Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Page 11
fá yfirlýsingar þeirra um málið. Spurn ing í bréfinu sé: I. Teljið þér ekki fram- komu ráðherra í fullu samræmi við vilja Alþingis, þar á meðal það atriði, að auglýsing til dönsku þjóðarinnar sé andstæð fyrirvara Alþingis?“ ★ ★ Þannig stóðu málin í ársbyrjun 1915. Er þá hendi næst að skyggnast að baki þeirra atburða, sem nú hefur verið drepið á, og sjá í hve nánu sambandi Sigurður Eggerz hefur verið við flokks bræður sína sem biðu eftirvæntingar- fullir úrslita oig hve vel hanin hlítir forsjá þeirra og fyrirmælum. í ágústmánuði 1914 hafði verið kos- in flokksstjórn í Sjálfstæðisflokknum: Skúli Thoroddsen, formaður, Bjarni Jónsson frá Vogi, ritari, og Björn Kristjánsson, gjaldkeri. Hafði Björn í fundarbyrjun lýst yfir því, að hann tæki ekki við kosningu og fór síðan. En formaður ritar honum síðar bréf „og sagði honum að hann hefði þá ver- ið kosinn féhirðir, en Björn neitaði að taka að sér starfann. Var þá kvaddur til Einar Arnórsson, háskólakennari, og var þaið eftir fyrirmæluim fundarins." Þannig eru nú komnir til sögunnar í fundagerðarbókum Sjálfstæðisflokks- ins þeir menn, sem helzt verða fyrir okkur í þeim átökum, sem framundan eru. Hinn 30. okt. 1914 er haldinn fund- ur i miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og sátu hann Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Brynjólfur Björnsson, tannlæknir, formaður Sjálfstæðisfélags- ins í Reykjavík, Einar Arnórsson, ól- afur Björnsson, ritstjóri, Skúli Thor- oddsen og Sveinn Björnsson. Sigurður Eggerz er þá í Kaupmannahöfn og sendir ólafi Björnssyni svohljóðandi símskeyti, sem lagt er fyrir fundinn, (auðvitað á ensku vegna styrjaldar- innar): „If I make the whole as I told you but then the declaration to the other part is to be done but without my consent can you accept it stop I have still a very little hope telegraph morrow. Eggerz.“ (Á íslenzku: Ef ég geri allt eins og ég sagði ykkur, en svo verður gefin yfirlýsing til hins aðilans, getið þið þá fallizt á það stop Ég hef enn mjög litla von, síma á morgun. Eggerz — þ.e. hann spyr að því er virðist, hvort þeir geti fallizt á að Danir gefi út auglýsingu (eða yfirlýs- ingu) um það sem gerist í ríkisráðinu, en því hafði verið mótmælt af íslend- ingum.) Símskeyti þetta var sent Olafi 28. október og barst honum í hendur dag- inn eftir. f fundagerðarbókinni segir svo: „Fundarmenn skildu svo, að þessi yfirlýsing til hins aðilans væri sú aug- lýsing til Dana, sem konungur boðaði í opna bréfinu 20. okt. 1913, og urðu allir á eitt sáttir að senda svolátandi skeyti: Central committee understands declaration projected beeing same as meant october 20. 1913. Cannot accept any declaration Rather unsanctioned. (Á íslenzku: Miðstjórn- inni skilst (að) fyrirhuguð yfirlýsing sé sú sama og gefa átti (út) 20. okt. 1913. Getum ekki fallizt á neina yfirlýsingu. Viljum heldur hafa hana ósamþykkta, þ.e. miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skilst að fyrirhuguð yfirlýsing sé sú sama og birta átti eftir ríkisráðsfund- inn 20. okt. 1913, en þá lagði Hannes Hafstein, sem tekið hafði við völdum í annað sinn 1912 eftir stórsigur heima- stjórnarmanna í kosningunum 1911, fram stjórnarskrárfrumvarpið, sem Al- þingi samþykkti 1912, svipað að efni og frumvarpið sem Kristján Jónsson, ráð- herra, lagði fram í ríkisráðinu 1911, en konungur hafnaði; en þar var lagt til að ákvæðið um uppburð sérmála ís- lands í ríkisráðinu væri fellt burt. Þettá ákvæði var alveg fellt burt í frv. 1912. f frv. þessum voru ýmsar breytingar á uppkastinu frá 1908, m.a. að í frv. 1912 var ísland nefnt frjálst og sjálfstætt ríki. Danska stjórnin vildi að það nýmæli yrði tekið upp að birta bæði í Danmörku og íslandi þær um- ræður, sem fóru fram í ríkisráðinu 20. okt. 1913 um þau sérmál íslenzk, sem varhugaverð þóttu vegna sambandsins við Danmörku, s.s. um stjórnarskrána og fána fyrir ísland, en forsætisráð- herra Dana mótmælti m.a. að ákvæði fyrri stjórnarskrár þess efnis að mál íslands skyldu borin upp fyrir kon- ungi í ríkisráðinu væri fellt brott, en honum sett í sjálfsvald, hvar þau mál skyldu borin upp. Hannes Hafstein sagði að Alþingi skildist að konungur mundi eftir sem áður láta bera upp íslenzk sérmál í ríkisráðinu. Konungur sagði að engin breyting yrði á upp- burðd ísl. mála, nema samininigar tækj- ust um ný lög um ríkisréttarsamband íslands og Danmerkur. Miðstjórnin mót- mælir að Sig. Eggerz fallist á að aug- lýsing verði gefin út um umræður í ríkisráðinu, og vilji hún heldur hafa stjórnarskrána ósamþykkta).