Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Síða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Síða 22
Andrés G. Þormar með Ridder Niels Ebbesen í höndunum fyrir framan hillur þær, sem geyma allar útgáfur leikrita á íslenzku og íslenzkra höfunda á öðrum málum. Titilblað bókar Andrésar um Þjóðleikhúsið og vígslu þess. miður á ég ekki heildarsafn þeirra". „Hvað er leikritasafnið mörg bindi?“ „Leikritin eftir íslenzka höfunda eru aðeins í 200 útgáfum. Höfundarnir eru 126 talsins. Þýdd leikrit eru 37 og eru nokkur þeirra í fleiri útgáfum, svo sem verk Shakespeares og Ibsens. Mörg ís- lenzku leikritanna eru þunn, bæði að vöxtum og gæðum, enda sérðu, að allt leikritasafnið kemst hér fyrir í tveimur hillum“. „Jæja, eru sum leikritin dálítið ris- lág?“ , „O, blessaður vertu, þessir elztu pés- ar eru voðalegt kjaftæði, alls ekki les- andi, t.d. 2 af hinum allra fágætustu, leikrit Magnúsar Grímssonar, Kvöldvaka í sveit og Bónorðsförin". „Ií vað átt þú fágætast af leikrit- um?“ „Það tel ég hiklaust vera Ridder Niels Ebbesen, eftir Jóhann G. Briem, prest í Kousted og Raasted, sem prentað var í Randers árið 1840. Þetta er fyrsta sérprentaða leikritið eftir fslending, sem vitað er um. Áður héldu menn að Hrólfur og Narfi Sigurðar Péturssonar, sýslu- manns, væri hin elzta. Þau voru prentuð í Reykjavík 1846 og eru sennilega hin elztu, sem sýnd hafa verið. Ég frétti af Ridder fyrir u.þ.b. 20 árum og skrifaði þá vini mínum í Danmörku og bað hann að reyna að ná í eintak fyrir mig. Mörg ár liðu og ég var farinn að sætta mig við það hræðilega hlutskipti að eignast aldrei Ridder. Svo fyrir 8 árum bar svo við að eintak af þessari fágætu bók valt út úr jóiaböggli, sem mér barst frá Dan- mörku. Fáar sendingar hafa verið mér jafnkærkomnar. Mér er ekki kunnugt um, að neinum öðrum safnara hafi tekizt að kræla sér í Ridder“. „Hvað er vitað um leikskáldið Jó- hann Briem?“ „Dr. Jón Helgason segir í bókinni fslendingar í Danmörku fyrr og síðar, að Jóhann hafi verið vel látinn sem prestur en látið lítið á sér bera. Hann hafi smám saman týnt niður íslenzkunni, en þegar hann lagðist banaleguna, hafi danskan allt í einu horfið úr huga hans, svo sækja þurfti íslending til Kaup- mannahafnar til að túlka andlátsorð prests fyrir skylduliði hans, sem ekki skildi orð í íslenzku“. „H vað gengur einna næst Ridder að fágæti?“ „Leikrit Magnúsar Grímssonar, sem ég nefndi áðan, eru kolfágæt. Hið síðara, Bónorðsförina, á ég einnig í ijósprentun, sem gerð var á 100 árr afmæli útgáfunn- ar, 1952. Þá má telja Vefarann með tólf kónga vitið, eftir Sveinbjörn Hallgríms- son og H. Johnson, Útilegumennina, eftir Matthías, Gandreiðina og Nýársnóttina, eftir Benedikt Gröndal, og Sigríði Eyja- fjarðarsól, eítir Ara Jónsson. Af þýðing- unum er einna erfiðast að ná í Bakkynj- urnar efti'r Euripides í þýðingu Sigfúsar Bíöndals, sem prentuð var í Kaupmanna- höfn 1923“. „Áttu nokkuð af handritum I fórum þínum?" „Já, ég hef einhvernveginn eignazt fáein handrit, en ég hef ekki lagt mig sérstaklega eftir að safna þeim. Ég á til dæmis handrit að leikriti, sem nefnist