Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 20
eftirsóknarvert eða tekjumikið. Tveir merkispnestar, sem ofarlega á síðustu ö/d fengu veitingu fyrir Eyvindarhól- um og ætluðu að hefja þar prestsikap sinn, nýkomnir frá prcifirmðinu, hættu báðir við og kusu sér önnur brauð, sem laius voru. >að voru þeir sr. ólasfur Magnússon, sem fór að, Sandfelli og sr. Helgi Hjálmarsson, sean fór að Helga- etöðuim. Ýmsir prestar á fyrri tíð voru þaulsetnir á Hólum og dóu þar í em- bætti í elli sinni. Sumir höfðu sótt um önnur braiuð og fengið, en hættu við að fara og sátu kyrrir. Fjórir feðgar: Jón Jónsson, Magnús Jónsson, Jón Magnús- eon og Sigurður Jónsson, héldu Eyvind arhóla meira en hundrað ár á 16. og 17. öd. Mun það sjaldgæft, etf þess eru þá nokkur önnur dæmi, að prestaætt haldi tryggð við stað og kall. Síðari helming 18. aldar - 1745-97- voru feðgarnir sr. Háifdán Gíslason og Jón sonur hans prestar í Eyvindarhól- uim. Sr. Hálfdán var Eyfellingur að ætt fæddur í Stóru-Mörk. Eftir stúdents- pnóf varð hann strax aðstoðarprestur í Eyvindarhólum, og var þar alla em- bættistíð sína. Má því með sanni segja að hann ihafi helgað Eyfelilingium alla starfsævi sána og starfsknafta. Sr. Háldán þótti ekki mikill prestur, sára einfaldur og daufur í prestverkum og latolegan vitnisburð fær hann hjá Har- boe, sem yfirheyrði hann 4. nóv. 1744. En sr. Hálfdán var vel giftur. Khna hans var „hin góðfræga merkiskona“, Margrét dóttir Jóns klausturhaldara í Kirkjubæ og sýslumanns í Skaftafells- sýslu Þorsteinssonar. E.t.v. hefur það verið henni að þakka að sr. Háftfdán er talinn hafa verið sæimilegur búhöld ur, en háif búralega mynd fær maður af honum í þessari vísu, sem tailin er hatfa verið kveðin uim hann á tferða- laigi: Áfram gengur okkair lest ekki eru baggar léttir. Hafið þið séð hann Hálfdán pnest. Ihottandi á eftir. 1 æviskrám eru talin fjögur börn sr. Hálfdáns og Mad. Margrétar, tveir presbar og tvær prestkonur. Bræðurn- ir urðu prestar sitt hvorum megin við Markarfljót, sr. Sæmundur í Fljótshííð arþingum og sr. Jón, sem varð aðstoð 52 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- arprestur hjá föður sínum og hlaut svo embættið eftir hann. Hann þótti frekar gáfnadaufur og stirður til prest verka sem faðir hans. Kona hans var prófastsdóttir frá Holti, Þorbjörig Sig- urðardóttir Jónssonar. I>au voru bam- lauis. Hún andaðist í Eyvindarhólum sumarið 1836’ og var þá komin um tí- rætt. — Sr. Jón Hálfdánarson varð ekki gamaiL Hann dó 1797 á fimmtug asta og öðm aldursári. Sr. Jón Hjalta- lín kveður um hann í Tíðavísum: Háldán niður Hóla við herrans þjóninn skildi Jón. Reifður griðum fór í frið, frí við tjón af Kristi bón. # Eftir sr. Jón fékk Eyvindarhóla hálf fertugur prestur frá Ásum í Skaftár tungu, sr. Ólafur Fálsson albróðir sr. Ásgríms í Stóradal og hálfbróðir sr. Fáis prófasts í Hörgsdal. Sr. Ólafur var kvæntur Helgu yngstu dóttur sr. Jón Steingrímsfjo nar. Þau sátu í Ey- vindarhólum við bezta orð í næstu fjóra tuigi ára. Sr. Ólatfur þótti andríkur kennimað ur. Síra Tómas Sæmundsson, sem talaði yfir ‘honum látnium 15. janúar 1840 (sr. Ófaifur dó 30.12. ’39), segir að hjá hon um hafi farið saman góðar gáfur, með skapað atgervi, lán og stakir mann- kostir. Öll störf sín hatfi hann unnið af alúð og samvizkusemi og „dæmi hans og dagfar studdu betur en nokk- ur orð hefðu getað til að auka ávöxt- inn“. Nokkuð fastheidinn mun sr. Óiafur hafa verið á fornar venjur, sem má marka af því, að hanm hélt þeim sið síðastur presta að byrja messur á jóla- og nýársdag í dögun. (ísl. þjóðh.). En góðrar virðinga munu þau hjón bæði