Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Blaðsíða 16
eér, iivar ísl. naál vaaru btM-im upp — og hví þá ekki í rlkisráði þans? Hitt er sörmu nær að hér er streitzi gegn við- urkeimiiigiu á fullveltii íslauds, eims og sjáifstaeðismörmum hefur fundizt alla tíS. í skeyti ráðherra segir enn fremur: „Sáðhej'ra mælti.: í þimgsályktunirmi er þvi haidið eindregið frama, að uppburð- ur íslenzkra sérmála fyrtr konungi sé islenzk .sérmál, og enmfremur er því eindregið haldið frama, að um þetta sér- mál verði ekki gerð örunur .ákvaeði en um önnur íslenzk .sórmál. Fyrir þvi ,er auglýsing sú, sem birta á í Danmörku og ráðgerð er á ríkisráðsf.undi 20. okt. 1913, ósamrýmanleg við skoðun Alþing- is, með því .auglýsingin mundi leiða til þess, að konungur hefði í íslemzku sér- máli hundið vilá a sinn yið viss atvik, sem iöggjafarvald íslands og stjórn væru ekki einráð .yfir, og þá hefði kon- ungur eigi frjálsar bendur um breyt- ingar á atkvæðum, sem farið kynmi að verða fram á af Xslands hálfu. Ég get ekki viðurkennt, að sambandinu milli íslands og Daumerkur, hvort sem það er skoðað frá sögulegu, lagalegu eða eðlilegu sjónarmiði, sé svo háttað, að það sé nauðsynlegt þess vegna að bera íslenzk mál upp í ríkisráðinu, og ég get heldur ekki viðurkennt, að sú spurning, hvort islenzk sérmál skuli borin fram í ríkisráði eða utan þess, verði leyst eftir öðru sjónarmiði en íslands einu En með þetta fyrir augum hefur ekki þótt neitt vera því tii fyrirstöðu að verða við óskum Yðar hátignar um upp burð málanna í ríkisráði, og ég mundi þess vegna, skoðað frá nefndu sjónar- miði, vera reiðubúinn til þess að bera fram fyrir Yðar hátign tillögu sam- kvæmt þessu. En um leið og ég verð að halda fast við þá íslenzku skoðun sem felst í þingsályktuninni, að upp- burður íslenzkra mála fyrir konungi sé íslenzkt sérmál, sem ráðið sé til lykta og breytt einungis eftir þeim reglum, sem giida um íslen.zk sérmál, þá get ég ekki, svo leitt sem mér þó þykir það, lagt stjórnarskrármálið fram fyrir Yðar hátign til staðfestingar, nema það komi um leið ljóslega og gr.einilega fram, að ísland haldi þessum sínum gamla rétti. Ég hef viljað taka þetta fram við Yðar hátign, svo skýrt sem mér er unnt, af því að ég álít að hið innilega samkomu- lag milli konungs og hinnar íslenzku þjóðar verði að hvíla á ótvíræðum grundvelli. Konungur sagði: Úr því ráðherra ís- lands vill ekki bera stjórnarskrármálið upp til staðfestingar með þeim skilyrð- um, sem fyrix hendi eru, og lýsir þvi yfir, að þau séu ósamrýmanleg við skoð un Alþingis, verð ég að taka þetta fram: f opnu bréfi, dagsett 20. okt. 1913, er ég fyrirskipaði nýjar kosning- ar til Alþingis, lét ég í Ijósi með hvaða skilyrðum ég mundi geta staðfest hið nýja stjórnarskrárfrumvarp. Um leið lét ráSberra íslands birta yfirlýsingu mina í ríkisráðinu, þar sem ég að ráði minna dönsku ráðgjafa lýsti jþvá yfir, að það væri tilætlun min ,að .birta i Danmörku það, sem ég sagði í minu opna bréfi til íslands, að ég n:undi ekki breyta ákvörðun minni um það, að sérmál ís- lands verði lögð fyrir mig í ríkisráðima, nema sett væri ný skipun um hið .stjórn skipulega samband milli Danmerkur og fslands. Þegar Alþingi á ný samþykkti stjórnarskrárfrumvarpið, var því þess vegna fullkunnugt um þessi skilyrði; ef það ekki vildi fá stjórnarskránni fram- gengt með þessum skilyrðum, hefði það átt að leita samkomulags um skilyrð- in, áður en það samþykkti frumvar.pið á ný. Ég get þess vegna ekki talið mig sannfærðan um að afstaða Alþingis, eins og henmi er lýst af ráðherranum, geti verið endanleg, og ég beini því til hans að birta alþingismönnum það, sem ég þefi sagt hér í dag, og fá firekari vissu um það, hvort þvá sé svo varið, að Alþingi óskl ekki að fá stjórnar- skrárfi'umvarpið staðfest með þessum skilyriðnm, sem ég hef sett, og fram- vegds