“ Síðan segir að fundur hafi ekki ver- ið haldinn fyrr sakir þess að Ólafi hafi þótt skeytið óljóst og beðið um endurtekningu, en hún ekki komið. En um kvöldið 30. okt. hafi þeir félagar fengið nýtt skeyti í hendur frá Sigurði Eggerz. Þar segir: If I make the whole as I told you but then without my consense the de- claration to the danish nation with Zahles contrasignatur is to be done can you accept it stop I have still little hope Telegram tomorrow. Eggerz. (Á íslenzku: Ef ég geri allt sem ég sagði ykkur, en svo verður gefin út yfirlýs- ing án míns samþykkis til dönsku þjóð- arinnar undirrituð af Zahle (forsætis- ráðherra) getið þið þá fallizt á hana. Ég hef enn litla von. Síma á morgun. Eggerz). Næst er svo fundur haldinn 19. nóv. með öllum miðstjórnarmönnum. Fund- arefni var svohljóðandi skeyti frá ráð- herra: Confidentially — I have broken off discussion constitution stop The only possibility to get it confirmed I could think was in this way In my proposition to King behalf consitution I have in- cluded Althingsresolution and plainly referred to it I have also referred to it in proposition behalf Kings resolution King confirms constitution without remark and expedits publication to danish nation I refer to Althings- resolution and protest against as not binding Iceland I have not proposed this possibility and it is not proposed to me, but I miay heatr your meanrinig of if you consider that Icelands right in this way is in savety Also: are the Althingsresolution and the protest aft- er your meaning sufficient? And do you mean that the parlament wishes this confirmation. Other quite imposs- ible. Telegraph morrow. Eggerz. (Á íslenzku: Trúnaðarmál — ég hef slitið viðræðum (um) stjórnarskrána stop Eini möguleikinn, sem ég gat hugsað mér til að fá hana staðfesta, var þessi: í tillögu minni til konungs um stjórn- arskrána var innifalin (þings)ályktun (fyrirvarinn svonefndi) Alþingis og ég vísaði greinilega til hennar. Konung- ur staðfestir stjórnarskrána án athuga- semda og yfirlýsingin birt dönsku þjóð- inni. Ég vísa til (þings)áiyktunar Al- þingis og mótmæli því að hún (yfir- lýsingin) sé ekki bindandi á íslandi. Ég hef ekki bent á þessa leið og mér hefur ekki verið bent á hana, en vildi heyra ykkar álit hvort þið teljið hana tryggja rétt íslands. Einnig: teljið þið að álykt- un Alþingis og mótmælin nægi? Og álít- ið þið Alþingi óska þessarar staðfest- ingar? Annað algjörlega útilokað. Síma á morgun. Eggerz — Hér bendir Sig. Eggerz á ekki ósvipaða málamiðlun og Einar Arnórsson samdi um síðar). Eftir umræður um skeyti þetta frá ráðherra, samþykkti miðstjórnar- fundur Sjálfstæðisflokksins að kalla til alla þingmenn flokksins, er til næðist. Komu þá Guðmundur Hannesson og Björn Kristjánsson á fundinn og urðu allir sammála um að svara ráðherran- um með svohljóðandi skeyti: Kings publication to Danes contrary to Althingsresolution therefore absolut- ly unacceptable, „og skyldu allir skrifa undir.