hafa notið meðal sóknarbarna sinna svo sem þau áttu skilið. Þau voru bæði mannkostamanneskjur eins og þau áttu kyn til. Síðastur þeirra, sem fékk veitingu fyrir Eyvindarhólaprestaika li var Vest mannaeyingurinn sr. Jes Anders Gísla son. Hann vígðist til Hóla árið 1896 og var þar prestur í átta ár er hann fluitt- ist austiur í Mýrdai. En hann mun hafa þráð út í Eyjamar sínar. Hann sagði atf sér prestskap vorið 1907 og var við verzlunarstörf og kennslu í Vestmanna eyjum til dauðadags. Nú eru sextíu ár síðan prestur hefur setið í Ey vindarhólum. En kirkjustað- ur þeirra Austur-Eyfellinga verður þar um ófyrirsjáanlega framtíð. Hér er allt söfn-uði og húsráðendum ti/I mikiís söma. Umgengni öJl með einstökum þrifnaðar- og myndarbraig. Þurrar og þrifalegar stéttir, malfcÞrin hlöð, heim reiðin greið og krókalaus. Og hér stendur kinkjan svo björt og hvít, að erfitt er að horfa á veggi benmar í geislændi birbu þessa heiða sumardags. Kringum hana er snoturlega girtur reitur. Frá öilu er genigið vel og traust lega. Svona á það líkia að vera. Þetta er allt tiJ: mikiUar fyrirmyndar — lika kirkj ugarðurinn vel skipulagður, sleg- inn og hirtur. Við göngum um garð- inn og lesum á legsteinana, en við þekkjum ekki þetta fólk, ekki einu sinni af afspum. Einn steinninn vek- ur athygli okkar. Hann er öðruvísi en hinir. Svo var líka um þann, sem und- ir honum hvílir — hann var enginn meðalmaður — Þorvaildur Björnsson á Þorvaldseyri. Já, hér er hann gratfinn, þessi maður sem var á sínuim tíma svo kunnur um alilit Suðurlamd. En hver hlutur er lítill hver er stór? Þveir hvílasit báðir jafnt. G. Br. - GRÆNLAND Framh. af bls. 45. - hafði oltið um hrygg nokkrum vikum áður, lá net beint út í skollitaðan sjóinn, og önnur prýddu lahdslagið svo langt sem augað eygði. Við lyftum nokkram netanna upp úr sjónum, sem þarna va* mjög skollitaður vegrfe jökulleirsins, sem áin ber fram, og það brást vart að ein eða tvær bleikjur sæjust í þeim strax 2—3 metra frá landi. Grænlend- ingarnir höíðu einnig veitt dávei, og kváðust ætla að verða þarna við veið- arnar í viku eða 10 daga enn. Bleikjuna flökuðu þeir og söltuðu síðan í tunnur. Aflann hugðust þeir selja Grænlands- verzluninni. Við gengum upp með ánni í dalbotn- inum, um klukkustundar gang, og að bezta veiðistaðnum þar. Ekkert ferxgum við þó þar, og mun þar hvorttveggja hafa komið til, að óvenju mikið vatn var í ánni, og hún mjög jökullituð, auk þess sem við vorum sjálfsagt a.m.k. hálf um mánuði of snemma á ferðinni. Eina bleikju fengum við þó neðarlega í ánni. • VEITT ÚR FJÖRUNNI Tveimur dögum seinna héldum við út fjörðinn, ca. tveggja stunda siglingu, og veiddum þar í fjörunni í aðfallinu. Á ca. IVz klst. fengum við þarna 25—30 bleikjur, frá 3—8 pund, og var þetta hinn fallegasti fiskur, spikfeitur og sprettharður á færi. Er fjara tók út hætti bleikjan hinsvegar að taka; hefur líklega fært sig lengra frá landi. Er ég þeiTrar skoðunar, að ef tækifæri hefði gefizt til að sigla þarna út með firðinum í júníferðinni, hefði útkoman líklega verið öllu betri varðandi veiðina. Bleikjan tók þarna aðallega „Mepps* spón, en einnig tók hún greiðlega hinn sænska „Toby“ spón, sem flestir veiði- menn kannast við. Óhætt er að nota stóra spæni, jafnvel allt í þá stærð, sem hér er kastað fyrir lax. Við steiktum nokkrar bleikjur á pönnu yfir opnum eldi þarna á staðnum, og notuðUm kalvið sem íkveikju. Síðan var hún borðuð með fingrunum af flöt- um steinhellum, sem í Grænlandi er nóg af, og er skemmst frá að segja að þarna varð eitt skemmtilegasta borðhald, sem ég hefi tekið þátt í, og maturinn hrein- asta