Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 4
BÖKMENNTIR OG LISTIR þennan kafla. Hann skýrir sig sjálfur. Það er allsendis óljóst, og hér er ætlunin að forðast allar getgátur, hvað olli því, að Magdalene Thoresen skrifar Grími alit í einu 1851 og reyn- ir og tekst að framkvæma áætl- un, sem þó var algerlega und- ir Grími komin og afstöðu hans. Hitt er þó ljóst, að hún hafði enga ástæðu til að óttast við- brögð séra Thoresens, slíkur maður sem hann var. Skýring- una hlýtur að vera að finna í sálarlífi Magdalenie, skapgerð hennar. Hún var alla ævi mjög ásthneigð, og slíku fólki er eðli lega öðru gjamara að lenda í flækjum. Og einmitt þeim flækjum, sem auðveldlega geta rekið endahnút á samband karls og konu, sem þeim þó í raun- inni var kært og sjá síðan eftir alla ævi. Fólki er misjafnlega auðvelt að fyrirgefa í þessum efnum og oftast þeim mun erfið ara. sem það er yngra. Við vitum ekki. hver eða hverjar eru hinar eiginlegu or- sakir þess, að samband þeirra Magdalene og Gríms slitnaði svo snögglega, að hún lætur hann ekki einu sinni vita af drengnum. sem þó hefur orðið til, rétt áður en þau skildu og hún fór til Noregs. ef Grímur þá átti hann. En nú er eðlilegt, að menn snyrji, hvort hann hafi örugglega átt hann. Var hún sjálf í vafa, þangað til drengurinn var orðinn nokk- urra ára gamall? Því skyldi maður aldrei trúa, fyrr en í lengstu lög' En eins og það var áður sagt, þá var eðlilegt, að það rynnu tvær grímur á Grim, er honum berast þær fréttir frá Magdalene, að hann sé faðir Axels Peter Jensen, 8 ára drengs á uppeldisheimili í Kaupmannahöfn, þar sem hann sé fæddur og upp alinn. Nú vill svo til, þó að við höfum ekki svarbréf Gríms, að við getum næstum því eins og hlustað á samtal þeirra um þetta í gegnum bréf Magda- lene, sem áður er vitnað í. Hún fær sig ekki til að fara inn á þetta atriði fyrr en síðast, — það kemur eins og meðal ann- arra orða, því að hún hafi ekki tekið það neitt alvarlega. Þess verður að minnast. að hún var rithöfundur, og sem slík og í lífsskoðun mjög rómantísk. Hún segir svo í síðasta kafla bréfsins: „Ég vildi gjarna skrifa yð- ur meira, mér finnst ég hafi svo margt fleira að ræða við yður um, en þessi stolnu augna blik, sem ég get notað til að skrifa yður, eru brátt á enda, og ég verð því að láta staðar numið í dag. En eitt var það annars: Voru þessi orð í bréfi yðar (sennilega) aðeins af til- viljun skrifuð, eða voru þau (sem ég get þó varla álitið) móðgun af hinni verstu gerð? Það er ómögulegt, að þér hafið viljað móðga mig svo sárlega, — ómögulegt, Grímur, ég ætla að reyna að losa mig undan þessari nýju þjáningu, ég vil trúa hinu bezta um yður. Þér talið um svip og um skort á svip. Guð minn góður! Ég gæti freistazt til að hlæja að yður vinur minn. Svipurinn er í Guðs hendi, og honum ræð ég sannarlega ekki. Nú, en af hverju skyldi ég hafa áhyggjur af slíkum smámunum, tíminn jafnar þetta. Það sem öllu skipt ir, er að nú er hann í yðar návist og nýtur samvistanna við yður, það var heitasta ósk hjarta míns, og ég þakka yður innilega fyrir að uppfylla hana. Guð blessi yður og elsku litla drenginn minn. Lifið heil- ir. Yðar einlæga Magdalene Thoresen. Fæ ég ekki að heyra frá yð- ur fljótt aftur?“ Það er varla hægt að lá Grími það, þótt hann hafi ekki kawnazt við neinn svip og hreiin lega sagt það. f bréfi sínu hafði hann einnig harmað það eða jafnvel ávítað hana fyrir að hafa ekki skrifað sér fyrr um drenginn. Það sést af þessu sama bréfi, þegar hún reynir að skýra það á skáldleg- an og rómantískan hátt, en að mínum dómi ekki mjög sann- færandi, eins og sagt var í fyrri grein. Þá lýsir það einnig skjótum viðbrögðum Gríms og um- hyggju — þrátt fyrir það, að hann sjái engan svip, — að hann hefur þegar í fyrsta bréfi ráðagerðir um það að senda drenginn til systur sinnar á fs- landi. Honum finnst drengur- inn ekki líta vel út. Þetta kem- ur fram í svarbréfi Magdalene, þar sem segir: „Ég þakka yður, kæri vinur, fyrir alla þá umhyggju, sem þér hafið sýnt litla drengnum mínum og fyrir allt það, sem þér ætlið að gera fyrir hann í