P. P. P. A 8-0-5-4-3-2 V — ♦ — ♦ 9-8-6-5-4-3-2 , A A A K V Á-K-D-G-10 V 9-8-7 A K-D-5-3 ♦ A-G-10-9-4-2 A Á-K-D A G-10-7 A D-G-10-9-7 y 6-5-4-3-2 ♦ 6-j5-4-3-2 *------ Vestur sagði *í byrjun 2 hjörtu og var harla ánægöur þegar félagi hans sagði 3 tígla. Suður var efcki ein,s ánægð- ur og þóttist sjá að A—V væru á leið í slemmu. Vildi hann reyna að villa fyrir þeim og taldi að 4 grönd væri ein- mitit rétta sögnin. Vestur var ekki lengi að dobla og norður sagði sinn „besta“ lit eða 5 lauf. Su'ður var nú ekfci í neinum vafa um að rétt væri að „fórna'* og sagði því 6 spaða. Vestur dolblaði, þótt segja megi að hann eigi að segja 7 tígla, því eftir spaða-sögn suöurs, hlýtur austur aö eiga tígul ás. Lokasögnin varð 6 spaðar og vestur lét út lauf. Eins og sést á spilunum þá vinnur suður 6 spaða auðveldlega. And- stæðingarnir fá aðeins einn slag á tromp. — Otúel . Framh. af bls. 11. hafði Otúel þá borgað ærleg björgun- arlaun. Otúel var ekki hófsemdarmaður á tóbak e'ða vín, hann notaði neftóbak, og það oft svo freklega, að rjól-pund- ið dugið bonuim ekki yfir vkuna, og einatt varð einhver að vera að skera ’ tóbak fyrir hann. Hann átti afarstóra silfurbúna pontu, mjög fallega, og ákaflega sveran gullhring bar hann é hægri hendi, hann hafði og mjög fallegar hendur. Ætíð gekk hann þokkalega til fara, og var svo þrifinn að sjaldan sást neitt á honum, þótt hann væri í slorverki. Hann var í Bókmenhtafélaginu, og átti allar Bók-11 menntafélags-bækurnar frá því hann ' gekk í félagið og geymdi þær vel, því aldrei var skokð upp úr þeim. Gaman þóti honum að heyra sögur lesnar. Uppáhaldssaga hans var Njála hana átti hann og lét oft lesa í henni. Af rímum þótti honum vænst um Úlfars-rímur og í þeim kunni hann talsvert. Otúel var greiðugur og mjög góður við fátæka, og var hugulsamur við þá. Föður sínum sendi hann lí’ka ýmislegt úr kaupstað, að gjöif. Karl faðir hans var raunar ekki fátækur, en vanhagaði þó stundum um ýmis- legt úr kaupstað, en ekki var hann syni sínum ærfð þakklátur fyrir það, sem hann gaf honum; hann áleit j Oucel nkan, og skyldan til að gefa ' sér. Eiruhverju sinni sendi Otúel hon- um hálftunnu af matvöru; karl leysti i þegar fré pokanum að sjé, hvað í honum væri, en þegar hann sá að það var rúgur, sagði hann: „O, bölv- aður, og gat ekki látið það ------- grjón." vera E: kki man ég, hvaða ár Otúel missti konu sína, það var allmörg- um árum eftir a’ð ég fluttist hingað vestur. Hafði hann saknað hennar mikið og undi sér helzt hvergi eftir það, nema á sjónum. Hann lifði sem húsmaður allmörg ár á Berjadalsá, sem er lítil veiðistöð skammt fyrir innan Snæfjöll, hafði hann oft, þegar bezt var tíðin á sumrin, verið einn á bát í vei'ðiferðum svo sólarhringum skipti, og einatt varið heppinn með byissuna, og skotið margan selinn og hnísuna, sem hann skaut oft tvær í sikoti. í einum slíkum túr var hann, er hann veiktist, var þá staddur vestur á Skutulsfirði, og hafði þá verið búinn að vera úti í tvo sólar- 'hringa. Lenti hann þá í 'svokallaða Skarðseyri, en þar bjó maður, sem Guðbjartur heitir. Otúel komst me’ð naumundum heim að húsinu, sagði Guðbjarti að hann mætti eiga það, sem í bátnum væri, ef hann bjargaði honum undan sjó, og léði sér rúm að leggjia sig fyrir í. í bátnum var einn selur og tvær hnísur. Otúel lé þar tæpan sólanhring, unz hann andaðist. HAGALAGÐAR Hvað aflast fljótt... Bóndi sá er bjó í Botnum þar nærri afrétt Meðallendinga græddi vel fé á fá- um árum. Þá hann var að flytja sig f burtu, samansafnaði hann miklu af fé sínu i einn hólma í fljótinu þar hjá bæn- um sem hann ætlaði að burt reka, en eldurinn hljóp þá fljótar en hann hugði yfir fljótið og hólmann, svo á lítilli stundu sást ei hold né hár af því. Hva3 aflast fljótt, eyðist á stundum og svo fljótt. (J. Stgr.: Eldrit) 42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 38. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.