Ingólfur Arnarson og er eftir Halldór Briem, bókavörð. Sennilega er þetta eina eintakið, sem til er af leik- ritinu. Þá gaf Gunnar Gunnarssofi mér handrit að leikriti, sem hann samdi á fermingaraldri. Það ér gleðileikur í 3 þáttum, sem nefnist Orð sem stendur. Þetta er bara sniðugt æskuverk og sennilega eitt af elztu handritum Gunn- ars. Svo á ég hér tvö handrit eftir Magnús Jochumsson, bróður Matthíasar, Biðlana, sjónleik í einum þætti og Brúð- arhvarfið, sjónleik í 7 þáttum. Hinn síð- ari var sýndur á ísafirði, þar sem Magnús var kaupmaður, en ég á sennilega eina handritið af Biðlunum". „Er ekki ýmsum brögðum beitt, þeg- ar fréttist um fágæta bók í eigu einhvers fólks og safnararnir fara allir á stúfana?“ „Jú, þú getur nærri, en við skulum ekki fara út á þann hála ís að fara að skýra frá slíkum skæruhernaði. Hins veg- ar hafa nokkrir safnarar gert það af strákshætti sínum að gefa út leikrit í fáum eintökum, einungis til að gera keppinautum sínum gramt í geði. Þor- steinn Jósepsson, blaðamaður, sem á mjög gott leikritasafn, gaf eitt sinn út bækling í 50 eintökum með tveim ein- þáttungum, eftir sjálfan sig, af einskærri stríðni. Á titilblaðinu stendur: Guð hjálpi þeim leikara, sem leggur sig nið- ur við að lesa eða leika Tvo einþáttunga. Og guð — eða ég — hjálpi ekki síður þeim leikritasafnara, sem ekki á Tvo ein- þáttunga, því á meðan er safn hans ekki fullkomið. Tveir einþáttungar eru fyrir illgirnissakir aðeins gefnir út í 50 tölu- settum eintökum og einu ótölusettu". „Hvernig náðirðu í Tvo einþátt- unga?“ „Ég var lengi að reyna að ná í þá og varð ekki ágengt. Mér tókst sem sé ekki að eignast þá með guðs hjálp, eins og Þorsteinn ráðlagði á titilblaðinu. Ég tók því síðari kostinn, að leita til höfundar- ins og fékk hjá honum eintak í skiptum fyrir ijósprentað eintak af Bónorðsför- inni. Það var sannkölluð blóðtaka! „Hvaða leiðir hefur þú einkum farið til þess að eignast fágætustu leikritin?" „Þótt furðulegt sé frá að segja hafa margar helztu gersemarnar borizt mér í hendur á óvæntan hátt. Ókunnug kona hringdi til mín á stríðsárunum og bauð mér Bakkynjurnar fyrir 25 krónur, Kvöldvöku í sveit fékk ég að gjöf frá bónda einum austur á landi, sem sagðist hafa heyrt að ég ferigist eitthvað sVolítið við leikritasöfnun, og svona mætti lengi telja. Ég er búinn að fást við þessa söfn- un í meira en 40 ár og hefur fyrir heppni tekizt að ná þessu saman. Ég tel það alveg vonlaust fyrir menn að byrja slíka söfnun nú, því að svo margar útgáfur er alveg vonlaust að ná í. Þá er enginn veg- ur að eignast heildarsafn af neinni ann- arri bókmenntagrein". „Hvaða bók er þetta?“ spurði ég nú og benti á gríðarstóra bók, bundna í skinn,.'Sem lá á borði einu fyrir framan stærsta skápinn. „Þetta segja mér fróðir menn, að sé mesti dýrgripur, sem ég á. Af henni er að minnsta kosti ekki til annað eintak, því hana hef ég sjálfur gert. Ég nefni hana Þjóðleikhúsið og vígsla þess, 20. apríl, 1950. Hún er fullgerð á aldaraf- mæli Indriða Einarssonar og helguð minningu hans. í bókinni eru öll blaða- skrif um byggingu leikhússins, opnun þess og leikdómar um hátíðarsýningarn- ar, auk ýmissa mynda, reglugerðar leik- hússins o. m. fl. í hana hafa ritað nöfn sín leikhúsráðsmenn og allir leikararnir, sem fastráðnir voru í byrjun. Bókin er 218 síður". 