lostæti. Sem „borðmúsik“ höfðum við stöðugar drunur utan af firðinum, þar sem borgarísjakarnir ýmist rákust hver á annan, eða kolisteypast. Þegar þórdunurnar bergmáluðu á milli þröngra fjallanna, var engu líkara en að öll heimsins stórskotalið væru á æfingu í nágrenninu. Þetta hefur mjög einkenni- leg áhrif á mann í kyrrðinni. © STÓRBROTIN NÁTTÚRUFEGURÐ Ég hefi nú tínt saman eitt og annað varðandi bleikjuveiðina í Grænlandi, en ekki má láta spjalli þessu svo ljúka, að nokkrum orðum sé vikið að umhverfinu, og hinni óvenjulegu náttúrufegurð Grænlands. Svo mun farið um flesta veiðimenn, að þeir telji umhverfið vart skipta minna máli, en sjálfa veiðina. Þeir, sem þannig líta á málin, munu finna sannkallaða Paradís í Grænlandi. í Eiríksfirði eru fjöllin þakin birki- kjarri langt upp í hlíðar. Silfurtær læk- ur rennur niður fjallshlíðina fyrir ofan flugvöllinn, og í rjóðrum við hann eru gjarnan kyntir eldar á síðkvöldum, steikt bleikja, sungið o. s. frv. Grjótið í Grænlandi er svo sérkennilegt og fag- urt, að tilgangslaust er að reyna að lýsa því í orðum. Við flugvöllinn, í dalt>otn- inum, og nánast hvar sem litið er, eru litríkar breiður af eyrarrós og blá- klukku. Um fugla er hinsvegar ekkí mikið. Stöku sjófugl er þó að sjá, enn- fremur töluvert af hröfnum, og nokkuð er um auðnutittlinga. Loks ber að lofa veðurfarið. í þvi sambandi stendur ísland langt að baki Grænlandi. Þar er að heita stöðugt logn á sumrin, og staðviðri mikil. Stundum bregður þó til þoku, en lognið er ein- kennandi og ríkjandi. Að öllu þessu samanlögðu, hygg ég að óhætt sé að fullyrða, að enginn sá maður, sem á annað borð er náttúru- unnandi, verði svikinn af því að bregða sér til Grænlands, annað hvort í skipu- lagða ferðaskrifstofuferð, eða þá í hin- ar vellþekktu 4 daga ferðir Flugfélags íslands til Eiríksfjarðar. Fjórir dagar eru raunar lágmarkstími að eyða I Grænlandi. Og að auki er hægt a3 bregða sér yfir fjörðinn. Þar stendur Brattahlíð, bær Eiriks rauða, og þar er margt forvitnilegt að sjá. En eitt skyldu þeir þó hafa í huga, sem til Grænlands fara, að þar er mikið um bitmý. Mér skilst að þar séu milli 20—30 tegundir af allskyns vargi, þar á meðal hrn hvimleiða mosquito-flugu, sem hér þekkist ekki. Þeir, sem lenda í kasti við flugurnar, og ekki hafa gert viðeigandi varúðarráðstafanir, geta farið illa út úr málunum. Hægt er að kaupa sérstakan vökva til að tæra á sig, og ef það er ekki trassað, bíta flugumar ekki. En ef það gleymist, þó ekki sé nema eina kvöldstund, getur illa farið. Ég varð fyrir því óhappi að skeyta ekki um áburðinn eitt kvöldið, og ár- angurinn varð sá, að undir kvöld næsta dag hafði annar handleggurinn stækkað um helming, ýkjulaust. Læknirinn á staðnum átti þó eitthvað við því, sem betur fór, og ekki hygg ég að flugurnar muni halda undirrituðum frá Græn- landi, þrátt fyrir þetta óhapp. — HH. HAGALAGÐAR Thorgrímsen og Bonnesen. Síra Þorgrímur Tborgríms'en var tfyrst prestur til Kel'dnaþinga og sat þá á Stokkalæk. Honum jafnsnemma bjó danskur sýslumaður að Velli, sá er Bonnesen hót. Hann hafði danska Iháttu um sumt, meðal annars þá að Ihafa boð inni. Bo'ð hans sat oft Þorgrmur prestur á Stokkalæk. Eitt sinn er hann var þar í t>oði, varð Ihann nokikuð ölvaður. Var því þerna látin fylgja honum til sængur. Með- an bún var að draga af homim föt, var prestur að m.i!kla gestrisni og höfðingsskap Bonnesens. Þess er ekki getð hverju þernan svaráði öðru en þessari vísiu: Vænt er koma Velli að, vera þar fáar nætur, en þernktu, maður, það fer af, þegar lengur læitur. (Blanda) 38. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.