Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Side 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR [fafjja rpjÆ' ifpa^ ‘Saa, ifjmu g|arfj)a[ Magdalene Thoresen og Grímur Thomsen Eftir Svein Ásgeirsson — Síðari grein Axel Peter Jensen, sjóliðsforingi. f fyrri hluta þessarar greln- ar var sýnt fram á, að Grímur Thomsen hafi ekki vitað, að hann ætti son, sem væri á barnaheimili í Kaupmannahöfn, fyrr en drengurinn var orðinn 8 ára. Aftur á móti er víða og meðal annars í „skýringum" við ævisögu Gríms eftir Jón Þor- kelsson, rektor, sem birt er framan við Ljóðmæli hans, út- gefin 1934, þannig frá sam- skiptum þeirra Magdalenu skýrt, að menn fá ranga hug- mynd um þau í veigamiklum atriðum. Slík ónákvæmni og óréttmæt ar fullyrðingar um annarra einkamál — og þá sérstaklega ástamál, — eru vissulega mjög algengar, en þó verður að gera strangari kröfur til ævisagna- ritara en annarra. Og þar sem hér er um allfræga sögu að ræða og að ýmsu dularfulla, um leið og hún snertir tvær frægar og sérstæðar persónur og þar af aðra íslenzkt höfuð- skáld, þykir mér ástæða til að skýra frá ýmsum atriðum, sem virðast skipta miklu í þessu máli og hljóta að breyta að verulegu leyti almennu áliti manna. Heimildir mínar eru sumar nýlegar, en aðrar eldri, og þær ber ég saman, eftir því sem mér sýnist ástæða og til- efni til. Það er i fyrsta lagi tvennt gjörólíkt, hvort maður viti, að hann eigi son á uppeldisheimili í sömu borg og hann býr í, eða hann veit það ekki. Grímur Thomsen fékk að vita um son sinn í bréfi frá Magda- lene Thoresen 1851, en hann fæddist 16. júní 1843. Og næst er þá að athuga, hver voru við- brögð Gríms. Svarbréf hans er ekki fyrir hendi frekar en neinar heim- ildir yfirleitt frá honum um samband þeirra. Aftur á móti má hæglega og með fullri vissu draga ýmsar ályktanir af bréfi Magdalene varðandi ýmislegt í bréfi hans. Bréf þetta dagsetur hún 22. desember 1851. Md. Braiae, seim nefnd er í bréfinu, var eins konar tengiliður milli þeirra Thoresenshjóna og barnalheimi'lisins, þar sem syni Magdalene hafði verið komið fyrir. Md. Braae bjó í Kaup- mannahöfn, og hjá henni bjó fröken Magdalene Kragh, er hún fór til Hafnar til að eiga barnið. Magdalene hafði bannað manni sínum, Thoresen prófasti, að spyrja um faðerni barnsins, en þó sýndi hann því mikla um- hyggju, og bæði heimsóttu þau það, þegar þau fóru til Kaup- mannahafnar, sem oft skeði. En þetta skýrir upphaf bréfs- ins: „Sama dag og mér barst bréf yðar í hendur, kom einnig bréf til Thoresens frá Md. Braae, þar sem hún segir þau dásam- legu tíðindi, að maður nokkur, eins og hún kemst að orði, hafi komið til sín og skýrt frá því, að hann myndi að öllu leyti taka að sér að sjá um drenginn litla. Að þetta bréf var móttekið eða öllu heldur lesið af hinni mestu undrun, skiljið þér vel, en mig setti það aftur á móti í mikinn vanda, og ég var hrædd um, að það kæmist upp um mig.“ Af þessu er ljóst, að Grímur Thomsen fer þegar í stað, er hann hefur frétt um barnið, að beiðni Magdalene til Md. Braae til að tilkynna það, að hann sé fús til að taka barnið að sér, en samkvæmt áætlun Magda- lene á hún svo að skrifa séra Thoresen. Og næsta setning talar einnig sínu máli: „Það er alveg rétt, sem þér segið, að það er ekki laust við, að Md. Braae hafi mig grun- aða um að eiga hér hlut að máli, en sú góða dama hefur aldrei verið sérlega velviljuð'í minn garð, en hvað um það. En í þessu efni verður hún þó mjög í vafa, og hversu tortryggilega sem hún talar um þessa um- önnun við Thoresen, þá mun hún aldrei voga sér að benda með vissu á mig. Það sem nú verður erfiðast, er að komast hjá eftirgrennslan Thoresens. Hann er nefnilega orðinn mjög órólegur út af því, að þetta mál (það er leyndarmálið um barnið, aths. mín) sé orðið al- talað í Kaupmannahöfn, og að þér hafið komizt á sporið vegna slíks orðróms. Til þess að komast að raun um þetta ætl- ar hann að skrifa Md. Braae í dag og óska þess eindregið, að hún skýri skýlaust frá því, hver sá maður sé, sem komið hafi til hennar, og að hún enn- fremur hvetji hann til að skrifa honum, sem honum finnist hann eiga kröfu til, þar sem hann ætli ekki umyrða- laust að afhenda ókunnugum manni það barn, sem sé undir vernd hans, án þess að vita nánar um fyrirætlanir hans. Þarna sjáið þér, minn kæri, hér er enn ein flækjan." Það er óþarfi að fjölyrða um Indriði G. í»orsteinsson FÓLKIÐ, JÁ í vindanna borg Nú er skíturinn sat Sandburg orðinn hjá þeim og sagði: Fólkið, já. einskonar dyggð. Eins og liann væri kominn Spekingar, já. um óravegu Boðorðin öll í Áfangaflá. og athöfn og heit, allt sem vizka oss gaf Geimfarar, já, í Aþenu og Róm á járnhestum fara eða austur við Jangtse vegu bláa og jódynur hvín er horfið í aldanna haf. um stjörnur og tungl. Unglingar, já. Og jörðin Ykkar er ríkið í myrkrinu skín. og almættið sjálft, því uppreisn skal gjörð. Ragmenni, já. Og táningafólkið Þau spyrja hvort ekki skal taka við sé dauður sá guð, sem gerði úr oss mcnn. þessari jörð. Hver á að svara? Mr. Pekingman, yes. Og kannski Er hellirinn þurr þeir deyði hann senn? og hafa börnin þín hlýtt. Skáldin, já. Þetta skiptir oss miklu Þau ortu áður af því við erum um allt sem þig snerti; um ástir, dauða og hryggð. að byrja upp á nýtt. 24. miaí 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.