Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Qupperneq 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1970, Qupperneq 23
Lausn á síðustu krossgátu DAGBLÖÐ, sem byggja fjárhags- lega afkomu sína á stjórnmála- flokkum eða eru rekin af þeim, hljóta að gjalda þess í efnisvali sínu. Eftir því sem stjórnmála- flokkarnir eru minni þeim mun einstrengingslegri ver'öa blöðin í málflutningi sínum. Þau sœkja afl sitt til lítils lióps heittrúaðra flokksmanna, sem þurfa að fá hœfi- legan skammt af flokksboðskapnum reglulega til að viðhalda sannfær- ingunni. Þeim finnst og, að þeir eigi fullan rétt til þess, því að án stuðn- ings þeirra kæmi blaöið ekki wt. Slík dagblöð eru yfirleitt mjög leið- inleg aflestrar fyrir aðra en flokks- mennina. Þau öðlast því sjaldan mikla útbreiðslu utan þeirra hóps. Hér á landi höfum við ekki farið varhluta af þessari þróun. Allir íslenzku stjórnmálaflokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn standa straum af rekstri þeirra dagblaða, sem styðja þá. Fjárhagsleg afkoma þessara blaða er svo bágborin, að forystumenn flokka þeirra hafa leitað á náðir ríkissjóðs þeim til bjargar. Stjórnmálaflokkarnir reka blöðin ekki fyrst og fremst með það fyrir augum, að þau beri sig fjárhags- lega. Megintilgangurinn með útgáfu þeirra er að koma flokkssjónarmið- um á framfœri. Dagblaðið Tíminn er flokksblað par excellence. Það má greinilega marka af gildismati ritstjórnarinnar á fréttum. Nœr því daglega birtast þar á forsíðu póli- tískar „fréttir“ af innlendum vett- vangi. Orðið fréttir er auðkennt með gœsalöppum, af því að í sjálfu sér er ekki um staðreyndalýsingu að rœða í þessum fréttum. Þær mótast miklu fremur af flokksleg- um sjónarmiðum. Þœr eru annað hvort skrifaðar til þess að niður- lœgja pólitíska andstœðinga eða upphefja samherja. Fremur lítil- fjörleg smáatriði eru gerð að stór- málum og öfugt. Sú skoðun er nokkuð almenn, að dagblöð eigi í vök að verjast í sam- keppni við sjónvarp. Hún fœr nokk urn byr, þegar horft er til flokks- reknu blaðanna. Þau virðast sætta sig við þá þróun að sjónvarp og út- varp segi almenningi fréttir, sem byggjast einvörðungu á staðreynd- um. Þau líta fremur á sitt hlut- verk að túlka staðreyndirnar frá flokkslegum sjónarhóli. 1 þessu felst hœttuleg uppgjöf, þar sem sjónvarp getur aldrei komið í stað fréttablaða. í hinu ágæta, brezka tímariti Encounter birtist nú í maí grein um sjónvarp og vandkvœði þau, sem fréttamenn við það eiga við að glíma í starfi sínu. Greinarhöfund- urinn er Robin Day, sem starfað hefur sem sjónvarpsfréttamaður í Bretlandi í 15 ár einkum á sviði pólitískra frétta. Hann segir: „Óseðjandi hungur sjónvarps eft- ir lifandi og spennandi myndum hefur mikla og djúpstœða van- kanta. Af því léiðir, að sjónvarpið hneigist ósjálfrátl til þess að kynna málefni aðeins eða nœr einvörð- ungu eftir því, sem afleiðingar þeirra eru sýnilegar (á myndum). Stríð í sjónvarpi sjást svo til ein- ungis í mynd fórriarlamba og bardaga, eins og gerzt hefur með Víetnam, fyrsta sjónvarps-stríðið. Eða borgarastríðið í Bíafra, en óhugnaður þess var sýndur reglu- lega á sjónvarpsskermum oklcar í mynd sveltandi barna. Hvað er rangt við þetta? Á ékki að skýra frá hungri með því að sýna fólk, sem er að verða hungr- inu að bráð? Hvað er stríð annað en fórnarlömb þess og bardagar, blóð og grimmd? Segja má það — en sjónvarpið á það til að einbeita sér að þessum hlutum og útiloka með því hugmyndirnar og málefn- in, sem valda styrjöldum. Sjón- varpið leggur ekki alltaf nóg að sér til að spyrja „hver er ábyrgur“, „hvers vegna gerist þetta“ eða „er einhver önnur leið fœr“. Þetta er ekki allt og sumt. Sjón- varpinu er e.t.v. aðeins kleift að ná myndum sínum af annarri hlið deilu, sem getur verið jafn hrylli- lega grimmdarleg á báðum hliðum. Við höfum öll séð hroðalega óhugn- anlegar sjónvarpsmyndir frá stríð- inu í Suður-Víetnam, flestar þeirra eru teknar fyrir tilstuðlan Banda- ríkjamanna. Ekki er œtlunin að ræða Víetnam-málið, en efast nokkur um það, að hryllingsverk og hörmungar eigi sér stað á þeim svœðum, sem Víetkong ráða? Hvað mikið af þeim hefur nokkru sinni sézt í sjónvarpi?“ Síðar í grein sinni segir Robin Day: „ . . . Dagblöð, tímarit og bœk- ur verða ekki ónauðsynleg á tím- um sjónvarps. Þvert á móti skipta þau menntað og lýðrœðislegt þjóð- félag meiru en nokkru sinni fyrr. Sjónvarpið getur valdið hryllingi, það getur vakið samvizkuna og varpað Ijósi á atburði. En aðeins hið ritaða orð getur veitt þjóðfélag- inu menningarlegan kraft þess. Aðeins hið ritaða orð getur fylli- lega þjálfað gagnrýnina og verið viöunandi vettvangur fyrir umrœð- ur og mótun hugmynda“. Með þessi orð hins reynda, brezka sjónvarpsfi éttamanns í huga hlýtur mönnum að blöskra þróun- in hjá flokksreknu dagblöðunum hér á landi. Ef mat þeirra á stað- reyndum vœri hlutlœgt og laust undan klafa flokkssjónarmiðanna, horfði málið nokkxið öðru vísi við. En þegar þau hneigjast í rikara mæli til þess að lúta flokksviljan- um bœði í efnisvali og jjárhagslega, er þróunin vissulega mikið áhyggju efni. Það er raúnar engín'furða, að útbreiðsla þeirra dragist saman. Björn Bjarnason. 24. rruaí 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.