Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 13
Mynd þessi er tekin við Hólmasund. A árum áður máluðum við bræður þar myndir. an hátt hinn merkilegasti mað- ur, og á ég um hann góðar minningar. Nú myndast á ánni 90 gráða horn, og horfir nú í vestur, með Akrafjall í baksýn. Rétt þar hjá er einkenni'legur klett- ur, þar sem fram kemur skýr ¦ mannsmynd, og hreyfir sú munn inin og sýnist taia, eftir því sem lengra er gengið framhjá klettinum. • Fyrir tveim árum féllu úr Tindstaðadal, hátt uppi í fjalli tvær aurskriður, runnu með feiknum og ósköpum niður eft ir farvegi Þverár, en hún fell- ur í Kiðafellsá, og eftir far- vegi hennar með ógnarhraða allt til sjávar og spilltu að nokkru þessari göm'lu og grónu á. Þær létu sér efcki nægja, aur skriðurnar, að sópa með sér kindum, sem áttu sér eiinekis ills von, voru þar á beit upp með Þveránni, fundust siðar dauðar í miðri eðjunni og leðj- unni — heldur mynduðu þær nýjan farveg, rispuðu bergið blátt, og í Ijós komu ýmsir steinar og bergtegundir, sem aldrei áður höfðu séð dagsins ljós. Eftir. að Þverá sleppir, tekur við Kvíahvammur. Hann ætti raunar að vera kapituli út af fyrir sig. Verður þó að bíða betri tíma að miklu leyti. Þar var áður haft í kvíum, eins og nafnið segir til um. Rétit ofan við hann, þar sem áin slær sér út, og efri gljúfrum lýkur, er standberg, með rauðum jaspís- göngum hið neðra, en gulvíði- brúskum hið efra. Uppi á milli gengur grasgeiri, þar sem tvö frændsystkini fóru í „búleik" löngu fyrir aldamót, reittu gras ið, bundu í litla bagga, og not- uðu hundinm sem baggaklár, en það minnir óneitanlega á gamla húsganginn, sem var á þessa leið: „Ólafur karlinn aumi, út er genginn að slá. f veraldar vonsku glaumi velktist hann, karlinn sá. Hátt skal höggið reiða, heyið fellur á grund. Það a III saman upp má reiða, öðrumegin á hund." Stundum hér áður datt mönn um í hug, að stífla Kvíahvamm. Hinn gagnmerki maður, Samú- el Eggertsson, listateiknari, reiknaði út hestaflatölu árinn- ar, eftir vatnasviði hennar og úrkomu í byiggðarlagin.u og taldi, að gefast myndu 45 hest- öfl til raforku, ef stíflað væri við klettavegginn við Guðna- pytt, og vatnsleiðslan þaðan 'ieidd niður fyrir foss. Af þessu viarð þó ekki, enda stórvirkjun á næsta leiti. • Nú skal sagt frá því, þegar Kvíahvammur varðfyrir því, að ameríska hernámsliðið tók hann í sínar þarfir, sem áningarstað í seinni heimsstyrjöidinni. Dag nokkurn upp úr nóni, sáum við, sem þarna dvöldumst á sumrin, hvar einkennileg fólks mergð kom gangandi gegnum Tíðaskarð, framhj'á Rauðlhörnr- um og Sandhólum, Melaflöt og yfir Kiðafellsá, og settist að í Kvíahvammi. Þarna voru á ferð inni nokkur þúsund amerískra hermanna í æfingagöngu. Við fréttum seinna, að þeir hefðu síðar verið sendir í innrásina á meginlandið, og sjálfsagt sum ir ekki verið til frásagnar, eins og gengur, á eftir. Þá var fjölmennt við Kiða- fel'lsá. Þeir silógu upp tjöldum, settu upp allskyns merki, sem þeir skildu eftir sum hver, og við krakkarnir hirtum síðar. Við gamla vaðið á Vestuirlands- vegi, sem eitt sinn lá