framtíðinni. Mig tekur það sárt, sem þér segið um útlit hans, því að miðað við það, hvað hafi verið greitt fyrir hann, ætti svo sannarlega að hafa farið vel um hann. 60 spesíur hafa verið borgaðar fyrir hann ár- lega fyrir utan háar upphæð- ir vegna sérstakra útgjalda, svo að það hafa verið greidd- ar allt að 80 spesíur á ári. En vissulega hefur Md. Braae_ haft sínar smátekjur af þessu. Ég sé stöðugt fyrir mér fölt andlit hans, ég þarf varla að lýsa því, hvernig mér líður út af því. Þér talið um það, kæri Grimur, að þér viljið senda hann til yðar kæru systur á íslandi, en hversu sárt sem mér finnst það að vita af honum svo langt í burtu, þá get ég ekki annað en fallizt á þessa ráðagerð yðar. Nokkurra ára dvöl á heimili, þar sem hann nýtur móðurlegr- ar umhyggju, myndi hafa holl áhrif á litla skinnið." Rétt er svo að víkja að við- brögðum séra Thoresens. Þau urðu, eins og við var að búast af þeim manni. Þeir Grímur skiptust á bréfum, og Thoresen var hrærður af umhyggju hans fyrir drengnum og þakkaði Grími með orðum í samræmi við það. Síðan hittust þessir tveir heiðursmerm í Kaup- mannahöfn og gengu frá mál- unuim. Og brátt fékk Grímur tækifæri til að þakka Magda- lene auga fyrir auga fyrir síð- ast — fyrir nær 10 árum. En engar heimildir eru fyrir hendi af hálfu Gríms um þessa fundi, en aftur á móti bæði frá séra Thoresen og Magdalene um mikla og vaxandi virðingu og aðdáun þeirra beggja á Grími. Séra Thoresen vill allt fyrir konu sína gera, og sumar- ið 1853 fer frú Magdalene með vinkonu sinni í langferðalag um Evrópu. Hún fer að sjálf- sögðu um Kaupmannahöfn og hittir hina nýorðnu feðga Axel Peter Jensen og Grím Thom- sen. Axel varð 10 ára þá um sumarið. Annað bréfið, sem til er á Landsbókasafninu frá Magdalene til Gríms er dagsett í Köninigsbrunnen 2. júlí þetta sumar. Andinn í því er mjög hlýlegur, og það er greinilega skrifað til náins kunningja. fs- lenzkir lesendur mega ekki taka þéringuna hátíðlega. Bréf ið byrjar þannig: „Minn kæri vinur! Fyrsta ósk mín, um leið og ég gríp pennann til að skrifa yður, er sannarlega sú, að þér sleppið við að fá kóler- una . . . “ Þær vinkonurnar höfðu miklar áhyggjur út af kólerufaraldi, sérstaklega frú Heegaard, sem ekkert hafði heyrt frá manni sínum, frá því hún fór frá Kaupmannahöfn fyrir hálfum mánuði. Þar með kemur það í ljós, að Magdalene hefur einmitt heim- sótt son sinn á 10 ára afmæl- inu, því að hann var fæddur 16. júní. Grímur fær mjög ítarlega ferðalýsingu, en svo snýr Magdalene sér að öðru: „ . . . Nú vil ég segja yður einn hlut, minn kæri, góði Grímur, að ef þér eruð ekki búnir að skrifa Thoresen, þá verðið þér endilega að gera það strax. Ég er nýbúin að fá bréf frá honum, þar sem hann skrifar mikið um yður, og hantt segist hlakka svo innilega til þess að hitta yður næsta sumar. Ég hef sagt honum, hve vænt mér þykir um yður, og það gleð- ur hann mjög, því að honum finnst það eðlilegt . . . “ Þegar bréf þetta er ritað, átti þessi indælis maður, séra Thoresen, eftir að lifa í fimm ár, en Magdalene fimmtíu. Nú var hún 34 ára og var á leið til Parísar, þar sem hún ætlaði að njóta menningarinnar fram á haust. Reyndar var hún farin að skrifa leikrit, og þegar höfðu tvö þeirra verið sýnd í nýja leikhúsinu í Bergen á síðasta misseri undir leikstjórn Hen- riks Ibsens, sem Ole Bull hafði ráðið til leikhússins tveim árum áður. Hún hafði ekki mikið álit á honum, og hann ennþá síður á henni sem leikritahöfundi. Þau hlutu líka litlar þakkir, hvað þá vinsældir fyrir þessi leikrit, og svo átti það eftir að verða undantekningar- lítið, hvað hana snerti. En Magdalene varð ekki minni kvenmaður og kvenskör- ungur fyrir þetta, og það var fjarri henni að leggja árar í bát. Það gerði hún aldrei þessi 50 ár, sem hún átti ólifuð. Og í bréfinu kemur í ljós, að hún hefur rætt við Grím og beðið um aðstoð hans og uppástung- ur um efnisval. Því að hún biður hann um að skrifa niður fyrir sig þær tvær tillögur um efni í leikrit, sem þau hafi rætt um. Og hún bætir við: „Vild- uð þér líka segja mér álit yð- ar á því, hvernig ætti að haga niðurröðun efnisins?" Það er ekki lítið, sem hún biður Grím um, en hafi hann gert það, og hún spunnið upp úr því, þá hef- ur það komið til kasta Ibsens að koma því á svið. Og reynd- ar átti hann eftir að stjórna þriðja mislheppnaða leikriti hennar tæpum tveim árum seinna. Það gaf lítið í aðra hönd, en hét „Hr. Money.