Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Page 21

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Page 21
Federico Garcia Lorca: Þrjú kvæði Gífarirm Gítavinn byrjar að gráta og bikarar dögunar brotna. Gítarinn byrjar að gráta. Það er til einskis að þagga niður í honum. Það er ekki hægt að þagga niður í honum. Hann grætur sífellt sama lagi, eins og vatnið grætur og vindurinn þegar snjóar. Það er ekki hægt að þagga niður í honum. Hann grætur það sem er fjarri, sólheitan sandinn syðra, kameiíublómin hvít sem hann þráir. Hann grætur ör, sem á sér ekkert mark, síðkvöld án morguns og fyrsta fuglinn sem deyr á grern. Ó. gítar, hjarta sært holundarsári af sverðum fimm! Landslag Akrar af olíuviði opnast og lokast eins og blævængur. Yfir lundinum hvelfist þrúgandi himinn, drungaleg rigning, kalinstjörnur. Reyrinn bærist og skelfur skuggi á bökkum fljótsins grátt loftið gengur í bylgjum. Tilsýndar er olíuviðurinn eins og hópur fanginna fugla, sem hreyfa f jaðurlöng stélin til og frá í rökkrinu. Kveðja Ef ég dey, þá skiljið svaladyrnar eftir opnar. Barnið borðar appelsínur (Ég sé til þess ofan af svölunum). Kornskurðarmaðurinn sker korn á akrinum (Ég heyri til hans ofan af svölunum). Ef ég dey, þá munið að skilja svaladyrnar eftir opnar! (Sonja Diego þýddi ljóðin). Með 40 ára bar- áttu og heppni hefur Andrés G. Þormar eignast allar útgáfur leikrita á islenzku D JLf ókasöfnun er gamalkunnur kvilli á íslandi. Hún þekktist löngu áður en nokkur hafði heyrt getið um kransæða- Btíflu eða hvotsótt, enda mun hún flest- um pestum lífseigari og hef ég aldrei vitað penisillín né yfirleitt nokkur önnur íyf bíta á bókasöfnun. Hún virðist heldur ágerast með aldri manna og enda aðeins við dauða þeirra. Þó er sú huggun, að ekki fylgja sótt þessari einungis þjáning- ar, heldur í flestum tilfellum mikil á- Hægja. Flestir ef ekki allir bókasafnarar, leggja mest kapp á einhverja sérstaka grein bókmennta. Sumir safna bókum eítir prentsmiðjum, aðrir fyrstu útgáfum ljóðabóka, heimildarrita um ýmis efni o. s. frv. Um flestar bókmenntagreinar er því svo farið, að ómöguiegt er að ná takmarkinu, þ.e.a.s. að eignast fullkomið heildarsafn. Eftir því, sem mér er bezt kunnugt, er aðeins einn maður hér á landi, sem því takmarki hefur náð. Andrés G. Þormar, aðalgjaldkeri Lands- símans, eignaðist á síðasta ári síðasta heftið í heildarsafn leikrita, sem gefin hafa verið út á íslenzkri tungu eða skrif- uð af Islendingum á erlendum málum. Er þar miðað við þau verk, sem getið er um í skrá Landsbókasafnsins. „Hvenær byrjaðir þú að safna leik- ritum og hvers vegna?“ spurði ég Andrés, er ég kom í heimsókn til hans fyrir skömmu á heimili hans að Sóleyjargötu 33. Við stóðum í bókaherbergi Andrésar og ég virti með lotningu fyrir mér inni- hald bókahillanna, sem ná þar frá gólfi til lofts, því Andrés safnar ekki aðeins leikritum. „Það var um 1920, þegar ég réðist til Landssímans. Ég hafði einhvernveg- inn fengið mikinn áhuga á leiklist, þótt ég hafi aldrei haft önnur kynni af henni en sem áhorfandi. Sótti ég alltaf sýningar Leikfélags Reykjavíkur. Ég geymdi lengi vel leikskrárnar og á þær fyrstu, en því Jóhann Gunnlaugur Gunnlaugsson Briem (1801—80), prestur í Kousteð og Kaasted. 38. tbl. 1&G4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 53

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.