í gegn- um Kvíahvamm, settu þeir upp þvottastöð fyrir hermennina, og á árbakkanum komu þeir fyrir skrautmáluðu skilti, sem á stóð: „Washington", svo að ekki hafa þeir verið sneyddir kímnigáfu. í Kviahvammi var lengi í- þróttasvæði unga fólksins í sveit inni. Þar var langstökksgryfja hástökkssnúra, hlaupabraut og sitthvað fleira, og eftir messu á sunnudögum í Saurbæ, þegar séra Halldór hafði sinnt sál ungmennanna, komu þau sam- an í Kvíaihvammi og tókust á í íþróttaæfingum. Jóhanm Bern- hard, sálugi, kunnur íþnóttamað ur og teiknari var oft pottur- inn og pannan þar í, en hann var í nokkur sumur snúninga- 1 Ingibjörg Jónsdóttir, kona Ólafs. strákur á Kiðafelli — og þá ekki síður, þeir bræðurnir, Njáll og Davíð Guðmundssyniir frá Miðdal, en þeir voru kunnir glímukappar. • Er nú komið að brúnni á Kiðafellsá, sem sumir telja af- ar hættulega. Þar hafa raunar orðið mörg stórslys, og færri skráð í letur, en orðið hafa, — þótt okkur, sem gjörþekkj- um veginn þarna, finnist fátt um hættuna. Brúin á bráðum fertugsafmæli og mér var sagt, að Bjarni, sem þá var í Hvammi og vann við brúarsmíði, hefði gengið eftir handriðinu, þegar hún var í smíðum og þótti það mikið afrek. Neðan við brúna eru fall- egir fossar. Hefux sá efsti ver- ið ka'llaður Brúarfoss. f berg- inu, sem hann steytir á, varp eitt sinn Máríuerla, en eitthvað hlýtur að hafa verið rakt á henni, því að skvettur gengu nær því yfir bergið. Stórt Grett istak er í hylnum þar fyrir neð an. I þeim hyl hefur margur bíllinn haf nað. Tveir fossar eru í milii Brú- arfoss og Neðstufossa, en þeir eru þrír, og upp þann í miðj- unni má oft sjá silunga stökkva stall af stalli, einkanlega í sól og breyskjuhita á sumrin. • Neðan við Neðstufossa mynd ast tveir hyljir. Þar var oft fengsælt af fiski fyrr á árum, áður en minkurinn fór að gæða sér á sjóbirtingnum. Bændur gátu eigin'lega alltaf fengið í soðið, ef svo vildi til að óvæntan gest bar að garði. 7 ára að aldri fór ég, sem þetta rita, snúningastrákur að Kiðafelli, til Ingibjargar og Ól- afs, sem þar bjuggu, og reynd- ust mér eins vel og beztu for- eldrar, enda dvaldist ég hjá þeim mörg surhur. Það bar til eitt sinn, að Ól- afur hugðist krækja sér í fisk niður við Foss. Bauð hann mér með, stráklingnum, í veiðiferð- ina. Við gengum út um suður- hliðið á túninu eftir melnum niður að brú. Óiafur bóndi gekk á undan, ég í humátt á eftir, eins og vera bar, og máski hef ég haldið á 'lítilli maðka- krús. Olafur bar stöngina á öxlinni. Þetta var stór bambus stöng, og einhvenra hluta vegna dosnaði línan, og öngulinn bar að „vinnumanninum" litla, í Ihálsinn á honum og stóð þar fastur. Ekkert kenndi ég til, en kallaði til húsbónda míns að nú hefð'i bitið á. Þegar hann sá, hvers kyns var, losaði hann með varfærnum höndum, öng- ulinn úr há'lsi mér, og þurfti ekki að klippa agnhaldið af, eins og hann hafði samt á orði í fyæstu, að ef til vill þyrfti til að koma. Ólafur var með alskegg, og mér þótti alltaf vænt um bros- ið hans glettna, og þá var ekki Ingibjörg, kona hans mér síður Ég má líka til að minnast á