1» „ ú hefur víst ekki læknazt af bókasöfnunarbakteríunni, þótt þér hafi tekizt að fullkomna leikritasafnið?“ „Nei, ætli það nú“, svaraði Andrés og brosti við þessari firru. „Ég hef um nokkurt skeið lagt mig eftir söfnun gam- alla lögfræðibóka og fyrstu útgáfu ljóða höfuðskálda okkar. Ég heid víst áfram á þeirri braut“. „Hver bindur inn bækurnar fyrir þig, Andrés?" „Það geri ég nú sjálfur", sagði Andrés, tók út fallega, stóra lagabók, bundna í steinbítsroð, og strauk blíðlega um kjöl hennar. „Það er dásamleg hvíld og skemmtun að binda inn og sjá bæk- urn^r .—í""‘ - UM TRÚ Framh. af bls. 49. eða löigmáE, en það á bana ékiki við einn einaista einistakling í hópnum. Í^.aunvísindi valda oft einhverri umhverfisröskun, þegar ný sannindi komia fram. Oft mikilli og snöggri rösfcutn í næsta umhverfi, en minni og síðbúnari er fjær dregur. Þegar fyrstu byltingarkenndu breyt ingamar birtust út af sanninduim um hitaorkuna og notkun hennar í gufu- vél og öðrum vinnuvélum, sem laust fjöknienna vinnuihópa í vefjariðnaði og víðar felmtri, var slíkt ekki undarlegt, meðan enginn gat ráðið í áhrifin á af- komu fólksins í þeim stéttum. Nú er aft- ur á móti annað hljóð í strokknum, ekki sízt hjá þeim, sem bera starfsstéttir handverks og iðniaðar sérstakl egia fyrir brjósti. Nú vita menn af reynsiliunni að breytingar raunvísinda og tælkni þurfa ekki að valda afkomutjóni, en bæta af komima örugglaga þegar fram í sækir, af rétt er á haldið. Það er því áistæðulauist að amast við raunvísinduim af þessari ástæðu. Það er einnig ásitæðulaust að bera kvíðboga fyrir sfcaðlegum efnishyggju- áhrifum frá raiunvísindum, eftir að efni og orka eru orðin áþreifanleg eining. Orkan hefur ekki sama óorð á sér og efnið hefur til skamms tíma haft. Efnishyggju- og andahyggjumienil ættu því að geta talazt við af meiri hlý leik. Þeir eru máski óafvitiandi að tala um sama hlutinn. egar gátan um tvíeðli Sjóssins, sem öldu eða agna, sótti harðast að eðlisfræðingunum, kom Niels Bohr fram með einskonar málamiðlunar kenningu, samhæfni- eða samstæðu- kenningu. Hið tvenns konar eðli ljóssins, stund- um sem alda og stunduim agnir, en aldrei samtímis, samhæfist til að gefa fulflkomna mynd af ljósfyrirbærinu. Það má ef til viii nota þessa samlík ingu einnig í sambandi við trú og raun vísindi. Þótt sannindi fæðist ætíð úr heimi trúar, því tilgátur eru trú, geta trú og raunvísindi ekki komið í Ihvors annars stað. Sannindi raunvíisinda eru ætíð almenns eðlis, öiHurn opin og æibíð í þróun, en sannleikurinm býr í einstak lingnum, sem veruleiki út af fyrir sig, En í huigmyndina af tilverunni eru sannfieikur og sannindi saimhæf. Þau eru hvort tveggja mannkyninu ómiss- andi, og fullt bræðralag trúar og raun- vísinda þvi nauðsynlegt og náttúrulegt. Ásgeir Þorsteinsson. 54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 38. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.