“ Þegar hún hafði beðið Grím um þessa aðstoð við leikrita- smíð sína, segir hún í bréfinu: „Þér getið ekki ímyndað yður, hve þakklát ég yrði fyrir þetta. Hugsið nú vel til mín og ásakið mig ekki fyrir að vera ókven- leg. Sjáið þér til: Það býr í mér þrá, sem verður að upp- fylla. Það gæti skeð, vinur minn, að annar gæfi þess- arri saknaðartilfinningu annað nafn — og reyndi að fullnægja henni. Það er ef til vill innst inni einmitt hið kvenlega í mér, sem rekur mig til að skrifa, — en þér skiljið mig kannski ekki. Jæja, en lifið heilir og munið það, að hvernig sem þér hugsið til mín, — þá er ég þó yðar einlægasta, yðar tryggasta vinkona — Magdalene Thore- sen.“ Til Ham. Jeg elsker Dig, min Tankes Morgenröde, Du Blimt af Solen over Skyens Rand! Jeg elsker Dig, og til et flygtigt Möde jeg stævner Dig til Fantasiens Land. Jeg elsker Dig, som Himlen elsker Havet, som atter Havet elsker Himlens Hvævl, saa elsker jeg, thi i min Sjæl begravet Du hviler i et Billed af Dig selv. Jeg elsiker Dig som tonefulde Sange, som Jubelkoiret i en Höjtidsstuind. Jeg elsker Dig som Vaarens Blomstergange i Bögehegnet ved det blanke Sund. Jeg elsker Dig som Ordets rige Skiften í Digtets underfulde Harmoni. Jeg elsker Dig som Tankevingens Viften, naar Sjælens friske Ström er Poesi. Jeg elsker Dig som mine Barndomsminder, som mine Ungdomsdrömmes Paradis. Jeg elsker Dig, mens jeg í Tanken binder endu en Krans af Drömmenes Forlis. Jeg elsker Dig mit Hjærtes Morgenröde! Og maa Du synke hen som Sol i Vest — jeg elsker Dig! Og til vort sidste Möde jeg kranser Dig endu ved Mindets Fest. Um samband þeirra eftir að þetta bréf var ritað, er fátt vitað með vissu, nema að mörg bréf fóru á milli þeirra þá löngu ævi, sem þau bæði áttu eftir að lifa. f fórum Gríms Thomsens fundust að honum látnum allmörg bréf frá Magda lene Thoresen, en ekkja hans fól Jóni Þorkelssyni, rektor, að senda þau til hennar. Fékk frú Jakobína hlýlegt þakkarbréf í staðinn. En mér er ókunnugt um hvað orðið hefur um þau bréf. Enginn vafi er þó á því, að þau hafa oft hitzt í Kaup- mannahöfn, og á árunum 1861— 67 bjuggu þau bæði í borginni. Magdalene missti mann sinn 1858, en fluttist með sín eigin fjögur börn til Kaupmannahafn- ar 1861, þar sem móðir hennar bættist við þau, sem hún þurfti að sjá um. Eru næstu ár sögð hafa verið erfið fyrir hana fjárhagslega, en hún kynntist brátt áhrifaríku fólki og frægu. En vinir hennar þurftu ekki einungis helzt að vera slíkt fólk, heldur jafn- framt auðugt — andlega. Og hún hafði hæfileika til að eign- ast marga slíka vini. Hvernig sem samband þeirra Gríms hef- ur verið þessi ár, þá er eitt víst, að hann hefur uppfyllt öll hin ofangreindu skilyrði. Framlhald á bls. 8. Ég elska þig Ég elska þig, minn árdags fyrsta roða, sem yfir skýin lagði geislakranz. Ég elska þig, og set minn sendiboða að sækja þig til hugsjónanna lands. Ég elska þig, ssm himinloftið hafið og hafið aftur gullið sólarhvel, því myndin þín og muni hvílir grafið í minni sál í gegnum líf og hel. Ég elska þig sem dýrðarsöng, er svellur með sigurbrag á hátíðlegri stund. Ég elska þig sem gígjugrát, er fellur sem guðleg náð á mína dýpstu und. Ég elska þig sem orðsins skil og skifting, er skáldið talar lífsins guðamál. Ég elska þig sem andans vængjalyfting í óðmæringsins Guði vígðu sál! Ég elska þig sem ljúfa æskuóminn og auðnu mi'nnar gamla föðurland. Ég elska þig og bind nú hinztu blómin, sem báran gaf mér eftir lífsins strand. Ég elska þig, — mín eina yndisstjama á efans nótt, sem benti mér á guð. Ég elska þig — á Herrans himni þama við hittumst næst. Ó, ljúfan samfögniuð! Matthías Jochumsson þýddi ljóð Magdalene Thoresen. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24 maí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.