verð að ihalda fast við. Ráðherra sagði: Þegar a.thuguð eru starfskjör ALþi-ngis þann stutta tíma, sem það standur yrfir, var ekki hægt að búast við því, að Alþingi það, sem nýkosið v,ar 1914 og fyrst varð að ræða og .gera sér Ijósa afstöðu sína um spura- ingu þá, sem hér er urn að ræða, gæti fengdð tíma til innan þingiausna að leita samkomulags am þau skály-rði, sem Yðar hátign heftar nefmt, en ég gat ekki látdð yður -heyra álykitun Alþingis orðrétta, þagar ég átti tal við Yðar hátigin síð- asta sumar. Ég verð líka -að æ.tla að Alþingi hafi, með því að láta ráðherra fslamds, sem ber ábyrgð gagnvart þing- inu, birta Yða-r hátign skoðun sína áðnr en stjómarskrármálið yrði staðfest, á sem áhrifamestan hát.t, sem -urmt var, látið sínar óskir í Ijósi. Ég efast alls ekki um, að skilningur þingsályktunar- innar, sem ég hef haldið fram, gefi rétta mynd af íullnaðarskoðun Alþingis, og styð mig í því efni eigi aðeins við efni ályktunarinnar, heldur einnig við skoð- anir, sem ég hef fengið símleiffis, meff- an ég hef dvalið í Kaupmannahöfn, frá ráffandi alþingismönmim, eftir að ég átti tal við Yðar hátign um þe.tta mál. Þ5 að ég mundi ekki fresta að verða við þeim tiimælum, er Yðar hátdgn haf- ið nú uppd látið, ef ég hefði minnstu von um að geta með því stutt að úx- lausn málsins, þá held ég, að eftir um- mælum Yðar hátignar um skilyrðin fyr- ir staðfestingu, og samkvæmt þvi, sem ég hef tekið fram, að ég geti ekki farið aðra leið en að taka tillögu mína aftur. Ég verð þó áður að gera Yðar hátign kunnugt, að ég tel mái þetta svo þýð- ingarmikið, að geti stj órnarskrármálið ekki náð staðfestu á grundvelli þings- ályk.timarinnar, þá verð ég að tilkynna Yðar hátign, að ég mun beiðast lausn- ar, en fulkiaðarlausnarbeíðnina vtLdi ég ekki koma fram með fyrr en ég hefði fengið tækifæri til þess að bera upp við Yðar hátign þau mál frá síð- asta Alþingi, sem enn haf a ekki verið til lykta leidd. Konungur sagði: Þar sém nú er svo koœuð, sem ráðherrann hefur frá skýrt, verð ég að láta þá ósk i ljósi, aff bera mig samain við íslenzka stjómmálamenn úr ýmsum flokkum um þaff, hvort unnt sé aff ieysa ágreining þann, sem er um ríkisráðsspurninguna, til að greiða fyrir stjórrLarskrármálinu. Ráðherra mælti: Um leið og ég held fast við ummæli mín, leyfi ég mér að taka aftur .tillögu mína um staðfest- ingu stjiórnarskrárbmar, og tillögur þær, aem standa í samhandi við það mál, um að ge-fa út allrahæstan úrskurð um uppburð íslenzkra mála, svo og lög um fareytingu á lögum 3. október 1903, um skipmn æðstu stjórnar landsins.“ Undir lok fundari-ns kv.aðst Sigurður Eggerz ekki efast um að þingsáiyktun- in, eða fyrirvarinn, gæfi rétta mynd af fullnaðarskoðun Alþingis, og þar sem konungur vildi ekki fallast á hann, sæi hann ekki aðra leið opna fyrir sig en taka af-tur tillögu sína ura staðfestingu stjórnarskrárinnar.. Lýsti hann yfir því, að hann yrði að biðjast lausnar frá ráð- herraembætti, ef stjórnarskráin næði ekki staðfestingu á grundvelli fyrirvar- ans. Konungur gat þess þá, eins og fyrx segir, að hann mundi bera sig saman við íslenzka stjórnmálamenn úr ýmsum flokkum um það, hvort unnt væri að leysa ágreininginn um uppburð ís- lenzkr.a mála í ríkisráðinu. Ráðherra íslands bar þá upp tillögu Alþingis í fánamálinu, en konungur bað einnig um að fá að ræða það mál við þá stjóm- málamemn íslenzka, sem hann kveddi á sinn fund. „Ráðherra íslands kvað þetta enn -styrkja ósk sína um að biðjast lausnar.“ Þá óskaði Zahle, forsætisráðherra Dana, eftir leyfi kon-ungs til að mega birta í Danmörku skýrslu um það sem hefði gerzt í ríkisráðinu og undirritaði hann sjálfur þá skýrslu. Ráðherra Is- lands mótmælti því: „Ef svo ber að skilj a undirskrif t f orsætisráðherrans undir þessa skýrslu, að faann taki á sig nokkra ábyrgð á íslenzkum sérmálum, verð ég að mótmæla því. Ég bið um leyfi Yða-r hátignar til að birta á Is- landi það, sem nú hefur gerzt í ríkis- ráðinu.