töðuigjöldin, úr því ég er farin að minnast á þessi gæðahjón. Töðugjöldin eru hátíð til sveita, og svo hefur ailtaf verið. Að loknum heyöranunum, var fólki sýnt þakklæti með súkku laði og fínu bakkelsi, hátíðar- mat og ýmsu öðru. Bolla einn átti Ólafur húsbóndi minn, svo kallaðan „skeggballa" með brún yfir, svo að yfirskeggið blotn- aði ekki. Þann bolla sá ég hann aldrei nota nema í töðugjöldum. Kynmi þó að vera, að hann hefði verið tekin fram á jó'lunum og pásk- um, en þá var ég ekki hjá þeim hjónum. • En snúum okkur aftur að Fossuruum. Þar hefur mörgum silungnum verið landað. Þar niðri er alltaf logn í norðanátt. Nor'ðanviðgnæfa Fossbrekkurn ar grasgefnar' valllendisbrekkur kjörlendi bæði kúa og hesta, eftirsótt beitiland. Man ég það, þegar ég sótti hestana niður í girðinguna, sem kallað var, þá voiru þeir ýmist í Fossbrekk unum, eða neðan við Hornið, sem var syðsti hluti melanna. Þegar ég hafði tyllt upp í Fíf- il, en svo hét aða'I vagnhest- ur ólafs, teymdi ég hanm að næstu þúfu og þannig komst ég á bak. Þetta var þægðar- skepna, rólynd og ekki var hætt við að hann henti mér af baki. Svo var riðið eftir gömlum troðningi, skáhalf upp Hornmel, síðan í löngum sveig • ¦ , . . Sílapyttur, neðan við Guðnafljót. upp með Fossbrekkum, þar til upp á meilinn var komið, og var þá stutt heim. Oft undum við okkur við það, krakkarnir, að remna okkur á rassinum nið ur brattar brekkurnar, og gaf það lítið eftir reynslu okkar síðar í „rutchibönum" erlendra skemmtistaða. Þegar haldið er niðuir mei^ ánni frá Fossunum taka við grasi grónir bakkar. Undir Horninu er mikil dýjableyta, og stund- um illfært yfir. Við gerðum okk ur það stundum að leik, hættu lausum þó, að láta ókunnuga félaga þreyta með okkur sprett hlaup eftir þessum bökkum frá Fossum að Horni og enduðu þeir vanalega út í dýjunum, en þeir voru léttklæddir, og sakaði ekki, en kátínan jókst við að sjá þá liggja iítið eitt í. Niður af Horninu í móunum eru greinilegar húsarústir. Sjáli sagt hafa einhver gripahús stað ið þar. Slíkar rústir eru algeng ar á Kiðafelli,enda hefur bær- inn verið í byggð allt frá 'land- námsöld. Þar myndast horn á ánni, og myndar áin þar Stora- grasgefna eyju á þessum slóð- um. Við köllum hana Mikluey. Rennur svo áin í norðurátt með fram hinum einkennilega sand hrygg, sem endar í Óshól, langt frá. I þessum sandhrygg er neðantil mikið um skeljastein^ gerfinga og kuðunga og vekur það því furðu, að á tiltölulega nýútkomnu jarðfræðikorti af þessum slóðum, skuli þeirra að engu getið, og eru þó augljós- ir hverju mannsbarni. En það eru heldur ekki allir spekingar með barnshjartanu, eins og sagt var um Björn Gunnlaugsson, sem Njólu orti. Þar sem áin mætir sand- hryggnum heitir Guðnafljót, og nú er eins með það örnefni, og Guðnapytt ofar með ánni, að enginn veit nú. hver sá Guðni var. Rétt við Guðnafljót er Sílapyttur. Þar má oftast sjá urmui silungsseiða. skjót- ast undan bökkum, ef stappað er rösklega. Eitt sinn var það um páska 23. des. 1968 LESBÓK MOHGUNBLABSINS 45

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.