Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Qupperneq 23

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Qupperneq 23
Líf í „Mars-rannsóknarstofu“ Höfunduriim, sem er ril- rauna-líffræðingur, heiur komizt að því, að sumar jurtir og dýr jarðarinnar geta lifað í þessari rann- sóknarstofu, þar sem lífsstul yrðin eru sem allra likust því, sem ætla má að se á marz. -K rátt fyrir alla sína geinoferða- dirfsku er maðurinn veikbyggð skepna, sem getur því aðeins lifað eðlilegu lífi, að umhverfið sé við hans hæfi á hverjum tíma. Jafnvei nú, þegar hann stendur rétt á útjaðri geimrannsóknanna, hafa til- raunir hans í för með sér hættu og áreynslu. Og þegar hann fer að hætta sér inn í djúp sólkerfisins, getur hann átt von á enn meiri hættum. Þrátt fyrir allt það marga, sem ekki er viíað um ferðir milli hnatta, verða Bandaríkin komin vel áleiðis út í geiminn á síðustu áratugum iþess arar aldar, svo er fyrir að þakka miklu hugviti og geypilegum fjár- upphæðum. Þegar stöð með mönnum í hefur verið komið upp á tunglinu, verður að slíta hin nánu sambönd við jörð- ina og fjarlægðin verður milljónir mílna og margra mánaða ferðalag. Og horfurnar á óhöppum fara vax- andi. Ef Marz væri úr eintómu gulli, mundi flutningskostnaðurinn gera það ósamkeppnisfært við gull jarð- arinnar. En samt er það nú svo, að komumst við til tunglsins og fáum að launum nýjar dyr opnaðar að vís- indunum, getum við hvorki né vilj- um láta þar staðar numið. * I staðizt stöðuga rykstorma, gefa til kynna þekktan jurtagróður. Sem tilrauna-líffræðing langar mig að setja fram spurningar byggðar á möguleikum til lífs, eins og við þekkj um það. Getur hinn næstum algeri skortur á súrefni hindrað allt líf? Eitraðar lífverur eins og clostrid- ium botulinum, geta fengið alla þá orku, sem nauðsynleg er til sellu- skiptingar, án þess nokkurt súrefni komi til. Er rakaskortur í andrúmsloftinu hindrun? Ekki þarf annað en líta á eyðimerk ur og há f jöll á jörðinni, þar sem lífið er langt frá því að vera lítið, enda þótt það sé ekki þéttskipað. * 0, "g vissulega geta löng hörku- frost —20° í tólf stundir — eins og á mildasta Marzdegi — ekki slökkt allt líf, þegar þurrfrysting er svo árangursrík aðferð til að varðveita vissa gerla. Takmörkuð frysting getur varðveitt vissar sellur og vefi spen- dýra. í þremur nýútkomnum bókum er gefið yfirlit yfir umhverfið á Marz: „The Red and Green Planet“, eftir Strughold; „The Physics og the Plan- et Marz“, eftir de Vaucouleurs, og „The Atmospere of the Planets“ eftir Kuiper og samverkamenn hans. Eng- in skilyrði, sem þarna eru upp talin geta raunverulega útilokað jafnvel líftegundir, sem á jörðinni þekkjast. Rannsóknarstöð okkar hefur verið að leita að viðbótarsvörum við þess- um spurningum — sumpart á vegum NASA. * allri víðáttunni, sem liggur milli jarðarinnar og nálægasta reiki- stjörnukerfisins, sem þá tekur hugs- anlega við, kann Marz einn að geyma verulegt lif á margbreyttu þroska- stigi. Enginn vísindamaður getur af eig- in raun haldið fram vitsmunalifi á Marz eða mótmælt því. Meira að segja er vitneskjan um nokkurt líf þar yfirleitt mjög á ályktunum byggð. Tímabundnar litbreytingar á dökku svæðunum — sem eru grá, brún, og jafnvel blá, en aldrei grasgræn — ásamt líkum fyrir Hfrænum efnum, og jafnvel það, að dökku svæðin geti og tólf klukkustunda nótt hefst, þar sem hitinn verður -|-20oC og helzt þannig. (í andrúmslofti jarðar er 21% súrefni). Við höfum búið til aðra litla klefa til að geyma í jurtir og dýr undir ákveðnu lofts- og rakastigL Eitthvert fyrsta tilraunaverkefni okkar var venjuleg garðbaun. Þegar hún var ræktuð með 5% súrefni, gáfu fræin af sér heilbrigðar plöntur. En þær höfðu gjörbreytzt að sykur- En þær höfðu gjörbreytzt að sykur-, eggjahvítu-, fitu- og enzym-samsetn- ingu. Þegar gúrkur eru ræktaðar upp af fræi í 2% súrefni, breytast þær einn- ig lífefnafræðilega. Einkum breytast þær áberandi hvað snertir frostmark- ið, sem getur lækkað um 5—10 °C. Við notuðum dýr við tilraunir okk- ar. Skjaldbökur til dæmis hafa verið geymdar í 54 daga í loftþrýstingi, sem tíundi hluti af því, sem gerist við sjávaryfirborð. Jafnvel krossfisk- ar geta lifað nokkurn tíma í viðeig- andi loftþrýstingi en ekki í venju- legu lofti. Margir algengir græðlingar geta vaxið, jafnvel