“ Hér mð skjðta Inn I, tll glðggvunar á því sem síðar segir, að Hannesi Haf- stein hafði orðið svo vel ágengt í fána- málinu 1913, að faöfuðandstæðingur hans, dr. Valtýr Guðmundsson, getur ekki annað en dáðst að því, og var hann þó sízt af öllu ginnkeyptur fyrir að bera lofsyrði á Hannes. „Ég held að ómögu- legi sé að neita,“ segir hann í bréfi til mágs síns dags. 24. nóv. 1913, „að ráð- herra hafi í fánamálinu orðið meira ágengt en útlit var fyrir og að hann hefir þvi beinlínis snúið á Dani, enda er vísí taisverð gre-mja hér (í Danmörku) hjá mörgum út af því. Auðséð líka á ummælum kgs. (konungs, Kristjáns X), að honum hefir verið þvernauðugt að samþykkja og vill skella skuldinni á Zafale, af því hann hafi ekkert haft að a-thuga við þetta. Þetta mun lík-a vera svo, að kgr. hafi því aðeins látið sig, að H.H. faafi verið búinn að vinna dönsku ráðh. m-eð sér og þeir aftur búnir að tryggja sér samþykki flokksforingja Dana, en kgr. stóð einn, og þá gat hann ekki lengur lagzt á móti, heldur varð að beygja sig . . . að mögulegt væri að fá eitthvert lokalfiagg var ég aldrei í vafa um . . . En að Hannes komst þó svona langt, er sjálfsagt því að þakka, að hanm hefir teflt á fremsta hlunn og ætlað að láta ske-ika að sköpuðu. Það þurfa ráðherrar að gera — bæði gegn kgL og alþingi." Hannes hafði lagt fram fánamálið fyr ir konung í ríkisráði og segir að ís- lenzka þjóðin eigi þá ósk að fá ís- lenzkan fána, sem notaður verði á ís- landi og í landhelgi íslands og lýsir konungur yfir því, að hamn fallist á til- lögu ráðherra íslands. En eins og ráð- izt er á forystumenn Dana, sem þetta samþykktu, í Danmörku, þannig verð- ur Hannes Hafstein ekki síður fyrir heiftarlegum árásum hér heima fyrir framgöngu sína, og ekki sízt er það gagnrýnt, að forsætisráðherra Dana skyldi taka til máls í ríkisráðinu um íslenzkt sérmál, þ.e. fánamálið. En ís- inn var brotinn. Eins og að líkum lætur, urðu skipt- ar skoðanir á framkomu Sigurðar Eggerz á ríkisráðsfundinum, þótt hann hefði „teflt á fremsta hlunn." En nú stóð kóngur ekkí „einn“. Flokksbræður Sigurðar í Sjálfstæðisflokknum fögn- uðu þó mjög framkomu hans, enda hafði hann haft nákvæmt samband við þá frá degi til dags um allt, er að málinu laut, eins og skeytin og fundagerðarbók Sjálfstæðisflokksins um þetta leyti bera með sér (fundagerðin sýnir við hvaða alþingismenn hann hafði samband, þ.e. flokksmenn sína). Á fundi 30. des. sem stuðnlngsm-enn Sj álfstæðisf lokksins efndu tíl í Reykjavík, (sumir segja að 600 mamns hafi sótt hann) var lýst fylgi við ráðherramn. Sveinn Bjömsson bar fram tillögu, -sem samþykkt var í einu hljóði: „Fundurinn þakkar ráðherra fram- komu hans í ríkisráði 30. nóvember þá., telur skoðanir þær, sem hann hélt þar fram í umræðum um stjómarskrár- mállLS vera í f-ullu samræmi við vilja m-eirihluifca kjósenda fyrir síðustu kosn- ingar og álítur vel farið, að ráðherra flutti svo Ijóst við Dani skoðanir ís- lemdimga í dfiilumáiunum." Ráðherra var ,svo ákaft hylitur af fimdarmönnum og t lok fundarins bað hann menn hrópa húrra fyrir fóstur- jörðinni. Þá birta eirmig 18 þingmenn yfirlýsingu, þar sem þeir teija „fram- komu ráðh-erra í ríkisrá-ðinu í fullu samræmi ylS þingviljann og að þeir áiitu fyrirhugaða yfirlýsingu konungs til Dana ósamrýmanlega við fyrirvara Aiþingis." ★ ★ Er þá komið að því, þegar konungur boðar Hannes Hafsíein einan á sinn fund í febrúar 1915. Óttuðust Sjálístæð- ismenn að konungur mundi fela hon- uffi ráðherræmbættið en svo var ekki, enda hafði hann ekki holmagn til þess / /fy* t r/et. ^ st-jt-* • , / . , . > ‘ J. v S . / v. S / /f t r —-, -. ^ O * ,, 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. miaí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.