“ (Á íslenzku: Yfirlýsing kon- ungs (dönsku ríkisstjórnarinnar um um- ræður í ríkisráðinu) til Dana andstæð ályktun Alþingis, þess vegna með öllu óaðgengileg). Síðar segir í fundagerðarbókinni. „Menn þóttust hafa heyrt á ráðherra að hann mundi rjúfa þing ef synjað yrði stjórnarskránni. Þótti mönnum það óráð og sendu ráðherra svolátandi skeyti: If Althings- dissolution planned central commitee wishes question undecided until your return. (Á íslenzku: Ef þingrof (er) fyrii-hugað óskar miðstjórnin að málið verði ekki afgreitt fyrir heimferð yð- ar). Á næsta fundi, 29. nóv., þar sem allir voru viðstaddir, er skýrt frá því að nýtt skeyli hafi borizt frá ráðherra, „til svars upp á skeyti miðstjórnarinnar,“ dagsett í Kaupmannahöfn 20. nóv. og hljóði svo: After six days I telegraph resultates (sic) corastitution flag was glad for your telegram. I have the whole time protested publication danish and broke off when it could not be changed. — Eggerz. Og enn kom skeyti 27. nóv.: Confidentially I think eonstitution and flag will not be approbated — Eggerz. (Á íslenzku: Síma eftir sex daga niðurstöður varð- andi stjórnarskrá (og fána) Þakka skeyti ykkar. Ég hef alltaf mótmælt birtingu (yfirlýsingar) í Danmörku og sleit viðræðum, þegar því fékkst ekki breytt. Eggerz. Og: f trúnaði held ég að stjórnarskrá og fáni verði ekki stað- fest. — Eggerz). Ólafur Björnsson símaði þá daginn eftir til ráðherra og spurði, hvort einn- ig væri ómögulegt að fá „tricolour“ eða þrílita fánann samþykktan, en ráðherra svarar samdægurs: I have proposed it but also impossible. (Ég hef lagt það til, en það (er) einnig útilokað. Þá samþykkir flokksstjórnin að senda ráð- herra svohljóðandi skeyti: „Central commitee glad for your firm attitute wire immediately after councilmeeting full details constitution and flag.“ (Á íslenzku: Miðstjórnin fagnar (fegin) á- kveðinni framkomu yðar. Símið strax að loknum ríkisráðsfundi öll atriði varð- andi stjórnarskrá og fána).“ Þetta eru þá þau viðskipti, sem Sig- urður Eggerz á við stjórn flokks síns, þegar hann fer með stjórnarskrárfrum- varp Alþingis til staðfestingar kon- ungs. En synjun Kristjáns X. kallar á afsögn ráðherrans, eins og fyrr getur. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur aftur saman 3. des. og ræðir um það, hvernig snúast skuli við skeyti frá ráð- herra um það sem fram fór í danska ríkisráðinu 30. nóv. Stjórnin biður blöð Sjálfstæðisflokksins að leggja áherzlu á að Sigurður Eggerz hafi rekið vel erindi Alþingis „um mótmæli þess gegn konungsummælum 20. október 1913, og að lýsa yfir því, að framferði Sigurðar hafi verið í fullu samræmi við vilja Alþingis." Virðist stjórnin hafa ein- hverja ástæðu til að óttast að mál þetta kunni að snúast í höndum sjálfstæðis- manna, enda má segja að það hafi kom- ið á daginn, er það leiddi til sundrung- ar innan flokksins. Hitt er ekki rétt, sem oft er haldið fram, að fána- málið hafi ráðið úrslitum um afsögn Sigurðar Eggerz. Ber svo fátt til tíðinda. En á fundi, sem haldinn er 7. janúar 1915, ræðir flokkurinn um þingrof og þess getið, að Sveinn Björnsson hafi reifað málið. ólafur Ólafsson, Fríkirkjuprestur, mælti með því og „kvað marga menn í Reykja- vík vera á því máli.“ „Sigurður Eggerz benti á að konungur hefði að fyrra bragði sagt, hverja aðferð hann ætlaði sér að hafa: að kalla nokkra menn til viðtals. Kvaðst hann því eigi hafa get- að rofið þing, þótt hann hefði viljað. í öðru lagi benti hann á, að núverandi þing gæti eitt svarað því, hvort ráð- herra hefði verið í samræmi við þingið, eða gengið lengra en það vildi, svo sem konungur brá honum um. Síðan voru þessar skoðanir báðar ræddar fram og aftur og töldu fleiri rétt að hreyfa eigi þingrofum. Engin ályktun gerð.“ Þá er lagt til „að kalla 40—100 menn á fund til þess að ræða þetta mál. Var það samþykkt.“ Á næsta fundi 10. jan. eru 75 menn á fundi, „þeir er mest hafa forgöngu um stjórnmálahreyfingar flokksins hér í bænum." Og enn er rætt um þing- rofið. Sigurður Eggerz hóf umræðurnar. Málið var síðan rætt fram og aftur og auk ráðherrans tóku þessir til máls: Halldór Ólafsson, Ólafur Fríkirkju- prestur ólafsson, Grímólfur Ólafsson, Bjiarnd Jómsso'n frá Vogi, Sveinin Björnsson, ólafur Ólafsson, prentari, og Ágúst Jósefsson, sem hvatti til þess að flokkurinn byggi sig vel undir næsta þing. Fundarstjóri var Ólafur Björnsson, ritstjóri. Á fundinum var samþykkt svohljóð- andi tillaga um þingrofið: „Fundurinn sér eigi að svo vöxnu máli ástæðu til að Sjálfstæðisflokkurinn krefjist þing- rofa.“ Var tillagan samþykkt með öll- Konur í Reykjavik fagna fengnum kosningarétti 1915. 24. miaí 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.