í þrítugasta hluta venjulegs loftþrýstings, einkum þó í grýttum jarðvegi eins og járnbor- inni jörð. -k Mörkin færð út » ið erum að reyna að komast að því, hvort samsettar lífverur — fræjurtir, sveppar og lindýr, til dæmis að taka — geti staðizt áhrif umhverfisins á Marz. Þessar tilraunir hafa ýtt við viðteknum takmörkun- um fræðanna um lífverur í sambandi við umhverfið og skapað heilar nýjar vísindagreinar í líffræðinni, varðandi umhverfi og áhrif. Umhverfið er orðið að nýju tæki til athugunar í líffræðilegri hegðun, lif- efnafræðilegum sveigjanleik og æxl- unarmöguleikum. Einn litill Marz-rannsóknarklefi inniheldur 97% köfnunarefni og 3% kolsýru, sem vöknar við +60°C. — Klukkan 4 daglega eru ljósin slökkt kJ íðar prófuðum við í Marz-loft- inu fjölda jurta, einkum þó smáblað- aðar, safamiklar eyðimerkurjurtir og sígrænar norður-tempraðabeltisjurtir, svo sem jólaþyrni og bergfléttu. Sumir kaktusar lögðust lágt eftir eina einustu „Marz-nótt“, en meira en helmingurinn var enn á lífi og fær um reglulegan andardrátt efir sjö vikur. Sumar jurtir voru enn uppi- standandi eftir 15 vikur. Enn þá eftirtektarverðari var hegð- un hinnar blómlegu Hawthorniu. Loftræktaðar jurtir voru linar og deyjandi á sjöttu „Marz-nótt“. Við lok fyrsta mánaðar höfðu ungar jurt- ir, sem ekki voru með í byrjun, eygt sig upp gegn um jarðveginn og þær voru enn á lífi eftir tvo mánuði. Venjulegir sveppar geta vaxið undir venjulegum kringumstæðum í svona „Marz-stöð“. Hvað snertir lindýrin, þá getur venjuleg saltvatnsrækja fætt af sér lifur í 5% súrefni og „Marz-lofti“. En hún þolir tæpast mjög lágt hita- stig. * Lífsmöguleikarnir. E, VFræðlinga af rúgi, byggi, jarð- hnot og öðrum algengum jurtum má rækta án súrefnis. Þó er það svo, að margar jurtir, sem hafa vaxið upp í lofti deyja eftir að hafa verið án þess í nokkra daga. Sumar jurtir, sem farnast vel, þótt þær hafi lítið sem ekkert súrefni, taka merkilegum breytingum við vöxt og framleiða ó- venjulegar lofttegundir, svo sem kolsýring og vetni. Við höfum gert vaxandi tilraunir með lífverur og hæfileika þeirra til að standast loft, sem er bæði súr- efnis- og vætusnautt. Ein einföld en hagnýt tilraun var sú að fóðra jurt á vatni gegnum eina blaðgrein. Flestur árangur hefur orðið af til- raunum, sem tóku til breytinga á að- eins einum eiginleika eða ástandi. Við aðrar tilraunir lokuðum við margvíslegar eyðimerkurjurtir í hylkjum með venjulegu lofti í, eða þá lofti samkvæmt þeim upplýsingum, sem visindamenn höfðu gefið okkur um loftið á Marz. Þessar tilrauna- jurtir voru svo þrjá mánuði í vetri eins og í New York, en það mundi jafngilda óeðlilega miklum miðbaugs- hita um sumar á Marz. Löngu áður en tilrauninni lauk, voru sumar jurtirnar úr venjulega loftinu visnar og voru greinilega að dauða komnar, en hinar úr Marz- lofttegundunum héldu blaðgrænu sinni og höfðu vaxið. I ftirtektarverðasta útkoma af dýratilraunum var hjá mélorminum; það er bjöllulirfa sem getur þolað meira en 70 „Marz-sólarhringa“. Hann drepst ef hann er annað hvort svipt- ur súrefni eða settur í 20 stiga kulda. En svo verða þessar skepnur mjög líflegar, þegar þær koma aftur í um- hverfi rannsóknarstofunnar. Út frá útkomunni af þessum tilraunum er- um við samverkamenn mímr mjög trúaðir á möguleikana á lífi utan jarðar. Meðfæddir eiginleikar lífvera, sem hafa orðið til umhverfis sögu jarðar eru mikiu víðtækari en við hefðum getað búizt ivð. Og enn á fleira eftir að koma okkur á óvart. Breytingar eins og verða við vöxt, aðvara okkur um, að okkar eigin al- þekktu jurtir geta tekið gjörbreyt- ingum, ef til vill orðið eitraðar; að plöntur í lokuðu rúmi geta myndað óæskilegar lofttegundir, þegar við eig um sízt kost á að neyta varnarráð- stafana, og — að við getum hæglega smitað út fyrir jörðina og smitazt sjálfir. En fyrst og fremst er lífið seigt og endingargott. Sú staðreynd ein sam- an gefur okkur tilefni til að varpa frá okkur fordómum okkar og svipast um og læra — og fara varlega! Svo jarðbundnir sem flestir okk- ar eru enn, getum við engu að síður á margan hátt hjálpað til við undir- búninginn að þeim degi, þegar við fáum aðgang að bezta „Marz-hylk- inu“. 38. tbl. 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 55

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.